Morgunblaðið - 19.02.1986, Side 56

Morgunblaðið - 19.02.1986, Side 56
MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. -t Alsírverkefniö: Arnarflug trygg- ir sér leigu á ~átta flugvélum ARNAKFLUG hf. hefur tryggt sér rétt á leigu á átta DC-8-flugvélum ef félagið nær samningum við Air Algerie um pílagrimaflug og áætlunarflug. Félagið bauð í þetta verkefni ásamt 25 öðrum flug- félögum, þar á meðal Flugleiðum, og Agnar Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Araarflugs sagði í gærkvöldi að ákveðið hefði verið að þeir og fulltrúar Air Algerie hittist næstkomandi sunnudag. Agnar Friðriksson sagði að samkvæmt útboðsgögnum væri um að ræða flutning á 25.000 pflagrím- um frá Alsír til Saudi-Arabíu og til baka aftur. Fjórar flugvélar eiga að vera í þessum flutningum. Þá er jafnframt um áætlunarflug að raeða fyrir §órar vélar í viðbót. .Útboðslýsingin gerir ráð fyrir að verðmæti samningsins sé um 650 milljónir fslenskra króna. Þegar Agnar var spurður um það hvort Alsírmenn hefðu ekki þegar gert samning við Flugleiðir, eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær, sagði hann að í skeyti frá Air Algerie kæmi fram að félagið hefði ekki gert og hyggðist ekki gera neina samninga að svo komnu máli. Þá sagði Agnar að ekki gæti verið um annan samning að ræða við Alsírmenn en um pflagrímaflug- ið og áætlunarflugið og um það hefðu þeir ekki samið enn. Amarflug gerir ráð fyrir að veru- legur hagnaður verði af samningn- um við Air Algerie, ef af verður. Að sögn Agnars allt að 70 milljónir króna hagnaður. Á síðasta ári var hagnaður af pflagrímaflugi félags- ins nálagt 45 milljónum króna. Feðgamir Geir Sveinsson og Sveinn Björasson á heimili sínu í gær. Takmarki náð „Ég setti mér það takmark í upphafi að komast í landsliðshópinn sem fer til Sviss svo mér létti óneitanlega mikið þegar mér var tilkynnt að ég færi með,“ sagði Geir Sveinsson, sem í gær var valinn í íslenska handknattleikslandsliðið. Hann er ásamt Jakobi Sigurðssyni yngsti leikmaður liðsins, aðeins 22 ára. Geir hefur tekið sér frí frá háskólanámi í vetur og einbeitt sér að handknattleik í þeim tilgangi að ná landsliðssæti. Hann á reyndar ekki langt að sækja íþróttaáhugann; faðir hans er Sveinn Bjömsson, forseti íþróttasambands íslands. Sjá nánar um íslenska landsliðshópinn á bls. 55. Skríður á viðræðum ASÍ og vinnuveitenda: Nýtt tilboð frá VSI um yfir 10% kauphækkun — hugmyndir um verulega aukin framlög ríkisins komu viðræðum í gang á ný SEINT í gærkvöldi var búist við að eftir fyrirhugaðan næturfund samninganefnda ASÍ og vinnu- veitenda ætti að vera ljóst hvort samningar takist á næstu dögum. Viðræðumar tóku fjörkipp í "•fyrrinótt eftir að samkomulag varð í samninganefnd ASÍ um að setja fram óformlegar hug- myndir í nokkrum Iiðum við samninganefnd VSÍ og VMS um að reynt yrði að fá ríkisstjómina til að eiga stærri hlut í væntan- legum samningum. Síðar um nóttina bárust jákvæð viðbrögð frá vinnuveitendum og hafa þeir nú boðið, samkvæmt upplýsing- um sem Morgunblaðið hefur aflað sér, 10—12% kauphækkun á þessu ári. Það tilboð gerir ráð fyrir að kaupmáttur fyrra árs haldist á þessu ári. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hljóðar breytt tilboð VSI — sem í gærkvöld var enn óformlegt og háð fyrirvörum um frekari aðgerðir af hálfu ríkisstjóm- arinnar — upp á 5% launahækkun frá undirskrift samnings, 3% hækk- un 1. júní og 2% hækkun 1. septem- ber. Jafnframt munu þeir fúsir að semja um aldursflokkahækkanir. sem gætu hækkað laun um 2-3% til viðbótar, meira eða minna í einstökum tilfellum. Fyrra tilboð þeirra hljóðaði upp á 3,5% hækkun við undirskrift samnings og önnur 3% 1. júní. Mikill tími fór í gær í að ræða kauptryggingarákvæði. Af hálfu VSI er gerð krafa um að laun hækki jafnt framfærsluvísitölu en atvinnu- rekendur hafa sett fram hugmynd um að þriggja manna gerðardómur skeri úr um hvemig bregðast eigi við hækkunum á vísitölunni, sem fari fram úr einu stigi eða svo. Reiknimeistarar ASÍ munu telja, Eitt mjólkurglas á dag „AUKNING mjólkurneyslu um eitt mjólkurglas á dag á hvern íslending mundi duga til að eyða allri umframframleiðslu síðast- liðins árs,“ sagði María Hauks- dóttir í Geirakoti á heitum fundi kúabænda á Suðurlandi i Njáls- búð í fyrrakvöld til að ræða mjólkurkvóta. Á myndinni er María með teikn- ingar sem hún afhenti Félagi kúa- bænda á fundinum. Við hlið hennar situr Sveinn Sigurmundsson ráðu- nautur. Lengst til vinstri á mynd- inni er Guðmundur Stefánsson hagfræðingur Stéttarsambands bænda. Sjá frásögn af fundinum á blaðsíðu 22, viðtal við Jón Helgason landbúnaðarráð- herra á blaðsíðu 16—17 og frá sögn af umræðum á Al- þingi á blaðsíðu 32. að með frekari aðgerðum af hálfu ríkisstjómarinnar megi jafnvel koma verðbólgu niður í 7%, eða neðar en ríkisstjómin hafði stefnt að. Af hálfu vinnuveitenda er lögð á það þung áhersla, að ef samkomu- lag eigi að nást á þessum nótum, þá verði að koma til ákveðnar opin- berar ráðstafanir til hjálpar físk- vinnslu (frystihúsum) og ullariðn- aði, sem ekki er ágreiningur um að standi illa. Þessum greinum getur reynst mjög erfitt að starfa við bundið gengi og því mun vera hugmynd vinnuveitenda, sam- kvæmt upplýsingum blaðsins, að leita eftir endurgreiðslum eða ríkis- framlögum upp á 200—300 milljón- ir króna. Enginn hefur viljað nefna ákveðnar tölur um skattaiækkanir umfram þær 450 milljónir, sem rík- isstjómin hefur nefnt að mætti skera af tekjuskatti og útsvari. Báðir leggja áherslu á, að fyrirsjá- anleg búvöruverðshækkun um næstu mánaðamót (3% giskaði einn samningamanna á) mætti ekki koma til framkvæmda undir nokkr- um kringumstæðum. ASÍ hefur einnig sett fram hugmyndir um lækkun aðflutningsgjalda og afnám eða verulega Iækkun á verðjöfnun- argjaldi á rafmagn. Rafmagn til heimilisnota hækkaði um 14% frá 1. janúar en ríkisstjómin hefur heitið að beita sér fyrir 10% lækkun þess. Með því að fella niður 16% verðjöfnunargjald og söluskatt af því gjaldi telja samningamenn ASÍ að hægt verði að lækka raforkuverð til almennings um allt að 15% frá því sem var fyrir 1. janúar. Sjá bls. 2: Hljóta líka að ræða tekjuöflun ríkissjóðs. Ummæli fjármálaráðherra, forsætis- ráðherra og aðila ASÍ og VSÍ. Nýræktirnar grænka undir Eyjafjöllum: Bændur farn- ir að huga að niðursetningu kartaflna — Veturinn eins og gömlu mennirnir spáðu Holtí undir Eyjafjöllum, 18. febrúar. SÉRSTÖK veðurblíða hefur ver- ið hér það sem af er vetri. Klaki er fyrir nokkru farinn úr jörðu. Sumir bændur eru farnir að tæta garða og jafnvel að huga að því að setja niður kartöflur. Þá era nýræktir faraar að grænka. Þetta er annar veturinn í röð sem veðrið hefur verið með þeim hætti að Eyfellingar hafa varla orðið varir við veturinn. Gamlir bændur halda þeim aldna sið að lesa í gamir á haustin. Einn spáði því í haust að enginn vetur yrði, nema hvað stutt kuldakast yrði í kringum áramótin og annað um sumarmálin. Kulda- kastið um áramótin kom eins og hann spáði, en nú á eftir að sjást hvort einnig komi kuldakast um sumarmálin. Vegna mikilla rigninga á milli hefur verið óvenju mikið um skriðu- föll úr Fjöllunum. Til dæmis féll skriða við bæinn Núp og hrundi stórgrýti að fjósi og íbúðarhúsum. Fréttaritari Kópavogshæli: Maður brenndist VISTMAÐUR á Kópavogs- hæli var fluttur á slysadeild Borgarspítalans eftir að brenndist á hælinu í gær- kvöldi um klukkan 21.20. Talið er að kviknað hafí í fötum mannsins út frá vindl- ingi, en eldurinn var slökktur áður en hann barst í hús og innanstokksmuni. Brenndist hann á bringu, alvarlega að því er talið var í fyrstu, en ekki tókst að afla nánari upp- lýsinga um iíðan hans í gær- kvöldi. Vörur frá S-Afríku: Bann Dags- brúnar er ólöglegt FÉLAGSDÓMUR hefur dæmt ólöglegt bann Dagsbrúnar á afgreiðslu vara til eða frá Suð- ur-Afríku. Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður Dagsbrún- ar sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að líklegast myndi Dagsbrún beita verkfalli gegn uppskipun og afgreiðslu á vörum frá S-Afríku. Félagsdóm skipa: Ólafur St. Sigurðsson formaður, Gunnlaugur Briem yfírsakadómari, Björn Helgason, hæstaréttarritari, Ámi Guðjónsson hæstaréttarlögmaður og Gunnar Guðmundsson héraðs- dómslögmaður. Sjá frásögn á bls. 33.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.