Morgunblaðið - 26.01.1986, Side 41

Morgunblaðið - 26.01.1986, Side 41
______. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1986 Heimspeki á íslensku Bókmenntir Guðmundur Heiðar Frímannsson Platón: Menón, í skólaþýðingu Sveinbjamar EgUssonar, með inngangi og skýringum eftir Eyjólf Kjalar Emilsson og Gunnar Harðarson. Á íslenzku er ekki til viðamikil heimspekihefð en hún er þó lengri en maður kynni að halda að óat- huguðu máli, þökk sé athugunum dr. Gunnars Harðarsonar, annars aðstandanda þessarar útgáfu á Menóni Platóns. íslenzka er því ekki öguð við heimspekilega hugs- un, svo neinu nemi. I henni er ekki fastmótaður orðaforði til að nota í heimspekilegum rannsóknum enn sem komið er. Hann er þó smám saman að mótast. Þetta er ekki sagt til að lasta íslenzka tungu. Þessu er einfaldlega svona farið. En af þessari staðreynd er ekki hægt að draga neinar stórkostlegar ályktanir. Hún útilokar til að mynda ekki fágaða heimspekilega iðkun á íslenzku. En hún krefst þess að heimspekingar taki á fræðum sín- um með ögn öðrum hætti en á öðrum tungum, vegna þess að á íslenzku er ekki hægt að ganga að neinum viðteknum skilningi fræði- orða vísum. Hún krefst þess vegna meiri fæmi en ella væri í meðferð tungunnar. Það hvarflar ekki að neinum íslendingi að sýna því fræðiorðahröngli virðingu, sem á erlendum málum gengur stundum undir nafninu heimspeki, og hefur stundum verið borið á borð fyrir hann. Það er engin hefð til að skýla máttleysi hugsunarinnar, til að gera mann blindan á andleysi. Skortur á hefð getur líka verið blessun. Platón er sennilega merkasti heimspekingur sögunnar. Hann er að minnsta kosti i hópi þriggja til fjögurra, sem teljast merkastir. Hann var ritfær í besta lagi, eins og sjá má af þeim bókum sem til eru eftir hann á íslenzku. En hann var fyrst og fremst snjall hugsuður, sem fann hugvitssamlegar lausnir á ýmsum þeim ráðgátum, sem hann og samtíðarmenn hans glímdu við. í Menóni, sem Hið fslenzka bók- menntafélag gaf út í lærdómsrita- flokki sínum fyrir jólin, glímir Sókrates við spuminguna, hvað er dyggð og einnig hvort hún verði kennd. í leit að svörum við þessum spumingum víkur Sókrates að ýmsu og sett er fram ein frægasta kenning Platóns, uppriflunarkenn- ingin, sem kveður á um að allt nám sé ekki annað en uppriflun á þekk- ingu, sem sálin hafi öðlast á fyrra tilvemstigi. Þegar Platón ritaði þessa samræðu, hafði hann enn ekki sett fram frægustu kenningu sína, fmmmyndakenninguna, sem var viðleitni til að svara svipuðum spumingum og hann glímir við í þessari samræðu. Það ber því margt til að Platón er í hópi merkustu hugsuða. Platón og Aristóteles, þessir tveir höfuðhugsuðir fomaldar, hafa haft mikil áhrif á hugsun manna síðustu tvö þúsund árin eða rúmlega það. Af þvi er löng og flókin saga, sem ekki verður rakin hér, enda ekki rúm né ástæða til. En þess má geta, að Platón mótaði að nokkm marki hugsun kristinna manna. Því má sjá spor hans víða í kristnum hugmyndaarfi. Flestar þær spum- ingar, sem Platón glímdi við, em mönnum umhugsunarefni enn í dag. Það er nú engu síður en á dögum Platóns deilt um, hvað er rétt og eftirsóknarverð breytni. Það verður með engu móti sagt að VJterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamióill! Platón hafi leyst úr þessum spum- ingum í eitt skipti fyrir öll, en hann hefur sýnt okkur, hvemig má svara þeim. Og hann hefur veitt svo snjöll svör við þeim, að allir eftirkomendur hans hafa orðið að taka tillit til þeirra, sem hafa verið að fást við svipaðar eða sömu spumingar. Eyjólfur Kjalar segir beinKnis um þetta atriði í formálanum: „Eins og hjá Fomgrikkjum era á okkar dögum fjölmargar starfsstéttir sem ætla mætti að hefðu sérþekkingu á sviði dygða og lasta. Erfítt er að sjá hvemig fóstmr, bama- og unglingakennarar, uppeldisfræð- ingar, félagsráðgjafar, sálfræðing- ar, geðlæknar og prestar eiga að geta sinnt þeim störfum sem allur almenningur og stjómvöld ætlast til og býst við að þeir inni af hendi, nema þeir kunni eitthvað fyrir sér í þeirri list að bæta mennina og viti meira en gengur og gerist um gott og illt. Svo dæmi sé tekið má ætla að ástæða þess að fólk úr þessum stéttum er öðmm fremur valið til að sitja í bamavemdar- nefndum og annast eftirlit með kvikmjmdum sé sú að það er talið búa yfír einhverri sérþekkingu á dygðum og löstum, góðu og illu. Það er engin ástæða að efa að margt af þessu fólki bæti mennina, og það vinnur mannbótastörf sín áreiðanlega oftast í góðri trú. En Menón sýnir okkur hvemig efast má um að þakka beri sérþekk- ingu þess sem í hlut á þegar vel tekst til. Ein ástæða þess að Menón á erindi við okkur nú er það sem þar er sagt um þessi efíii. Þar er spurt réttra spuminga sem em ekki síður brýnar nú á dögum en þá.“ Þýðing Sveinbjamar Egilssonar er listavel gerð, jafnvel þó hún sé skólaþýðing. Gunnar Harðarson segir í formálanum að ýmislegt sé vitað um kennsluhætti í Bessa- staðaskóla. „Almennt var það venja að kennarar þýddu fyrst textann á íslenzku, skýrðu síðan einstök orð eða önnur atriði og hlýddu skóla- sveinum síðan yfír.“ Skólaþýðingar Sveinbjamar em til komnar vegna þessarar venju, þar á meðal sú, sem hér kemur á bók. Yfírleitt var ekki farið yfir Menón, en veturinn 1829—1830 var gerð undantekning á því vegna þess að önnur bók var ekki tiltæk. Það mætti á ýmsan hátt hafa Bessastaðaskólann til eftirbreytni í nútímaskólahaldi. Sérstaklega á þetta þó við um, hve rík áherzla var lögð á lestur í klassískum fræð- um. Það er að vísu rétt, að erfiðið við að skilja þær bækur kann ekki að virðast hagnýtt í hversdagsleg- asta skilningi þeirra orða, en þegar nánar er að gáð er slík iðkun það því að síðarmeir getur hún „orðið uppspretta þess vísdóms er dygðir og mannkostir best þrífast við“, eins og Sveinbjöm orðar þetta sjálf- ur. Mér virðist þessi útgáfa mjög vel heppnuð. Ég hef ekki komið auga á neina prentviliu í bókinni. Hún er smekklega upp sett eins og aðrar bækur í þessum flokki. Texti Svein- bjöms er piýðilegur aflestrar og formálinn ekki síðri. Ef þú vilt ekki láta þitt eftir liggja á markaðinum er gott að vita af öllum nýjungunum og samhæfða tölvubúnaðinum hjá tilteknu þriggja stafa fyrirtæki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.