Morgunblaðið - 26.01.1986, Síða 36
MÖRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR1986
36
Eitt er víst, ferðln léttir pyngjuna mlnna en við mættl búast
Hafðu samband vlð sðluskrtfstofur okkar!
Tveggja vikna páskaferð frá kr. 23.S68
Brottfarir, einnar og tveggja vikna feröir:
22/2,1/3, 8/3,15/3,22/3 og 29/3
Verð er miðaö við mars, tveir í herbergi i
Pension Maria Theresia. Rug, feröir og morgunmatur innifalið.
FLUGLEIDIR
Þú kemst á skíði
nm páskana!
Það tókst - við getum bætt viö farþegum til Mayrhofen. Þeir sem örvæntu
um skiöaferöina langþráðu geta aftur tekiö gleöi sína. Críptu miöann þinn
meðan hann gefst: Núna eigum viö laus sæti í páskaferöina 15. mars, á veröi
sem slær öllu við.
Betrl skíðastaður er varla tll
Þessi margrómaði bær, Mayrhofen, er áfangastaður Flugleiða í skíðalöndum
Austurríkis. Þar snýst allt um vetraríþróttir: Bærinn er innariega í Zillertal, stutt
er á Penken og Ahom. Jafnvel þótt snjórinn bregðist er engu að kviða. Aöeins
hálftíma akstur er á Hintertux jökulinn, vinsælasta skíöasvæði atvinnumanna í
Austurríki. Þar eru brekkur viö allra hæfi, og alltaf gott færi.
Alpamir lokka og laða
Alpamir lokka til sín marga íslendinga í vetur. Skiðabakterian er kapítuli út af
fyrir sig - eftir ferð til Mayrhofen er hún ólæknandi. Þú þarft ekki einu sinni
að kunna á skiðum. I Mayrhofen eru margir virtustu skíðaskólar í Evrópu. Þar
verða fiestir skiðasnillingar á skömmum tima!
Vittu njóta lífslns?
Mayrhofen er ekki bara skíðabær. Þegar brekkunum sleppir er úr mörgu að
velja. Hótelin í Mayrhofen eru einstaklega þægileg - það er alltaf stutt í næstu
sundlaug eða heitan pott! Svo er bærinn fullur af ölstofum, veitingahúsum
og diskótekum. Allir aldurshópar finna eitthvað við sitt hæfi.
Gríptu sætl meðan það gefstl
Framboðið er litið: Nú er að hrökkva eða stökkva. Þú getur valið um falleg
gistihús og glæsileg hótel. Hótel St. Ceorge er íburöarmikið hótel, sem býður
margs konar munað. Svo er t.d. Pension Maria Theresia, litið og vinalegt
gistihús sem gerir vel við gesti sína.
Fararstjóri Flugleiða i Mayrhofen
er hinn góðkunni Rudl Knapp.
Jóhann Vilbergsson skíðagarpur
er þegar með pantað sæti.
Hann mætir í Mayrhofen 22. febrúar!
Grænland:
Unga fólkið
snýr baki við
grænlenzkum
matarvenjum
Kaupmannahðfn, 24. janúar. Frá Nik
Jörgen Bruun, Grænlandsf réttaritara
Morgunblaðsins.
RANNSÓKN á matarvenjum
grunnskólanema í Godtháb hefur
leitt í ljós að grænlenzk ung-
menni neyta ekki hefðbundins
grænlenzks matar.
Flest bamanna neyta að staðaldri
dansks matar, samkvæmt könnun-
inni. Láta mun nærri að grænlenzk
ungmenni neyti hefðbundinna
grænlenzkra rétta 115. hverri mál-
tíð, en þá er átt við selkjöt, fugla-
kjöt og hvalkjöt. Heilbrigðisyfirvöld
f Grænlandi hafa áhyggjur af þess-
um matarvenjum og halda þvf fram
að grænlenzk ungmenni neyti of
feitrar fæður, eins og Danir og
muni það seinna meir leiða til
hjartasjúkdóma.
Þota í ókyrrð:
12 farþegar
slasast í
háloftum
San Francisco, 23. janúar. AP.
ÞOTA bandarfska flugfélagsins
United Airlines lenti i mikilli
ókyrrð yfír vesturríkjum Banda-
ríkjanna í gær og slösuðust
a.m.k. 12 farþegar og ein flug-
freyja, að sögn flugvallaryfir-
valda í San Francisco.
Þotan var á leiðinni frá Chicago
til San Francisco þegar hún flaug
skyndilega inn í mjög ókyrrt loft.
Um borð voru 183 farþegar og sex
manna áhöfn. Farþegi að nafni
Grace Biesecker sagði í viðtali við
AP-fréttastofuna að mikil hræðsla
hefði gripið um sig í flugvélinni.
Þotan hefði henst til og frá og hefðu
menn helzt haldið að hún mundi
rifna í sundur í verstu hnykkjunum.
Ýmist vísaði tijónan til himna eða
beinttiljarðar.
Hjálpa varð flestum hinna slös-
uðu frá borði og var gert að sárum
flestra f sjúkraskýli flugvallarins,
en leggja varð þrjá inn á sjúkrahús
vegna meiðsla.
JL/esiö af
meginþorra
þjóðarinnar
daglega!
Auglýsinga-
siminn er2