Morgunblaðið - 27.02.1986, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR1986
t>
Rýmum fyrir vorvörum
Mikil verdlækkun
Hallveigarstíg 1,
sími 11845.
IBM System/36
DISPL AY WRlÍE/3 6
Displaywrite ritvinnslukerfið er hannað með
Displaywriter ritvinnslutölvuna sem fyrirmynd. Þetta
kerfi, sem verður notað jafnt á IBM-4300 tölvur,
IBM System/36 tölvur og IBM-PC tölvur,
er nú tilbúið á S/36.
____________________Markmið:______________________
Tilgangur þessa námskeiðs er tvíþættur. Annars
vegar að þjálfa þátttakendur í notkun Displaywrite/36
og hins vegar að kenna uppsetningu skjala
og bréfa með sérstöku tilliti til þeirra möguleika
sem DW/36 býður upp á.
Efni:
Valmyndir S/36 • Skipanir kerfisins • Æfingar •
íslenskir staðlar • Prentun • Útsending dreifibréfa
með tengslum við Query/36 • Tengsl við önnur kerfi.
__________________Þátttakendur:___________________
Námskeiðið er ætlað öllum notendum IBM tölva
sem áhuga hafa á að kynnast þessu nýja kerfi og
möguleikum sem það býður upp á.
Tími og staður:
3.-6. mars kl. 13.30-17.30
Ánanaustum 15
Leidbeinandi:
Ragna Sigurðardóttir,
Guöjohnsen.
AStiórnunarfélaa Islands
Ánanaustum 15 Sími: 6210 66
Jólamerkí
íslenskra
listamanna
eftirHelga S.
Gunnlaugsson
í Morgunblaðinu 21. janúar sl.
birtist grein með þessari yfírskrift
eftir mann að nafni Jóhann Hjálm-
arsson. Hann er sagður blaðafull-
trúi Pósts og síma og hlýtur því
að túlka viðhorf Póststjómar.
Greinin er frekar væmið lof um síð-
ustu jólamerkin, höfund þeirra og
svonefnda listamenn yfírleitt, og
boðuð fleiri slík á næstunni.
Þeir sem mest kaupa og nota af
frímerkjum er almenningur, venju-
legt fólk. Það hefur ekki síður en
svonefndir menntamenn glögga til-
fínningu fyrir því hvað fallegt er
eða ljótt, ég tala nú ekki um hvað
viðeigandi er, t.d. með jólamerki. Ég
hef heyrt á tal margra og enginn
hefur mælt þeim bót, fínnst þau
ljót klessuverk, og er ég einn í þeim
hópi, margir hafa verri orð um þau.
Ég ætla nú að taka grein Jóhanns
til dálítillar athugunar en verð að
sleppa ýmsu málskrúði hans. Til-
vitnanir eru innan gæsalappa. „Það
segir sig sjálft að jólafrímerki hljóta
að sækja myndefni til jólanna, há-
tíðarinnar sjálfrar, með boðskap um
fögnuð og frið um alla jörð eða
tengjast henni með einhveijum
hætti.“ Sammála. „Að beiðni Póst-
og símamálastofnunarinnar var
hann, (þ.e. listamaðurinn, innskot
frá mér) beðinn að lýsa myndefninu
f fáeinum orðum . . . en lýsing hans
verkar minnsta kosti á undirritaðan
(þ.e. Jóhann) sem ljóð: „Vetrar-
myndir íslands eru furðumyndir úr
snjó.“ Getur verið ef landslagið
Ieggur til meiri partinn. „Sólin
kveikir ljós í snjókristöllum." Aldrei
hef ég heyrt þess getið að sólin
geti kveikt ljós í snjó, aftur á móti
getur snjór og klaki endurkastað
sólargeislum að vissu marki.
„Snjókom falla, mætast og
mynda form.“ Jæja, mér sýnast þau
hrúgast hvert ofan á annað en
vindurinn hjálpar óneitanlega til að
mynda formin. „Á hvítum fjallatind-
um, vörðu á heiðarbrún." Já, það
getur verið ef það er slydda og
hvassviðri. Hvað er orðið af boð-
skapnum um fögnuð ogri á jörð?
Hann er ekki til, aðeins kuldi og
klaki — óhugnaður.
„Fjallatindar eru vel til þess falln-
ir að fá fólk til þess að horfa hærra."
Jú, það má nota þá til þess, en nú
vesnar það: „Sú er þó ekki alltaf
raunin. Sumir kjósa heldur að virða
fyrir sér flatlendið. Og hve oft hefur
ekki varðan vísað mönnum leið,
beint þeim á rétta braut.“
Mikið rétt, alla tíð mikil hjálp
þeim sem snúast um sjálfa sig í
snjókomu og villu á flatlendi án
kennileita. „Hún er því dæmi um
mannlegan mátt.“ Alveg rétt, kall-
inn, gijótið er assskoti þungt og
hörku púl að hlaða háar vörður,...
„en fjallstindamir vísbending um
eitthvað æðra. . . . „Þegar sólin
hefur kveikt ljós í snjókristöllum
færist helgi yfír sviðið." Amen.
Gaman væri að fylgjast með Jó-
hanni og félögum í ferð upp eftir
mjmdfleti merkjanna, samkvæmt
lýsingunni: Ferðin byijar auðvitað-
neðst, upp um klaka og hörsl, engin
varða sjáanleg, snjóuð í kaf, en
áfram upp þrátt fyrir ófærð og
þreytu, upp eins og kerlingin með
skjóðuna, upp, upp, og út úr merk-
inu án þess að sjá tindinn. Sennilega
hafa þeir fundið hann hinumegin
og hnigið niður undir helgi augna-
bliksins. Sjá mega allir að ég er
farinn að læra ýmislegt af Jóhanni,
en ekki fer ég fram á að hann líki
þessu við ljóð.
Mér dettur í hug að segja hér
frá skemmtilegu atviki: Ég var að
vinna í Kópavogi við frágang á
nýrri íbúð, allt í einu snarast inn
til mín snaggaralegur náungi, lík-
lega um 4 ára og segir: Geturðu
gefíð mér nagla? Jú, viltu lítinn
nagla? Nei, ég vil stærri nagla. ég
svipast um og fínn 4 tommu. Viltu
þennan? Já, segir sá litli og snarast
út. Þegar ég hætti vinnu og fór út,
sat sá litli flötum beinum á mölinni
og hamaðist við, með litlum steini,
að beija naglanum í lítinn fjalarbút.
Hvað ert þú að smíða, góði minn?
Sá litli lítur á ská upp til_ mín og
segir með digrum rómi: „Ég er að
smíða bílskúr," og hamast áfram,
en ég labbaði burt. Þama var litli
drengurinn að vinna við ákveðið
verkefni í sínum hugarheimi, sæll
og ánægður. Eflaust hefur bamið
fylgst með smiðunum, sem unnu
við húsið og vildi auðvitað gjöra
eins. Hörmulegt er til þess að vita
ef fullorðnir menn með einhveija
menntun lifa ennþá í hugarheimi
bamsins og reyni að þvinga mis-
skilningi sínum inn á hrekklaust
fólk.
Og enn bullar Jóhann áfram og
vitnar nú í Jón Aðalstein Jónsson,
í Morgunblaðinu 10. jan. sl. (Sú
grein hefur farið framhjá mér).
„Hann skrifar að flestir þeir sem
við hann hafí talað um jólamerkin,
telja þau algerlega misheppnuð sem
slík.“
Hárrétt. „Nú veit ég ekki með
vissu hveijir hafa talað við Jón
Aðalstein um jólamerkin." Jón
Aðalsteinn má sannarlega vara sig,
þetta hefur sjálfsagt verið einhver
rumpulýður!
„Én ég hef heyrt ýmsa fara mjög
lofsamlegum orðum um þau og í
þeim hópi em þjóðkunnir listamenn,
og aðrir dómbærir menn.“ Hverj-
ir? Kannske listsnobbaramir.
„Jólamerkin 1984 eru vissulega
óvenjuleg." Jæja, Jóhann er farinn
að villast, þau eru ekki til umræðu.
„í frímerkjaklúbbi... þar sem velja
skyldi fallegasta frímerkið 1984
varð annað jólamerkið 9 kr. í öðru
sæti.“ Hvað voru margir mættir?,
Danskt jólamerki
„Frímerkjasafnarar
eru alls staðar bestu
viðskiptavinir hverrar
póststjórnar, kostnað-
urinn er aðeins í því
fólginn að rétta þeim
merkin og láta þá
borga...“
5 eða 8? Ennþá er sama villan hjá
Jóhanni, varla getur verið tvisvar
sama villan, svona hver við aðra,
prentsmiðjunni að kenna. Og nú líð-
ur að lokasprettinum. „Frímerki
með listaverkum njóta æ meiri
vinsælda ... þannig hefur danska
Póst- og símamálastofnunin fengið
listamenn . .. til að teikna frímerki
... Komin eru út frímerki eftir þá
Helge Rafn og Robert Jacobsen og
þykja listviðburður." Hér með fylgir
mjmd af einum „viðburðinum".
Ef svo fer fram sem horfir getum
við átt von á jólamerkjum á þessu
ári með mynd af púkum, sem blaða-
fulltrúinn staðhæfí að séu englar.
í tilefni af grein blaðafulltrúans
vil ég segja nokkur orð um útgáfu
íslenskra ftímerkja á lýðveldis-
tímanum, frá 1944 til þessa dags.
1944 taka íslensk frímerki allmikl-
um stakkaskiptum, sem eðlilegt
var. Fjrrst koma frímerki með mynd
Jóns Sigurðssonar, í gæðaflokki,
góður pappír, prentuð í stálstungu,
(stálristu), en þó undarlegt sé vant-
ar nafn hans á merkin, líkjast því
í augum útlendinga merki frá
Venezuela. Þessu heldur svo áfram
til 4/9 1957 Skógrækt, algerlega
misheppnuð, útlendingar héldu að
þetta væru jólamerki. En þó kastar
tólfunum 17/5 1965 Alþjóðafjar-
skiptasambandið 100 ára, það er
vitlaust teiknað og snautt að öllu
leyti.
Iðnskólanemi á fyrsta námsári
hefði gjört betur og teiknað bylgju-
hrejrfingu rétt, þéttastar línur næst
miðju og smávíkkandi út flötinn.
Þá var ' skemmtilegra að skoða
merki frá Paraquay rétt teiknað
með smekklegum lit. Síðan hefur
þetta hallast smám saman niður á
við þó mörg merki hafí verið mjög
vel gjörð. En hveiju sem veidur,
hefur vinsældum íslenskra merkja
hrakað eftir því sem árin líða, til
þessa dags? Mat á frímerkjum ein-
stakra landa kemur best fram á
uppboðum erlendis, þar sem safnar-
ar meta raunverulegt verð ftímerkj-
anna, og það eru engir kjánar.
Ég set hér Norðurlöndin í vin-
sældaröð: 1. Grænland, 2. Færeyj-
RÝMINGARSALA
Á BAÐHERBERGISINNRÉTHNGUIVI ^ vatnsvirkinnm
mmmm^^mmmmm^m^^^^m^^^mmmmmm^^m^^^^mmmmmi^^^^mi^^m^m^^mm JSiSS ÁRMÚLl 21 - PÓSTHÓLF 8620 - 128 REYKJAVlK
SlMAR: VERSLUN 686455. SKRIFSTOFA 685966