Morgunblaðið - 29.12.1985, Síða 49

Morgunblaðið - 29.12.1985, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. DESEMBER1985 49 hann, „og reynslan af slíkri starf- semi, m.a. í Bretlandi, réttlætir fullkomlega að þetta mál verði íhugað mjög vandlega hér.“ Haraldur taldi sjálfsagt að þetta starf tengdist Háskóla Islands og „eigi að verða liður í allsherjar eflingu hans, ekki einungis viðbót með kannski lítils háttar fjárveit- ingu, heldur að staða og störf há- skólans verði nú viðurkennd með því að gera honum æ betur kleift að sinna hinni mikla fræðslu- og rannnsóknarskyldu, sem lögð er á starfsemi hans." „Efling Háskóla íslands hlýtur að vera eitt mikilvægasta við- fangsefnið þegar við stefnum nú til nýrrar framtíðar í þessu landi, framtíðar sem einkennist af mikl- um þjóðfélagsbreytingum, bylting- um í atvinnulífi og menntalífi", sagði þingmaðurinn. Gódar undirtekir Ekki tóku fleiri til máls í um- ræðunni, ef undan er skilinn flutn- ingsmaður, sem þakkaði einróma stuðning, og var tillögunni vísað til félagsmálanefndar, en formað- ur hennar er Gunnar G Schram (S.-Rn.). Það er ekki á hverjum degi sem þingmál fær jafn einróma stuðn- ing þegar við fyrstu umræðu, að ekki sé nú talað um mál flutt af stjórnarandstöðuþingmanni. Að vísu hefur oft verið meira streymi þingmanna í ræðustól og þeir staldrað þar lengur við en í þessari umræðu. En tveir stjórnarliðar, sinn úr hvorum stjórnarflokknum, lýsa stuðningi við málið. Enginn andæfir. Einn stjórnarandstöðuþing- maður, auk framsögumanns, tekur til máls. Styður málið sem aðrir ræðumenn. Hvað þögn annarra þýðir skal ósagt látið. Rúnir hins ókomna verða ekki lesnar fyrirfram. Allra sízt á Alþingi. Þetta mál eins og öll önnur, sem fjármuni kosta, fær ekki samþykki, er framkvæmd fylgir, nema í fjárveitingu. Orð fá stundum ekki innihald fyrr en í efndum. En það skaðar engan að ganga fram í bjartsýni. VK> MINNUM A ARAMOTA FAGNAÐINN A , GAMiARS KVOLD Á gamlárskvöld verður áramótafagnaður í Klúbbnum frá kl. 23-04 - Við minnum á miða- verðið en i Klúbbnum er það aðeins kr. 450.- Hittumst og kveðjum gamla árið • og fögnum þvi nýja í Klúbbnum. skemmtir gesturrr ieö söng og dansi Einnfremsti plötusnúðurSvíaríkis Tommy Ledberg STADUR ÞEIRRA SEM AKVEDNIR ERU I ÞVI AD SKEMMTA SER VZterkurog k J hagkvæmur auglýsingamióill! Skemmtikrafturá heimsmælikvarða. Vélmennið AVVAS Heiðursgestur kvöldsins stjarna Hollywood Ragna Sæmundsdóttir Auðvitað í Hollywood Nema hvað H0LUW00D JÓSEPHINE MELVILLE OG SAMANTHA FOXX Skemmta gestum okkar í kvöld Bobby Harrison og félagar spila og syngja af sinni alkunnu snilld uppi Miöasala í gangi fyrir Gamlárskvöld og Nýárskvöld.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.