Morgunblaðið - 29.12.1985, Page 56

Morgunblaðið - 29.12.1985, Page 56
V^terkurog kj hagkvæmur auglýsingamiðill! fflfltrgMiifrlafotft TIL DAGLEGRA NOTA SUNNUDAGUR 29. DESEMBER1985 Snjóbíllinn Innikrákur á Fjarðarheiði Morgunbladid/RAX FÆRÐ hefur verið erfh> sídustu daga um Fjarðarheiði, þar sem þessi mynd er tekin sl. fóstudag. Þórhallur Árnason, starfsmaður Slysavarnadeildarinn- ar Gró á Egilsstöðum, braust yfir heiðina i snjóbflnum Innikráki með blaðamenn Morgunblaðsins, sem þar voru á ferð til að afla frétta af snjó- flóðinu og olíulekanum á Seyðisflrði. Ferðin yfir heiðina tók þrjá tíma, en heimferðin gekk greiðar fyrir sig, enda hafði þá nýlega verið hlásið af veginum. Snjóbíllinn er sænskur og nokkuð kominn til ára sinna. „En hann stendur fyllilega fyrir sínu og það er ótrúlegt hvað hann kemst,“ sagði Þórhallur, og sannaði það fyrir blaðamönnum þennan dag. Nafn bílsins vekur forvitni og er nokkur saga að segja frá því hvernig það er til komið. Slysavarnadeildin Gró heitir eftir konu, sem var bú- andi á Eyvindará á 11. öld. Hún hét Gróa og er hennar getið í Droplaug- arsonasögu og Fljótsdælu. Segir í Droplaugarsonarsögu að Gróa hafi komið Grími Droplaugarsyni til hjálpar þar sem hann lá særður eftir bardaga við Kálfshól í Eyvindardal. Helgi bróðir Gríms féll í þessum bardaga og héldu menn að Grímur hefði einnig drepist. En Gróa fann Helga særðan og kom honum til hjúkrunar. Hún er því fyrsta slysa- varnakonan fyrir austan sem heimildir eru til um. Gróa átti grip sem hún hafði meiri mætur á en öðrum, sem var gæðingurinn Innikrákur. Honum var gefið það nafn fyrir það að Gróa sparaði hann mjög og hafði mikið inni. Þannig er komið til nafn snjó- bílsins, þótt það sé varla rétt að hann sé jafn sparaður og hesturinn góði. Jólabókamarkaðurinn: Fimm bækur seldust í 6000—7500 eintökum SALA bóka var mjög mikil fyrir þessi jól, sú mesta undanfarin 10 ár, að sögn Eyjólfs Sigurðssonar, formanns Félags íslenskra bókaút- gefenda. Á annan tug bóka seldist f yflr 5.000 eintökum og u.þ.b. 5 bækur í 6.000 til 7.500 eintökum. Eyjólfur sagði að verð bóka væri nú hagstætt og stæðist fylli- lega samkeppni á jólamarkaðn- um. Þá virtist bókin vera á upp- leið hér á landi sem annars staðar eftir mikla lægð, sérstaklega 1981-1983. „Þetta snerist við í fyrra og var bóksala þá ágæt, en nú er hún talsvert meiri en í fyrra," sagði Eyjólfur. „Líklega hefur selst um hálf milljón bóka á íslandi fyrir jólin sem samsvarar um tveimur bókum á hvern íbúa. Alls voru gefnar út milli 360 og 400 bækur en um 300 í fyrra. Árið 1983 voru gefnar út um 500 bækur en mark- aðurinn ber ekki svo mikinn fjölda. Sú aukning sem orðið hefur frá því í fyrra byggist á nýjum forlög- um og einstaklingum sem gefa sjálfir út bækur. Forlögin sem eru í Félagi íslenskra bókaútgefenda hafa reynt að halda sig við ákveð- inn fjölda bóka, svipaðan og var í fyrra, því við teljum að markað- urinn þoli ekki meira. Bókamarkaðurinn fyrir þessi jól er staðfesting á því að bókaút- gáfan fer batnandi bæði hvað varðar vinnslu og efni og á þetta við um þýddar bækur jafnt sem íslenskar," sagði Eyjólfur Sig- urðsson. VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Indríði G. Þorsteinsson stjórnarformaöur ísfílm hf.: Vangá að miða leyfis- gjald við íbúafjölda INDRIÐI G. ÞORSTEINSSON stjórnarformaður ísfllm hf. telur að um vangá hafl verið að ræða í mörgum tilvikum, þegar drög að reglugerð um útvarp samkvæmt tímabundnum leyfum voru samin. Sverrir Hermannsson menntamála- ráðherra sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að hann gæti ekki tjáð sig um reglugerðardrögin, sem Morgunblaðið birti frétt um í gær, þar sem hann hefði ekki kynnt sér þau til hlítar. „Ég tel það mikilsvert atriði að lagt er til að erlent efni skuli þýtt eins og verið hefur. Það er mikil- vægt fyrir okkur hér, - svona stofublóm í málheiminum," sagði Indriði í samtali við Morgun- blaðið í gær. Indriði sagðist hins vegar telja það vangá af semjend- um reglugerðardraganna að gera tillögu um að leyfisgjald miðaðist við íbúafjölda leyfissvæðisins: „Við skulum segja að það væru 10 útvarpsstöðvar sem ná til Reykjavíkursvæðisins," sagði Indriði, „en það þýðir að afnota- gjöld ná til milljón manns. Það hlýtur að vera vanhugsað, því það hlýtur að leika vafi á því hvort ríkisvaldið hefur rétt á að selja einhverjum þriðja aðila ákveðna höfðatölu." Indriði sagðist líta á ákvæðið sem gerir ráð fyrir að einstakur aðili megi ekki kosta nema 3% af heildardagskrá eins mánaðar, sem ritstýringarþörf þeirra aðila sem hefðu samið drögin að reglu- gerðinni. „Maður getur ímyndað sér að þetta sé samið af Ríkisút- varpinu, því þessi ritstýringar- þörf miðast við að móta þessar stöðvar eins og Ríkisútvarpið. Frjálsræðið snýst náttúrlega um það að koma á stað hér útvarpi eða sjónvarpi sem er ekki eins og Ríkisútvarpið," sagði Indriði. Gjaldskrárbreyting TR: Læknar kanna lögmætið „VIÐ munum koma saman fljót- lega eftir áramótin til að ráða ráð- um okkar og móta stefnuna fyrir sameiginlcgan fund samninga- nefnda TR og lækna, sem haldinn verður 9. janúar," sagði Kristján Baldvinsson, formaður Læknafé- lags Reykjavíkur, í samtali við Morgunblaðið í gær um viðbrögð sérfræðinga í læknastétt við þeirri ákvörðun TR að breyta gjaldskrá sérfræðinga í nokkrum greinum með afturvirkni til 1. september sl. „Við erum að láta kanna það hvort þessar aðgerðir Trygginga- stofnunarinnar standast laga- lega,“ sagði Kristján. „Það hafa verið viðræður í gangi um gjald- skrána frá því í haust, en læknum finnst sem Tryggingastofnun hafi nú sýnt þeim óvirðingu og þvl sé þörf á að skoða stöðuna upp á nýtt,“ sagði hann. Innréttingar í flugstöðina: Gengið til samninga- viðræðna við Hagvirki BYGGINGARNEFND flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli hefur ákveðið að ganga til samningaviðræðna við fyrirtækið Hagvirki á grundvelli tilboðs þess í innréttingar flugstöðvarinnar. Jafnframt hefur nefndin óskað eftir því við aðra tilboóshafa, að þeir framlengi gildistíma tilboða sinna til 15. janúar næstkomandi, en tilboð þeirra renna út á gamlársdag. Fimm fyrirtæki buðu f innrétt- ingar og frágang flugstöðvarinnar, sem opnuð voru þann 19. nóvember síðastliðinn. Fyrirtækið Álftárós var með lægsta tilboðið, 569 millj- ónir króna, eða 87,1% af kostnað- aráætlun. Hagvirki átti næst- lægsta tilboðið upp á 625 milljónir króna eða 95,7% af kostnaðaráætl- un. ístak bauð 635.9 milljónir eða 97,3% af kostnaðaráætlun. Tvö hæstu tilboðin voru nánast sam- hljóða upp á 699 milljón krónur. Þau voru frá Guðjóni Pálssyni og Flugtaki, eða rúm 107% af kostn- aðaráætlun, sem hljóðar upp á 653.3 milljónir króna. Byggingarnefndin átti fyrst við- ræður við forráðamenn Álftáróss, en ekki varð úr samningum. Þá var gengið til viðræðna við for- ráðamenn Hagvirkis og Istaks, og hafa þær leitt til þess að nú er gengið til samninga við Hagvirki á grundvelli tilboðs fyrirtækisins. Ráðgert er að taka flugstöðina í notkun í apríl 1987.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.