Morgunblaðið - 29.12.1985, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 29.12.1985, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. DESEMBER1985 Kaldir réttir á nýársnótt Vonandi geta flestir litið aftur til ársins 1985 með gleði og ánægju og einnig horft fram með gleði til komandi árs. Öðrum er þetta tími kvalræðis og sorgar. Líf okkar er svo mismunandi og mörg höfum við meðvitað eða ómeðvitað lifað árið öðruvísi en við hefðum kosið. Auk þess koma upp þau atvik sem enginn fær ráðið við. Hér áður fyrr voru menn oft áhyggjufullir um áramótin. Fólk trúði því að álfar og huldufólk flytti búferlum og óvelkomnar verur væru þá á sveimi. Ekki er að furða þótt alls kyns hugsanir sem okkur finnast fáránlegar í dag, hafi sótt á það fólk sem lifði í kulda og myrkri, jafnvel svangt og klæðalítið. Þó reyndu menn alltaf að gera sér einhvern dagamun um jól og nýár. Yfirleitt var sá matur sem fólk borðaði um áramótin líkur jólamatnum, svo sem hangikjöt, magálar, grjónagrautur með rúsínum og sætt kaffi og lumm- ur. Reynt var að láta ljós loga í öllum húsum á nýársnótt og sumar hús- freyjur settu jafnvel mat á vissan stað í húsinu handa álfum og huldu- fólki, þó er ólíklegt að alls staðar hafi verið til svo mikill matur að þessum verum væri skammtað. Fólk gerði sér þá, jafnt sem nú, eitthvað til skemmtunar á nýársnótt og var oft gripið í spil, kveðið og sungið, sérstaklega þar sem eitthvert hljóð- færi var á heimilinu. Frá jólum og fram að þrettánda var oft létt yfir fólki, og þurfti vinnufólk ekki að vinna nema nauðsynlegustu heimil- isverk, en margar vinnukonur unnu eitthvað sem þær áttu sjálfar eða fóru í orlofsferð til vina og vanda- manna. Nú eru breyttir tímar, ekki skortir okkur ljósið og miklu af flugeldum er skotið upp um hver áramót, en þrátt fyrir gnægð matar og yls sækir angurværð á marga um áramótin. Von mín og ósk er sú, að sem flestir geti litið björtum augum til ársins 1986. Gleðilegt nýár! Djúpsteiktar fískibollur meö kavíar 60stk. 'h kg ýsuflök 1 'h tsk. salt 1/8 tsk. múskat 1/8 tsk. pipar rifinn börkur af 'h sítrónu Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON 1—2 msk. smjör til að steikja úr 20 g smjör á sveppina 2 msk. hveiti 150gsveppir 2 dl rjómi 1 dl soðkraftsvatn eða kjötsoð 1 lítið glas hvítur smálaukur (cocktail- laukur) 1. Skerið himnur og fitu af lundunum. Skerið síðan í þykkar sneiðar. Sláið fast á þær með hnefanum og lagið þær örlítið til, þannig að þetta verði lögulegar sneið- ar. Steikið lítið magn í einu. Skiptið ol- íunni og smjörinu samkvæmt því. 2. Blandið saman olíu og smjöri, setjið á pönnuna og látið hitna mjög vel. Steikið síðan sneiðarnar í feitinni fyrst á annarri hliðinni, snúið þeim þá við, stráið á þær salti og pipar og steikið á seinni hlið. Takið síðan strax af pönnunni og steikið það sem eftir er á sama hátt. Kælið. 3. Saxið sveppina mjög smátt. Hægt er að setja þá í kvörn (mixara), en betra er að þeir fari ekki alveg í mauk. 4. Hitið smjörið og sjóðið saxaða svep- pina í smjörinu í nokkrar mínútur. 5. Stráið hveiti yfir sveppina, búið til sterkt soðkraftsvatn úr súputeningi eða dufti. Þynnið maukið með soðkraftsvatni og rjóma. Þetta á að verða þykk sósa. Kælið. 6. Sprautið sósunni ofan á hvern kjöt- bita, stingið lauk í miðjuna og berið fram. Idýfal 1 bikar sýrður rjómi 1 msk. olíusósa (mayonnaise) 2 tsk. sítrónusafi 1-2 hvítlauksgeirar 3 tsk. karrý 1. Hrærið saman sýrðan rjóma og olíu- sósu. 2. Kreistið safann úr sítrónunni og setjið 2 tsk. út í. 3. Merjið hvítlaukinn og setjið saman við ásamt karrý. Hrærið vel saman. Látið sósuna standa í 1—2 klst. áður en hún er borin fram. 'h dl kartöflumjöl 2 dl mjólk 1 'h msk. svartur kavíar 1 dlrasp olía til að steikja úr Ef þið eigið góða hrærivél er óþarfi að hakka fiskinn. 1. Skolið fiskinn, roðdragið hann og skerið úr honum bein. Skerið í stykki og setjið í hrærivélina. 2. Setjið salt, pipar og múskat út í fiskinn og hrærið hann í sundur. Rifið sítrónubörkinn og setjið saman við. 3. Setjið kartöflumjöl út í fiskinn, hellið síðan mjólkinni hægt út í, 2 tsk. í einu, og hrærið vel á milli. 4. Takið skálina úr vélinni og hrærið kavíarinn varlega út í. 5. Hitið feitina. Ef þið notið djúpsteik- ingarpott farið þið eftir leiðbeiningum á pottinum en ef þið notið venjulegan pott, er betra að potturinn sé Htill. Hálfur lítri af olíu er hæfilegt til að steikja þetta úr. 6. Mótið litlar bollur með teskeið. Setjið raspið á disk og veltið bollunum upp úr því. 7. Steikið 6—8 bollur í einu í feitinni. Steikinartími er 4—5 mínútur. Snúið bollunum meðan á steikingu stendur. 8. Berið bollurnar fram kaldar. Meðlæti: ídýfa I eða II (uppskrift hér á eftir), ólífur, hráir sellerístönglar, gúrkustafir eða tómatar. Djúpsteiktir sveppir 'h kg litlir sveppir Safi úr 'h sítrónu 1 dl hveiti 'h tsk. salt W tsk. pipar 'h tsk. karry legg 2 tsk. vatn 2 dlrasp Olía til að steikja úr. 1 stór sítróna. Burstið sveppina vel þannig að öll óhreinindi fari af þeim, skerið neðan af þeim ef þess þarf. Ef þið þvoið sveppina, sem yfirleitt er óþarfi, verðið þið að þerra þá vel með eldhúspappír á eftir. 2. Penslið sveppina með sítrónusafan- um. 3. Blandið saman hveiti, salti, pipar og karrý, veltið sveppunum upp úr því. 4. Sláið eggið í sundur með vatninu, veltið sveppunum upp úr egginu, setjið rasp á disk og veltið þeim síðast upp úr raspinu. 5. Hitið feitina. Ef þið notið djúpsteik- ingarpott farið þið eftir leiðbeiningum á pottinum, en ef þið notið venjulegan pott, er betra að potturinn sé lítill. % lítrar af olíu ætti að nægja til að steikja þetta úr. 6. Steikið sveppina í feitinni í 4—5 mínútur. Gætið þess að þeir brenni ekki. Veltið sveppunum meðan þeir eru að steikjast. Leggið síðan á eldhúspappír, sem sogar feitina í sig. 7. Skerið sítrónuna í sneiðar, og síðan hverja sneið í smábita. Stingið sítrónu- bita í hvern svepp, festið með tannstöngli. 8. Berið sveppina fram heita eða kalda með ídýfu I eða II. Uppskrift hér á eftir. Kindalundir með sveppasósu og smálauk 750gkindalundir 1 'h tsk. salt 1 tsk nýmalaður pipar 'h dl matarolía Idýfa II 'h msk. sinnepsduft 3 msk. dökkur púðursykur 2 msk. vínedik 1 eggjarauða 2dl matarolía 'h dl vatn 3 msk. þurrkaður graslaukur eða 2 mesk smátt saxaður blaðlaukur (púrra) 1 bikar sýrður rjómi 1. Blandið saman sinnepsdufti, sykri og ediki. Hrærið eggjarauðuna vel út í. Notið hrærivél. 2. Hrærið olíuna út í í dropatali. Hrærið síðan vatnið hægt út í. 3. Setjið laukinn út í. Hrærið sýrða rjómann út í. 4. Látið sósuna standa í kæliskáp í 2 klst. áður en hún er borin fram. í þættinum 22. desember „Jólamáltíð", slæddist inn slæm villa sem gerði upp- skriftina af forréttinum ónothæfa. Þar stóð 400 g hörpudiskur, en átti að standa 400 g skelflettur humar og 250 g hörpu- diskur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.