Morgunblaðið - 19.02.1986, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 19.02.1986, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR19. FEBRÚAR1986 Carmina Burana Tóniist Jón Ásgeirsson Carmina Burana eftir Carl Orff er án efa eitt frægasta kórverk tuttugustu aldarinnar. Verkið var frumflutt árið 1937 og var á þeim tíma reyndar það nýstárlegasta, sem leyfðist í Þriðja ríkinu. Texti verksins er miðaldaljóð, sem varðveitt voru í klaustri einu í Bæjaralandi. Þessi ljóð eru ýmist á latínu eða þýsku og talin vera samstofna kveðskap svonefndra „Gol- iarda“, sem voru strokusveinar úr guðfræðiskólum miðalda. Þessir „skólapiltar" flökkuðu um Evrópu, sungu grófan kveð- skap sinn og voru auk þess frægir fyrir matgræðgi, svall- semi og guðlast, eins og eftir- farandi dæmi vitnar um: Að deyja & kránni, verða endalok mín. Lát varirmínarei skorta vín, er lífmitt fjarar út. Englarmunu reka upp vein ogbiðja meðgleði; „gef þessum róna, Guð á hæðum, náð og fyrirgefningu. “ Þrátt fyrir grófheit og jafnvel grímulaust klám, hefur tónlist Orffs aflað verkinu fádæma vinsælda. Carl Orff fæddist 10. júlí 1895 og voru foreldrar hans aðalbomir Bæjarar. Árið 1925 stóð hann að stofnun tónlistarskóla í Múnchen og kenndi þar í 11 ár. Á þessum árum kom hann fram með nýja kennsluaðferð, þar sem lögð var áhersla á að kenna bömum tónlist með því að nota einföld hrynhljóð- færi. Tónstíll þessa kerfís byggist á einföldum hrynstefjum sem eru sí og æ endurtekin og hentaði því sem. aðferð til að virkja leikgleði nemenda. Þessi síbylju-stíli var upphaflega ekki sú tónsmíðaaðferð sem Orff byggði á í tónsköpun sinni, en þegar hann komst í snért- ingu við áðumefnd „goliarda“- kvæði, venti hann sínu „kvæði í kross" og útfærði skólastíl sinn fyrir atvinnutónlistarmenn. Þessi „ný- frumstæða" tónlist byggir á þrá- steíjum, sem bera sterkari svip af hrynskipan en lagferli og er endur- tekning þeirra, nær án undantekn- inga, ávallt á sama tónstæði og hljómskipti því mjög fábrotin og samskipan radda að mestu sam- stiga. Þessar vinnuaðferðir em svipaðar því sem Stravinsky notaði og eiga að nokkm rætur sínar í „Gamelan“-tónlist, er vakti mikla athygli er tónlistarhópur frá Java sýndi listir sínar á Parísar-sýning- unni árið 1889. Java-menn notuðu ýmist einföld slaghljóðfæri og tón- list þeirra samanstóð að miklu leyti af einfoldum „þrástefjum" og hafði þessi tónlist mikil áhrif á Debussy og einnig Stravinsky síðar, en Orff, eftir því sem hann sjálfur hefur sagt, lærði þessa aðferð að nokkm af Stravinsky. Verkið er í þremur þáttum með inngangi og eftirmála. Inngangurinn Qallar um fallvalta hamingju, að sá sem hreykti sér í einn tíma hátt, steyptist í glötun en öðmm var lyft til tignar og metorða. Fyrri hluti fyrsta þáttar er um vorið og ástina en seinni hluti hans ber yfírskriftina „í almenn- ingsgarðinum". Annar þáttur nefn- ist „Á kránni" og þriðji „Hirð ástar- innar". Eftirmáli verksins er upp- hafskórinn. Auk þess sem áður hefur verið lýst, sakar ekki að geta þess að stefín í verkinu bera sterk einkenni miðaldatónferlis og að því leyti minna sum þeirra mjög á íslensk þjóðlög af kirkjulegum uppmna og jafnvel kvæðalög, sem ef til vill eiga sér lengri sögu en kirkjuleg tónlist á Islandi. Það sem lífgar upp þessi einföldu og allt að því bamalegu stef, er fjömgt hljóð- fallið og hrynræn skerpan í útfærslu þeirra. Rétt.er að sýna hér nokkur dæmi, en aðeins nokkur því segja má að allt verkið sé ein síbylja af nýjum steíjum sem nánast ekkert er unnið úr nema með beinum endurtekningum, sem í besta falli em þá útsett með vaxandi hljóm- styrk og í þykkari hljómskipan. Fyrsti kór verksins 0 Fortuna hefst á tignarlegu stefí og eins og oft hjá Orff, hefst hann formála- laust með drynjandi djúpum bassa- tóni en lagið kemur inn á áherslu- lausum taktlið. Eftir íjóra takta hefst langur þrá- stefjakafli, þar sem stefíð er nær óbreytt á sama tónsæti í 84 takta en undir það síðasta flutt upp um áttund og að lokum hljómfyllt. Kaflanum lýkur á niðurlagsstefi og löngum endatóni, sem hljómsveitin vefur með einföldu þrástefí. fff iffp fppo n 1 Seinni hluti inngangsins, Fortuná plango vulnera, er samsettur úr þremur steQum. Fyrst syngja bass- amir. Þá tekur kórinn við og syngur í þríundum stef sem er beinlínis ein- kennandi fyrir kennslustefín er Orff notaði áður í söngkennslubókum sínum. Auk g-hljómsins sem skiptir setn- ingum er millistef í hljómsveitinni, sem einnig er notað sem niðurlag. Annar þáttur vorsins er lofsöngur til sólarinnar og ástarinnar og er sunginn af einsöngs baritón-rödd. Það sem einkennir undirleikinn er mjög kyrrstæð hljómskipan í d-moll. Vorkaflanum lýkur á Ecce gratum. í þeim kafla eru Ijögur stef sem reka hvert annað. Þrjú þeirra eru flutt af kómum en það síðasta notað sem millispil og niðurlag, leikið af hljómsveitinni. Seinnihluti fyrsta þáttar ber yfír- skriftina í almenningsgarðinum og hefst hann á hljómsveitarþætti, er byggist á tveimur aðalstefjum, sem em ávallt á sama tónsæti en í mismunandi útfærslum. Floret silva er sambland af danslagi og drykkjuvísu. Danslagið er í þjóð- legum stfl. Niðurlagsstef kaflans er röð steflík- inga (sequens) og eins og í fyrri hluta kaflans (og reyndar oftar í verkinu) lýkur Orff við kaflann með sérstöku niðurlagsstefi, er hljóm- sveitin leikur. Fyrsti þátturinn heitir Vorið og hefst hann á lofsöng, Veris leta facies, sem er einkennandi einfaldur í gerð. Allur kaflinn er nánast einn a-moll-hljómur, þar sem setninga- skil em dregin fram með innskots- hljómi á g. Stefín tvö era sungin einrödduð en röddunum víxlað þannig að bassi og alt syngja saman fyrra stefíð en seinna stefíð er sungið af tenór og sópran. Að loknum þessum blómadansi spyija konur hvar elskan sín sé. Þessu svarar dmkkin tenórrödd „Hann er riðinn burt.“ og konur syngja síðan „Hver á þá að elska mig?“ o> Næsti kafli „Chramer, gip die varwe mir“ er blautligt kvæði, svip- að þeim sem heyrðust á virgilvökum fyrmrn, er stúlkur buðu fram blíðu sína með ögmnum og mönuðu unga menn til við sig. Eftir smá millikafla, sem táknar dillandi látæði stúlknanna, syngja þær „Horfðu á mig ungi maður". Carl Orff Næsti kafli er hringdans og er þrí- skiptur. Hann hefst fyrst á seiðandi hljómsveitarþætti. Annar hlutinn í hringdansinum er kraftmikill víxlsöngur á milli karla og kvenna. Þar á milli kemur blíðlegur söngur alt-radda, er karlakór tekur undir. „Komdu, komdu, félagi minn, ég bíð þín“. Þættinum lýkur á kraftmikla víxl- söngnum. Síðasti þátturinn í þessari svallhátíð úti í náttúmnni lýkur á kraftmiklu lagi en niðurlagsorðin hafa áreiðanlega skemmt þjóðveij- um vel, því að þau em, svona nærri því, að „væri öll veröldin mín, frá hafí til Rínar, gæfí ég allt fyrir það ef drottning Englands hvíldi í örmum mínum“. Annar þáttur verksins heitir Á kránni og hefst á baritón einsöng, Estuans interius. Fyrri hluti lagsins byggist á endurtekningum tveggja stefja og er a-moll ráðandi hljómur. Seinni hlutinn er gerður úr tveimur nýjum stefjum og það fyrra er í a-moll. en það seinna bregður sér yfír í C-dúr og þar er lögð áhersla á hraðabreytingar. Annað atriðið á kránni er hinn sér- kennilegi „svanasöngur", Olim lac- us colueram, sem á að syngja með „grátbroslegum sorgarblæ" og er í raun lofsöngur til matgræðginnar. Ego sum abbas er tónles drykkju- rúts, sem kallar sig ábóta, svallara og Qárhættuspilara og er heldur svona ókræsileg skopstæling á kirkjutóni, að ekki sé talað um boðskapinn, en kórinn tekur undir með orðinu Wafna, en það er í samræmi við drykkjusöngva „Gol- iarda“ að nota merkingarlaus orð til upphrópana. Kráaratriðinu lýkur með In tabema quando sumus, sem er ein allsheijar drykkjulæti með hrópum og köllum og stefgerðimar því hamrandi endurtekning á sama tóni, og eins og í sumum fyrri atrið- unum er a-moll ráðandi gmnnskip- an. Auk þessa er lögð áhersla á snögg styrkleikaskipti og hraða- breytingar. Hirð ástarinnar er eins konar „orgía" og fjallar fyrsta atriði um óþol unga fólksins. Annað atriði er skemmtilegt baritón-lag, þar sem fjallað er um einmanaleikann. Sópranrödd svarar og bendir honum á rauðklædda stúlku. Þar eftir syngur baritóninn um ástarraunir sínar. Karlakórinn tekur undir. Stúlkumar syngja ögmnarorð til karlanna. Karlakórinn lýsir svo hvað gerist er piltur og stúlka em ein saman í herbergi. í þremur næstu atriðum nær „orgían" hámarki. Fyrst er Veni, veni, sem er víxlsöngur, þar sem fólkið kallast á að koma í leik, og síðan er sópran söngur, þar sem kona hugleiðir siðsemi sína en lætur þó undan löngun sinni. Strax á eftir heyrist fagnaðarsöngur þar sem spennan er styrkt með sterkum áherslum og styrkleikaskiptum en baritóninn syngur eina af frægustu tónhendingum verksins, Oh, oh, oh, lotus floreo, Iam amore virginali lotus ardeo. Þessum svallsöng lýkur með því að sópraninn æpir „Dulcissime", er hún gefur líkama sinn. Hið eigin- lega niðurlag verksins er lofsöngur til ástargyðjanna, en verkinu lýkur með því að upphafskórinn er endur- tekinn. Verkið var fyrst uppfært í Frank- furt, 8. júní 1937, en það var ekki fyrr en 1954, sem verkið var fyrst flutt í Ameríku, þrátt fyrir að það væri þegar orðið þekkt af nokkmm hljóðritunum. Það sem er einkar djarflegt við verkið, er einfaldleik- inn, sem ekkert er gert til að fela, einfaldleiki, sem allt eins mætti kalla „lágkúra". Umfram allt er þessi „lágkúra" fersk og listilega framreidd og fer þar saman, eins og í mörgum góðum tónverkum, einfaldleiki alþýðulagsins og kunn- átta. í stómm tónbálkinum fær þetta allt að njóta sín til fulls.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.