Morgunblaðið - 19.02.1986, Side 45

Morgunblaðið - 19.02.1986, Side 45
Helga, Margrét, Bjarney og Jón. Ættarbönd voru jafnan sterk og tengsl með bréfaskriftum, því oft var „vík milli vina“. Þær systumar jjórar frá Stein- túni geyma ljúfar endurminningar frá æskuheimilinu. Þær minnast þess að móðir þeirra söng fyrir þær og með þeim og hve hún sagði þeim skemmtilegar sögur og ævintýri úr eigin hugarheimi og frásagnimar voru svo skýrar og sannfærandi að orkaði þannig, að þær ímynduðu sér að þetta hlyti að gerast í raun- veruleikanum. Auk þess að annast sína fjöl- skyldu tók Sigurbjörg a.m.k. þrisv- ar sinnum inn á heimili sitt rúm- liggjandi gamalmenni, sem hún annaðist lengri eða skemmri tíma af næmri umhyggju. Sagt var að hún hefði með nærfæmi sinni grætt áður ákomin legusár. Það sannar að henni hafa hlotnast af náð, líkn- arhendur þó ekki fengi hún tæki- færi að afla sér skólamenntunar á þessum vettvangi. Fýrstu búskaparárin var Kristín systir hennar mikil hjálparhella og þá var Jórunn tengdamóðir hennar betri en engin. Þakklát var Sigur- björg fyrir þessa góðu hjálp. Ekki verður skilið svo við þann vettvang, sem stórt sveitaheimili er, að beggja hjóna sé ekki að nokkru getið, því að svo samofin eru störf þeirra. Þórarinn Magnús- son var starfsamur hagleiksmaður sem lagði orku sína og metnað í að bæta jörð sína og búa fjölskyldu sinni sem best öryggi. Skal hér til- fært eitt dæmi. Það mun hafa verið um miðjan fjórða áratuginn (1935) á kreppuárunum, að hann réðst í að reisa heimilisrafstöð við Stein- túnsána, sem færði ljós og yl í bæinn. Var þetta einstætt framtak þar um slóðir á þessum tíma og stórkostlegur ávinningur fyrir heimilið. Að þessu verki mun hafa staðið Eiríkur Ormsson ásamt fleir- um. Þegar bömin uxu upp hurfu þau að heiman til náms og starfa. Sonurinn Magnús til náms á Akur- eyri og fór Sigurbjörg með honum og hélt þar heimili yfir vetrarmán- uðina. Var þá Þórarinn visst tímabil einn við búskapinn, en þar kom að hann kenndi heilsubrests og árið 1956 brugðu þau búi og lauk þar með þijátíu ára búskaparsögu þeirra á Bakkafirði, lengst af á Steintúni. Þórarinn dvaldi tvö ár á Vífílsstaðahæli og endurheimti þar að nokkru heilsu sína. Þar mun hann fyrst hafa fengið tíma til að huga að ritstörfum, bæði ljóðagerð og þjóðlegum fróðleik. Árið 1964 gaf hann út ljóðakverið „Útfall" og síðar „Litir í Iaufi" og „Undir fel- hellum". Valdi hann sér fjölbreytt yrkisefni, sem segir margt um það, sem hefur bærst innra með mannin- um. Þórarinn stundaði um nokkurra ára bil létta vinnu, vaktstörf og fleira en hann lést árið 1978. Þau hjónin keyptu sér litla íbúð í Kópavogi, en hælisvistir og önnur atvik urðu til þess að samvistir þeirra urðu ekki langvinnar eftir suðurkomuna. Sigurbjörg fékk hælisvist öðru sinni að Vífílsstöðum 1970. Þá farin að heilsu og dvaldist hún þar þau fímmtán ár sem hún átti eftir. Fyrri hluti þessa tímabils var henni bæri- legur, hún eignaðist vini meðal dvalargesta og starfsfólks og naut góðrar umönnunar. Síðustu árin urðu henni erfíð, þegar sjónin fór að dvína og hún gat ekki notið þess að lesa, sem jafnan hafði verið henni mikil afþreying, enda ffóð- leiksfús og þenkjandi manneskja. Því var lausnin henni kærkomin, þegar kallið kom, síðasta dag árs- ins. Hún var þakklát fyrir gott atlæti og hjúkrun á Vífílsstaðahæli og undir það taka aðstandendur heils- hugar. Guð blessi frænku múa þá stund er burtu þokan líður frá augum hennar og hún sér nýjan himin og nýja jörð og henni verður fagnað af þeim sem áður voru gengnir og eru henni kærir. Þá munu ævintýrin verða að veruleika, sem Sigurbjörg áður gerði svo ljóslifandi fyrir böm- um sínum. Sigurður Jósefsson lAU.JEF i yriVGIK ŒKIAJHIÍUaHOM MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR1986 46 Minning: Jósteinn Guðmundsson frá Byrgisvík Fæddur 3.janúar 1911 Dáinn 8. febrúar 1986 Þessi æskuvinur minn, sem mig langar til að minnast með nokkrum orðum, hét fullu nafni Jón Jósteinn Guðmundur, en var ávallt kallaður Jósteinn. Foreldrar hans voru sæmdarhjónin Guðmundur Jónsson, bóndi í Byrgisvík, og kona hans, Sigríður Ingimundardóttir frá Veiðileysu, næsta bæ við Byrgisvík. Foreldrar Jósteins eignuðust 16 böm og komust fjórtán til fullorðins ára. Vom synir þeirra allir miklir þrekmenn og sömuleiðis dæturnar. Skal hér lítillega getið ætta Jósteins bónda í Byrgisvík. Guðmundur faðir hans bjó fyrst í Kolbeinsvík, en lengst af í Byrgisvík og varð 88 ára gamall. Hann var afburða veð- urglöggur og stjómsamur á búi sínu, efnin vom jafnan lítil en vel kunnu þau hjón með að fara. For- eldrar hans vom Jón Guðmundsson frá Kjörvogi og Ingibjörg Guð- mundsdóttir, siðar húsfreyja I Byrgisvík. Fyrir fátæktar sakir giftust foreldrar hans ekki og fór Jón þá-til ekkju sem var við bú.í Bjamamesi í Gmnnavíkurhreppi. Eignuðust þau saman nokkur böm, þar á meðal Jóhönnu, móður hinnar ástsælu ljósmóður í Reykjavík, Huldu Jensdóttur frá Hnífsdal. Jón var talinn afburða stjómari á sjó svo sem getur í Homstrendingabók. Foreldrar Jóns vom Guðmundur Jónsson bóndi á Kjörvogi og kona hans, Þorbjörg Gísladóttir frá Drangavík. Talinn var Guðmundur „siðprýðismaður og sæmilega skýr og kunnandi". Foreldrar hans vom Jón Pálsson í Stóm-Ávík, Byrgisvík og síðast bóndi í Guðlaugsvík, og kona hans, Guðrún Bjamadóttir frá Kambi. Meðal bama hans var Páll í Kaldbak. Faðir hans var Páll Bjömsson í Reykjafirði og er þaðan komin Pálsættin í Strandasýslu. Ekki er ljóst hvaðan þessi Páll er, en freistandi er að ætla hann af- komanda Bjöms jámsmiðs á Þóm- stöðum í Önundarfirði, en Bjöm sá var hálfbróðir Brynjólfs biskups Sveinssonar. Einar Jónsson sonar- sonur Bjöms jámsmiðs var bóndi I Reykjafirði. Ekki er kunnugt um konu Páls Bjömssonar. Móðir Jósteins og kona Guð- mundar bónda í Byrgisvík var Sig- ríður Ingimundardóttir frá Veyði- leysu. Hún var glæsileg kona, stór og fríð og fyrirmannleg hvar sem á hana var litið. Hún var og mikil þrekkona og mikil húsmóðir. For- eldrar hennar vom Sigríður Jó- hannsdóttir Söebeck beykis í Veiði- leysu, en hann var danskur og fæddur á Sjálandi, og manns henn- ar, Ingimundar Sæmundssonar bónda í Veyðileysu er dmkknaði á Húnaflóa 9. sepember 1882 með Þorsteini Þorleifssyni frá Kjörvogi. Sæmundur faðir Ingimundar var bóndi á Gautshamri á Selströnd, en þó áður í Amkötludal, fæddur 1801, „frægur söngmaður, glaðvær og vinsæll", hagorður, en móðir Ingimundar, sem var framhjátöku- bam, var Ingibjörg Sigmundsdóttir frá Húsavík í Steingrímsfirði. For- eldrar Sæmundar vom síra Bjöm Hjálmarsson í Tröllatungu og kona hans, Valgerður Bjömsdóttir. Karl- legg síra Bjöms má rekja til Magn- úsar prúða sýslumanns í Ögri, en Magnús var mjög vel ættaður. Má þar til nefna hans föðurætt, Sval- barðsætt úr Eyjafirði, og ætt móður hans, Ragnheiðar á rauðum sokkum af ætt Lofts ríka riddara og hirð- stjóra, Guttormssonar. Jósteinn fæddist og ólst upp hjá foreldmm í Byrgisvík og snemma stoð og stytta foreldra sinna meðan leiðir þeirra lágu saman, en þeir bjuggu þar báðir fyrstu búskaparár Jósteins, en Guðmundur var þá tekinn fast að eldast og jörðin erfíð til ábúðar margra hluta vegna, brimasamt við ströndina og þó bærinn stæði langt frá sjó og uppi á klettum mátti vel fínna hvemig bergsyllan nötraði við átök brimsins svo rúmin I litlu baðstofunni titmðu nöturlega í myrkri skammdegisins. Samt vom vestanrokin enn meir ógnvekjandi. Þá mátti búast við hveiju sem var. Eitt sinn hvarf hálft þakið af baðstofunni, en fólkið lá nakið í rúmunum. Eitt sinn fuku átta heysátur af votabandi sem bundnar vom saman á túinu. Þær beinlínis hurfu upp í loftið og tætt- ust í sundur. Allt varð að njörfa niður með tijám og grjóti. Það var á fyrstu búskaparámm þeirra hjóna að hey á túninu, í vetrarumbúðum hulið þreföldu frostnu torfí og vom rekatré, jafn lögn heyinu, hangandi sem sig beggja megin. Eina roknótt um haustið hvarf hluti aftanaf heyinu eins og skorið hefði verið með hníf niður að jörð. Stundum hvarf mest_ öll taðan á sjó út. í kvæðinu „Útkjálkaeinyrkjar" eftir Jömnd skáld á Hellu, en það kvæði er einmitt um foreldra Jósteins og Byrgisvíkina stendur: í nausti lágu er lítið far og lögð á tré til festingar og fest með fanga bandi. En hvemig er það, skal sú skel mót sköflum hafsins duga vel? Slíkteróhugsandi. Ég átti því láni að fagna um tví- tugsaldur að kynnast Jósteini og við áttum þá margar stundir saman og remm er gott var veður, og tóm gafst til á fiskimið en þau vom skammt undan landi. Vom það einhveijar ánægjulegustu stundir sem ég hef lifað. Vinur minn lék á als oddi og varð oft litið inn að Veiðileysu, þar sem stúlkan hans var eflaust að rifja flekk eða eitt- hvað annað. Tilhugalífíð var að grassera hjá honum. Lendingin var stórgrýtt og ótai boðar skammt fyrir utan en í ládeyðu hafsins og sveipuð miðnætursól var hún falleg. Jósteinn var hár vexti, mittismjór og karlmannlegur að öllu. Háirið smágert, hrokkið og sló gullslit á lokkana þegar golan strauk honum um vanga. Hann var efiaust tveggja manna maki að afli eða vel það, stilltur vel og góðlyndur. Hann var hið mesta göfugmenni í allri sinni breytni og velviljaður í garð ann- arra. Þeir bræður Jósteinn og Láms vom á líkum aldri og báðir afrendir að afli. Láms taldi Jóstein vera sér sterkari og úthaldsbetri þó oft hefði Láms sigur er þeir flugust á, en við aðra var ekki að etja þar heima. Eitt sinn kom það fyrir í Byrgisvík að naut réðist að Jósteini og vildi stanga hann, réðst hann þá móti bola og tókst að grípa um hom hans og sneri hann niður á auga- bragði. Þá var það eitt sinn að hann var á ólmum hesti í svarta myrkri og náði hesturinn að hlaupa inn um hlið á girðingu en vir hafði verið strengdur milli hliðstólpa, lenti Jó- stein með bijóstið í vímum, sem slitnaði þegar og söng hátt í um leið, en ekki haggaðist reiðmaður- inn. Það kom sér stundum vel að fyrir hann að vera hraustur og ekki síst handsterkur. Eitt sinn vom þeir bræður, hann og Sæmundur, að koma frá Ingólfsfirði, þetta var á síldarámnum, á smá trillu sem Sæmundur átti, með salt í pokum og af því pokar vom fáir og menn í hraustara jagi var nokkuð mikið í pokunum. Á leiðinni hvessti nokk- uð og lá við að bátinn kæfði undir þeim. Hafði Jósteinn þá snör hand- tök og varpaði blautum sekkjunum fyrir borð svo sem þurfa þótti, Iétt- ist þá báturinn og tókst að ausa hann. Hafði þá munað litlu að illa færi. Á stríðsámnum vom tundur- dufl að reka upp í lendinguna í Byrgisvík og átti Jósteinn oft hætt- um að mæta þeirra vegna á rekan- um, en ekki hlaust þó slys af. Því verður aldrei með orðum lýst nú hvað erfiðleikamir á þessum slóðum vom miklir og margvíslegir. Þarf engan að undra þó stijálbyggt sé nú orðið á Ströndum norður. Þó smáverslanir væm þá á Gjögri og í Kúvíkum var reynt að fara til Hólmavíkur og komast í meira vömval. Ég minnist þess haust eitt meðan Jósteinn bjó í Byrgisvík, að hann kom gangandi til Ingimundar bróður síns, er þá bjó í Hveravík, og gisti þar, en daginn eftir fór ég með honum á trillu til Hólmavíkur. Um kvöldið hafði hann lokið erindi sínu þar og héldum við þá aftur til Hveravíkur, en svo óheppilega vildi til þegar lent var að Jósteinn rann til á borðstokknum og lenti í sjónum upp að mitti. Ekki fékkst hann til að hafa fataskipti eða gista þó níu stunda gangur væri heim til hans. Vinur okkar, Bjami Guðbjömsson á Hólmavík, hafði slegist í för með okkur til Hveravíkur, því við höfð- um ákveðið að fylgja Jósteini norður að Kaldrananesi og stytta honum örlítið leið með þvi að flytja hann yfír að Reykjarvík. Komið var myrkur er við lögðum af stað, heið- skírt var með stjömum og tungl- skini og nokkru frosti, vötn vom lögð en jörð auð þó komið væri langt fram á haust. Héldum við svo til baka en hann átti þá eftir að ganga um sjö klukkustundir, blautur að mitti og með allþunga byrði á baki. Árið 1939 fluttu hjónin til Hvera- víkur og keyptu þar húseignir af Ingimundi bróður hans er þá flutti til Hólmavíkur. Stundaði Jósteinn þá allmikið sjó en hafði þó nokkrar skepnur. 1944 fluttu þau svo aftur til Byrgisvíkur, þegar Sigríður syst- ir Jósteins og Auðunn Ámason bróðir minn fluttu þaðan og vestur að Djúpi. Ári síðar kaupir Jósteinn jörðina Kleifa í Kaldbaksvík af Guðbjörgu systur sinni og manni hennar, Magnúsi Magnússyni. Þar urðu þau hjón fyrir þeirri miklu sorg að missa Kristján son sinn, 16 ára, efnispilt, er hrapaði úr fyalli þar í Kalbaksvíkinni. Á Kleifum bjuggu þau hjón í 18 ár uns þau fluttu suður á land og til Sandgerð- is. Vom þá öll böm þeirra fædd, fimmtán að tölu. Þar stundaði Jó- steinn daglaunavinnu, fyrst hjá Garði, útgerðarfélagi þar, en síðar vann hann hjá Aðalverktökum á Keflavíkurflugvelli. Slðustu árin var Jósteinn þrotinn að heilsu og undir það síðasta nær blindur. Þegar Jósteinn lést hafði hann^ eignast 15 böm, 45 bamaböm og~' 15 bamabamaböm eða alls 75 afkomendur, sjálfur var hann þá 75 ára að aldri. Það munu afkom- endur hans sanna að hann hafí verið ástríkur faðir, eiginmaður, afí og langafí, og það sama mun eftir- lifandi kona hans einnig vitna. Jósteinn var vel kvæntur Margrét kona hans, sem lifir mann sinn, var fædd í Bolungavík við Djúp. For- eldrar hennar vom Kristján Sig- urðsson sjómaður þar, dmkknaði ungur, ættaður í móðurætt úr Ögurþingum og Una Guðbrands- dóttir hreppstjóra í Veiðileysu, Guðbrandssonar af Pálsætt. Sum- arlína Margrét gegndi eins og gefuEl _ að skilja miklu móðurhlutverki, þar sem hún átti 15 böm og ekki munu bamabömin 45 hafa farið varhluta af umhyggju hennar. Það er út af fyrir sig afrek að ala fímmtán böm en ekki síður að annast þau og halda lífí í þeim, en aðeins eitt þeirra dó á bamsaldri. Og þegar þess er gætt að þama norður á Ströndum er ekkert sjúkrahús og varla nokkur not af lækni svo telj- andi sé kemur það venjulega í hlut móðurinnar að annast sjúk böm sín. Að öllum öðmm mæðmm ólöstuð- um held ég að Margrét sé afreks- kona og fyrirmynd annarra. Ég bið guð að blessa hana og allt hennar kyn. Þessi em böm þeirra hjóna: Svanlaug Una, átti 3 böm. Hún er látin fyrir nokkmm ámm. Páll Kristberg, á 3 böm, búsettur í Sandgerði. Lára, ekkja í Reykjavík, á 4 böm. Sigríður Guðmundína, búsett á Hólmavík, á 7 böm. Krist- ján, dó 16 ára á Kleifum. Fanney, búsett í Sandgerði, á 3 böm. Rósa, búsett á Vopnafírði, á 3 böm. Guðmundur, dáinn 1943 í Hveravík á fyrsta ári. Sigrún Guðmunda, á 5 böm, búsett á Akureyri. Elsa,'1 búsett í Reykjavík, á 3 böm. Sóley, húsfrú á Haukagili í Vatnsdal, á 4 böm. Guðrún, búsett á Akureyri, á 3 böm. Kristín, búsett á Akureyri, á 2 böm. Lilja, búsett í Sandgerði, á 3 böm. Guðmundur Reynir, býr í Sandgerði, á 2 böm. Allt er þetta friður og föngulegur hópur og sómi foreldranna. Að síð- ustu votta ég Margréti og afkom- endum hennar mína dýpstu samúð eftir missi þessa góða drengs og sæmdarmanns. Guðmundur Guðni Guðmundsson Nina Breiðfjörð í hinni nýju snyrtistofu sinni. Ný snyrtistofa í Breiðholtinu NÍNA Breiðfjörð snyrtifræðing- ur opnaði fyrir skömmu snyrti- vöruverslun og snyrtistofu í Hraunbergi 4 í Breiðholti III. Á snyrtistofu Nínu er veitt öll þjónusta sem snyrtistofur veita, s.s. andlitsböð, húðhreinsun, hand- og fótsnyrting, vaxmeðferð og andlits- förðun. Notaðar eru svissnesku snyrtivömmar Mila d’Opiz. I snyrtivöruversluninni er úrval snyrtivara og þar er veitt sérfræði-* leg ráðgjöf við val á snyrtivörum. Lokað verður í dag frá kl. 12.00 vegna útfarar JÓHANNESAR HANNESSONAR. Sandsala Jóhannesar Hannessonar, Smiðshöfða 19.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.