Morgunblaðið - 27.02.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.02.1986, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR1986 48 Kveðjuorð: Sveinbjörn Daníels- son frá Svefneyjum Fæddur 29. mars 1907 Dáinn 12. febrúar 1986 Hann var fimmti í röð 8 systkina. i Þau voru:_ Guðmundur f. 1903, Jón 1 f. 1904, Ólafur, f. 1905, Steinunn, f. 1906, dó smábam, Sveinbjöm, f. 1907, Theódór, f. 1909, Kristín, f. 1912, áttunda bamið lést í fæð- ingu 1913. Jón og Kristín lifa nú ein eftir. Foreldrar þeirra, María og Daní- el, voru fátæk og ævi þeirra stutt. Áttu fyrst heima í Látram, bjuggu 2 ár í Gufudal og þar fæddist Sveinbjöm. Fluttu aftur í Látur. María var úr Skáleyjum Guð- mundsdóttir, Jóhannessonar frá Kvígindisfirði og k.h. Steinunnar Sveinbjamardóttur Magnússonar. María dó 1913 af bamsföram í Látram. Daníel ólst upp í Hlíð í Þorska- firði og víðar, Jónssonar Þórðarson- ar og h.k. Kristínar Daníelsdóttur, sem ættuð var úr Strandasýslu. Eftir lát Maríu kom Daníel Svein- bimi til fósturs í Skáieyjum. Daníel drukknaði 1915 ásamt fleiri heima- mönnum í Látram, m.a. Guðmundi, elsta syni sínum. Bjössi Dan var hann kallaður og ég kýs að kenna hann við Svefn- eyjar. Þar bjó hann um mín upp- vaxtarár. Þaðan kom hann og var tíðastur gesta á heimili foreldra minna á sínum sprækustu mann- dómsáram. Ollu því bæði samvinn- an og tengslin við heimilið og ekki síður póstferðimar sem hann ann- aðist frá því ég man fyrst og allt þar til hann flutti burt úr eyjunum. Póstferðimar era kafli út af fyrir sig í sögu hans. Félagi hans í þeim var Gestur Gíslason, mótbýlismaður hans um tíma. Þeir komu oftast sína ferðina hvor, en stundum þó saman. Slíkar ferðir vora oft slark- og tafsamar á vetram. Fjarskipti vora minni en nú. Tækin til þeirra oft biluð og varð ekki sagt til um ísa. Það olli oft fyluferðum, aukaferðum og ómældum töfum. Bjössi lét sig oft hafa það að fara oftar en einu sinni með sama póstinn. Til er skráð annars staðar frá- sögn Bjössa af svaðilför í áhlaups- veðri sem þeir félagar lentu í sam- an, eitt sinn á heimleið úr póstferð. Mynd minni af honum á þessum - áram vil ég lýsa svo: Meðalmaður á hæð og samsvaraði sér vel. Rauð- birkinn, ljósjarpur á hár, þunn- hærður á miðjum aldri en varð aldrei alveg sköllóttur. Rauður á skegg, skeggstæði mikið svo mynd- uðust skúfar á kinnbeinum. Nefið hátt með lið, loðnar brúnir, augun fljót til glettni. Stór munnur, ef ekki hlæjandi og þá meira út í hægra munnvik, var annars saman- bitinn oggaf það svipnum festu. Ókyrrleikinn einkenndi þennan fjörmann og þyrfti hann að vera kyrr og hefði ekkert að spjalla klór- aði hann sér í eyranu með nagla sem hann skildi aldrei við sig. Að baki kviku og ertnu yfírborði ‘ leyndist blíð sál, meyr og hlý. Það jafnvel háði honum. Hann átti bágt með að aflífa skepnur. En hann mannaði sig upp til hvers sem var og trúlega var hann við ekkert verk jafn aðsópsmikill ogvið fláningu. Hann var fóstursonur ömmu minnar, Maríu Gísladóttur, frá sex ára aldri. Alltaf kallaði hann hana „Elsku" og aldrei hefi ég annars staðar heyrt það orð notað sem eiginnafn. í hvert sinn sem hann kom, faðmaði hann hana af sama innileik og bömin hennar sjálfrar gerðu þegar þau komu saman einu sinni á ári. Tengsl hans við æskuheimilið vora sterk. Pabbi var sex áram eldri en þeir vora hinir mestu mátar. Þeir göspraðu jafnan margt en deildu sjaldan. Orðhvatan strák heyrði ég fella svohljóðandi dóm: „Bjössi gengi áreiðanlega í sjóinn ef Gísli bæði hann þess.“ Samvinnu þeirra nefndi Bjössi oft á efri áram. Kvað hann þá þjóð- félagið betra ef svo væri alls staðar. Hann var gagnrýninn og ófeiminn við skoðanir sínar, fylgdi einka- framtaki og samvinnu dugandi manna. Reyndar vora orðaskak og karp eftirlætisíþróttir hans. Mörgum samferðamanninum hældi hann svo: „Það var gaman að rífast við hann.“ Jafnan var hann fyrstur á vett- vang þar sem manninn vatnaði. Liðvikinn grönnum sínum. Alltaf á sprettinum. Á uppvaxtaráram sínum í Skál- eyjum fékk hann þann starfa snemma að hirða kýmar og sá graspeningur var honum best að skapi. Orð fór af að þá var hann kvöld- svæfur og uppi á morgnana fyrr en haninn gól. Það var einkenni hans snemma. Einhvem tíma á ungdómsáram fór hann suður og lærði vefnað. Þá var enn uppi vefstól! heima og trúlega var hann þar síðasti heimil- isvefari. Mér era minnisstæð teppin hans. Þau prýddu á sínum tíma flest rúm á mörgum heimilum. Síðar ætlaði hann að læra vél- stjóm og fór í það með fyrirgreiðslu Hafliða föðurbroður síns Jónssonar, en svækjan í kyndaraklefa Esjunnar fór illa með hann. Hann gafst upp. „Eigi má sköpum renna." Kannski var það hans eina uppgjöf um dagana. Þá var hann vortíma á Korpúlfs- stöðum við stórbú Thors Jensens. Það átti við hann. Einnig var hann á vertíð í Grindavík. Heimahagar og landbúnaður kölluðu Bjössa. Eftirlifandi konu sinni, Sigríði Þórðardóttur, gifíst hann 25. júlí 1931. Það gerðist í Flateyjarkirkju í ausandi rigningu, sögðu þau mér. Vora þau þá í Látr- um. Hún er frá Hjöllum í Þorska- fírði, ólst þar upp og víðar í Gufu- dalssveit, dóttir hjónanna Þórðar Jónssonar og Ingibjargar Pálma- dóttur. Rætur Bjössa og Siggu beggja standa því í byggðunum um norðanverðan Breiðafjörð. Þau eignuðust 3 syni. Dantel Guðmund, fæddan 4. ágúst 1933, dáinn 24. ágúst 1979, Birgi, fæddan 23. maí 1937 og Þórð Inga, fæddan 1. ágúst 1941. Allir urðu þe:r bræður Qöl- skyldumenn og Sigga og Bjössi eiga vænan afkomendahóp. Fósturböm þeirra, María Gests- dóttir og Baldur Ármann Gestsson, vora börn Gests Gíslasonar sem fyrr er getið og konu hans, Pálínu Sveinsdóttur, sem létust frá þremur ungum börnum. Saga fósturbamanna varð stutt. Þau hijáði arfgengur kvilli og era bæði látin. Bjössi og Sigga vora ekki fædd inn í nein efni en saga þeirra er sögu margra lík sem með nánast tvær hendur tómar af öðra en vilja og seiglu, réðust út í batnandi öld, þeirra sem annars vora menn fyrir þessum verkfæram. Eftir árs hjónaband, eða 1932, fengu þau ábúð á hluta af Skáleyj- um. Þá var bústofn þeirra ein kýr sem þau fengu í brúðargjöf og sex kindur. Þar bjuggu þau til 1939. í Svefneyjum þjuggu þau 1939—1958, í Ögri, Stykkishólms- hreppi, 1958—1959 og á Staðar- bakka Helgafellssveit 1959—1964. Þá hættu þau búskap og fluttu suður. Heimili þeirra þar vora Grettisgata 77, Mávahlíð 43, Lund- arbrekka 6 og Hrafnista, Hafnar- fírði. I Svefneyjum tók hann myndar- lega til hendinni, ræktaði og byggði og var í fararbroddi með nýungar. Þá var ekki komin sú tíska að fram- kvæma allt í skuld. Dráttarvél hans var sú fyrsta í eyjunum til búsnota, um sama leyti díselrafstöð til fullra heimilisnota, súgþurrkun fyrr. Alla hans búmennsku einkenni stök snyrtimennska. Umgengni hans um gripahús, hey og báta var til fyrirmyndar. Hver hlutur og gagn á vísum stað. Heybirgðimar í Svefneyjum bára eljumanninum vitni. Eyjabúskapur hefur mörg hom sem í þarf að líta. Oft var hann öðram liðfærri. Úr höndum hans sá ég á þeim áram fallegasta æðardún sem ég hef séð. Síðast nefni ég gijótgarða hans og bryggj- ur, sem enn standa fagurhlaðnar þar sem granni þeirra hefur ekki verið raskað. Þær hlóð hann úr stór- grýti af ótrúlegri hugkvæmni og verkhyggju. Að þeim kunni hann best við að vinna einn. Hann batt tunnur á stóra steina og fleytti þeim með aðfallinu, oft um langan veg og upp á bryggjumar sem vora í sköpun. Hagræddi þeim síðan þegar út féll með jámkarlinn einan að vopni og kannski liðlétting til aðstoðar. Þetta var honum hugðar- eftii og listgrein. Aðstæður hans buðu upp á að sækja snemma fyrsta féð til lands á haustin. Fór marga ferðina á undan öðram. Kom þá oft við heima í bakaleið með heimtukindur fyrir Skáleyinga. Þessar viðkomur Bjössa vora ákaflega spennandi ungum sveinum sem hlustuðu eftir þeim og biðu þeirra með óþreyju. Vélarskellir Sundahana hans hljóm- uðu í eyram mínum fegur en nokkur vorfuglasöngur í þessum fyrstu haustferðum. Sundhani sjálfur þótti mér allra fleyta stoltastur, hreinn og vel málaður á sinni ferð. Bjössi var tíður gestur á haustin. Þeir unnu saman, hann og Skáleyingar, sem fyrr getur. Á Staðarbakka naut Bjössi sín best í búskapnum, sagði hann sjálfur. Þá jörð bætti hann til muna með ræktun, bygg- ingum o.fl. Bjó þar kúabúi sem alltaf hafði verið hans draumur. Verkefni vora þar næg atorku hans og snyrtimennsku. Arin þar og í Ögri fór hann stundum í vinnu með, í Stykkishólmi og nokkur haust sem fulltrúi við sláturhúsið í Flatey. Sjálfsagt hefur hann þurft aukatekjur í upphafí nýs búskapar. Starfsgleðin olli þá oft löngum vinnudegi. Hann var ekkert að hlaupa frá verki í Hólminum þó vinna þyrfti að búi þegar heim kom seint. Persónulegar ástæður ollu ákvörðun þeirra hjóna að hætta búskap. Sagði Bjössi að aldrei stóð hugur hans meir til framkvæmda en þegar hann hætti, enda hætti hann ekki með neinni uppgjöf. Hann seldi jörð og bú í blóma. Bjössi hætti búskap og flutti á mölina og var ekkert að leggja upp laupana og sitja iðjulaus. Ýmis konar verkamannavinna féll honum til, við höfnina og byggingar. Stundum út um land, m.a. við Búr- fellsvirkjun. Sumarið 1970 átti hann þátt í að reisa mér hús í Flatey. Nú er komið að síðasta starfs- þætti Bjössa. Hann vann mörg ár við bryggjur og hafnarbætur víðs vegar um land og hélt þeim starfa þangað til þrek tók að dvína. Þar naut hann sín og kynntist nýju fólki í öðram landshlutum. í það hafði hann ekki eytt tímanum fyrr. Ekki kann ég upp að telja þá staði alla, en nefna má Grandarfjörð, Bolung- arvík, Hrísey, Grímsey, Homafjörð og Eyrarbakka. Ef niður féll atvinna hans tíma- bundið undi hann ekki heima hjá sér, en rauk þá eitthvert út á land þar sem hann gat orðið að liði. Oft fór hann þá til Margrétar fóstur- systur sinnar að Lyngholti við Hvammstanga, Birgis sonar síns á Eyrarbakka eða heim á fomar slóð- ir. Þó alltaf væri hann sveitamaður í hug og hjarta var hann nú kominn í stétt verkalýðsins. Við það tók afstaða hans til pólitískrar forystu nokkram stakkaskiptum. Þessi gamli þjarkur varð nú talsmaður verkalýðs og sósíalisma. Ekki skerti það hans rökræðugleði. Ónefnd era enn trúnaðarstörf sem honum vora falin. Auk póst- ferðanna vora þau helstu að hann var í stjóm Kaupfélags Flateyjar og lét sig mál þess miklu varða, í stjóm Sparisjóðs Flateyjar, eitthvað í hreppsnefnd þar og lengi forða- gæslumaður. í Helgafellssveit var hann í hreppsnefnd. Fyrir tveimur áram lá hann lengi á sjúkrahúsi. En lífsviljinn var ób- ugaður og á fætur komst hann og enn kom hann á æskustöðvar, þrótt- lítill en hugurinn á fullu. Síðast kom hann nú í sumar, gladdist yfír hveiju sem honum þótti vel fara og við yl minninganna. Ennþá til í að taka smá orðabrýnu. Heima hjá sér á Hrafnistu varð hans siðasta afþreying að hnýta á öngla. Samur við sig kepptist hann jafnan við verkefnið þar til það þraut og þá undi hann því illa. Frá- fall hans kom fyrirvaralaust. Hann lá enga banalegu. Það var við hæfí. Blessuð sé minning hans. Guð blessi §ölskyldu hans og afkomend- ur. Sigga mín. Við sem trúum á lífíð handan móðunnar miklu trúum því að stælti strákurinn hann Bjössi Dan taki á móti þér og okkur fleir- um í vörinni þegar yfír kemur. Þar fær hver og einn vist við hæfí. Jóhannes Geir Gíslason Eitt er víst að árin líða, sam- ferðamenn kveðja og okkur fínnst við verða fátækari við missi vina. Góður vinur, Sveinbjöm Daníels- son frá Svefneyjum er látinn. Mig langar með nokkram orðum að rifja upp minningar frá okkar samleið, ég veit að aðrir segja frá öðram þáttum lífsgöngu hans. Fyrstu kynni mín af honum vora þau, að ég var á leið í Skáleyjar, að heimsækja Maríu konuefni mitt um jól í skólaieyfí. Kom það í hans hlut að flytja mig frá Flatey inní Skáleyjar, á aðfangadag í slæmu veðri. Hann var þá póstur inneyinga og ævinlega boðinn og búinn til að skjótast eyjasund, ef á þurfti að halda, langt umfram það sem hon- um bar þó hann væri með póst- ferðimar. Það var raunar siður í eyjunum og þótt sjálfsagt að eyja- bændur gerðu hver öðram greiða og ekki venja að takagreiðslu fyrir. í þessari ferð lét Sveinbjöm vita og var glettinn, að það væri ekki svo lítið sér að þakka að konuefni mitt væri til, því hann hefði sótt ljósmóðurina í það skiptið. Sveinbjöm bjó þá í Skáleyjum í sambýli við tengdaforeldra mína, sem seinna urðu, Sigurborg og Gísli. Ávallt ríkti einlæg og góð vinátta milli þessara fjölskyldna. Þeir Gísli og Sveinbjöm vora fósturbræður og konur þeirra æskuvinkonur. Þessi umhyggja og einlæga vinátta entist þessu fólki ævina á enda. Eftir að Sveinbjöm flutti úr Skál- eyjum, bjó hann góðu búi með fjöl- skyldu sinni í Svefneyjum, og þar var hann bóndi þegar við hittumst fyrst. En ýmsar ástæður urðu til þess að hann yfírgaf eyjamar. Árið 1958 fluttu þau að Ögri við Stykkis- hólm og bjuggu þar í eitt ár, en festu kaup á Staðarbakka og Sól- bakka í Helgafellssveit árið eftir. Þar bjuggu þau í fímm ár góðu, myndarbúi og var til þess tekið, hversu allt var snyrtilegt bæði utan húss og innan. Mun svo jafnan hafa verið hvar sem þau vora. Á þessum áram hófust kynni okkar fyrir alvöra. Þá voram við hjónin flutt í Stykkishólm og kom Sveinbjöm oftast við hjá okkur þegar hann skrapp í Hólminn. Hann var ævinlega aufúsugestur og aldrei nein lognmolla í kringum hann. Hann var með afbrigðum hrein- skiptinn, virtist stundum hijúfur á yfírborðinu og sagði mér og öðram gjaman til syndanna, en án þess að særa og á bak við bjó mikil hlýja. Ræktarsamur og trygglyndur var hann og hélst vinátta okkar til hinstu stundar. Sveinbjöm var framfarasinnaður í sínum búskap og tileinkaði sér nýjungar, sem hann taldi nauðsyn- legar í landbúnaði. Svo fór þó að Sveinbjöm þurfti, vegna heilsubrests að hætta búskap á Staðarbakka árið 1964. Þetta varð honum erfíð ákvörðun, þó þeim þætti hún óhjákvæmileg. Þama hafði hann notið sín hvað best við búskap, draumur hans um kúabú hafði ræst þama. Hann sætti sig því illa við að yfirgefa sveitina og flytja suður. Honum var annt um jörð sína og lagði áherslu á að þangað kæmi góður bóndi. Bað hann mig um að aðstoða sig við sölu á henni, sem og varð. Við höfum báðir glaðst yfír því hve vel tókst til og hvað vel hefur verið búið þar síðan. Vegna þess sætti hann sig betur við að yfirgefa jörð sína. Þetta er einkenni margra bænda og var Sveinbjöm þar ekki, undan- tekning. Eftir að Sveinbjöm brá búi hittist þannig á að við þurftum að byggja okkur íbúðarhús. Störfum mínum var þannig háttað að ég gat lítið unnið við það sjálfur, réði ég Svein- bjöm til okkar heilt sumar og var hann mér til halds og trausts við bygginguna. Það reyndist mér sér- stakt happ, því hann var framúr- skarandi starfssamur og gætti alls, sem hann væri að vinna fyrir sjálfan sig. Aldrei skrifaði hann vinnutíma sinn hafði ekki vanist því, heldur vildi hann hafa ákveðin mánaðar- laun. Þegar þurfti og lá á vann hann um helgar og tók sér fri þegar betur stóð á. Þetta vinnulag lýsir mannin- um vel. Samviskusemi og léttleiki við störf vora ríkur þáttur í fari hans. Stundum undraðist ég það þegar mjög kalt var í veðri, að sjá hann létt klæddan þegar aðrir vora í úlpum. Honum fannst þannig klæðnaður bara vera til óþæginda, hann vann sér til hita. Mér fínnst ég alltaf hafa staðið í mikilli þakk- arskuld við Sveinbjöm fyrir þetta sumar, sem hann vann hjá okkur. Það var gæfa Sveinbjamar að eignast góðan lífsföranaut. Kona hans, Sigríður Þórðardóttir, er vönduð og traust kona og heimili þeirra var vistlegt og gott. Þau eignuðust þijá syni. Það er ekki meining mín að hafa þetta langa minningargrein þar sem ég veit að aðrir munu rekja nánar ævistörf Sveinbjamar, en þessar línur eiga að vera lítill þakklætis- vottur til góðs vinar frá mér og fjölskyldu minni við leiðarlok. Við vottum eftirlifandi eiginkonu, sonum, tengdadætram og bama- bömum innilega samúð. Blessuð sé minning mæts manns. Leifur Kr. Jóhannesson Skreytum við öll tækifæri '**• Reykjavikurvogi 60, simi 53848. ^ Alfhoimum 6, simi 33978.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.