Morgunblaðið - 29.12.1985, Síða 53

Morgunblaðið - 29.12.1985, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. DESEMBER1985 53 Um heimana þrjá í fornum fræðum „Við jarðarmcnn erum á útjaðri líflieims og vitheims — okkur skortir nán- ara samhand við hina eðstu veru“. Vita skyldum við, að ekki er hægt að lifa án guós, hinnar æðstu veru. En vitum við, að guð getur ekki lifað án okkar, sköpunar sinnar? Þetta kann að þykja undarleg full- yrðing. En reyna mun ég að leiða nokkur rök að þessari ályktun. Guð er frumorsök alls sem er. Allt hefur hann skapað og þróað til þess, sem nú ríkir um alheim. Tilgangurinn með lífinu er alfull- kominn heimur. Guð er því í stöð- ugu sambandi við allt sitt sköpun- arverk. Ef eitthvað fer úrskeiðis þá dregur úr mætti guðs. Hann getur þá ekki komið sér við, svo sem vera þyrfti. Hann hefur þá að nokkru misst samband við sköpun sína. Því fleiri og verri sem vítin verða, því meir dregur úr lífafli hinnar æðstu veru. Við jarðarmenn erum á útjaðri lífheims og vitheims. Okkur skort- ir nánara samband við hina æðstu veru, svo snúið verði á rétta braut. Guð þarf að komast í nánara samband við okkur jarðarbúa til að ná fullu lífsafli. Með vonsku okkar og vanvisku drögum við úr þeim krafti og þeirri líforku, sem hann annars ræður yfir. Þetta sýn- ir, að guð getur ekki verið án stuðnings okkar. í fornum fræð- um, íslenskum, segir nokkuð af þessu ástandi, sem ríkjandi er í alheimi. Þar er talað um Útgarð, Miðgarð og Ásgarð. Útgarður var heimur jötna og hverskonar illþýðis. Ás- garður var heimur hinna sælu guða. En þeir áttu mjög í vök að verjast fyrir ásókn jötna. Miðgarð- ur var þarna mitt á milli, það var mannheimur, og á honum valt, hvort guðunum tækist að halda velli. Og vegna þess, að fylgi Mið- garðsins brast, urðu guðirnir að lokum yfirbugaðir af jötnum, ill- þýðinu. Þá urðu hin ógurlegu Ragnarök, sem af segir í hinum fornu bókum, Snorra-Eddu og Eddukvæðum. Þarna segir frá líf- inu á einhverjum stjörnum al- heimsins, og vafalaust stuðst þar við vitranir og sýnir ófreskra manna. Útgarður, heimur jötna, eru víti annarra stjarna í sumum stöðum alheims, þar sem verst er stefnt. Þar eru hin verstu illmenni, djöfl- ar, sem vinna markvisst gegn áhrifum hinnar æðstu veru, hinna alsamstilltu máttugu guða, sem byggja þann hluta alheims, sem Ásgarður var kallaður til forna. Miðgarður eru hnettir, á milli Út- garðs og Ásgarðs þar sem mann- kyn frumlífsins á heima. Svo virð- ist, sem mannkyn okkar jarðar færist nú meir og meir til vítisátt- ar, enda þaðan beitt sterkum áhrifum á jarðarbúa. Lífstefnuáhrifum er beint hing- að af mannkynjum á framfaraleið. Áriðandi er, að þau áhrif fari nú að ná yfirtökunum, svo snúið verði við, af þeirri óheillabraut, sem leitt gæti til Ragnaraka, hliðstæðra þeim, sem af er nokkuð sagt í Eddum. En til þess, að snúið verði við á þessari háskabraut verða jarðar- búar að átta sig á stöðu sinni og styðja hina guðlegu viðleitni sér til bjargar. Á því ríður nú framtíð okkar jarðarbúa, að við hættum að styðja Útgarðinn, vítisverurnar í heil- heimum annarra hnatta, en snúum okkur af alefli að því að hagnýta okkur samböndin við Ásgarð, þ.e. hina lengra komnu, guðlegu íbúa annarra lífstjarna, sem nú beina svo mjög til okkar lífsorku sinni, okkur til bjargar. Hér ræðir um ■tilraun guðs, hinnar æðstu veru, að bjarga heiminum. í þessu efni ættu íslendingar, fyrstir þjóða, að geta áttað sig, og orðið forystuþjóð um stuðning við hina sönnu lífstefnu. Ingvar Agnarsson Skrifíð eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 11.30, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Jólafrímerki — til hvers? Jólafrímerkin sem fjallað er um í bréfinu. Enginn, sem sér jólafrímerkin í ár, tengir þau jólahátíðinni. Úr því að ástæða var talin til að gefa út jólafrímerki, hefði mátt ætla að þau ættu að nota til að minna fólk á jólin. En hér virðast önnur sjón- armið hafa ráðið ferðinni. í tilkynningu um útgáfu jóla- merkjanna frá Póst- og símamála- stofnuninni segir: „Tákn mynd- anna er veturinn — tími jólanna." Blaðafulltrúi stofnunarinnar, Jó- hann Hjálmarsson, segir í viðtali við Mbl. 13.11. sl.: „Stofnunin vill með þessu leggja áherslu á að frí- merkjaútgáfan geti stuðlað að kynningu íslenskrar listar erlend- is.“ Jón Aðalsteinn Jónsson skrifar um jólamerkin í Mbl. 6.12. sl.: „Hversu margir eru þeir ekki, sem telja jólasnjóinn sjálfsagðan og rauð jól heldur tilkomulítil?" Stundum er sagt, að jólin séu hátíð ljóssins. Fáheyrt er hins vegar að jólin séu hátíð snjósins. Ef markmiðið er að kynna list erlendis, þarf að finna þeirri kynn- ingu annan vettvang en frímerkja- útgáfu. Fólk á ekki að þurfa leiðar- vísi til að skoða frímerki. í útgáfunefnd frímerkja eru Jón Skúlason, Rafn Júlíusson og Jó- hann Hjálmarsson, af hálfu póst- manna, og Hálfdán Helgason og Jón Aðalsteinn Jónsson af hálfu f rímerkj asaf nara. Ég legg til að nefndin ráði sér „sérfræðing" til að rifja upp hvers vegna við hin höldum jólin. Bolli Davíðsson. IÍRVALS NAUTAKJÖT Nautasnitchel 54*5 kr. kg. Nautalundir 687 kr.kg. Nautagullasch 525 kr.kg. Nauta-T-bone steik 348 kr.kg. Nauta-roast-beef 475 kr.kg. Nautapottsteik 480 kr.kg. Nautafilet 647 kr.k, Nautainnanlæri 599 kr. kg. Nýhreinsuð lambasvið aðeins ^ O llOkr kg. Lambaframpartur úrb. 290 kr.kg. Svinahamborgarhryggur aðeins 50Q k , Londonlamb aðeins 394 kr. kg. Lambalæri útb. fyllt með ávöxtum 0% æm y 040 kr.kg. Úrbeinað hangikjötslæri 448 kr.kg. Úrbeinaður hangikjöts- frampartur^J wOOkr. kg. Villigæsir 27 kr. kg. Kalkúnar kr. ka. 416 o946Ó Kjúklingar 1 ^5 kr. kg. Aliendur og pekingendur 1 7 9 kr. kg. Coca Cola 1,5 litraraðeins 65 kr Ath ■I Allt svínakjöt á 15% afslætti (nýslátraö). Óskum öllum gleðilegs nýs árs og þökkum ánægjuleg viðskipti árinu sem er að líða. KJÖTMIÐSTÖPIN Laugalaek l.s. 686511 '91' *V . T

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.