Morgunblaðið - 27.02.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.02.1986, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 48. tbl. 72. árg. FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Markmið nýrra kjarasamninga: Verðbólga LAUN rúmleg-a 60 þúsund launþega í landinu, félaga í Alþýðusam- bandi íslands, hækJkuðu um 5% frá og með gærdeginum þegar samningar tókust milli ASÍ og samtaka atvinnurekenda, Vinnuveit- endasambands íslands og Vinnumálasambands samvinnufélaganna. Laun ASÍ-félaga hækka um að minnsta kosti 13,6% á árinu og á kaupmáttur í árslok að vera rúmum fjórum stigum hærri en hann var í ársbyrjun. Að auki er gert ráð fyrir umfangsmiklum aðgerðum sem ætlað er að draga mjög úr verðbólgu í landinu, svo hún verði á bilinu 7-8% í árslok. Verðbólga hefur ekki verið undir 10% síðast- liðin fimmtán ár og hefur farið mest í nærri 140% vorið 1983. f samningnum er einnig gert ráð fyrir nýrri leið til að fjármagna húsnæðislánakerfið með þátttöku lífeyrissjóðanna og samkomulag varð um endurskipulagningu lífeyriskerfisins, sem m.a. felur í sér að 1990 verður greitt í lífeyrissjóðina af öllum launum. Jafnframt þessum samningi var undirritaður samningur um fastráðningu fisk- verkunarfólks, sem gerir ráð fyrir að uppsagnarfrestur þess verði framvegis mánuður, eins og hjá öðru landverkafólki, í stað viku áður. Samningsdrögin eru nú til umfjöllunar hjá ríkisstjórninni, sem ætlað er að ábyrgjast niðurfærslu verðbólgunnar með margvíslegum aðgerðum. Rikisstjórnin ræðir drögin á fundi sinum fyrir hádegi í dag og er svars hennar að vænta siðdegis, að sögn Steingríms Hermannssonar, forsætisráðherra. Þorsteinn Pálsson fjármálaráð- herra sagði i gærkvöld, að nú yrði leitað eftir samningi við BSRB á þessum grundvelli. Samningurinn er óuppsegjanleg- ur til áramóta en samkomulag er um, að hækki framfærsluvísitala umfram ákveðin mörk muni sam- eiginleg launanefnd meta aðstæður til launahækkana. Aðilarnir skipt- ast á um að hafa oddaatkvæði í nefndinm og er það í höndum full- trúa ASÍ í fyrsta sinn, sem til ágreinings kemur. Komist nefndin að sameiginlegri niðurstöðu heldur ASÍ oddaatkvæðinu, annars gengur þaðtil VSÍ/VMS. Helstu efnisatriði kjarasamn- ingsins eru þessi: • Laun hækka um 13,6% frá 26. febrúar til 1. desember. Á sama tíma er áætlað að hækkun fram- færsluvísitölu verði 5,4% og hækk- un lánskjaravísitölu svipuð. • Verðhækkun á árinu er áætluð 7-8%. • Kaupmáttur stígur á árinu, hækkar á öðrum ársfjórðungi um 2,5%, um 1% á þriðja ársfjórðungi og um 1% á síðasta ársíjórðungi. • Sérstakar launabætur, 1500- 3000 krónur, verða greiddar til þeirra, sem hafa heildarlaun undir 35 þúsund krónum á mánuði. • Bein niðurfærsla verðlags á ár- inu, skv. tillögum samningsaðilanna til ríkisstjómarinnar, nemur um 3,65% í framfærsluvísitölu. • Samningurinn er skilyrtur því, að fallið verði frá um 5% hækkun búvöruverðs, sem átti að koma til framkvæmda um mánaðamótin. • Samningsaðilar gera ítarlegar tillögur um fjármögnun húsnæðis- lánakerfisins með auknum kaupum lífeyrissjóðanna á ríkisskuldabréf- um. Tryggja á þeim, er byggja sína fyrstu íbúð, lánafyrirgreiðslu á lág- um vöxtum, allt að 70% af kostnað- arverði staðalíbúðar. Forsendur samninganna í tillögum samninganefnda ASÍ, VSÍ og VMS til ríkisstjórnarinnar segir að forsendur kjarasamning- anna séu meðal annars: • 150 milljón króna lækkun á tekjuskatti, # 300 milljón króna lækkun út- svars, # lækkun vaxta í samræmi við lækkandi verðbólgu, # 7% lækkun á verði opinberrar þjónustu, # lækkun á búvöruverði, # afnám verðjöfnunargjalds af rafmagni, sem ætti að lækka raf- magnsverð um 20%, # lækkun á tollum af grænmeti, sem hefur í för með sér 25-30% lækkun, # lækkun á tollum af fólksbifreið- um, sem ætti að lækka verð minni bíla um 30%, # lækkun tolla af hjólbörðum úr 40% í 10%, # 10% lækkun á bensíni og olíum, 4% í mars og aftur í apríl, # niðurfelling launaskatts til efl- ingar samkeppnisstöðu, # stóraukin upplýsingastarfsemi um verðmyndun og verðlag. Ásmundur Stefánsson forseti Alþýðusambands íslands og Gunnar J. Friðriksson formaður Vinnuveitenda- sambands íslands setja upphafsstafi sína tmdir nýjan kjarasamning á áttunda timanum í gærkveldi, með fyrirvara um samþykki ríkisstjórnarinnar. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Samningamennimir og sérfræð- ingar þeirra áætla, að þessar að- gerðir muni kosta ríkissjóð 1.250 milljónir króna á þessu ári, auk þess kostnaðar, sem lækkun búvöru hefði í för með sér. í bréfi þeirra til ríkisstjómarinnar í gær segir að miklu skipti, að þessi kostnaður valdi ekki halla á ríkissjóði og að hann verði fjármagnaður með inn- lendu fé. Að öðmm kosti væri hætta á aukinni þenslu, sem gæti sett verðlagsmarkmið kjarasamning- anna úr skorðum. Síðan segir: „Samningsaðilar hyggjast beina því til lífeyrissjóð- anna að þeir auki kaup sín á ríkis- skuldabréfum, þannig að lffeyris- sjóðimir kaupi a.m.k. fyrir 2.655 milljónir króna á þessu ári af ríkis- sjóði, byggingarsjóðunum, Fram- kvæmdasjóði og Stofnlánadeild landbúnaðarins. Þessi auknu kaup lífeyrissjóð- anna á skuldabréfum gefa ríkissjóði svigrúm til að mæta a.m.k. 625 milljónum króna af áðumefndum kostnaði vegna aðgerða á þessu ári. Að öðm leyti verður að afla fjár með lækkun útgjalda og/eða inn- lendri fjármögnun án þess þó, að það hafi áhrif á kaupmátt launa, velferðarþjónustu almennings eða stöðu útflutnings- og samkeppnis- greina." Miðað er við, að lífeyrissjóðir aðildarfélaga ASÍ geri bindandi samninga um aukin skuldabréfa- kaup sín fyrir 15. mars næstkom- andi og að þeir kaupi skuldabréf fyrir 925 milljónir umfram það, sem gert er ráð fyrir í lánsfjáráætlun. Þessi kaup em skilyrt því, að 300 milljónir renni beint til lausnar á bráðavanda húsbyggjenda til við- bótar þeim 200 milljónum, sem þegar hefur verið ákveðið að veija í þessu skyni. Sjá nánar samninginn og fyljfiskjöl á miðopnu, bréf samningsaðila til ríkisstjóm- arinnar á bls. 34, viðtöl við forystumenn samninganefndanna ogf ráðherra á bls. 2, 4 og 26, spá um þróun framfœrsluvisitölu og kaupmátt á bls. 5, frétt um stöðu samn- ingamála BSRB og ríkisins á baksíðu, frétt um væntanlegt framhald mála á baksíðu og forystugrein i miðopnu. Ásmundur Stefánsson forseti Alþýðusambands íslands: Umfangsmikil niðurfærsla og stíft aðhald í gengismálum — eru meginf orsendur samninganna „ÞAÐ ER ljóst, að þessir samningar ganga öllu lengra en tillögur ríkisstjórnarinnar frá 11. febrúar gerðu ráð fyrir. Það er því ekki hægt að ganga að þeim nema á kostnað annarra markmiða. Þetta þýðir til dæmis að það verður að öllum líkindum viðskipta- halli á árinu,“ sagði Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, í samtali við blm. Morgunblaðsins í gærkvöldi eftir fund hans og fjármálaráðherra með forystumönnum samninganefnda ASÍ og vinnuveitenda. Þorsteinn Pálsson fjármálaráð- herra tók undir með forsætisráð- herra um að farið væri fram á, að ríkissjóður teygði sig eins langt og kostur væri. „Við munum taka þetta til jákvæðrar athugunar og gefa svar á morgun," sagði hann. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, sagði að forsendur samn- ingsins væru tvær: umfangsmikil niðurfærsla verðlags og mjög stíft aðhald í gengismálum. ;,Það er grundvallarmál," sagði Ásmund- ur, „að félagar í verkalýðshreyf- ingunni beiti sér alls staðar í verðlagseftirliti, geri verðsaman- burð og gæti þess, að verðlækkan- imar skili sér.“ Framkvæmdastjóri VSÍ, Magn- ús Gunnarsson, sagði meðal ann- ars að ljóst væri, að atvinnulífið tæki á sig miídar kostnaðar- hækkanir með þessum samningi. „Sú leið, sem valin var við gerð þessara samninga, mun hafa mikla erfiðleika í för með sér en jafnframt von um betri tíð,“ sagði hann. „Það hefði verið heljarstökk inn í náttmyrkrið að fara gömlu verð- bólguleiðina," sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands íslands. Hann vakti sérstaka athygli á samningi um vinnuréttindi fisk- vinnslufólks. „Þetta er ekkert smáræði, sem við erum að tala um þar,“ sagði Guðmundur. „Átta þúsund manns munu fá aukið atvinnuöryggi og fræðslu í grunn- atvinnugrein þjóðarinnar. Það mun koma allri þjóðinni til góða.“ Þorsteinn Ólafsson, formaður Vinnumálasambands samvinnufé- laganna, minnti á að markmið samningsins væru í hættu ef doll- arinn héldi áfram að falla. Hann sagði að samningamir byggðu á því, að fyrirtæki beittu ströngu aðhaldi og að hætt yrði að gera ráð fyrir að hægt væri að velta öllum kostnaðarauka út í verðlag- ið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.