Morgunblaðið - 27.02.1986, Side 49

Morgunblaðið - 27.02.1986, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1986 49 Minning: * > Oskar Arnason skipstjóri Fæddur 12. október 1894 Dáinn 19. febrúar 1986 í dag, fimmtudaginn 27. febrúar 1986, fer fram útför Óskars Áma- sonar, fr. skipstjóra. Hann lést há- aldraður, kominn á tíræðisaldur, 19. febrúar sl. á Dvalarheimili Aldraðra Sjómanna, þar sem hann hefir dvalist í góðu atlæti síðustu 14 árin, frá því hann missti eiginkonu og stoð og styttu sína í hálfa öld, Sesselju Þórðardóttur, er lést 16. desember 1972. Óskar Ámason fæddist í Hafnar- fírði, 12. október 1894, elstur fímm alsystkina, Júlíu Steinunnar, Þóra Ágústu, Ragnars og Hjálmars. Foreldrar hans vora hjónin Ámi Ámason, skipasmiður, (f. 11.10. 1865 d. 22.1. 1933) Guðnasonar bónda í Grafarholti og Jóhanna Ragnhildur Jóhannesdóttir (f. 22.7. 1861 d. 14.4. 1936) Bergsteins sonar bónda í Litlagerði, Hvolhr. En Jóhanna hafði eignast tvær dætur fyrir hjónaband þeirra Áma, er hétu Ragnheiður og Sigríður Sigurðardætur. Systkinahópurinn óx upp við ástríki foreldra og hélst ætíð með þeim góður vinskapur til æviloka. Óskar Ámason lagði snemma stund á sjómennsku, er varð hans ævistarf í nálega hálfa öld, meðan þrek og heilsa entist. Hann lauk farmannaprófi frá Stýrimannaskól- anum 1916 (21 árs). Fór því mest í Spánarsiglingar með saltfísk fyrri heimsstyijaldarárin 1916—19, á ms. Haraldi og ms. Harry. Hann var síðar á ýmsum skipum og síðast á bv. Gylli, bv. Venusi og bv. Röðli, er hann sigldi öll síðari heimsstyij- aldarárin sem stýrimaður og skip- stjóri. Þótt oft hafí verið torsótt að sækja björg í bú, hafíð óblítt og veður válynd og ófriðarhættan mikil á styrjaldaráranum famaðist Óskari ætíð vel, er hann þakkaði skapara sínum og góðum fyrir- bænum konu sinnar. I lok fyrri heimsstyijaldar kjmnt- ist Óskar ungri og laglegri stúlku vestanaf Dýrafírði, Sesselju Þórð- ardóttur, er þá var nýkomin í bæinn til starfa við verslunarstörf m.a. í Laugavegs Apóteki. Felldu þau hugi saman og gengu að eigast 16. mars 1922 og var það vafalaust mesta gæfuspor Óskars á langri ævi. Sesselja Þórðardóttir fæddist að Gerðhömram í Dýrafirði 11. desem- ber 1982, hún var alsystir Óskars læknis og Sigurðar tónskálds, og þeirra systra Katrínar og Vilborgar. Foreldrar hennar vora sæmdar- hjónin séra Þórður Ólafsson, próf- astur á Söndum, Dýrafírði (f. 24.4. 1863 d. 28.4. 1948) og María ísaks- dóttir (f. 13.10.1867 d. 24.4.1943). Hjónaband Óskars og Sesselju var mjög farsælt, þótt oft væra efnin lítil og hýbýlakostur af skom- um skammti, en ætíð virtist þó vera rúm fyrir gesti til skemmri eða lengri dvalar og ævinlega leystist vel úr öllum málum þótt oftast væri þar þröng á þingi, því til þeirra komu mai-gir og nutu þar vinsemd- ar, gestrisni og glaðra stunda. Það þótti til dæmis ekkert áhorfsmál að taka þann, er þetta ritar, í fóstur einn vetur, er á þurfti að halda, þótt þegar væra fjórir fullorðnir og þijú böm fyrir á heimilinu, lítil 3ja her- bergja íbúð að Framnesvegi 10 ásamt smá kompu á háalofti. En ekki minnist ég þess að hafa í annan tíma liðið betur, en hjá þessu elsku- lega fólki, þar sem þijár kjmslóðir bjuggu í smáu sambýli undir sama þaki, foreldrar Óskars á neðri og hæð og þau hjónin, bömin og tengdaforeldrar Oskars á efri hæð- inni. Hér var það, að sjálfsögðu húsmóðirin er átti stærstan hlut að velferð allra og átti alla forsjá og ábyrgð sjómannskonunnar, er átti mann sinn á sjónum í nálega hálfa öld. Er aldurinn færðist jrfir og for- eldrar þeirra hjóna höfðu safnast til feðra sinna og bömin stofnað eigið heimili fluttust þau að Bára- götu 4 og dvöldust þar ævikvöldið uns Sesselja lést 11. des. 1972 eins og fýrr er getið. Óskar og Sesselja eignuðust fjög- ur böm, Oskar Þór var elstur (f. 16.6. 1922) dó bamlaus og ókvænt- ur 8.4. 1981, hann var lengst af afgr.maður hjá Eimskip, María Vilhelmína dó komung 19.1. 1926, Gunnar (f. 17.9. 1927, kvæntist fýrst Guðríði Pétursdóttur frá Keflavík og eignuðust þau tvo syni, Gunnar Öm, listmálara og Þórð, lögfræðing, þau skildu. Síðari kona Gunnars var Elísabet Finnboga- dóttir, og eignuðust þau þijú böm, Sigríði hjúkranarfræðing, Finn- boga, búfræðing og Sigurð, nema. Gunnar lést sama árið og Óskar Þór, 1.11.1981. Yngstaf bömunum er María Þórhildur, f. 18.6. 1931, er ein systkina lifir aldraðan föður sinn ásamt 9 bamabömum og 16 bamabamabömum. Hún er gift Níels Maríusi Blomsterberg, kjöt- iðnaðarmanni og hafa þau_ eignast sex böm, Emmu, Óskar Áma, er þau misstu með sviplegum hætti í blóma lífsins 1.1. 1983 (28 ára), Hans, Birgir, Sesselju og dreng sem dó skömmu eftir fæðingu. Óskar Ámason hefír nú lokið löngum ævidögum, og þótt hann hafí um ævina verið með hraustustu mönnum og lengst af við hesta- heilsu, var Elli kerling farin að mæða hann mjög síðustu áratugina, ekki síst eftir að hann missti Sess- elju sína, þótt María dóttir hans hafí reynt af fremsta megni að fylla það skarð með þrotlausri aðhljmn- ingu og umhyggju. Hann hefir því, að líkindum, verið hvildinni feginn, að loknu löngu og oft erfíðu ævi- starfí, er nú er minnst með virðingu og þökk allra er kynntust þessum sóma karli. Ég votta dóttur hans og öllum aðstandendum samúð, en bjartar minningar munu lengi lifa. B.S.T. vmo ALMANAK FEBRÚARMYNDIRNAR FRÁ 1 \AARNER HOME VIDEO ERU KOMNARÁ LEIGURNAR T)>c ne*f: thm Kjörið tækifæri til að rifja Nemarnir eru útskrifaðir Goldie Hawrvfer á kostum Georg gamli Bums upp og kynnast og komnir í fyrsta í þessari gamanmynd. fer á kostum og leikur brjálæðingunum aftur. verkefnið. Þeir skjóta allt Eín best sótta mynd bæði guð og skrattann í Myndin sem sló í gegn. semhreyfist kvikmyndahúsanna þessaridrepfyndnumynd. ogannaðlíka. / ásíðastaári. Madeline Kahn, Gilda Radner og Bob Newhart sýna fjölskyldulífið í Hvíta Húsinu í nýju ljósi. AlanArkinhefurverið Brjálaðasta gamanmynd Joel var afskaplega rænt af 2 glæpakvendum! sögunnar. Mel Brooks venjulegur hreinn sveinn Sally Kellerman sýnir og Gene Wilder gera útaf með tvo afskaplega stjömuleikámótiArkin. viðvestranaog venjulegahluti hláturstaugamar. á heilanum: ALLAR MEÐ (SLENSKUM TEXTA KynUf °g penmga' Leikið rétta leikinn - takið mynd frá TEFLI Tefli hf. Einkadreifing á íslandi fyrir Warner Brothers Company f TEFLl Í B Sídumúla 23,108 Reykjavík S: 91-68 8080/68 62 50

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.