Morgunblaðið - 26.01.1986, Side 44

Morgunblaðið - 26.01.1986, Side 44
 44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR1986 Það tókst Sendinefnd íslands á kvennaráðstefnunni f Nairobi: Gerður Steinþórsdóttir, Guðriður Þorsteinsdóttir, form. Jafnréttisráðs, Esther Guðmundsdóttir, form. Kvennréttindafé- lags íslands, María Pétursdóttir, formaður Kvenfélagasambands íslands. Fremst er Sigríður Snævarr, formaður sendinefndarinnar. ViÖtal við SigríÖi Snœvarr, formann íslensku sendinefndarinnar á kvennaráÖstefnu Sameinuöuþjóöanna í Nairobi vegna loka kvennaáratugar Kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í lok kvennaáratugar lauk farsællega í sumar í Nairobi í Kenya. Fulltrúarnir frá 153 þjóðum, sem þar komu saman á alþjóðlega ráðstefnu, komust að einróma samkomulagi um framkvæmdaáætlun. Hvort sem litið er til annarra alþjóðaráðstefna samtakanna, þar sem ávallt blandast í málefnin öll erfiðustu deilumál þjóðanna, eða til hinna kvennaráðstefnanna — í Mexico 1980 og í Kaupmannahöfn á miðjum kvennaáratug — þá er þetta meiri sigur en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Oftast ná ósætti og öfgar frekar eyrum heimsins gegnum fjölmiðla heldur en þegar næst að samræma sjónarmið og ná sáttum um aðgerðir. Svo var og hér i sumar. Sáralitlar fréttir voru fluttar af þessari ráðstefnu og mun þetta viðtal við Sigríði Snævarr formann íslensku sendinefndarinnar vonandi bæta þar nokkuð úr. Á endasprettinum tókst að sneiða hjá öfgunum þegar framkvæmdir til að bæta hag kvenna í heiminum í framtíðinni voru áformaðar. „Þetta fór vel. Að mínum dómi m.a. vegna þess að kvennaráðstefn- an var haldin í Aftíkulandi," sagði Sigríður Snævarr, sendiráðunautur í utanríkisráðuneytinu, er blaða- maður Morgunblaðsins ræddi við hana nú í árslok. „Þjóðir þróunar- landanna voru búnar að einsetja sér að á lokaráðstefnunni heima hjá þeim skyldu þessi mál kvenna fá verulegan og betri byr og ekki er vafí á því að þjóðimar, og þá ekki síður stórþjóðimar, slógu af kröfum sínum í lokin af því að gestgjafinn, Kenya, lagði svo gífurlega áherslu á samkomuiag. En tvisýnt var fram á síðustu stundu um hvort það mundi takast. Klukkan 11 að kvöldi síðasta ráðstefnudagsins 26. júlí var ég farin að semja atkvæðaskýringu íslands til að leggja fram ef illa færi. Og komið var fram á morgun þegar allar viðstaddar aðildarþjóðir Sameinuðu þjóðanna féilust á þessa áætlun." Lokaskjal kvennaráðstefhunnar er sem sagt 300 blaðsíðna fram- kvæmdaáætlun fram til aldamóta. Ákveðin er ný ráðstefna árið 2000, en látið liggja á milli hluta hvort aðrar verða fyrr. Þetta er fyrst og fremst óskalisti, að því er Sigríður segir, en þar er líka gerð grein fyrir því hver skuli bera ábyrgð á fram- kvæmdum. Sigríður kveðst nokkuð ánægð með niðurstöður, en ríkis- stjómum sé e.t.v. ætlaður full stór hiutur og ábyrgð einstalinga of lítil í framkvæmdinni. Að því leyti henti hún kannski ekki alfaríð lýðræðis- ríkjum. En staðreyndin er að Sam- einuðu þjóðimar hafa líka einræðis- ríki innan sinna vébanda. Sigríður hefur tekið saman ágrip af fram- kvæmdaáætiuninni á íslensku. Þar segir m.a.: „Ráðstefnan beindi þeim tiimælum til almennings um allan heim að framfylgt yrði þeim lögum sem þegar hefðu verið sett um jafnrétti; að konum yrði gert kleift að nýta sér jafnrétti til menntunar og þjálfunar, einkum í tækni, stjómun og á öðram sviðum þar sem konur hafa ekki almennt haslað sér völl; að viðurkenna þá staðreynd að það era konur og böm, sem 3? y * -P Sigríður Snævarr, sendiráðu- nautur í utanrikisráðuleytinu og formaður íslensku sendinefndar- innar á kvennaráðstefnu SÞ i Nairobi. Á bak við hana sér í hornið á plakati sem sendinefnd- in fór með á ráðstefnuna. verða harðast úti af völdum fátækt- ar, þurrka, kynþáttaaðskilnaðar, vopnaðra átaka, fjölskylduofbeldis og í samfélögum minnihlutahópa af völdum landflótta, fólksflutninga eða þjóðemisfordóma. í fram- kvæmdaáætluninni era einnig ít- rekaðar áhyggjur sem komið hafa fram á áratugnum varðandi þörfína á að styrkja viðleitni til vemdar friði. Vikið er að fleiri áhyggjuefn- um í skýrslunni: efnahagslegu gildi ólaunaðra starfa kvenna; ofbeldi gegn konum, einnig ofbeldi innan Qölskyldunnar, nauðsyn þess að koma upp upplýsingabönkum um málefni kvenna; fjölskylduáætlun- um og nauðsyn þess að konur eigi ríkari þátt í ákvarðanatöku á öllum sviðum samfélagsins." í stað þess að láta nægja að skrifa skýrslu um ráðstefnuna efndi Auk hinnar opinberu ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna var í Nairobi um líkt leyti efnt til ráðstefnunnar Forum 85, þar sem óháðar konur viðruðu skoðanir sínar. Hana sótti Hólmfríður Guðnadóttir frá ís- landi, sem hér er á tali við eina Afríkukonuna. sendinefndin frá íslandi til opins kynningarkvölds 27. nóvember sl. þar sem konumar gerðu hver um sig grein fyrir þeim atriðum sem höfðu vakið mesta athygli þeirra á ráðstefnunni og þar komu líka inn í umræður konur, sem áður höfðu setið kvennaráðstefnur Sameinuðu þjóðanna. Sjálf hefur Sigríður Snævarr mætt og flutt erindi á 6 félagafundum og kveðst ávallt reiðubúin til að gera það. A kvenna- daginn 24. október var hún t.d. þeirra erinda á fundi með konum á Höfn í Homafirði. Þar sem flug- freyjur vora þá í verkfalli og ekki hægt að komast flugleiðis, lagði utanríkisráðherra málefnisins vegna Sigríði til bíl og bílstjóra, sem ók henni 5 klukkutíma leið á fund- arstað og aftur heim að loknum fundi með homfírskum konum. Kveðst hún hafa auk ágripsins af framkvæmdaáætluninni frá ráð- stefnunni í Nairobi á boðstólum plakat íslensku sendinefndarinnar og bækling á ensku um jafnrétti á íslandi sem sendinefndin tók sam- an. En í íslensku sendinefndinni vora fimm konur: Sigríður Snævarr, sendiráðunautur í utanríkisráðu- neytinu formaður, Guðríður Þorsteins- dóttir formaður Jafnréttisráðs, Est- herGuðmundsdóttir formaður Kven- réttindafélags íslands, María Pét- ursdóttir formaður Kvenfélagasam- bands íslands og Gerður Steinþórs- dóttir tilnefnd af félagsmálaráð- herra. Góður undirbúningur íslenska sendinefndin stóð mjög vel að undirbúningi ráðstefnunnar í Nairobi 15. til 26. júli. Þegar vikið var að því við Sigríði sagði hún: „Já, það er rétt að aldrei hefur fyrr verið jafnlangur undirbúningstími fyrir þessar ráðstefnur. Ég var eiginlega í tveimur störfum frá því í febrúarmánuði. Þá var sendi- nefndin skipuð og I forastu settur embættismaður með tengsli inn í utanríkisráðuneytið, sem var mjög gagnlegt. Við áttum 17 fundi hér heima til undirbúnings áður en við fóram. Eitt af því sem gera þurfti var að móta viðbrögð Islands við ýmsum þáttum og semja stefnu- ræðuna sem ég skyldi flytja. Einnig að svara spumingum frá Norður- löndum um það hvemig við hygð- umst taka á hlutunum og kanna viðhorfið hjá ýmsum hreyfingum og stjómmálaflokkum á íslandi til þeirra þátta. Ég sótti tvo undir- búningsfundi, annan í Vínarborg í marsmánuði og hinn í New York í maí. Var þetta í fyrsta sinn sem íslendingar áttu fulltrúa á fundi í kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna, Commission on the Status of Women. Þar er aðeins einn fastafulltrúi frá Norðurlöndum. Þetta var ákafiega gagnlegt því þar fékk ég allar upplýsingar um stöðu þessara mála á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Þriggja kvenna nefnd sem sat milli kvennaráðstefnanna á áranum 1983—84 hafði unnið að því að svara spurningalista, sem sendur var öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna þar sem spurt var um marga þætti varðandi stöðu kvenna í löndunum , en í þeirri nefnd vora Vilborg Harðardóttir formaður, Guðríður Þorsteinsdóttir og Elín Flygenring frá Jafnréttisráði. “ Ekki af vorkunnsemi heldur styrk Á undirbúningsfundinum í Vínar- borg þar sem lögð voru drögin að lokaskýrslunni í Nairobi hélt Sigríð- ur ræðu, sem kom með nýtt og athyglisverð sjónarmið og vakti það mikla athygli að því er erlendur fulltrúi tjáði okkur. Þar sagði hún m.a.: „Sendinefnd íslands er sammála 'sm

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.