Morgunblaðið - 29.12.1985, Page 39

Morgunblaðið - 29.12.1985, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. DESEMBER1985 39 íurÖuskepnur háfarnir Hákarlar eru í hópi þeirra hryggdýra sem hvað minnstum breytingum hafa tek- ið á þróunarbrautinni, stein- gervingar sem reynast margra milljón ára gamlir sýna háfa, en svo heita fiskar þessir á móð- urmálinu sem heild, svo að segja óbreytta frá því sem þeir eru í dag. í 350 milljón ár hafa breyt- ingarnar verið litlar sem engar. Samt er t.d. æxlun háfa háþróuð umfram aðrar fiskategundir svo eitthvað sé nefnt. Hákarlar, eða háfar, orka á flesta sem ein- hverjar kynjaverur af hinu illa aftan úr grárri forneskju og styður margt þá dóma, rómuð grimmd og áræði háfa, meiri háttar matarlyst þeirra og til- hneiging nokkurra tegunda til að smakka mannakjöt, vígalegur kjafturinn með skuggalegasta tanngarði sem hægt er að hugsa sér og hið kuldalega starandi augnaráð. Engu líkara en að á ferðinni sé aftökuyfirvald, sam- viskulaust og kalt. En þetta eru forvitnileg dýr og nokkrar teg- undir finnast við fsland, engar mannætur þó. Kunnustu ís- lensku háfarnir eru hákarlinn og beinhákarlinn, þó háfurinn sé þeirra algengastur. Þegar fyrir- tæki eitt hér á landi hóf að aug- lýsa ákaft eftir ýmsum afurðum af hákörlum, var skyndilega til- efni til að skoða nánar þessar furðuskepnur og þá sérstaklega hákarlinn, „somniosus microc- ephalus". Þetta kvikindi er með stærstu fiskum, 3—4 metra hákarlar eru algengir og þeir stærstu hafa mælst 8 metrar eða þar um bil. Þessi tegund er norðurhafa- skepna sem lifir yfirleitt á 200—600 metra dýpi, en gengur þó inn á grunnsævi á vorin og er talið að þar sé um ætisleiðangra að ræða. Risar þessir eru breyti- legir á litinn, allt frá því að vera hvítir og til þess að vera rauðgráir, dökkgráir og brúngráir og flest þar á milli. Hvað hákarlinn getur orðið gamall er ekki gott að segja, „af- gamall" myndi ná því nokkurn veginn, en samt svara engu. Vöxturinn er hins vegar hægur þrátt fyrir hina miklu stærð, þannig lengdist einn merktur hákarl aðeins um 8 sentimetra á þeim 16 árum sem liðu frá því hann var merktur uns hann veiddist aftur. Mataræði hákarla hefur löng- um verið milli tanna á fólki og fólk stundum milli tanna þeirra í bókstaflegum skilningi. „Okkar“ háfar éta ekki fólk, flest annað reyndar, en ekki fólk svo vitað sé. Ef athugað er hvað fundist hefur í mögum hákarla mætti þó ætla að menn væru alls ekki óhultir ef þeir lentu í sjó þar sem þessar luralegu skepnur eru á sveimi. Heilir selir, heil hreindýr, sjófuglar, fiskar, þar á meðal þorskar, skötur, ýsur, lúð- ur o.m.fl. Hákarlinn er sem sé alæta og myndi líklega ekki fúlsa við mannakjöti ef það væri í boði. AIls kyns drasl hafnar í mögum hákarla að auki, tunnur, netatrossur, rekaviður o.fl. Hitt er svo annað mál, að dýr þessi þykja sjá afar illa, sníkjudýr skadda hornhimnu þeirra. Því verða háfar að treysta á lykt- arskynið til að vísa sér á fæðu og það bregst ekki. Þannig lifa margir háfar auk alls á hræjum sbr. að úldið kjöt var löngum tal- in sú beita sem helst dugði á há- karlaveiðum hér við land meðan þær voru og hétu. Ekki sakaði að láta hið úldna kjöt liggja í rommi áður, þá stóðst hákarlinn það varla. Annars' virkar lyktarskynið sérkennilega, drjúgur hluti heil- ans er undirlagður af skynjun þessari og tveir fálmarar liggja frá framhluta heilans fram með trjónunni, sitt hvoru megin og fram í hana. Eru þetta svo ná- kvæm tæki, að háfurinn getur ekki aðeins skynjað lykt af bráð í allt að 1—2 kílómetra fjarlægð heldur ratað rakleiðis til hennar fyrir atbeina „tækja" þessara. Ber dýrið sig þá þannig að, að það syndir út á hlið, t.d. fyrst til hægri þannig að lyktin kitlar vinstri skyntaugina. Þegar lykt- in tekur að dofna, sveigir dýrið til vinstri þannig að hægri skyntaugin fær málið til með- ferðar, og svona gengur þetta koll af kolli, hákarlinn syndir til og frá, að því er virðist leitandi. Hann er leitandi í vissum skiln- ingi, en að hlut sem hann veit að er á næstu grösum, ekki leitandi að einhverju óþekktu. En af því að við erum að ræða matseðil þessa gráðuga dýrs væri ekki úr vegi að skrá hér innihald nokkurra maga þó ekki sé um að ræða maga þeirra háfa- tegunda sem finnast hér við land: í vömb tígrisháfs nokkurs fannst gras, fiskbein, fjaðrir og bein sjófugla, brot úr skjald- bökuskeljum, nokkrar ryðgaðar niðursuðudósir, hryggjarliður úr hundi og höfuðkúpa af kú. Í Mauritius veiddist einn stór háf- ur sem var með steinolíutunnu í maganum og annar sem veiddist á sömu slóðum var með hross- höfuð og leifar af reiðhjóli inn- anborðs. Það er því fúlsað við fáu þegar matarlystin segir til sín á þessum bæjum. Margir háfar fæða lifandi unga (seiði). Hákarlinn stóri sem íslendingar kalla einfald- lega „hákarl" fæðir 40—70 senti- metra langa unga. Hjá „hámer- inni“, stórri háfategund sem sést hér við land á stundum, er gotið sérkennilegt. Hámerin fæðir 1—4 lifandi unga. Fyrir got eru þeir lausir í legi móðurinnar og nærast úr kviðpoka uns þeir ná 6 sentimetra lengd. Þá er innihald kviðpokans uppurið og hann horfinn, því taka ungarnir til við að næra sig á ófrjóvguðum eggj- um í leginu, en af þeim er nóg. Ekki fæða allir háfar lifandi af- kvæmi, en þeir sem það gera ekki gjóta svokölluðum Pét- ursskipum, sem eru sérstaklega vel innréttuð og útbúin egg. Skötur, sem eru náskyldar háf- um, gjóta einnig skipum þessum. Nú, svo má nefna beinhákarlinn sem telst til íslenskra háfa- tegunda. Hann er svifæta eins og frændi hans hvalháfurinn, og getur orðið allt að 12 metra langur, hvalháfurinn enn stærri, og þetta eru einhverjir stærstu fiskar veraldar, hvalháfurinn raunar sá stærsti. Beinhákarlinn fæðir 1—2 lifandi unga og með- göngutíminn er tvö ár. Ungarnir eru 1,5 metrar á lengd við got. Hákarlaveiðar íslendinga eru ekki umtalsverðar á seinni tím- um, eri úr lifrinni fæst afar A-vítamínríkt lýsi og svo hafa fslendingar lengi verið til í að matreiða hákarlakjöt með afar sérstökum hætti. Sýnist mörg- um það hið mesta lostæti þó flestir séu sammála um að lyktin sé ekki til að hæna að aðdáend- ur. Hér er um kæsingu og þurrk- un kjötsins að ræða og úr verður kæstur hákarl eða „skyrhákarl" og á síðari árum hefur neysla þess færst í vöxt á nýjan leik eftir að hafa næstum horfið með öllu. Kæsingin gerir það að verk- um, að baneitruð eggjahvítuefni brotna niður og verða að skað- lausum amínósýrum. Að snæða nýtt hákarlakjöt er hið mesta óráð, það er baneitrað og getur valdið mörgum slæmum kvillum svo sem sjóntruflunum og krampa. í versta falli veldur það dauða. - gg t. - Minning: Björgvin Samúels- son húsasmiður Fæddur 7. janúar 1942 Dáinn 18. desember 1985 Jarðsunginn verður á morgun 30. desember kl. 15.00 frá Bústaða- kirkju mágur minn Björgvin Samúelsson. Beggi eins og hann var kallaður var næst elsti sonur hjónanna Helgu Magnúsdóttur og Samúels Jónssonar en Samúel lést árið 1969. Það sem ég hef kynnst bæði föður- og móðurfólki Begga er það allt upp til hópa elskulegt fólk sem gefur öðrum hlýju og ástúð jafnt ungir sem aldnir. Beggi var hraustmenni mikið, stundaði íþróttir, handbolta, skotæfingar og skíði. Beggi gekk að eiga systur mína, Þórhildi Guðmundsdóttur, 31. desember 1971. Eignuðust þau 3 böm. fyrsta barnið fæddist and- vana 1973, Hlynur Örn f. 27. janúar 1975 og Linda Hrönn f. 30. septem- ber 1977. Ég kynnist Begga árið 1970, man ég eftir hugprúðum og myndarleg- um manni sem var að spyrjast um systur mína Þórhildi. Um þetta leyti var faðir okkar fársjúkur og lést í maí 1971. Ekki stóð á Begga að styðja okkur í þeirri sorg. Ég hef ekki kynnst öðrum eins manni og Beggi var, hlýjan, hjartagæskan og góðmennskan streymdu frá honum. Börn hænd- ust að honum, jafnvel mannfælin börn fóru upp í fangið á honum. Beggi og Þórhildur byggðu sitt fallega hús í Brekkuseli 29 og gerðu þá litla íbúð fyrir móðir okkar á jarðhæðinni, til þess að hún gæti notið í sinni elli þeirra umhyggju og haft gaman af börnum þeirra. Oft sagði ég í gríni við Þórhildi systur mína, hvar keypturðu þenn- an mann? Því Beggi gekk til verks jafnt úti sem inni óbeðinn en það lýsir Begga best, hann sat aldrei auðum höndum og kveinkaði sér aldrei. Eflaust hefur hann verið búinn að ganga miklu lengur með sinn sjúkdóm en nokkurn getur grunað. Hann kvartaði aldrei, hann var bara með smá höfuðverk endrum og eins. En í febrúar síð- astliðnum þoldi hann ekki lengur við og fékkst til að fara til læknis. Urskurðurinn var illkynja æxli í heila. Aldrei hefði hann getað gengið i gegnum þessa raun nema með aðstoð og umhyggju Þórhildar og barna sem gáfu honum styrk og sól í sál. Á Grensásdeild Borg- arspítalans var hann frá febrúar til júni og aftur þrjár síðustu vik- urnar og hlaut hann þar mikla alúð sem aldrei verður gleymd. Þórhildur og börn fengu að njóta yndislegs sumars með Begga. Var farið í sumarbústað og veiðiferðir og allt gert til að gera honum lífið auðveldara og ánægjulegra og stóð Þórhildur við hlið hans og hjúkraði honum sem besti læknir og var hjá honum fram á síðustu stundu. Elsku Þórhildur, Hlynur og Linda, minning um góðan eiginmann og föður mun styrkja ykkur í þeirri miklu sorg sem nú er. Megi drott- inn vaka yfir ykkur og varðveita. Kristín Guðmundsdóttir •c.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.