Morgunblaðið - 19.02.1986, Page 51

Morgunblaðið - 19.02.1986, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1986 51 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI ^ TIL FÖSTUDAGS Þýðingar sjónvarpsins Kæri Velvakandi. Fyrir viku byijaði sjónvarpið að sýna þætti sem byggja eiga á ágætri sögu Arthurs Hailey, „Hot- el“. Fyrsti þátturinn sem á víst að vera eins konar inngangur að þátta- röðinni var ágætur og fylgdi að mestu sögunni, en annað mál virðist ætla að verða með framhaidið. Ef það verður álíka og það sem við sáum í gærkvöldi sé ég ekki betur en að úr þessari ágætu sögu eigi að gera einhvers konar Dallas-vellu og er þá illa farið með gott efni. Annars var ekki meining mín að ræða svo mjög um ágæti eða hörm- ung þessa þáttar heldur um þýðing- una á texta þeim sem þættinum fylgdi. Það er svo að sjá að sjón- varpið eigi mjög erfitt með að fínna þýðendur sem geta skammlaust snarað á skiljanlega íslensku því erlenda mælta máli sem sjónvarið flytur. Ég ætla aðeins að nefna eitt dæmi úr þýðingunni sem okkur birtist síðast ef það mætti verða þýðanda til einhverrar leiðbeining- ar. Á einum stað segir kynóður karlmaður þegar hann er að ráðast að einni glansgyðjunni „We are going to ball“; þetta þýddi aumingja snararinn „Við förum á ball“. En það vita allir sem lesið hafa banda- rískan reyfara og séð eitthvað af slangurmáli þeirra að þetta þýðir einfaldlega það að hafa samfarir og það með tilþrifum. Svona snúast nú hlutimir í höndum margra þýð- enda sem sjónvarpið hefur á sínum snærum. Ég man eftir öðru grát- legu dæmi þar sem enska orðið „bread" var notað hvað eftir annað á slangurmáli og þar þýðir það einfaldlega peningar. Þýðandi myndarinnar þýddi þetta í ótrúleg- asta samhengi með orðinu matur, sem allir hlutu að sjá að átti alls ekki við þama. Ég legg það til að sjónvarpið kaupi stafla af reyfumm, uppfullum af slangri, og láti þýð- endur sína pæla í gegnum þá áður en þeim em fengnar fleiri myndir til snömnar á íslensku Þá myndu áhorfendur áreiðanlega njóta myndanna betur og þeir sem eitt- hvað kunna í erlendum málum hætta að hlæja eða ergja sig yfir ámátlegum þýðingum. Skúli Helgason prentari HEILRÆÐI Hættuleg efni í læstum skápum Um 30% bama yngri en fjögurra ára slasast í heimahúsum árlega og er það hærri slysatíðni en í nokkm öðm Evrópulandi. Óhugnan- lega stór hluti þessara slysa er af völdum hættulegra efna sem daglega em notuð á heimilum. Komum í veg fyrir þessi slys. Geymum lyf, hreinsiefni og önnur hættuleg efni í læstum skápum. EKKJUKVÆÐI Nýlega kom fyrirspum frá Ölöfu Önnu Bjömsdóttur um Ekkjukvæði til Velvakanda. Ég kannast við kvæðið, á það reyndar í uppskrift föður míns. Ekki veit ég hvaðan kvæðið er. Tel þó líklegra að það sé hér í þýðingu úr erlendu máli, heldur en að það sé fmmort hér á landi. Kvæðið fylgir hér með. Salómon Einarsson Kópavogi Hver sem setur son guðs á sína trú gjörvalla ætíðhefureflaustsá ólukkunnikomisthjá þó megi honum (kross) og mótgangurtilfalla. Utanlandsíeinumbý ekkjafátækbyggði. Fróm og guðhrædd geðinu í góðan orðstír fékk af því engan mann í athðfn sinni (hún) styggði. Svo bar til að hungrið hennar þrengdi kosti. Bjargarlaus með bamið margt burtu gekk því svo var hart, var þá úti vetrarhríð með frosti. í bak og fyrir bömin smá barhún langavega. Hallærið svo herti á að hvergi mátti náttstað fá. Mæddist hún af hungri og'sámm trega. Bar hana einum brunni að, bráðlegt óvit kenndi. Settistniðurísamastað, séríhjartadrottinn bað, augum sínum upp til himins renndi. Gullskorð ýmist grét eður bað. Gjörði á nauðir herða. Voluðum bömum vatnið gaf vífíð fyllti skykkjulaf. Að góðu sagði hún guð þeim léti verða. Stundu síðar sá hún mann sávarfríðurnæsta. Hvítum skrúða skrýddist hann, skarlatslilju heilsa vann. Vífið honum veitti lotning stærsta. Maðurinn spyr, hvað þenkir þú þínum nauðum hnekki eðahvaðlengilífþittnú lítilíjörlegnærinsú, örmagnast þó einsamalt vatnið drekki. Mælti hún, guð er samur sá er seðja kann mig núna, þó engin kunni ég efni sjá semekkjunaíSareptá. Á hann set ég alla mína trúna. Hverveitnemasýnisig með sama kraft mig næri, þó ég ráfi um þennan stig, ef þolgæðið ei brestur mig. Svaraði henni sendiboðinn kæri. Þú ert kona trúartraust tregaþinnaðstilla, gakktu heim með geðið hraust guð drottinn mun efalaust, gimd þíns hjarta gera þér upp að fylla. Síðan skildist hún við hann heim gekk aftur kæra. í því húsi olíu fann svo út af hveiju keri tann. Lof sé guði, líka dýrð og æra. Dæmin kenna þessi þér, þolinmóðum vera. Allaguðumsíðirsér, samur í dag og í gær hann er, skulum því aldrei skaparans gæsku efa. Dýrð og lof sé drottinn þér sem dijúgum stillir vanda. Gleym þú ekki minn guð mér þó misgjörðimar margar sé. Herra Jesú hjá mérvirstu að Þessir hringdu . . . Ábyrgð Alþingis eða þing- fréttaritara Helgi Árnason hringdi: Vegna frétta og skrifa í Morgunblaðinu af fyrirspuma- tíma á Alþingi um samningamál kennarafélaganna vil ég að eft- irfarandi komi fram: í þingfréttatíma ríkisútvarps- ins þriðjudagsmorguninn 11. febrúar var greint frá dagskrá Alþingis þann daginn. Kom þar fram að fyrirspumatími yrði á Alþingi og fyrirspum um samn- ingsmál kennarafélaganna yrði þriðja í röðinni. Það voru þessar upplýsingar sem fengu kennara í mínum skóla og öðrum til að fjölmenna á þingpalla umrædd- an þriðjudag. Því hlýtur það að vera á ábyrgð Alþingis eða þing- fréttaritara útvarpsins að kenn- urum var ókunnugt um fyarvist- artilkynningu fyármálaráðherra. Þetta hefði háttvirtur annar þingmaður Reykjavíkur átt að athuga áður en hann fór á þing- fundinn, að gera ágæta og duglega starfsmenn kennarafé- laganna, þær Margréti Helga- dóttur og Sigrúnu Agústsdóttur, tortryggilegar. getr®ina- VINNINGAR! 25. leikvika - leikir 15. febrúar 1986 Vinningsröð: 2 X X-X 2 X-2 2 2-2 1 1 1. vinningur 11 réttir: ■vi • v ■ V ■ ■ ■ 53997(4/10) 105078(6/10)+ 128409(6/10) kr. 310.720,- 2. vinningur: 10 réttir, kr. 7.833,- 7021 11403 12635 16038 16359 16541 •=2/10 20825 55418 40452 59450 41870 64072 46533+ 74053+ 49779 80023+ 54757* 81677*+ 95725*+ 99737* 99875 101792 103296 105076+ 105077+ 505775 108064+ 128668 128671 128673 128675 Kærufrestur er til mánudagsins 10. mars 1986 kl. 12.00 á hádegi. íslenskar Getraunir, íþróttamidstöðinni v/Sigtún, Reykjavík Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboösmönnum og á skrífstofunni f Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkaö. ef kærur veröa teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) veröa að framvisa stofni eöa senda stofninn og tullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Islenskra Getrauna fyrir lok kærufrests. jfGolfskóli í | í f. /\ John Drummond Lærið að leika golf RÉTT hjá atvinnumanni. ' " Fullkomin kennsla og ráðgjöf jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna: ★ Kennt alla daga vikunnar ★ Hópkennsla — Einkakennsla ★ Fullkomin æfingaaðstaða opin öllum ★ Sala á nýjum og notuðum golfbúnaði ★ Sérfræðileg ráðgjöf við val á búnaði ★ Leiga á kennslumyndum á myndböndum Byrjendanámskeið að hefjast. Hringið í síma 622611 og látið skrá ykkur. jfGolfskóli /\ John Drummond Brautarholti 30, 3. hæð -C' | Metsölublað á hverjum degi! standa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.