Morgunblaðið - 27.02.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.02.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR1986 35 Mosfellssveit: Listi Sjálfstaeðis- flokks ákveðinn Reykjum, Mosfellssveit, 26. febrúar. SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Mosfellinga hélt fjölmennan almennan fund í Hlégarði í gærkvöld en aðalfundarefni var að leggja fram og ganga frá framboðslista til hreppsnefndarkosninga í vor. Kjörnefnd hefir starfað á vegum félagsins og hefir Örn Kærnested verið formaður hennar. í desember sl. samþykkti almennur fundur f félaginu að prófkjör skyldi fara fram og var það haldið laugardaginn 8. febrúar sl. Kosningin fór þannig að 5 efstu menn fengu bindandi kosningu á framboðslistanum en síðan raðaði kjömefndin öðram frambjóðend- um eftir atkvæðamagni en bætti svo á hann í 3 neðstu sætin. í hreppsnefnd eiga sæti 7 aðalmenn þannig að listinn er skipaður 14 frambjóðendum. Að loknum nokkrum umræðum var gengið til atkvæða um svofelld- an lista: 1. Magnús Sigsteinsson oddviti, 2. Helga Riehter kennari, 3. Oskar Kjartansson gullsmiður, 4. Þórdís Sigurðardóttir umboðs- maður, 5. Þengili Oddsson héraðs- læknir, 6. Hilmar Sigurðsson endur- skoðandi, 7. Jón Baldvinsson for- stjóri, 8. Guðmundur Davíðsson jámsmiður, 9. Björk Bjarkadóttir fangavörður, 10. Pétur Fenger verslunarmaður, 11. Bima Gunn- arsdóttir húsfreyja, 12. Guðjón Hjartarson verksmiðjustjóri, 13. Bemhard Linn bifreiðarstjóri, 14. Jón M. Guðmundsson bóndi. Vigfús Aðalsteinsson, fundar- stjóri bar upp þessa tillögu og var hún samþykkt einróma. Þá var ennfremur samþykkt framboð til sýslunefndar en það er óbreytt þ.e. Gunnlaugur Briem fulltrúi aðal- maður og Jón M. Guðmundsson bóndi varaformaður. Undir liðnum önnur mál reifaði formaður félagsins Þórarinn Jóns- son nokkur atriði er snerta starfíð sem nú er framundan og hvatti menn til dáða. Oddvitin ræddi nokkuð um ýmiskonar tilhögun starfsins í væntanlegum kosningum og þakkaði kjömefnd frábær störf og góðan árangur. Fleiri tóku til máls og tóku undir þessi sjónarmið og var það mál manna að mjög vel hefði til tekist með þetta framboð íslandsvika í Nuuk 26. febrúar. Frá NiU Grœnlandsfréttaritara Kaupmannahöfn, Jergen Bruun, Morgunblaðsing. ÍSLANDSVIKA hófst í Nuuk á Grænlandi í dag í tilefni af þvi að flug hefur verið tekið upp milli Reykjavíkur og Nuuk. í ráðhúsinu í Nuuk er sýning á 22 verkum eftir íslenska listamenn. Davíð Oddsson borgarstjóri í Reykjavík afhenti Bjame Kreutz- mann borgarstjóra Nuuk málverk eftir Ásgrím Jónsson. Tólf íslensk fyrirtæki sýna fatn- að, byggingavörur og matvörur. Grænlenski viðskiptaráðherrann, Josef Motzfeldt, sagði við opnun sýningarinnar, að hann teldi, að blómleg viðskipti gætu tekist með íslendingum og Grænlendingum. Hann nefndi, að íslenskt fyrirtæki hygðist kaupa grænlenskar ullar- vörur gegn því, að Grænlendingar keyptu fullunnar ullarvörur af ís- lendingum. Ráðherrann bætti því við, að Grænlendingar væru nú að endurskoða verslunarhætti sína líkt og íslendingar hefðu gert eftir að þeir fengu sjálfstæði. Þá gafst gestum tækifæri til að bragða íslenskan mat og drykki. og hið vandasama prófkjör. Hefði það farið þannig fram að enginn frambjóðenda hafnaði sæti á listan- um og ekki kom fram nein óánægja með úrslit eða framkvæmdina í heild. Að lokum ávarpaði formaður fundinn og boðaði upphaf kosninga- baráttunnar og nú yrði fylkt liði og stefnt í kosningar. Fréttaritari íslandsdeild Norðurlandaráðs. Guðrún Helgadóttir, Eiður Guðnason, Páll Pétursson, Ólafur G. Einars- son, Snjólaug Ólafsdóttir, ritari deildarinnar, Friðrik Ólafsson, skrifstofustjóri Alþingis og Stefán Benediktsson. Pétur Sigurðsson og Friðjón Þórðarson gátu ekki setið fundinn. Þing Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn. 3.-7. mars: Líftæknistofnun á Islandi og samræmd lög um þjóðskrá — meðal mála sem varða Islendinga sérstaklega ÞING Norðurlandaráðs verður haldið í Kaupmannahöfn dagana 3. til 7. mars nk. og fer það fram í Kristjánsborgar- höll, aðsetri danska þjóðþingsins. Ýmis merkileg mál verða þar til meðferðar en þau, sem sérstaklega snerta íslenska hagsmuni, eru tvær tillögur, sem vonast er til, að hljóti lokaaf- greiðslu á þinginu. Er þar annars vegar um að ræða, að komið verði upp á íslandi samnorrænni liftæknistofnun en hin er um samræmda almannaskrá eða þjóðskrá á Norðurlönd- um. Einnig verður kynnt þriðja tillagan um norræna sam- starfsáætlun um krabbameinsvamir. Kom þetta m.a. fram á blaðamannafundi með íslensku þingmannanefndinni. Páll Pétursson, núverandi for- maður Norðurlandaráðs, sagði, að starfsemi ráðsins hefði staðið í meiri blóma á liðnu ári en oft áður og unnið hefði verið að mörgum mikilvægum málum. Nefndi hann sérstaklega mengunarmálin og sagði, að ríkisstjómir á Norður- löndum hefðu á sl. ári mælst til þess við bresk stjómvöld, að þau tækju sér tak í mengunarvömum. Undirtektir Breta hefðu hins vegar engar verið og því hefur verið ákveðið að efna til sérstakrar þing- manna- og sérfræðingaráðstefnu um mengunarmál í Stokkhólmi dagana 8.-10. september nk. Yrði til hennar boðið fulltrúum frá Norðurlöndum, Eystrasalts- og Norðursjávarríkjum. Það kom fram í máli Eiðs Guðnasonar, sem sæti á í menning- ar- og íjárlaganefndinni, að á þessu þingi yrði áfram fjallað um Tele-x, aukna samvinnu í útvarps- og sjónvarpsmálum, en nefnd út- varpsstjóra á Norðurlöndum vinn- ur nú að því að kanna með hvaða hætti íslendingar geti tekið þátt í þessu samstarfí. Búist er við, að skýrsla um þetta efni verði lögð fram á næstunni, þó ekki á þessu þingi. Vegna skipuiagsbreytinga, sem ákveðnar voru á þinginu í Reykjavík fyrir ári, hefur nefndum og stofnunum verið fækkað eða þær sameinaðar og nú eru fjárlögin ein- en ekki tvískipt eins og áður. Sagði Eiður, að búast mætti við ágreiningi um Qárlögin en sam- kvæmt tillögunni nema þau um 540 millj. d.kr. Væru þingmenn mjög óánægðir með þau, teldu þau of lág, enda hefði það verið reiknað út, að í raun hækkuðu þau ekkert á milli ára. Þess má geta, að hlutur íslands í ijarlögunum er 0,8%. Um líftæknistofnunina, sem áð- ur er minnst á, sagði Páll Péturs- son, að verkefni hennar yrði fyrst og fremst að finna nýjar aðferðir til að nýta auðlindir sjávarins og væri lagt til, að forathuganir á starfsvettvangi stofnunarinnar færu fram á þessu ári. Kvaðst Páll vona, að þetta mál yrði afgreitt nú. Svo er einnig um tillögu, sem Guðrún Helgadóttir er fyrsti flutn- ingsmaður að og kveður á um samræmda almannaskrá eða þjóð- skrá á Norðurlöndum. Er tilefnið það, að þegar menn flytjast milli Norðurlanda, t.d. íslenskir náms- menn, vilja þeir oft falla út af þjóð- skrá og þar með kjörskrá. Stafar þetta af ólíkum reglum og skil- greiningum á „ferð“, „skammri dvöl“ og „fastri búsetu". Af öðrum málum, sem varða íslendinga sér- staklega, má nefna tillögu um stofnun þróunarsjóðs fyrir vestur- norræna svæðið en til þess teljast Færeyjar, ísland og Grænland. Páll Pétursson var kjörinn for- maður Norðurlandaráðs á þinginu í Reykjavík fyrir ári en nú mun taka við af honum Anker Jörgen- sen, formaður danskra jafnaðar- manna. Ólafur G. Einarsson skýrði frá þvi, að á þingi Norðurlandaráðs ættu sæti 87 þingmenn, 20 frá hveiju Norðurlandanna nema ís- landi, þaðan kæmu sjö. Eru þeir Páll Pétursson, Ólafur G. Einars- son, Pétur Sigurðsson, Friðjón Þórðarson, Eiður Guðnason, Guð- rún Helgadóttir og Stefán Bene- diktsson. Ráðherrar hafa rétt til að sitja þingið og taka til máls en hafa ekki atkvæðisrétt. Ekki er enn fullfrágengið hvaða ráðherrar fara utan en þó ljóst, að Jón Helgason og Matthías Bjamason fara ekki. Búast má við, að héðan muni fara alls um 30-40 manna hópur, þing- menn, ráðherrar, embættismenn og blaðamenn. Ekki liggur fyrir hve mikill kostnaður ríkisins verður af ferð- inni en gera má ráð fyrir 1-1,5 millj. kr. Greiðir ríkið ferðakostnað fyrir ráðherra, þingmenn og emb- ættismenn, gistingu fyrir þing- menn og embættismenn en allan hótelkostnað fyrir ráðherra. Auk þess eru uppihaldspeningar, 120 SDR, um 5.650 kr. á dag fyrir þingmenn og embættismenn en 20% meiri fyrir ráðherra. Myndlist á Akureyri í Útvegsbankanum á Akureyri stendur nú yfir sýning á ellefu olíumálverkum eftir Gunnar Dúa Júlíusson. Allar eru myndimar til sölu og kosta frá 5.500 krónum til 20.000 kr. Sýningin stendur til mánaða- móta. Þetta er fjórða árið í röð sem málverkasýningar em settar upp í Útvegsbankanum og verður fram- hald á því að sögn starfsmanna þar. Benco Solarium sólbað- stofubekkirnir vinsælu ávallt á lager GOLDvsÝ G2-10-100 W Made in W.-Germany Hagstætt verð. Höfum ávallt þessar viðurkenndu perur á lager. Benco Bolholti4, s:91-21945.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.