Morgunblaðið - 29.12.1985, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 29.12.1985, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. DESEMBER1985 % * t Konan mín, KARÍTAS GRÍMSDÓTTIR, Miðtúní 21, andaöist 17 þ.m. Jaröarförin hefur fariö fram. Jón Högnason. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, HILDUR VIGFÚSDÓTTIR HJALTALÍN, Laugateígí 17, lóst í Landspítalanum sunnudaginn 22. desember. Útför hennar veröur gerö frá Laugarneskirkju föstudaginn 3. janúar kl. 13.30. Anna Gunnarsdóttir, Vigfús Gunnarsson, Óskar H. Gunnarsson, Unnur Agnarsdóttir, Gunnhildur Óskarsdóttir, Agnar Óskarsson. t Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaöir og sonur, JÓN KRISTINSSON verkstjóri, Otrateigi 52, sem andaöist 24. desember, verður jarösunginn frá Laugarnes- kirkju fimmtudaginn 2. janúar kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökk- uö en þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfél. isl. Guörún Hjaltadóttir, Helga Jónsdóttir, Ástvaldur Kristinsson, Lúövík Hjalti Jónsson, Kristinn Rúnar Jónsson, Svava M. Ingvarsdóttir, Kristinn Jóhannesson. t Eiginkona mín og móöir okkar, KRISTBJÖRG EGGERTSDÓTTIR, Grenimel 2, sem lést 19. desember veröur jarösungin frá Neskirkju mánudag- inn 30. desember kl. 13.30. Albert Erlíngsson, Auöur Albertsdóttir, Kristín Erla Albertsdóttir, Erna Albertsdóttir. Faöir minn, tengdafaöir og afi. h PÉTUR JÓHANNSSON, Bjarkargötu 14, lóst í Borgarspítalanum 23. desember. Jaröarförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 30. desember kl. 13.30. Fyrir hönd ættingja og vina. Sigríður Pétursdóttir, Kjartan Georgsson, Pótur Kjartansson, Georg K jartansson, Margrét Kjartansdóttir, Egill Bergman. t Alúöarþakkir fyrir vinsemd og virðingu sýnda minningu systur okkar, ÁGÚSTU THORBERG. Sérstakar þakkir til starfsfólks Vífilsstaða fyrir frábæra umönnun. Helga, Rannveig og Magnús Thorberg. t Hjartanlegar þakkir sendum viö öllum þeim, sem sýndu okkur samúö, hlýhug og vinarþel vegna andláts ÓLA ANTONS BIELTVEDT fyrrverandí yfirskólatannlæknis. Guöný Jónsdóttir Bieltvedt, börn, tengdabörn og barnabörn. Verslunin verður lokuð mánudaginn 30.desember frá kl. 13.00 vegna útfarar KRISTBJARGAR EGGERTSDÓTTUR. Verslunin Veiðimaðurinn. Minning: Halldóra Sveinsdótt- ir hjúkrunarfrœðingur Fædd 29. september 1919 Dáin 19. desember 1985 Hún Dóra er dáin. Alltaf kemur dauöinn manni að óvörum, þó að hann geri boð á undan sér. Mig setti hljóða við fregnina um andl- áthennar, og að mér sótti fjöldi minninga, flestallar fagrar, en sumar dapurlegar, því „sorgin gleymir engum", en um þær má segja, að Halldóra óx í raunum sínum. Halldóra var sönn hjúkrunar- kona af guðsnáð, gaf styrk þeim sem á þurftu að halda. Það reyndi ég sjálf fyrir nokkrum árum. Hún var fædd 29. september 1919 að Arnardal í Eyrarhreppi, Norður-ísafjarðarsýslu, dóttir hjónanna Hólmfríðar Sigríðar Kristjánsdóttur og Sveins Sigurðs- sonar bakara á ísafirði, síðar út- vegsbónda í Arnardal. Hún lauk tveggja ára námi í Héraðsskólan- um að Núpi og Húsmæðraskólan- um að Laugalandi í Eyjafirði. Síðan fór hún í Hjúkrunarskóla íslands og lauk þaðan námi 1948. Eftir það stundaði hún hjúkrunar- störf alla tíð þegar heilsa hennar leyfði. Ég veit ekki hve mörg systkini hennar voru, kynntist aðeins Sig- urði bróður hennar sem fórst með Goðafossi hér við land á stríðsár- unum. Hann var drengur góður. Við vorum 16 saman í Hjúkruna- rskólanum fyrir 40 árum. Margt hefur breyst sem vænta má á jafn- löngum tíma. Dóra er sú fyrsta sem flytur yfir móðuna miklu. Er ég sannfærð um að vel hefur verið tekið á móti henni. Ég bið góðan Guð að styrkja Guðmund eiginmann hennar, syn- ina Hörð og Svein og dóttursoninn Guðmund, sem hún gekk í móður- stað við sviplegt fráfall einkadótt- ur þeirra, Sigríðar. Öllum öðrum vandamönnum votta ég innilega samúð. Gunnhildur Eiríksdóttir HinnA 19. desember sl. lést í Borgarspítalanum í Reykjavík eft- ir fremur skamma en erfiða sjúk- dómslegu, Halldóra Sveinsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Halldóra fæddist í Arnardal við ísafjarðardjúp 29. september 1919, dóttir hjónanna Hólmfríðar Kristjánsdóttur og Sveins Sigurðs- sonar, útvegsbónda. Halldóra var fjórða elsta barn átta barna er Hólmfríður og Sveinn eignuðust, en auk þess átti hún tvö hálfsyst- kini. Sveinn var tvíkvæntur. Fyrri konu sína, Viktoríu, missti hann eftir aðeins þriggja ára sambúð. Á þeim árum er Halldóra var á skólaskyldualdri, taldist Arnar- dalur til fremur afskekktra byggða. Naut hún þá sem í flestu framsýni og dugnaðar foreldra sinna, sem beittu sér mjög fyrir úrbótum á sviði menntunar barna í Arnardal. Komu þau Sveinn og Hólmfríður því til leiðar að hafin var barnafræðsla í héraðinu. Lögðu þau til húsnæði á heimili sínu, þar sem kennsla fór fram fyrst um sinn. Síðar beittu þau sér fyrir því að reist var skólahús á staðnum. Halldóra lauk því almennu skyldunámi í heimabyggð sinni. Var síðan við nám í tvo vetur í Héraðsskólanum Núpi í Dýrafirði og síðan einn vetur við Húsmæðra- skólann á Laugalandi í Eyjafirði. Að því búnu hélt hún til Reykja- víkur og réðst til starfa við Landspítalann. En hugur hennar stefndi til frekara náms. Hóf hún fljótlega nám við Hjúkrunarskóla íslands og lauk prófi frá þeim skóla vorið 1948. Að námi loknu starfaði hún m.a. við Sjúkrahús Akraness og Kópavogshælið, en réðst til Borgarspítalans árið 1961. Þar starfaði hún meira og minna þar til hún hóf störf í Sunnuhlíð, dvalarheimili fyrir aldraða í Kópa- vogi. Halldóra giftist árið 1948, Guð- mundi Sigurjónssyni, brunaverði á Keflavíkurflugvelli. Áttu þau heimili lengst af í Kópavogi. Þau Halldóra og Guðmundur eignuðust þrjú börn, Hörð, forstjóra flug- félgsins Ernir á Isafirði, kvæntur Jónínu Guðmundsdóttur, Sigríði, er fórst ásamt eiginmanni sínum, Ingimar Davíðssyni, í flugslysi árið 1973. í því hörmulega slysi fórst einnig bróðir Ingimars, Sig- urður Davíðsson, ásamt eiginkonu sinni, Jórunni Davíðsdóttur. Þriðja barn Halldóru og Guð- Guörún Axels- dóttir — Minning Mánudaginn 30. desember kl. 10.30 verður Guðrún Axelsdóttir, sem lést í Landspítalanum 23. desember, borin til hinstu hvíldar frá Fríkirkjunni í Reykjavík. Guðrún fæddist 20. júlí 1922 á Neskaupstað, dóttir Axels Ár- manns Þorsteinssonar frá Nes- kaupstað og Rakelar Guðmunds- dóttur. Rakel og Axel eignuðust tvær dætur Guðrúnu og Helgu. Rakel föðursystir mín, sem nú er ein núlifandi fimm systkina frá Junkargerði í Höfnum, fluttist með dætur sínar til Reykjavíkur þegar Gunna var aðeins eins árs gömul. Guðrún sem alltaf var kölluð Gunna, ólst upp hjá móður sinni, sem alla tíð með sínum alkunna dugnaði var fyrirvinna dætra sinna. Mitt bernskuminni segir mér svo, að bræður hennar tveir hafi miðlað henni af sínu. Þannig man ég frá barnsárum mínum fyrst eftir Rakel og dætrum henn- ar í litlu húsi á Laugavegi 147, húsi sem yngri bróðir hennar, Ingólfur, átti. Þar bjuggu líka afi okkar og amma. Við Gunna dvöldum oft langtímum saman hjá afa og ömmu. Bæði áttum við það sameig- inlegt að bera nöfn þeirra. Gunna frænka sem var glæsileg stúlka og vel greind var sjö árum eldri en ég. Hún var vel látin af öllum sem hana þekktu. Hún var í miklu áliti hjá foreldrum mínum og fjölskyldu Ingólfs. Báðar þessar fjölskyldur tóku henni opnum örmum þegar hún þurfti á aðstoð að halda vegna veikinda hennar en sá kross var á hana lagður að ganga með þann sjúkdóm sem kom og fór en ágerðist með aldrinum, sjúkdóm sem læknavísindin ráða eki við og sem að síðustu leiddi til dauða hennar. Gunna giftist Ólafi Sigurjónssyni bifreiðastjóra 24. desember 1941. Þeim auðnaðist að eignast þrjú mannvænleg börn og átta barnabörn. Börn þeirra eru Rakel Sjöfn, gift Tómasi Tómas- syni, Sigurjón, kvæntur Margréti Einarsdóttur og Guðmunda, gift Sævari Gestssyni. Þau geyma minningu um góða móður, tengda- móður og ömmu. Hinn hæðsti höfuðsmiður sem gaf okkur lífið, gaf okkur líka áheit um dauðann sem lausn kvala okkar og betra og fullkomnara tilveru- stig, að því jarðneska loknu. Er það ekki gott tákn þess að þessi elskulega frænka mín var kvödd frá okkur yfir á æðra stig í hið eilífa Ijós, einmitt nú þegar við fögnum komu frelsarans, sem bar mundar er Sveinn Pálmi, kvæntur Huldu Valdimarsdóttur. Eftir fráfall Sigríðar tóku Halldóra og Guðmundur 7 ára son hennar, Guðmund Geir, frá fyrra hjónabandi, í fóstur og hefur hann dvalið upp frá því á heimili þeirra. Svo annt lét Halldóra sér um uppeldi dóttursonar síns að hún hvarf um þriggja ára skeið frá hjúkrunarstörfum til þess að geta helgað sig ummönnun barnsins. Hjúkrunarstarfið tekur til flestra þátta daglegs lífs okkar, svo mjög sem líf okkar tengist heil- brigði og hollustu. Það er með sönnu sagt, að megineinkenni þeirra sem finna hjá sér köllun til hjúkrunarstarfa sé rík umhyggja fyrir meðbræðrunum, skilningur, þolinmæði og fórnfýsi. Þetta hafði Halldóra frænka í ríkum mæli til að bera. Hún gat jafnframt verið einbeitt í skoðunum og haldið þeim fast fram, ef hún áleit að um heill og velferð sjúklinga þeirra sem hún annaðist væri að ræða. Hall- dóra var trúuð kona og fann í trú sinni styrk í starfi og á stundum erfiðleika. Hún var glaðlynd og var alltaf ánægjulegt að hitta hana í hópi ættingja og vina. Áður en að endalokum dró, gerði hún sér af æðruleysi fulla grein fyrir því hvert stefndi. Útför Halldóru fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 30. þ.m. Fyrir hönd frændfólksins frá Hnífsdal eru Guðmundi, börnum og öðrum ættingjum og venslafólki fluttar innilegar samúöarkveðjur. Þorvarður Alfonsson okkur hið eilífa ljós og sannleikann um tilveru okkar. Þær minningar sem hún skilur eftir hjá okkur eru bjartar og fullar af mannlegum kærleik. Aldraðri móður, systur, eigin- manni, börnum og barnabörnum var hún góð. Þá á ég aðeins góðar minningar um hana, ég þakka henni af alhug þá tryggð og vin- áttu sem hún veitti mér, sem best kom fram er ég langtímum dvald- istásjúkrahúsum. Þá sendi égykkur öllum ættingj- um hennar mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Gunnar G. Einarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.