Morgunblaðið - 29.12.1985, Page 40

Morgunblaðið - 29.12.1985, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. DESEMBER1985 * - i m Svavar A. Jónsson Kímnin er mikilvæg til skilnings á Nýja testamentinu Rætt viö dr. Jakob Jónsson um endurútgáfu á doktorsritgerð hans Árið 1965 gaf Bókaútgáfa Menn- ingarsjóós út doktorsritgerð séra Jakobs Jónssonar Humour and Irony in the New Testament, illum- inated by Parallels in Talmud and Midrash. Nú á þessu ári var bókin gefin út aftur af útgáfufyrirUekinu EJ. Brill í Hollandi. Krister Stendahl biskup í Stokkhólmi skrifar formála að nýju útgáfunni. Hann segir þar m.a. að hann telji bókina afar gagnlega fyrir tvennar sakir. í fyrsta lagi hafi dr. Jakob farið út í vfðtckari rannsókn en aðrir fræðimenn á undan honum. í öðru lagi sé hinn markvissi samanburður við Talmud og Midr- ash. (Forn fræðirit gyðinglegra rabbía.) Hver hefur sína kímnigáfu Dr. Jakob skrifar eftirmála að hinni nýju útgáfu og segir þar að hver einstaklingur hafi sinn smekk fyrir kímni rétt eins og fyrir hljómlist og öðrum listum. A okkar dögum flytji dagblöðin okkur margvíslegar skrítlur, sem mörgum finnist ekkert fyndnar. Það sé því eðlilegt að margir lesi Biblíuna án þess að finna þar nokkuð, sem þeim finnst kímið. Ég myndi síðastur allra halda því fram, segir dr. Jakob, að Nýja testamentið sé skrifað vegna kímninnar, en samt sem áður gæti hún verið mikilvægur þátt- ur í þeirri mynd, sem við höfum af frumkristninni. Kímnin hlýt- ur að tilheyra því elsta í frásögn- um guðspjallanna og vera runnin beint frá Jesú sjálfum. Upphafið Ég hitti dr. Jakob að máli og ræddi við hann um ritgerð hans. Ég spurði hann fyrst hvað hafi vakið hjá honum hugmyndina að því að rannsaka þetta efni. Ég er alinn upp við það, ekki sízt fyrir áhrif nýguðfræðinnar, að beina huganum að hinum jarðneska Jesú. Þegar ég var að búa mig undir predikanir mínar vestur í Ameríku fyrir rúmlega 40 árum fór ég að hugsa um það að Farísearnir reiddust þegar þeir töluðu við Jesúm. Hvers vegna reiddust þeir? Ég komst að þeirri niðurstöðu að þeir hefðu reiðst vegna þess að þeir gerðu sig hlægilega þegar þeir svöruðu. Jesús kom þeim í sjálfheldu. Séra Gunnar Arnason flutti einu sinni fyrirlestur, sem er prentaður í Prestafélagsritinu, þar sem han segir, að Jesús hafi setið veizlur og verið mannblend- inn. Hann hefur ekki setið úti í horni í þessum veizlum heldur verið glaðlegur í fasi og skemmti- legur. Ég fór því að athuga ýmsa hluti. Niðurstaða min var þessi: Það er margt, sem skýrist í frá- sögum guðspjallanna, ef maður reiknar með þessu. Einlægir trúmenn og húmoristar Fjölmargir menn, sem hafa verið einlægir trúmenn, hafa verið þekktir fyrir húmor. Við þurfum ekki annað en nefna séra Bjarna Jónsson dómkirkjuprest og Olfert Ricard. í list sinni hefur kirjan ekki hugsað mikið út frá þessu sjónarmiði. Það kemur varla fyrir að listamenn sýni Krist brosandi. Samt er til mynd í Cannes af brosandi Kristi. Stendahl segir að kirkjan sé orðin of grafalvarleg. Dæmi úr guös- spjöllunum Dr. Jakob tekur nú dæmi úr guðspjöllunum. Vandræðin eru þau, segir hann, að hvorki orð eins og humour eða irony er til í íslenzku. Ég hef spurt málfræð- inga og reynt sjálfur að finna orð til þýðingar en það er ekki auð- hlaupið að því. En við skulum taka söguna um Mörtu og Maríu. Tvítekningin á nafninu táknar glaðlegt ávarp. Marta, Marta þýðir eitthvað eins og: Heyrðu mig nú góð. Gefðu þér nú tíma til að spjalla við mig. Skyldurnar við rabbía voru tvenns konar. Það var ósæmilegt að bera ekki eitthvað á borð og það var ekki borðað án þess að minnast á eitthvað í lögmálinu. Marta var að fullnægja annarri skyldunni en María hinni. Hvorug þeirra var algjör. En Jesús talar glað- lega við þær. Við getum líka tekið ummælin um sverðin tvö. Ástandið er orðið þannig, segir Jesús, að þið skuluð kaupa sverð. Hvað meinar Jesús með þessu? Það er ekki sagt í alvöru. Engum, sem ætlar í stríð, myndi detta í hug að tvö sverð væru nóg fyrir heilan hóp. Þessi orð hans sýna að það stríð, sem hann háði, var allt öðru vísi, — og ekki þörf á tveimur sverðum, hvað þá fleirum. Og þetta einfalda dæmi um manninn, sem nennti ekki á fætur til að láta vin sinn hafa brauð um miðnættið. Sennilega hefur hann þurft að stíga yfir allt fólkið í flatsæng á gólfinu. Jesús er ekki að lýsa Guði. Hann er að segja: Gefizt ekki upp. Það sama er sagt í sögunni um rang- láta dómarann og konuna, sem alltaf var að koma til hans og biðja hann að taka mál sitt fyrir. Jesú er að segja: Ekki gefast upp, ekki hætta að biðja. Ég talaði einu sinni við stúdent, sem hafði misst sannfæringuna um Guð. Ég sagði við hann: Þú skalt halda áfram að biðja til þess Guðs, sem þú trúir ekki á. Rannsókn á rabbínismanum í ágúst sótti ég fund í alþjóð- legu félagi Nýja-testamentis- fræðinga, sem var haldið í Nor- Dr. Jakob Jónsson egi. Þar var sagt: Við rannsökum frumheimildir kristinsdómsins vísindalega og álitum að það sé nauðsynlegt fyrir kristindóminn. Svo mega kirkjudeildirnar mynda sér sínar skoðanir. Ég held að það sé nauðsynlegt til að þekkja Nýja testamentið og frumkristnina að lesa Nýja testamentið sem bókmenntir. Það er ekki nóg að líta bara á það sem rit um trúfræði og sið- fræði. Margir guðfræðingar hafa vilj- að gera Jesúm að hellenskum spekingi. En rannsóknir mínar hafa sannfært mig um að hann var gyðinglegur í kennslu sinni. Ég fylli flokk þeirra guðfræð- inga, sem gera ekki of skarpan greinarmun á milli Grikkja og Gyðinga innan hellenismans. Það kemur betur og betur í ljós að Jesús hefur verið 100 prósent gyðinglegur rabbí. Og samt er munur á honum og þeim. Þegar Matteus segir að Jesús hafi talað eins og sá, er valdið hefir, er það ekki lýsing á Jesú sem mælsku- manni heldur á því þegar rabbíar dæma í málum. Þeir vitna til annarra rabbía, einn rabbíinn sagði þetta og annar hitt og svo var vitnað í lögmálið. Allir styðj- ast þeir við eitthvað eins og lög- fræðingar nútímans við lög- bækur. En Jesús segir: Þetta stendur, en Ég segi. Hann er hærra vald en þeir. En kennslu- aðferðirnar eru ákaflega líkar. Við athuganir á rabbínismanum kemur svo margt í ljós til skýr- ingar á því, sem Jesús og hans menn segja. Samanburður á Nýja testamentinu og gyðinglegum fræðum Ég hrífst með af frásögn dr. Jakobs. Eins og ég raunar vissi að verða myndi. Samtölin, sem við áttum I símanum þegar við vorum að tala okkur saman um að hittast voru svo skemmtileg að ég skírskotaði til þeirra við flesta, sem ég talaði við þá dag- ana. Það gladdi mig mikið að rit- gerðin skyldi vera gefin út aftur, því það er fremur sjaldgæft að doktorsritgerðir séu gefnar út í mörgum útgáfum, segir dr. Jak- ob. Þetta vildi þannig til að dr. Klinkeit prófessor í trúarbragða- sögu i Bonn sá ritgerðina á heim- ili dóttur minnar í Kaupmanna- höfn og svo var ákveðið að bókin yrði gefin út hjá Brill-útgáfufyr- irtækinu. Það er aldagamalt forlag og gefur út rit um öll möguleg vísindaleg efni, sem það kynnir út um allan heim. Ég hef fengið gróflega mikla viðurkenningu frá fræðimönn- um, sem eru vel að sér í gyðing- legum fræðum. Þeir segja að nýjungin í minni bók sé saman- burðurinn á Nýja testamentinu og gyðinglegum fræðum. Sumir vinir mínir sögðu þegar þeir heyrðu að ég væri að skrifa um húmorinn í Nýja testamentinu að nú væri eitthvað bilað við háaloftið hjá mér. Prédikun gudsþjónustunnar Ég gríp tækifærið til að tala við dr. Jakob um prédikun kirkj- unnar. Það er mér kærkomið því mér finnst sjálfri að prédikunin sé um of farin að fjalla um ver- aldleg mál án tengsla við trúna. — Ég sil þig, segir dr. Jakob. Þér finnst prestarnir ekki vera sér- fræðingarnir í þeim málum. Kirkjan þarf auðvitað að fjalla um hversdaginn. En ef prestar eru sífellt að tala um það, sem er efst á baugi í fjölmiðlunum, t.d. verðbólguna, verða þeir eins og læknirinn, sem aldrei gat talað um annað en bólgur. Sviðið er miklu stærra og víðara. Það þarf að tala um öll svið trúarinn- ar. Ef fólk heyrir ekki prédikað um eilíft líf og bænalífið t.d. verður það fákunnandi um þetta. Mér finnst stundum að ungir prestar undirbúi sig ekki nóg undir prédikun sína, noti ekki nóg þá þekkingu á Nýja testa- mentinu sem þeir hafa úr guð- fræðináminu. Og ég segi þetta stundum við þá. Eg verð kannski frægur fyrir nöldur. En ef ég á að segja eins og er finnst mér of lítið bera á því innan kirkjunn- ar — og ekki aðeins hér á landi - að prédikarar hafi lagt stund á vísindaleg Nýja-testamentis- fræði. Við kveðjumst og ég fer strax að vitna í orð hans við þau, sem ég hitti næst, þar næst og þar næst. Ég minnist þess með mik- illi hlýju að hann bauð mér fyrir langa löngu að prédika í Hall- grímskirkju. Ég hafði þá aldrei prédikað í kirkju. Fyrir guðs- þjónustuna hringdi hann til mín nokkrum sinnum til að uppörva mig við samningu prédikunar- innar, segja mér að ég skyldi segja það, sem mér lægi á hjarta en ekki reyna að segja það allt í einu. Og þegar ég geng frá Espigerðinu, þar sem dr. Jakob býr, vekja þessar minningar enn einu sinni hjá mér þakklæti. Flugeldasala handknattleiksdeildar Hauka Flatahrauni I (við hiiðina á slökkvistöðinni) Stórkostlegt úrval flugelda. Meðal annars 3 stærðir af fjölskyldupokum, tívolí-bombur 4 gerðir, inni-bombur og knöll og hið vinsæla partý-spray. Allar gerðir af rakettum og blysum. Viö seljum flugelda frá Landssambandi hjálparsveita skáta. Handknattleiksdeild Hauka. HHMMHMHHHMHHNMHÉHÍHHHHMHHMMINHHHHHMHHMHHM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.