Morgunblaðið - 19.02.1986, Page 26

Morgunblaðið - 19.02.1986, Page 26
26 MÖRGUNBLADID.MIDVlkUDAGUR 19: FEBRÚAR1986 Jóhannesarborg: Herinn kvaddur mni hverfi svartra Jóhannesarborg, 17. febrúar. AP. STJÓRNVÖLD í Suður-Afríku skipuðu í dag vígbúnu herliði að halda inn í Alexöndru, eitt út- hverfa Jóhannesarborgar. Stjórnvöld segja að 19 manns hafi látist í átökum þar frá því á laugardag og 37 særst. Tölur þær, sem gefnar voru upp á þinginu í Höfðaborg, stangast á við tölur lögreglu yfír látna: Að sögn lögreglunnar hafa níu látist í óeirðunum. Mjög heitt er í kolunum í svert- ingjahverfínu Alexöndru, sem nán- aster umkringt hverfum hvítra. Átökin hófust á laugardag eftir að lögreglu lenti saman við mann- §ölda, sem var að fylgja tveimur andstæðingum aðskilnaðarstefn- unnar til grafar. Einn leiðtoga stjómarandstöð- unnar í Suður-Afríku, Van Zyl Slabbert, segist vera örvæntingar- fullur eftir að P.W. Botha hafí tjáð honum að ríkisstjómin muni aldrei fella niður þau grundvallariög sem tryggja forréttindi hvíta minnihlut- ans í landinu. Slabbert, sem sagði formlega af sér á þingi í síðustu viku, sagði að hann hefði tekið þessa ákvörðun eftir að hafa átt fíind með Botha forseta í nóvember. Slabbert segir að sér hafí fundist tíma sínum á þingi varið til einskis eftir að hann kynntist harðlínustefnu forsetans. Þetta er í fyrsta sinn sem Slabbert greinir frá viðræðum sínum við forsetan. Hann vitnaði til orða P.W. Botha og sagði forsetann hafa full- yrt að hann nyti stuðnings meira en 80 prósenta hvítra og 50 pró- senta svartra í öllum meginstefnu- málum stjómarinnar. ERLENT Sovésk fréttamennska og opið þjóðfélag: Almenningiir er orðinn þreyttur á feluleiknum Moskvu, 18. febrúar. AP. í SOVETRÍKJUNUM er rekinn nokkur áróður fyrir opnara þjóð- félagi og um helgina var stigið merkilegt skref í þessa átt. Þá var birt í dagblaði bréf frá nokkrum verkamönnum þar sem þeir kröfð- ust þess, að kommúnistaflokkurinn og verkalýðsfélögin segðu stund- um frá þvi, sem gerðist á fundum þeirra. Bréfíð birtist í blaðinu „Sovi- held, að kommúnistar, félagar í etskaya Rossiya", málgagni mið- stjómarinnar, en af tilefni flokks- þingsins eftir nokkra daga hefur verið í blaðinu nokkur umræða um opnara þjóðfélag. Blaðið gerði raun- ar betur en að birta bréfíð því að það fylgdi því eftir með þessum orðum: „Því miður er það þannig, að við höfum meiri fréttir af því, sem er að gerast í myrkviðum Afríku, en af gangi mála hér heima." Einn bréfritaranna, Yu Man- ankov, bílstjóri frá Chuvashkaya, segir, „að þar sem ég þekki til hafa verkamenn ekki hugmynd um ákvarðanir verkalýðsfélagsins" og hann skýrir frá því, að hann hafí einu sinni farið á fund í verkalýðs- félaginu og síðan sagt félögum sín- um frá því, sem gerðist þar. Þá komu starfsmenn verkalýðsfélags- ins til hans og kvörtuðu yfir því að hann hefði kjaftað frá. „Það er ekki hlutverk verkalýðsfélagsins að vera verksmiðjustjóminni innan handar, heldur á það að gæta hagsmuna verkamannanna. Hvem- ig gat ég þá neitað að svara spum- ingum vinnufélaga minna?" spyr Manenkov. V. Glavatskikh, trésmiður í norð- ur-síberísku borginni Norilsk, fínnst ástæða til að leggja flokknum lífs- reglumar. „Við verkamenn, sem ekki erum í flokknum, vitum ekkert um það, sem flokkurinn er að samþykkja," segir hann, „og ég flokknum, ættu stundum að segja frá því, sem þar er að gerast." Þessi umræða um opnara þjóð- félag hefur jafnvel náð inn á síður Prövdu, flokksmálgagnsins, sem birti sl. fímmtudag bréf þar sem þess var krafíst, að afnumin yrðu forréttindi yfírstéttarinnar og hreinsað dálítið til í flokknum. Þetta bréf hefur þó farið fyrir brjóstið á einhveijum háttsettum því að sl. laugardag birti Pravda hefðbundna grein á forsíðu um góða kommún- istann og þingfulltrúann. Pylgdi það með, að greinin væri svar við fímmtudagsbréfínu. I janúar sl. birtist í „Sovietskaya Rossiya" bréf þar sem borinn var saman fréttaflutningur sovéskra fjölmiðla af jarðskjálftunum í Tadz- hikistan í fyrrahaust og af jarð- skjálftunum í Mexíkó um líkt leyti. Fréttir af þeim fyrmefnda voru litlar sem engar en hinum gerð hin glæsilegustu skil. Var það í sam- ræmi við þá reglu að segja helst ekki frá náttúruhamförum og slys- um í Sovétrikjunum. í desember sagði einn bréfritar- anna, að þá þyrftu menn ekki leng- ur að hlusta á hugmyndafræðilega mengaðar „raddir", erlendar út- varpsstöðvar, til að geta fylgst með því, sem væri að gerast innan og utan Sovétríkjanna. Fannfergi íRómaborg AP/Símamynd Verkamaður hreinsar snjó af götum miðborgar Rómar með sópi í síðustu viku. Annað árið í röð féll þykkt snjólag á Róm og olli umferðartruflunum í höfuðborginni. Fyrirliggjandi í birgðastöð PLOTUR (ALM93) Sæ- og seltuþolnar. Hálfhart efni í þykktum frá 0.8 mm -10 mm. Plötustærðir 1250 mm x 2500 mm. Svíþjóð: Hlífðargler verði á öllum tölvuskermum Stokkhólmi, 17. febrúar. Frá Erik Liden, fréttantara Morgiinblaðains. STALHE Borgartúni 31 sími 27222 Á UNDANFÖRNU ári hefur verið birt hver skýrslan á fætur annarri um hættuna, sem stafar af tölvuskermum, en þrátt fyrir það hefur vinnueftirlit ríkisins ákveðið, að engin ástæða sé til að breyta lögum og reglum um þessi efni. Athuganir sem Karólínska stofn- unin í Stokkhólmi hefur gert, og rannsóknir í Póllandi benda til, að geisla, frá tölvuskermum geti valdið fósturskaða og vegna þessa hafa ríkisstofnanir nokkuð haldið að sér höndum í tölvuvæðingunni. Nú eftir ákvörðun vinnueftirlitsins verður hins vegar haldið áfram við hana af fullum krafti og 8.000 nýjum skermum komið fyrir í ýmsum stofnunum. Þótt lögum og reglum hafi ekki verið breytt hefur samt verið ákveð- ið að gera meiri kröfur til þeirra tölvutegunda, sem fyrir vatinu verða hveiju sinni. Eiga skermamir að hafa hlífðargler og í því leiðslur til að leiða burt stöðurafmagn. Ekki er hægt að útiloka rafsegulgeislun frá þeim skermum, sem nú eru notaðir, en hana má minnka með því að hafa umgjörð skermanna úr málmi en ekki plasti. Geislunina má líka minnka með því að færa til rafsegulspólumar. Talið er, að þessar breytingar kosti um 5.600 ísl. kr. á skerm. „Við skiljum vel áhyggjur þess fólks, sem vinnur við skermana," segir Gunnar Daníelson, yfirmaður vinnueftirlits ríkisins, „og við fylgj- umst vel með þeim rannsóknum, sem að er unnið.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.