Morgunblaðið - 27.02.1986, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.02.1986, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRtJAR 1986 Bréf aðila vinnumarkaðar- ins til ríkisstjómarinnar Afnám verðjöfn.gj. afrafm. 440 millj. kr. Niðurfelling launaskatta 330 millj. kr. FULLTRÚAR Alþýðusambands íslands, Vinnuveitendasam- bands íslands og Vinnumála- sambands samvinnufélaganna afhentu Steingrimi Hermanns- syni og Þorsteini Pálssyni svo- hljóðandi bréf á fundi í stjórn- arráðinu í gærkvöldi: í framhaldi af bréfí samnings- aðila til ríkisstjómarinnar 31. janúar og svari hennar frá 11. febrúar sl. hefur verið unnið að gerð nýs kjarasamnings sem byggir á föstu gengi krónunnar og afgerandi hjöðnun verðbólgu. Arangur í þessum efnum er háður því að stjómvöld beiti sér nú þegar fyrir þeim aðgerðum, sem nefndar voru í ofangreindu bréfí ríkis- stjómarinnar, auk frekari aðgerða tii niðurfærslu verðlags, aðhalds í verðlagsmálum og eflingar samkeppnisstöðu útflutnings- og samkeppnisiðnaðar. Samningsað- ilar beina því til ríkisstjómarinnar að hún tryggi framgang eftirfar- andi atriða, enda er það forsenda þess kjarasamnings sem nú er í burðarliðnum. Aðgerðir þessar feiast einkum i: — Lækkun á tekjuskatti. — Lækkun á útsvari. — Lækkunvaxta. — Lækkun á verði opinberrar þjónustu. — Lækkun á bensínverði. — Lækkun á búvöruverði. — Afnámi verðjöfnunargjalds af rafmagni. — Lækkun á tollum af grænmeti. — Lækkun á tollum af fólksbif- reiðum. — Lækkun tolla af hjólbörðum. — Lækkun á tollum af heimilis- tækjum. — Niðurfellingu launaskatts til eflingar samkeppnisstöðu. — Stóraukinni upplýsingastarf- semi um verðmyndun og verð- lag. Eftirfarandi listi sýnir nánari útfærslu á einstökum atriðum: 1. Lækkun tekjuskatts. Ríkisstjómin beiti sér fyrir lækkun tekjuskatts um allt að 150 milljónum króna á þessu ári til samræmis við breyttar verðlagshorfur frá því sem flárlög gerðu ráð fyrir. Bent er á hækkun persónuafsláttar sem æskilega leið til þess að ná þessu markmiði. Fyrirfram- greiðsla tekjuskatts lækki til samræmis við þetta. 2. Lækkun útsvars. Ríkisstjómin beiti sér fyrir því að sveitarfélög lækki út- svar í ljósi lægri verðbólgu en forsendur fjárhagsáætlana þeirra byggðu á. Fyrirfram- greiðsla útsvars lækki að sama skapi. Hér er um að ræða sem næst 300 millj. kr. 3. Lækkunvaxta. Ríkisstjómin beiti sér fyrir því að vaxtaákvarðanir styðji og fylgi verðlagshjöðnun. Vextir lækki strax 1. mars og síðan mánaðarlega í samræmi við lækkun verðbólgu. 4. Lækkun á verði opinberrar þjónustu (0,5% vísitöluáhrif). Ríkisstjómin beiti sér fyrir lækkun á verði opinberrar þjónustu eins og fram kemur í bréfi til aðila vinnumarkaðar- ins dags 11. febrúar 1986 en þar er m.a. gert ráð fyrir. 10% lækkun rafmagnsverðs. 7% lækkun á töxtum Hita- veitu Reykjavíkur. 5% lækkun á afnotagjöldum ríkisútvarpsins. 5% lækkun á dagvistargjöld- um. Auk þess er þess vænst að önnur fyrirtæki ríkis og sveit- arfélaga fylgi sömu stefnu. Nú þegar verði gengið eftir skýmm svörum frá öllum sveitarfélögum og orkufyrir- tæjum um fyrirætlanir þeirra í ljósi nýrra verðlagsforsendna. Bein áhrif þessarra lækkana eru metin á 0,5% í vísitölu framfærslukostnaðar en með óbeinum áhrifum, af því að opinber fyrirtæki falla frá hækkunum síðar á árinu eru áhrifín í heild metin á 0,7%. Miðað er við að lækkun þjón- ustu komi fram eigi síðar en 1. mars 1986 og að auki falli opinber fyrirtæki frá áformuð- um hækkunum síðar á árinu. 5. Lækkun á verði á bensíni og olíum (0,7% vísitöluáhrif). Lækkun á verði á bensíni og olíum á heimsmarkaði skili sér í verðlagningu á þessum vörum hérlendis. Miðað er við að bensín lækki um 4% í mars- byijun og aftur í aprílbyrjun þannig að lækkun alls verði a.m.k. 10%, sem lækkar fram- færsluvísitöluna beint um 0,5%. Auk þess er gert ráð fyrir því að óbein áhrif af þessari lækkun og almennri lækkun á vörum vegna olíu- verðslækkunar verði 0,25% til viðbótar. 6. Lækkun á verði búvöru (0,5% vísitöluáhrif). Ríkisstjómin beiti sér fyrir því, að búvöruverð hækki ekki 1. mars og búvöruverðshækk- un síðar á árinu verði innan marka umsaminna launa- hækkana 1. júní, 1. september og 1. desember. Bent er á þá leið að hluti út- flutningsuppbóta á búvöru verði notaður til þess að fjár- magna sérstaka verðlækkun á kindakjöti nú á útmánuðum. Jafnframt verði gert ráð fyrir sérstakri verðlækkun á kinda- kjöti næsta haust. 7. Afnám verðjöfnunargjalds af rafmagni (0,25% vísitöluáhrif). Ríkisstjórnin beiti sér fyrir afnámi verðjöfnunargjalds af rafmagni, þannig að verðjöfn- un verði fjármögnuð af al- mennum tekjum ríkissjóðs. Þessari aðgerð er ætlað að lækka orkuverð nérlendis til almennra nota til samræmis við lækkandi orkuverð erlend- is. Áhrifín af þessari aðgerð sem gengið er út frá að komi til framkvæmda 1. mars eru metin á 0,25% í vísitölu fram- færslukostnaðar. Ásamt áður- greindri lækkun gjaldskrár rafveitna felur þetta í sér 20% lækkun á rafmagnsverði. 8. Lækkun á tollum á grænmeti (0,15% vísitöluáhrif). Ríkisstjómin ábyrgist lækkun á tollum á innfluttu nýju græn- meti (á þeim tímum sem slíkur innflutningur er á annað borð heimilaður), þannig að ýmsar tegundir innflutts nýs græn- metis lækki í verði um 25—30%. Slík lækkun vegur um 0,15% í vísitölu fram- færslukostnaðar. 9. Lækkun á tollum af fólksbif- reiðum (1,5% vísitöluáhrif). Ríkisstjómin standi fyrir lækk- un á tollum eða öðmm aðflutn- ingsgjöldum af bifreiðum sem tryggi að bifreiðir með 2000 rúmsentim. slagrými eða minni lækki í verði um a.m.k. 30%. Stærri bifreiðir lækki hlutfalls- lega minna og stærstu bifreiðir ekki neitt. Slík lækkun vegur 1,5% í vísitölu framfærslu- kostnaðar. 10. Lækkun á tollum af hjól- börðum (0,15% vísitöluáhrif). Tollar af hjólbörðum fyrir fólksbifreiðir verði lækkaðir úr 40% í 10%. Áætluð vísitölu- áhrif em um 0,15%. 11. Lækkun á tollum af heimilis- tækjum (0,35% vísitöluáhrif). Ríkisstjómin beiti sér fyrir eftirfarandi lækkun á tolíum af ýmsum heimilistækjum: Tollar á sjónvarpstækjum, myndbandstækjum, útvarps- tækjum og hljómtækjasam- stæðum lækki úr 75% í 40%. Tollar á ýmsum heimilistækj- um sem nú bera yfir 40% toll Iækki í 40%. Tollar á ýmsum tækjum sem nú bera 40% toll lækki í 15%. Almenn verðlækkun á þessum vömtegundum vegna þessara tollalækkana er nálægt 20% sem vegur um 0,35% í vísitölu. 12. Niðurfelling launaskatts til eflingar samkeppnisstöðu. Ríkisstjómin gangist fyrir þvi að frá 1. mars verði launa- skattur felldur niður af físk- vinnslu, útflutnings- og sam- keppnisiðnaði til þess að gera þeim auðveldara að bera launakostnaðarhækkanir samningsins. 13. Verðgæsla og verðkann- anir. Ríkisstjómin feli Verðlags- stofnun að stórauka verðgæslu og verðkannanir til þess að sem best megi fylgjast með þróun verðlags á sem flestum sviðum. Markmiðið með slíku er að auka upplýsingar um verðlagsmál, veita aðhald að verðákvörðunum og efla verð- skyn almennings. Verðlagsstofnun hafí náið samráð við aðila vinnumarkað- arins um framkvæmd málsins, sbr. yfirlýsingar aðila um aðhald í verðlagsmálum. Aætlaður kostnaður vegna aðgerða Eftirfarandi tafla sýnir áætlaðan kostnað ríkissjóðs vegna aðgerðanna til lækkunar verðlags: Aðgerð: Kostnaður: Lækkun á grænmetistollum 50 millj. kr. Lækkun tolla af hjólbörðum 60 millj. kr. Lækkun á bifreiðatollum 400 millj. kr. Lækkun á tollum á heimilist. 180 millj. kr. Samtals kostn. á heilu ári 1.460 millj. kr. Áætlaður kostn. á árinu 1986 1.250 millj. kr. Heildarkostnaður við lækkun búvöruverðs fer eftir því með hvaða hætti framkvæmdin verður og er því ekki áætlaður hér. Gengið er út frá því að málið í heild verði leyst án þess að halla- rekstur ríkissjóðs aukist af þeim völdum, þó án þess að skattar á launatekjur eða atvinnurekstur verði hækkaðir. Fjármögnun aögeröa Ofangreindar aðgerðir fela í sér 1.250 millj. kr. kostnað fyrir ríkis- sjóð á árinu 1986, auk þess kostn- aðar sem lækkun búvöru hefði í för með sér. Miklu máli skiptir að þessi kostnaður valdi ekki halla á ríkissjóði og að hann verði fjár- magnaður með innlendu fé. Að öðrum kosti væri hætta á aukinni þenslu, sem gæti sett verðlags- markmið kjarasamninga úr skorð- um. Samningsaðilar hyggjast beina þvi til lífeyrissjóðanna að þeir auki kaup sín á ríkisskuldabréf- um, þannig að lífeyrissjóðimir kaupi a.m.k. fyrir 2.655 milljónir króna á þessu ári af ríkissjóði, byggingarsjóðunum, Fram- kvæmdasjóði og Stofnlánadeild- inni. (Sjá sérstakt samkomulag.) Þessi auknu kaup lífeyrissjóðanna á skuldabréfum gefa ríkissjóði svigrúm til þess að mæta a.m.k. 625 milljónum króna af áður- nefndum kostnaði vegna aðgerða á þessu ári. Að öðru leyti verður að afla flár með lækkun útgjalda og/eða innlendri fjármögnun án þess þó að það hafí áhrif á kaupmátt launa, velferðarþjónustu almenn- ings eða stöðu útflutnings- og samkeppnisgreina. Kaup lífeyrissjóða á ríkisskuldabréfum Samningsaðilar munu beita sér fyrir því að þeir lífeyrissjóðir sem starfa á samningssviði þeirra taki að sínu leyti fullan þátt í auknum kaupum lífeyrissjóða á ríkis- skuldabréfum á árinu 1986, alls að Qárhæð 925 milljónir króna umfram það sem gert er ráð fyrir í lánsfjáráætlun. Miðað er við að lífeyrissjóðir landsmanna geri bindandi samn- ing um þessi kaup fyrir 15. mars nk. og að lánskjör verði hin sömu og verið hafa á ríkisskuldabréfum að undanförnu. Af hálfu lífeyrissjóðanna eru þessi auknu kaup skilyrt því að 300 milljónir króna renni beint til lausnar á bráðavanda húsbyggj- enda, til viðbótar þeim 200 millj- ónum króna sem þegar hefur verið ákveðið að veija í þessu skyni. Fulltrúar vinnumarkaðarins á fundi með forsætis- og fjármálaráðherra í gærkvöldi, talið frá vinstri: Þorsteinn Ólafsson, Ólafur B. Ólafsson, Víglundur Þorsteinsson, Gunnar J. Friðriksson, Þorsteinn Pálsson, Steingrímur Hermannsson, Ásmundur Stefánsson, Björn Þórhallsson, Ágúst Geirsson og Karl Steinar Guðnason. Morgunbiaðið/Ámi Sæberg Ferðaskrif- stofa ríkisins rekur Hótel Valhöll UNDANFARNAR vikur hafa staðið yfir samningaviðræður milli aðstandenda Hótels Val- hallar hf., Þingvöllum, og Ferða- skrifstofu rikisins um leigu þess síðarnef nda á veitingaaðstöðu og gistirými Hótels Valhallar sum- urin 1986 og 1987. Samningar hafa nú tekist og mun því Ferðaskrifstofa ríkisins hafa með veitinga- og hótelrekstur að gera á Þingvöllum næstu tvö sum- (Fréttatílkynniiig.) Hveragerði Sjálfstæðis- menn halda próf- kjör á laugardag Hveragferði 25. mars. PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði, vegna sveitar- stjórnarkosninganna í vor, verð- ur haldið þ. 1. mars næstkom- andi. Fer það fram á Austurmörk 2 (uppi) milli kl. 10 og 21. Sá háttur verður hafður á við próf- kjörið að atkvæðisrétt eiga allir stuðningsmenn Sjálfstæðis- flokksins, sem eiga munu kosn- ingarétt í Hveragerði við hrepps- nefndarkosningamar 1986 svo og þeir félagar í Sjálfstæðis- félaginu Ingólfi, sem náð hafa 16 ára aldri á prófkjörsdaginn. Kosning fer þannig fram að núm- era skal í sæti 1 til 5, hvorki fleiri né færri. Kosning 4 efstu manna er bind- andi hafí þeir hlotið atkvæði að minnsta kosti helming gildra kjör- seðla, í það sæti sem þeir voru kosnir til. Hér fara á eftir nöfn þeirra sem taka þátt í prófkjörinu: Alda Andrésdóttir bankafulltrúi, Bjöm Pálsson verkstjóri, Bjöm Sigurðsson garðyrkjubóndi, Erla Alexandersdóttir sölumaður, Gunn- ar Davíðsson kaupmaður, Gunnar Kri^tófersson pípulagningameist- ari,. Hafsteinn Kristinsson fram- kvæmdastjóri, Hans S. Gústafsson garðyrkjubóndi, Helgi Þorsteinsson múrarameistari, Marteinn Jóhann- esson byggingameistari, Ólafur Óskarsson byggingameistari, Pam- ela Morrison húsmóðir, Páll Guð- jónsson nemi og Ævar M. Axelsson jámsmíðameistari. Sjálfstæðisflokkurinn á 4 fulltrúa í núverandi hreppsnefnd, tveir þeirra fulltrúa gefa ekki kost á sér í væntanlegu prófkjöri. Hrepps- nefnd Hveragerðishrepps skipa 7 menn. Sigrún. Fokker Land- helgisgæsl- unnar í skoðun FOKKERVÉL Landhelgisgæsl- unnar hefur verið sett í svokall- aða D-skoðun, þar sem vélin verður öll yfirfarin. Skoðunin fer fram hjá Flugleiðum og tekur um 7 vikur. Hjá Landhelgisgæslunni fengust þær upplýsingar að á meðan yrði leitað til Flugmálastjórnar með leiguflugvél. Jafnframt er í ráði að brúa bilið með aukinni notkun á þyrlu Landhelgisgæslunnar, þar til D-skoðun verður lokið á Fokkervél- ínm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.