Morgunblaðið - 19.02.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.02.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR19. FEBRÚAR1986 Minning: Sigurbjörg Sigurðar dóttirfrá Steintúni Fædd 29. maí 1901 Dáin 31. desember 1985 Mig langar að minnast frænku minnar og íhuga lífsvettvang henn- ar og rekja í stuttu máli. Konunnar, sem bjó langt fyrir austan og kom með skipi til að heimsækja ættingja og vini, skrifaði löng bréf, stundum skemmtileg og af flöri en stundum með döprum huga og sorgleg. Þessi kona, sem var næstum jafn gömul öldinni, hlýtur að eiga merka sögu. Aldamótakynslóðin er nú sem óðast að kveðja þetta tilverustig. Margir eiga uppruna sinn að rekja til hinna dreifðu byggða. Það má segja að enn eigi nokkur hluti þjóð- arsáiarinnar uppruna sinn í grónum tóftum eyðibýlanna, til innstu dala eða ystu nesja. Mörgum fínnst þetta ávinningur og eiga gjaman ljúfar endurminningar frá slíkum stöðum. Einn slíkra staða er Snæbjamar- staðir í Fnjóskadal, þar sem gróður umvefur í vaxandi mæli lágar veggjarústir og á þessum árstíma breiðir fönnin feld sinn yfir sviðið svo að hvergi örlar á neinu, þar sem fyrir nokkmm áratugum þróaðist farsælt mannlíf. Sigurbjörg Sigurðardóttir fædd- ist að Snæbjamarstöðum 29. maí 1901, sjöunda bam hjónanna Sig- urðar Bjamasonar bónda þar og Hólmfríðar Jónsdóttur. Bjami faðir Sigurðar var Davíðsson af Reykja- ætt, en kona hans Kristín Sigurðar- dóttir var frá Þormóðsstöðum í Sölvadal í Eyjafirði af Hvassafells- ætt. Foreldrar Hólmfríðar voru Jón Guðlaugsson frá Stcinkirkju í Fnjóskadal og kona hans Helga Sigurðardóttir. Sigurbjörg ólst upp til sjö ára aldurs á Snæbjamarstöðum, og átti þaðan sínar fyrstu bemskuminning- ar. Það var — og er — alltaf mikill ljómi yfir endurminningunum frá þessum stað. Það er talað fyrir hug margra í ljóðinu Það er svo margt... og sér í lagi í línunum „um dalinn ljúfa í austurátt þar átti mamma heima". Hjá þeim sem ólust upp til fullorðinsára heima í dalnum var útþráin rík, gjaman til þess sem var hinum megin við heiðina (Vaðlaheiði), en yngri systkinin sem höfðu fengið kennd af því farsæla lífí, sem þama þróaðist hugsuðu með eftirsjá til þess síðar, að hafa ekki fengið að alast upp í þessum friðsæla dal, en urðu að dveljast hjá vandalausum, ýmis tímabil, á bams- og unglingsámm. Það var haft á orði að bamahóp- urinn á Snæbjamarstöðum hefði dafnað vel og ekki orðið fyrir heilsu- farsáföllum, sem var mjög algengt á þeim tíma. Berklar og fleiri kvillar sóttu viða á böm og æskufólk. Eitt var tilnefnt, sem talið var að gæti hafa treyst heilsufar systkinanna á Snæbjamarstöðum, en það var hversu geitamjólk var snar þáttur í fæðunni, ekki aðeins yfir sumar- mánuðina heldur langtímann úr árinu, þar sem unnið var úr mjólk- inni smjör og ostar. Þetta eru hugleiðingar sem ekki verða stað- festar. Það var fleira en mjólkin sem gerði þessar skepnur — geitumar — minnisstæðar, t.d. geitin Grá- hatta, sem auk þess að vera nyt á var foringi geitahópsins, stórhymd og illvíg þegar því var að skipta, hún varð nokkurs konar þjoðsagna- fyrirbæri í endurminningunni þegar fram liðu stundir. Sagan er endur- sögð frá einni kynslóð til annarrar. Það var á fardögum 1908 að fjölskyldan flytur að Garðsá í Kaupvangssveit. Það sumar fæddist yngsta bamið og það níunda, drengurinn Snæbjöm, þann 22. ágúst. Eftir þriggja ára dvöl á Garðsá flyst Sigurbjörg með for- eldrum sínum að Kjama í Hrafna- gilshreppi og síðan til Akureyrar. Á þessum ámm missir Sigurður heils- una og gengur undir stóra skurðað- gerð á sjúkrahúsinu á Akureyri og er frá vinnu nær tvö ár. Sem vænta má vom þetta erfiðir tímar, en eldri systkinin vora þá farin að vinna og veittu foreldmm sínum stuðning. Sigurbjörg gekk í Barnaskóla Akureyrar og fermdist í Akureyrar- kirkju vorið 1915 — gömlu kirkjunni í Innbænum. Veturinn áður hafði hún fengið kíghósta og var svo illa haldin af þeim sökum á fermingar- daginn að hún gat ekki gengið óstudd. Var hún lengi að ná sér eftir þessi veikindi. Meira varð ekki af skólagöngu þó hugur stæði til. Hún fékk þau ummæli sem ungling- ur að vera glaðlynd, fyndin og sönghneigð eins og margir móður- frændur hennar. Slíkir eiginleikar koma sér vel þegar alvara lífsins verður þungbær. Ur foreldrahúsum lá leiðin fram í Eyjafjörð í vist og kaupavinnu, á nokkmm stöðum, ýmist hjá frænd- fólki eða vandalausum. Foreldrar hennar fluttu þá að Hvassafelli, í húsmennsku, þ.e. þau fengu hús- næði en lítil sem engin jarðarafnot, en unnu viðkomandi bónda eða öðmm eftir atvikum. En frá því að Sigurður og Hólmfríður fluttu frá Snæbjamarstöðum 1908 og þar til þau settust að á Gmnd, hjá Mar- gréti dóttur sinni 1925, höfðu þau flutt átta sinnum búferlum. Til að hleypa heimdraganum, ræður Sigurbjörg sig í kaupavinnu — tvö sumur — að Laxamýri í S-Þing, og eitt sumar í Mývatns- sveit. Það að kynnast stórbrotinni náttúm og fleiri góðum menningar- heimilum er ágætur skóli fyrir hvem sem er. Á þessum tíma mun hugur Sigur- bjargar hafa stefnt markvisst að hjúkmnamámi, en atvikin höguðu því á annan veg. Árið 1925 fær hún mislinga, veikist hastarlega og eft- irköstin urðu berklar, sem á þeim ámm vom hinn mesti ógnvaldur. Vegna þessa fór hún til dvalar á Vífilsstaðahæli, þar sem hún dvaldi nokkra mánuði og fékk allgóðan bata, þó mun þetta og jafnvel fyrri veikindi hafa valdið því að frá þess- um tíma varð hún aldrei heilsusterk. Eftir þessa dvöl á hælinu þurfti hún tíma til að jafna sig, þess vegna þáði hún boð Kristínar systur sinnar, sem þá bjó á Höfn á Bakka- firði að fara austur þangað, um tíma, og safna kröftum. Þessi skyndiheimsókn varði þrjá- tíu ár. Kristín var þá gift Jósef Thorlacius á Höfn, en bróðir Jósefs, Þórarinn Magnússon, gjörvilegur ungur maður og góður drengur, spann sinn örlagaþráð með Sigur- björgu. Þau giftust.1926 og eignuð- ust níu böm, en þrjú þeirra dóu í fmmbemsku. Af þeim sex er upp komust em nú tvö látin, í blóma lífsins, þau Sigfríð Bjamey og Magnús, eini sonurinn sem komst á fullorðins aldur. Sigfríð lét eftir sig soninn Þórarin Svein sem ólst upp hjá ömmu sinni og afa. Allt var þetta, að vonum, foreldranum og fjölskyldunni allri mikið og lang- vinnt harmsefni sem þó mun eðii- léga hafa lagst þyngst á móður- hugann. Eðlislægt glaðlyndi og kannski á stundum skjót geðbrigði hafa ef til vill hjálpað Sigurbjörgu á erfíðum tímum. Góð vinkona hennar orðaði það svo: „Ef hún sá sólarglætu var hún fljót að setjast á blettinn." En það var líka margt til að lifa fyrir. Systkinin sex sem upp komust, vom vel gerð og áttu fyrirheit vonarinnar, sem í hveijum býr. Nú em eftir á lífi systumar fjórar. Þær em: Theodóra, gift Ingólfí Sigurðssyni, Jómnn, gift Sigtryggi Guðmundssyni, Hólm- fríður og Guðrún, gift Halldóri Geir Halldórssyni, en Guðrún var að mestu alin upp hjá Kristínu móður- systur sinni, en samneyti þeirra systra var jafnan mikið. Þá átti Karl Skapti bróðursonur Þórarins athvarf hjá þeim um alllangt skeið. Bamaböm Sigurbjargar em sextán, en bamabamabömin orðin sautján. Af Snæbjamarstaðasystkinunum em enn á lífi auk Kristínar þau Rósa, Olöf og Snæbjöm. Látin vom, + Móðir okkar og amma, ÞORBJÖRG INGIMUNDARDÓTTIR, Háaleitisbraut 18, andaöist 17. febrúar í Landakotsspítala. Ragnhlldur Slguröardóttir, Þórður Sigurðsson, Bima Elfn Þórðardóttir, Sigurður Þór Garðarsson. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Bergþórugötu 2, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 19. febrúar kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Valgerður Sigurðardóttir, Guðlaugur Eyjólfsson, Þorsteina Sigurðardóttir, Benedikt Hafliðason, Jakob Sigurðsson, Gyða Gfsladóttir, Bárður Sigurðsson og barnaböm. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR HALLDÓRSSON fyrrverandi útsölustjóri, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju fimmtudaginn 20. febrúar kl. 15.00. Alda Guðfinna Guðmundsdóttir.Ed Duin, Halldór Jóhann Guðmundsson, Lára Margrót Gísladóttir og barnabörn. + JÓN ÞORKELSSON vólstjóri, Kothúsum, Garði, sem andaðist á Hrafnistu i Reykjavik 11. febrúar, verður jaröaöur frá Útskálum laugardaginn 22. febrúar kl. 14.00. Eggert Jónsson, Guðrún Jónsdóttir, Bjarni Jónsson, Ásta Árnadóttir, Guðrfður Jónsdóttir, Reynir Markússon, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HERDÍS LOFTSDÓTTIR frá Gunarsstöðum, lést í Akranesspítala 5. febrúar sl. Jarðarförin hefur farið fram i kyrrþey að ósk hinnar látnu. Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð, en sérstakar þakkir eru færðar læknum og starfsfólki spítalans. Magnús Guðbrandsson, Petra Jóhannessen, Kristján Guðbrandsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum er sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HARALDAR GUÐMUNDSSONAR, fasteignasala, , Marta Tómasdóttir, börn, tengdabörn barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum af alhug öllum þeim sem sýnt hafa samúð og vinarhug við andiát og útför GUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Hrfsatelgl 22. Sveinbjöm Frlðflnnsson, Birgir G. Ottósson, Sólveig Pálsdóttir, Henný M. Ottósdóttlr, Vincent P. Mc.Henry, Guðmunda J. Ottósdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Óskar Júlfusson, Guðmundur B. Sveinbjarnarson. + Einlægar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát systur okkar, SIGRÍÐAR HULDU STEFÁNSDÓTTUR, fv. kennara, Ólafsvfk. Sérstakar þakkir færum viö læknum og hjúkrunarfólki á Land- spítalanum fyrir frábæra hjúkrun og umönnun. Frfða Stefánsdóttir Eyfjörð, Þorgils Stefánsson, Alexander Stefánsson, Gesthelður Stefánsdóttir, Erla Stefánsdóttir og fjölskyldur. + Innilegar þakkir færum við þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug- viö andlát og útför eiginmanns míns og föður okkar, KRISTINS BJÖRGVINS ÁRDAL. Elke Árdal, Marfa Árdal, Hannes Árdal. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdaföður og afa, KRISTLEIFS JÓNSSONAR bankastjóra, Stekkjarflöt 23, Garðabæ. Sérstakar þakkir til Samvinnubanka (slands hf. og starfsfólks görgæsludeildar Landakotsspítala. Guð blessi ykkur öll. Auður Jónsdóttir, Jón Örn Kristleifsson, Magnea Kristieifsdóttir, Ármann Bjarnason, Kristfn E. Kristleifsdóttir, Gunnar Snæland og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.