Morgunblaðið - 26.01.1986, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1986
61
Gunnar Aðalsteins-
son Minningarorð
Fæddur 5. júní 1921
Dáinn 17. janúar 1986
Hinn ersæll
ersérumgetur
lofoglíknarstafí.
Ódællaerviðþað
ermaðureigaskal
annars brjóstum í.
Deyrfé,
deyja frændur
deyrsjálfuriðsama.
Égveiteinn
að aldrei deyn
dómur um dauðan hvern.
(ÚrHávamálum.)
Mánudaginn 27. janúar verður
Gunnar Aðalsteinsson jarðsettur í
Reykjavík.
Gunnar fæddist 5. júní 1921 á
Húsavík. Foreldrar hans voru Aðal-
steinn Guðmundsson frá Grímsey
og Hervör Frímannsdóttir, Þorkels-
sonar frá Reykjadal í Suður-
Þingeyjarsýslu. Böm þeirra voru
sjö: Guðrún, sem lést í æsku; Guð-
mundur, nú látinn, kvæntur Guð-
björgu Ámadóttur frá Húsavík;
Þorkell, einnig látinn, kvæntur Ól-
afíu Guðmundsdóttur frá Sand-
gerði; þá Gunnar, Hermann, búsett-
ur á Húsavík, kvæntur Ástu Jóns-
dóttur frá Ysta-Hvammi í Aðaldal;
Guðrún, búsett í Reykjavík, ekkja
Sighvats Kjartanssonar, og Þor-
gerður, búsett á Öndólfsstöðum í
Reykjadal, gift Áma Jónssyni,
bónda.
Gunnar ólst upp með foreldrum
sinum á Húsavík og bjó þar fram
yfir tvítugt. Þar kynntist hann eftir-
lifandi eiginkonu sinni, Katrínu
Huldu Tómasdóttur, hjúkrunarkonu
frá Reykjavík. Þau gengu í hjóna-
band 1. janúar 1944 og fluttust
sama ár til Reykjavíkur.
Gunnar hafði unnið til sjós er
hann bjó fyrir norðan en er til
Reykjavíkur kom vann hann lengst
af sem bifreiðastjóri og var mörg ár
vagnstjóri hjá Strætisvögnum
Reykjavíkurborgar. Síðustu starfs-
ár sín vann hann hjá Landhelgis-
gæslunni.
Gunnar var ákafur knattspymu-
maður og lék með Völsungum á
Húsavík og þegar hann fluttist
suður til Reykjavíkur gekk hann í
lið með Þrótturum og síðar í Knatt-
spymufélagið Víking. Árið 1954 fór
hann með liði Víkings í 3ja vikna
ferð til Danmerkur og minntist
hann þeirrar ferðar ávallt með
mikilli ánægju.
Gunnar og Katrín bjuggu lengst
af í Gnoðarvogi og þar ólust böm
þeirra upp. Þau em: Ingibjörg
Sesselja, gift Magnúsi Helgasyni,
böm þeirra eru Gunnar og María
Málfríður; Guðmundur Aðalsteinn,
kvæntur Guðleifí Bender, böm
þeirra eru Friðrik Öm, Eva Dögg
og Biynjar Freyr; Jóhanna Guð-
björg, gift Birgi Hrafnssyni, böm
hennar eru Tómas Hilmar og Kat-
rín María; og Katrín Gunnvör, gift
Hákoni Emi Amþórssyni, bam
þeirra er Amdís Huld. Þau eru öll
búsett í Reykjavík. Gunnar átti
ennffemur eina dóttur, Ester, gift
Indriða Guðmundssyni í Reykjavík.
Böm þeirra eru Sigríður Kolbrún,
Linda Björk og María Ósk og
Guðmundur.
Þótt Gunnar hafí lengst af búið
í Reykjavík sótti hugurinn ætíð
norður til Húsavíkur og þangað fór
hann á sumrin, svo lengi sem hann
gat.
í maí 1979 heimsótti Gunnar
móður sína, þá háaldraða, er hún
lá sjúk af blóðtappa. Svo ótrúlega
vildi til að hann sjálfur lamaðist þá
og lá lengi fársjúkur af blóðtappa,
svo hann missti mátt vinstra megin
og mátt í hægri hendi og gat ekki
talað skýrt. Vegna óbilandi vilja-
styrks hans og ómældrar elju eigin-
konu hans tókst honum að ná
nokkrum krafti og sjálfsstjóm.
Honum tókst meðal annars að þjálfa
svo mátt í hægri hendi að hann gat
skrifað og talað skýrt nokkuð fljótt.
Nágrannakona Gunnars og Kat-
rínar, Svanfríður Kristjánsdóttir,
var þeim mikil og styrk stoð fyrstu
árin sem Gunnar var sjúkur heima,
þar sem hún annaðist hann dag-
langt meðan Katrín sótti vinnu á
geisladeild Landspítalans. Verður
Svanfríði seint þakkað öll sú hlýja
og nærgætni sem hún sýndi Gunn-
ari.
Fyrrum samstarfsmenn Gunn-
ars, Egill Pálsson og Sigurpáll
Steinþórsson, sem nú er látinn,
heimsóttu hann oft, sýndu honum
mikinn hlýhug og trygglyndi, sem
Gunnar mat mikils og voru heim-
sóknir þeirra honum kærkomnar.
Þó Gunnar hafi síðustu árin verið
bundinn hjólastól og göngugrind og
ávallt háður aðstoð annarra, þá
lagði hann upp í ferð til Kaup-
mannahafnar vorið 1982 ásamt
eiginkonu sinni. Þar bjó þá dóttir
þeirra og tengdasonur og ferðuðust
þau nokkuð um Sjáland og Suð-
ur-Svíþjóð og nutu vorveðurs og sáu
blóm og tré springa út og skarta
sínu fegursta. Ég fékk að vera
samferða þeim á leið til Danmerkur
og er mér það ógleymanlegt. Fyrir
Katrínu var flugið ógnvænlegt, en
spennandi og var ánægjulegt að
fínna hve þau nutu þess að fylgjast
með landsýn yfír Islandi og Skot-
landi, en þar var millilent. Gunnari
var ferðin vissulega erfíð en hann
bar sig sem heimsmaður. Þessi ferð
var þeim lengi minnisstæð sem og
sú ferð sem þau fór norður til Húsa-
víkur 1984 og dvöldust þar í 3 vikur
í góðu yfírlæti hjá ættfólki Gunnars.
Síðustu æviár sín sótti Gunnar
dagvistun hjá Sjálfsbjörg í Hátúni.
Var sú dvöl honum mikil andleg
Iyftistöng og styrkti hann einnig til
handverka. Þar kom vel fram hve
handlaginn hann var áður og lagði
mikla rækt og nákvæmni við teikn-
un og skrift. Sótti hann niður í
Hátún með aðstoð góðra manna,
dag hvern sem heilsa leyfði og var
auðfundið hve allir tóku honum vel
þar og voru honum góðir. Á síðasta
ári fór að bera á því að þrekið þvarr
og um áramótin 1984—1985 hætti
Katrín störfum sem hjúkrunarkona,
til að sinna manni sínum. Hún hóf
þá leit að hentugri íbúð fyrir þau
þar sem hann gæti á auðveldari hátt
komist út úr húsi og í ágúst síðast-
liðnum fluttu þau í góða og fallega
íbúð á fyrstu hæð við Bústaðaveg.
Á þessum stað leið þeim báðum vel
og nutu þess hve stutt og greiðfært
var fyrir bömin þeirra og bamaböm
að heimsækja þau, enda var ávallt
gott að koma í eldhúsið þeirra, hvort
sem maður var bam eða fullorðinn.
Gunnar og Katrín heimsóttu bömin^r
sín nú um þessi jól og áramót og
nú um miðjan janúar áttum við
saman dagstund á heimili foreldra
minna. Það mátti sjá að af Gunnari
var dregið en hann var glaður og
naut þess að vera með okkur. Því
kom það ekki á óvart þegar hann
nokkmm dögum síðar var fluttur
að Vífilsstöðum. Vissulega fannst-
honum það erfítt, enda hafði hann
oft áður legið þar vikum saman.
En fyrsta og síðasta kvöldið hans
á Vífilsstöðum í þetta sinn, lá hann
og hlustaði á harmonikutónlist
ásamt gömlum félaga sínum á
sjúkrahúsinu þegar eiginkona hans
kvaddi hann. Harmonikutónlist var
honum ávallt hugleikin og spilaði
hann sjálfur á yngri árum og kenndi
einnig syni sínum, Guðmundi Aðal-
steini. Harmonikuþættir Ríkisút-
varpsins voru honum mikil afþrey-
ing síðustu árin. Næsta dag, 17.
janúar síðastliðinn, lést Gunnar.
Starfsfólki Vífilsstaða og þá sér-
staklega Tryggva Ásmundssyni,
lækni, skal þakkað fyrir sérstaka
umhyggju og aðhlynningu við
Gunnar.
Fyrir hönd fjölskyldu minnar vil
ég þakka Gunnari allar samveru- jgp
stundir í gleði og sorg. Gleðistund-
imar voru vissulega fleiri, því ávallt
var stutt í gleði og spaug þar sem
Gunnar var. Hann var líka ávallt
reiðubúinn til hjálpar þegar eitthvað
þurfti að gera sem krafðist hand-
lagni.
Eftirlifandi eiginkonu Gunnars,
Katrínu, móðursystur minni, bið ég
styrks og friðar um ókomin ár.
Birna Bjarnadóttir
Tómas B.
sjómaður
Fæddur 24. nóvember 1949
Dáinn 19. janúar 1986
Á haustdögum 1981 kom til
starfa á skrifstofu Sjómannafélags
Reykavíkur ungur maður, Tómas
Ólafsson, sem frá 14 ára aldri hafði
stundað sjómennsku á fiskiskipum
og síðast verið bátsmaður á skut-
togaranum Ásbimi RE. Tómas
hafði góða þekkingu á starfí físki-
mannsins og innsýn í uppbyggingu
kjarasamnings þeirra. Oft á tíðum
áður hann kom í land til starfa fyrir
félagið höfðum við átt viðræður
saman um margt það er betur
mætti fara í kjarasamningi físki-
manna og minnist ég áhuga hans
á þessum málum.
I störfum sínum fyrir sjómenn
vildi hann hlut þeirra sem mestan
og flutti mál sitt með góðum rökum
en oft gekk lítið fram. Ég veitti
því athygli hve óljúft honum var
um hægagang mála og oft þótti
honum að félagamir mættu betur
setja sig inn í málefni sinna eigin
lqara og því gátu á stundum, þegar
leitað var upplýsinga, svörin verið
hvöss og stutt.
Jarðarfarar-
skreytingar
Kistuskreytingar, krans-
ar, krossar.
Græna höndin
Gróörarstöö viö Hagkaup,
simi 82895.
*
Olafsson
- Minning
í nokkur undanfarin ár höfum
við starfsmenn Sjómannafélagsins
farið í skiprúm og siglt með félögum
okkar á fískiskipum og farskipum
um lengri eða skemmri tíma til fróð-
leiks og upprifjunar. Að lokinni sjó-
ferð mættum við til starfa á ný á
skrifstofuna, betur í stakk búnir til
að mæta dagsins önn og amstri,
jafnvel með svolitla seltu í hári og
blik í augum. En þegar Tómas kom
af hafi um sl. áramót til starfa á
skrifstofunni á ný brá öðruvísi við
sem ógjömingur var að átta sig á,
hvað þá að leiðarlok hjá ungum
manni á besta aldri væru svo nærri
sem raun varð á.
Um leið og Tómasi B. Ólafssyni
eru þökkuð óeigingjöm störf í þágu
Sjómannafélags Reykjavíkur og ís-
lenskrar sjómannastéttar votta ég
foreldrum hans, bömum og öðmm
ástvinum mína dýpstu samúð og
bið þeim guðs blessunar. Útför
Tómasar B. Ólafssonar fer fram
frá Fossvogskapellu á morgun
kl. 10.30.
Guðmundur Hall varðsson,
formaður Sjómannafé-
lags Reykjavíkur.
Á langri ævi hefi ég kynnst við-
horfum margra til lífsins. Þrátt fyrir
amstur þess, erfíðleika, vonbrigði
og sorgir, sem við öll verðum að
upplifa, er okkur öllum gefíð strax
við fæðingu lífsviljinn — lífslöngun-
in.
Margt veldur því þó að á lífsleið-
inni verður sú breyting á að lífslöng-
unin hverfur.
Fjöldi aldraðra sem búa við
heilsuleysi, með það að baki, sem
þeim fannst gefa lífinu gildi, em
saddir lífdaga, fagna því að kveðja
þennan heim, telja í því fólgna
lausn.
Ég hefí rætt við þá sem yngri
em og búa við kvalafulla og ólækn-
andi sjúkdóma, eða varanleg ör-
kuml sem þeir hafa hlotið og telja
að lífíð sé byrði sem ekki verði öllu
lengur borin, því sé þeim lausn í
að kveðja þetta líf.
Þegar þeirra er minnst er þannig
hefur staðið á fyrir og hafa staðið
mér nærri, fyllist hugur minn trega,
vegna minninga sem að mér sækja.
En sorgin verður mér léttbærari
því ég á þá trú að líf taki við af
þessu lífi og að þeir sem hér þjáðust
eigi góða heimkomu þar.
Þessi viðbrögð verða önnur hjá
mér þegar ungt fólk á besta aldri
lætur lífíð af slysfömm eða bráðum
sjúkdómi.
Þá fyllist ég örvæntingu, stund-
um heift, yfír miskunnarleysi þessa
heims, samfara sorg þegar í hlut á
ástvinur eða góður samstarfsmaður
og vinur sem fellur frá í blóma lífs-
ins. Þannig varð mér innanbijósts
sunnudaginn 19. janúar er ég frétti
að Tómas Borghólm Ólafsson,
starfsmaður Sjómannafélags
Reykjavíkur, hefði látist þá um
nóttina.
Tómas fæddist 24. nóvember
1949, að Álftárósi f Mýrdal, á heim-
ili afa síns og ömmu, sonur hjón-
anna Ólafs Bjömssonar og Elínar
Tómasdóttur. Áttu þau hón sex
böm, þijá drengi og þijár stúlkur.
Tómas var aðeins fjórtán ára er
hann fór fyrst á vetrarvertíð 1
Vestmannaeyjum. Þótt þeim sem
þekktu hann þá væri ljóst að sjó-
mennskan ætti eftir að verða hans
lífsstarf gaf Tómas sér tfma til að
ljúka gagnfræðaprófi áður en það
byijaði fyrir alvöru. Hann var á
vélbátum og síðar á togurum þar
til hann réðst 1981 sem starfsmað-
ur til Sjómannafélags Reykjavíkur,
en þangað réðst hann er hann var
bátsmaður á einum togara ísbjam-
arins, en hafði þá um nokkurt skeið
tekið þátt í kjarasamningum fyrir
félagsins hönd.
Eins og segir að framan, var
Tómas starfsmaður SR er hann lést.
En á því árabili sem hann vann þar
endurnýjaði hann kynni sín af sjó-
mennskunni af og til og kynnti sér
m.a. störf og aðbúnað félaga sinna
á verslunarflotanum með því að
fara sem háseti í ferðir með þeim.
Á sjómannsárum sínum vann
hann um nokkurt skeið í skipa-
smíðastöð B&W í Kaupmannahöfn.
Þar kynntist Tómas Áuði Maríus-
dóttur sem síðar varð eiginkona
hans. Eignuðust þau tvo syni,
Guðna, f. 27/4 ’75 og Ólaf, f. 23/1
’78. Þau slitu samvistum.
Ég kynntist Tómasi í störfum
hans fyrir Sjómannafélagið og varð
okkur strax gott til vina. Hann var
skýr í hugsun og tali, reiknings-
glöggur og tók þátt í kjarasamning-
um félagsmanna og gætti annarra
hagsmuna þeirra.
Hann vann öll störf vel, ekki síst
þau sem voru í sjálfboðavinnu eins
og öll hans mikla vinna í þágu sjó-
mannadagsins. Stundum gat gætt
styttings í tilsvörum og þótti sum-
um hann þá vera hnökróttur í
samskiptum. Ég tel að í þessu hafi
komið fram óþolinmæði við þá sem
hann taldi að ættu að fylgjast betur
með störfum eigin félags og að vita
meira um eigin hagsmuni, en oft
kom í ljós í spumingum þeirra.
Sjálfum þótti mér gott að leita
til Tómasar eftir upplýsingum og
útskýringum sem hanii setti alltaf
vel og skipulega fram, enda bráð-
greindur.
Tómas var ekki hár maður vexti,
en samsvaraði sér vel. Hann var
loðbiýndur, snareygur með mikið
ljóst hár, og lét sér vaxa jrfírskegg
sem alltaf var snjrrtilegt eins og
klæðaburður hans. Hann kom vel
fyrir á mannfundum og kunni vel
að koma fyrir sig orði.
Við, sem kynntumst og störfuð-
um með Tómasi síðustu árin, gerð-
um okkur greinfyrir því að nokkurs
rótleysis gætti í einkalífí hans.
Eftir að hann heimsótti mig í
tvígang austur í sveit á sl. sumri
með drengjunum sínum og í síðara
skiptið með sambýliskonu sinni,
Hrefnu Markan, bar ég þá von í
bijósti að öldurótinu væri að linna.
Ensvo varekki.
Ég sendi drengjunum hans, Auði,
öldruðum foreldrum og systkinum
mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Ég bið guð um að styrkja Hrefnu
í raunum hennar um leið og ég
kveð Tómas Ólafsson og bið honum
guðs blessunar.
Pétur Sigurðsson
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
STEINÞÓRS BJÖRNSSONAR
frá Breiðabólstað.
Börn, tengdabörn, barnabörn og
barnabarnabörn.
t
Þökkum auösýnda samúö við andlát og útför móöur minnar,
PETRÍNU SIGRÚNAR JÓNSDÓTTUR
Smáratúni 41, Keflavik.
Fyrír hönd aðstandenda.
ÁsthHdur Herman.