Morgunblaðið - 27.02.1986, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 27.02.1986, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR1986 „Ætlum okkur titilinn41 — segir Paul McGrath íviðtali við Morgunblaðið Fri Bob Hennossy, fróttamanni Morgun- blaöslns í Englandi: PAUL MCGRATH, hinn stóri og starki miðvörður Manchester United er oft nefndur „Svarta perlan" af félögum sfnum. Hann hefur sýnt stórstígar framfarir að undanfömu og eftir margvfslegt mótlæti á undanförnum árum virðist nú allt ganga honum f haginn. Ron Atkinsson, fram- kvæmdastjórí Manchester Unit- ed, hrósar honum á hvert reipi og nýlega gerði hann samning við llð sitttilfimm ára. „Þeir buðu mér frbæran samn- ing," sagði McGrath, sem er 26 ára. „Ég hef alla tíð viljað vera hór, og eftir að hafa gert þennan samning finnst mér óg nokkuö öruggur um sæti í liðinu." „Mér finnst ég alls ekki vera nein stjarna. Ég er bara heppinn. Hér eru stórstjömurnar allt í kring- um mig, en öli lætin sem fylgja þeim hafa ekki mikii áhrif á mig,“ sagði hann. McGrath er reyndar þekktur fyrir hlédrægni sína og hefur hvað eftir annað neitað aö koma fram í sjónvarpi. „Það á ekki við mig. Ég læt aðra um það,“ sagði hann. Hann hefur heilmikla reynslu í að bægja frá varasömum mönn- um. „Áður en ég kom til United var óg öryggisvörður við sjúkrahús í Dublin. Eg var oft á næturvakt og gekk um með vasaljós í leit að innbrotsþjófum!" Paul McGrath er fæddur í Lon- don en ólst upp í Dublin. Þar lék hann sem unglingur með St. Patricks Athletic, og fljótt komu njósnarar frá stóru ensku fólögun- um auga á drenginn. Luton, Arsen- al og Manchester City sýndu öll áhuga, en þegar Manchester Unit- ed bauð 20 þúsund pund í hann, stóðst hann ekki mátiö og fór til Old Trafford. Það var í apríl 1982. Strax varð Ijóst að þessi hör- undsdökki piitur var efnilegur en óheppnin elti hann — alltaf þegar hann var í þann mund að vinna sér fast sæti í liðinu settu meiðsli strik í reikninginn, Það er fyrst núna sem McGrath er orðinn miðvörður liðsins nr. 1 og er öruggur um sæti á meöan hann er ómeiddur. „Félagið er að byggja upp liðskjarna, sem á að geta haldið saman nokkur næstu árin, og ég er ákaflega ánægður með að vera þátttakandi í þeirri uppbyggingu,“ sagði hann. Fyrir nokkru tapaði Manchester United fyrir West Ham. „Já, það var slakur leikur hjá okkur. Og ég var ekkert alltof gáfulegur á köflum sjálfur," sagði hann. „Það væri auðvitað gaman að leika á Wem- bley í úrslitum bikarkeppninnar, en okkur langar alla miklu frekar að vinna meistaratitilinn. Áhorf- endur okkar eiga það skilið." Sumir álíta McGrath besta miðvörð ensku knattspyrnunnar um þessar mundir. Að minnsta kosti þykir Ijóst að Jack Charlton verður ekki í vandræðum með miðvarðarsföðurnar í írska lands- liöinu — með þá McGrath, Mark Lawrenson og Kevin Moran alla í hópnum. Toyota-skíðagangan: Halldórvann HALLDÓR Matthíasson sigraði í 10 km göngu á Toyota-mótinu sem Skfðafálag Reykjavfkur gekkst fyrir um sfðustu helgi við Borgarskálann. Tfmi Halldórs var 23,02 og var hann tæpum þremur Anderlech komið á toppinn ANDERLECHT tók í fyrsta sinn f vetur forystuna f belg- fsku 1. deildinni f knattspyrnu á sunnudaginn er þeir unnu Lokeren, 3—2, á heimavelli. Á sama tíma tapaði FC-Brugge, sem hefur haft forystu í deildinni lengst af í vetur. Liðið tapaði á heima- velli, 2—3, fyrir Standard. Anderlecht og Brugge eru í nokkrum sérflokki í deildinni. Waterschei, lið Ragnars Mar- geirssonar, er nú í neðsta sæti deildarinnar og blasir nú fallvið liðinu. Úrslit leikja á sunnudaginn voru þessi: Boerschot — FC Nechlln Andertecht — Lokeren Charíeroi — Beveren Uerse — Antwerp Fc Brugge — Standard Seraing — FC Uege Kortryk — RWDM Ghent — SK Brugge Waterschei — Waregen 0-0 3-2 0-4 0-0 2-3 frestad 2-3 1—1 frestaA Staöan er nú þannig: Anderíecht FC Brugge Standard Ghent Waregen Beveren FC Uege mfnútum á undan næsta manni, Ingólfi Jónssyni. ( 5 km göngu kvenna sigraði Sigurbjörg Eðvarðsdóttir, í 5 km göngu unglinga Hjalti Egilsson og t 5 km göngu öldunga háöu grimmilega keppni þeir Páll Guö- björnsson og Matthías Sveinsson. Páll varð að lokum 5 sekúndum á undan í mark. Ragnheiður æfir í Kanada og ætlar á HM RAGNHEIÐUR Runólfsdóttir sundkona dvelur nú f Kanada þar sem hún ætlar að æfa af kappi fram að heimsmeistaramótinu f sundi sem fram fer f ágúst f Madríd á Spáni. Hún er staðráðin í þvf að ná lágmörkum sem þarf til að mega taka þátt f mótinu. Ragnheiður æfir með kanadíska félaginu Keyano sem er eitt stærsta sundféiag þarlendis. Þjálf- ari hjá féiaginu er Dave Johnson en hann þjálfaði sundfólk Kanada fyrir síðustu Ólympíuleika og hann stjórnar liði Kanada á Samveldis- leikunum sem fram fara í Edinborg í júlí og einnig á HM í ágúst. Það er margt sem menn leggja á sig þegar íþróttir eru annars vegar. Ragnheiður æfir tvisvar á dag. Fyrst klukkan hálf sex á morgnana og síöan strax eftir skól- ann á daginn en hún stundar nám í fjölbrautaskóla í Kanada. Aðstaðan hjá félaginu er hreint frábær. f íþróttamiðstöðinni þar sem hún æfir eru þrjár sundlaugar í einum og sama salnum. Ein laug- anna er átta brauta 50 metra löng laug og síðan eru tvær 25 metra laugar með sex brautum hvor. Auk þess eru í salnum heitir pottar og fullkomin dýfingalaug. Nú um helgina mun Ragnheiður keppa í kanadíska meistaramótinu í sundi en þar verður landslið Kanada valið þannig að búast má við mikilli og harðri keppni. Elísabet æfir hjá Svfum ELÍSABET Þórðardóttir, TBR, fór til Sviþjóðar á dögunum til að æfa þar og keppa fram að Evr- ópumeistaramótinu, sem hefst 30. mars f Uppsölum f Svfþjóð, og mun hún þá keppa þar með íslenska landsliðinu. Elísabet mun æfa með Aura- félaginu í Málmey sem er sterk- asta félagsliðið í Svíþjóð í bad- minton og með nokkra af lands- liðsmönnum Svía innan sinna vé- banda. Þjálfari Aura er jafnframt aðstoðarlándsliðsþjálfari Svía. Svíþjóð er með sterkustu bad- mintonþjóðum heims og verður þetta án efa mikil upplifun fyrir Elísbetu. Hún er núverandi fs- landsmeistari í tvíliðaleik ásamt Þórdísi Edwald. Asgeir yrði leikstjórnandi á HM þýska landsliðsins ASGÉIR Sigurvinsson fær enn eina viðurkenninguna f viðtali sem birtist f febrúarhefti knatt- spyrnutfmaritsins World Soccer við Franz Beckenbauer, þjálfara vestur-þýska landsliðsins. í viðtalinu er rætt við Becken- bauer um vestur-þýska landsliðið í knattspyrnu og undirbúning þess fyrir HM í Mexíkó. Þar kemur fram að Beckenbauer er hóflega bjart- sýnn, hann telur liðið gott en hafi þó einn stóran galla — þaö vanti leikstjórnanda. Beckenbauer segir það kaldhæðni örlaganna að í þýskri knattspyrnu séu þrír leik- menn sem gætu leikið svipað hlut- •Ásgeir nýtur enn mikillar virð- ingar sem knattspyrnumaður. •Beckenbauer segir Ásgelr einn þríggja leikmanna f þýskri knatt- spymu sem gætu stjórnað leik landsliðsins. verk fyrir landsiiðiö og Platini gerir fyrir það franska, en einn þeirra og sá eini sem er Þjóðverji vilji ekkiieika með liöinu og hinir tveir séu erlendir. Hann segir Berd Schuster eina Þjóðverjann sem gæti stjórnaö leik landsliðsins á nógu afgerandi hátt, og að Asgeir Sigurvinsson og Sören Lerby, sem báðir leika með þýskum liðum, séu einu mennirnir í þýsku knattspyrn- unni sem gætu leikið þetta hlut- verk. Það er því greinilegt að Asgeir nýtur ennþá mikillar virðingar í Þýskalandi þó ekki gangi alltof vel hjá Stuttgart um þessar mundir. • Elísabet Þórðardóttir æfir nú badminton f Svfarfki og mun vera þar fram að Evrópumeistaramót- inu. Það er mlkill og góður árang- ur hjá henni að fá að æfa hjá Svfum sem standa mjög framar- lega f badmintonfþróttinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.