Morgunblaðið - 27.02.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.02.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1986 29 Corazon Aquino: „Snúum okkur að framtíðinni“ CORAZON Aquino, forseti Fiiippseyja, skipaði í dag jafnt harða andstæðinga Marcosar, fyrrum forseta, sem fyrrverandi stuðnings- menn hans í sijórn sína. Hún gerði Salvador Laurel varaforseta bæði að forsætis- og utanríkisráðherra, en Juan Ponce Enrile, varnar- málaráðherra Marcosar, mun gegna því embætti áfram í hinni nýju stjórn. Þá hækkaði hún Fidel V. Ramos hershöfðingja í tign og gerði hann að yfirmanni alls herafla landsins. „Stríðinu er lokið. Nú verðum við að hefjast handa og vinna það upp, sem glatazt hefur," sagði Laurel við fróttamenn í dag. Hann kvaðst vona, að baráttan gegn kommúnist- um á Filippseyjum yrði auðveldari eftirleiðis. „Ég er þeirrar skoðunar, að þegar traust, lýðræðisleg stjóm er komin á, þá muni 90% af herliði þeirra leggja niður vopn.“ Aquino átti í dag fund með Cesar Virata, sem var forsætisráðherra Marcosar, og 10 öðrum ráðherrum úr fyrrverandi stjóm. Tók hún á móti þeim þar sem aðalstöðvar hennar í kosningabaráttunni höfðu verið og heilsaði þeim með handa- bandi. „Reynum að gleyma því, sem liðið er, en snúum okkur að framtíð- inni,“ sagði hún og kvaðst óska eftir samvinnu þeirra. Ferdinand Marcos, fyrrum for- seti, var í dag fluttur ásamt fjöl- skyldu sinni og um 90 manna fylgd- arliði flugleiðis frá eynni Guam til Hawai. Talsmaður bandaríska vamarmálaráðuneytisins sagði í dag, að sennilega ætti Marcos eftir að dveljast þar í þó nokkum tíma. Vitað er, að George Ariyoshi, rík- issyóri á Hawai, er mikill vinur Marcosar, en auk þess á forsetinn fyrrverandi þar ýmsa áhrifamikla vini, sem eiga ættir sínar að rekja til Filippseyja. Corazon Aqino útilokaði það ekki í dag, að Marcos fengi einhvem tím- ann að snúa aftur heim til Filipps- eyja. „Ég sagðist geta verið stór- huga, ef ég sigraði í kosningabar- áttunni," sagði hún, er hún var spurð um hvort hún ætlaði að fá Marcosi hegnt fyrir morðið á manni hennar. „Ég ætla að gefa gott fordæmi, svo að þjóðin geti gleymt sárindum sínum og við hafízt handa um að reisa hana úr rústum." Það hefur ekki komið á óvart, að Aquino hyggst ekki skipa neinn mann í ráðherraembætti það, sem Imelda, eiginkona Marcosar, gegndi, en hún fór með skipulags- og húsnæðismál í fyrrverandi stjóm. Aquino hét því í kosninga- baráttu sinni að afnema þetta ráð- herraembætti, sem var afar kostn- aðarsamt og teygði anga sína um allt þjóðlífíð. Hafði það lengi verið gagnrýnt fyrir að vera gagnslaust spillingarhreiður. Corazon Aquino, hinn nýi forseti Filippseyja, og Salvador Laurel varaforseti sjást hér í léttu skapi við upphaf fréttamannafundarins í gær, þar sem Corazon gerði grein fyrir ýmsu varðandi myndun stjórnar sinnar. Laurel verður bæði forsætis- og utanríkisráðherra hinnar nýju stjórnar. Valdatöku Corazon fagnað víða um heim New York og víðar, 26. febrúar. AP. ÞJÓÐARLEIÐTOGAR víða um heim annars staðar en í kommúnista- ríkjunum hafa í dag árnað Corazon Aquino heilla og borið á hana margvíslegt lof. Er henni einkum hrósað fyrir að hafa átt þátt í að valdaskiptin á Filippseyjum fóru fram með friðsamlegum hætti þrátt fyrir allt. Brian Mulroney, forsætisráð- herra Kanada, sagði í skeyti sínu, að Corazon ætti lof skilið fyrir „hugrekki, einurð og fyrir að víkja ekki frá grundvallaratriðum iýð- ræðisins" í baráttunni við Marcos og Bob Hawke, forsætisráðherra Ástralíu, segir í sínum heillaóskum, að staðfesta hennar og milljóna annarra Filippseyinga hafi orðið tij þess, að réttlátur sigur vannst. í yfirlýsingu frá George Shuitz, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, segir, að Reagan, forseti, sé ánægður með friðsamleg stjórnarskipti á Filipps- eyjum og að Corazon hafí átt manna mestan þátt í þeim. Fjöldamargir aðrir þjóðarleið- togar hafa sent Corazon sams konar heillaóskir en athygli vekur, að kommúnistaríkin eru ekki í þeim hópi. Sovéska fréttastofan Tass og aðrar fréttastofur í Austur-Evrópu skýrðu aðeins frá því athugasemda- laust, að Marcos hefði flúið land. Eins og kunnugt er voru Sovétmenn þeir einu, sem urðu til að óska Marcosi til hamingju með opinber úrslit í forsetakosningunum. Volvo hættir við að kaupa hlut í Fermenta Gautaborgf, 26. febrúar. AP. VOLVO-fyrirtækið tilkynnti i morgun að það hefði rift sam- komulagi við sænska kaupsýslu- manninn Refaat El-Sayed um hlutabréfakaup í líftæknifyrir- tækinu Fermenta. Með samn- ingnum hefði Fermenta orðið allsráðandi fyrirtæki í sænskum lífefnaiðnaði. Samningur Volvo og Fermenta, sem gerði ráð fyrir að Volvo eignað- ist 20% hlutabréfa í Fermenta, var metinn á fjóra milljarða sænskra króna, eða jafnvirði 23ja milljarða íslenzkra króna. Per Gyllenhamm- ar, forstjóri Volvo, tilkynnti að samningurinn hefði verið rofínn og ekkert yrði af hlutabréfakaupunum. Hann sagði að Volvo hygðist engu að síður láta til sín taka á sviði líf- tækniiðnaðar í framtíðinni. Ástæður munu þær að El-Sayed viðurkenndi nýverið að hafa logið til um menntun sína. Hann kvaðst hafa doktorsgráðu í örveirufræði, en það reyndist uppspuni. Þegar játning hans lá fyrir hríðlækkuðu hlutabréf í Fermenta í verði og orðrómur komst á kreik um að Volvo mundi draga sig út úr fyrir- huguðu samstarfi við fyrirtækið. Refaat El-Sayed var í ársbyijun lq'örinn „Svii arsins 1985“ og blaða- menn, sem að staðaldri rita um efnahags- og atvinnumál, lýstu honum sem snillingi." Sjá ennfremur grein um málið á bls. 10B. Corona Mega er fjöl- notendakerfi sem getur notað venjulegan PC samræmdan hugbúnað. Mega er fyrir stærri skrifstofur og fyrirtæki sem vilja PC hugbúnað, en afkastameiri vélbúnað. Allir notendur hafa eigin örgjörva sem er 40% hraðvirkari en IBM-XT, 512k minni fyrir stærstu forrit og 14" tæran skjá með teiknihæfileika. Corona Mega PC sann- kallaður risapési. MICROT©L¥AlM Síðumúla 8 - Símar 83040 og 83319 Þú svalar lestrarþörf dagsins ’ A ÁÆTLANA- GEl RÐA R- KE 'RFl Ð MULTIPLAN Multiplan er áætlanagerðarkerfi (töflureiknir), sem öll fyrirtæki geta notfært sér við útreikninga. Við áætlanagerð getur Multiplan sýnt ótal valkosti, eftirlíkingar og gert tölulega úrvinnslu. Markmið námskeiðsins er að veita þeim, er starfa við áætlanagerð og flókna útreikninga, innsýn í hvernig nýta megi Multiplan-áætlanagerðarkerfið í starfi. Efni: Uppbygging Multiplan-(tölvureikna) • Helstu skipanir • Uppbygging líkana • Meðferð búnaðar. Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað starfsmönnum fyrirtækja sem nota eða ætla að nota Multiplan (töflureikna). Tími og staður: 3.-5. mars kl. 13.30-17.30 Ánanaustum 15 Leidbeinandi: Páll Gestsson, starfsmadur Skrifstofuvéla hf. Asciórnunarfélaa islands Ánanaustum 15 Sími: 6210 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.