Morgunblaðið - 27.02.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.02.1986, Blaðsíða 33
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR1986 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1986 33 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Sameinast um skynsamleg markmið Samningaviðræðum fulltrúa Alþýðusambands íslands (ASÍ) og Vinnuveitendasam- bands íslands (VSÍ) lauk síð- degis í gær með samkomulagi, sem markar þáttaskil þegar litið er til þróunar launa og verðlags hér á landi undanfarin ár. í fyrsta lagi hefur það legið ljóst fýrir, að það er ætlun ríkisstjóm- arinnar að halda meðalgengi krónunnar sem stöðugustu. Samningsaðilar hafa lýst því yfir, að þeir vilji virða þetta markmið. í öðru lagi einsetja samningsaðilar sér að lækka verðbólgu verulega. í þriðja lagi hefur ríkisstjómin samþykkt, að ríkissjóður og ríkisfyrirtæki taki á sig verulegar byrðar til að samningamir stuðli að sam- drætti í verðbólgu. í §órða lagi hefur verið samið um framgang ýmissa réttindamála, svo sem um lífeyrisrétt, húsnæðismál, uppsagnarrétt fiskvinnslufólks, rétt til_ launa í veikindum og fleira. í fímmta lagi hefur verið samið um það, að einskonar gerðardómur fylgist með þróun verðlags, en með honum er komið til móts við kröfuna um verðtryggingu launa. Fyrsti fundur samningsaðila að þessu sinni var haldinn 15. janúar síðastliðinn. Þeir hafa því setið nákvæmlega sex vikur ! á fundum, með hléum að vísu, en undanfamar nætur hafa orðið ■ samningamönnunum langar. i Athyglisvert er, að nú gerist það enn einu sinni, að ASI og VSÍ ‘ semja án þess að deilunni sé vís- að til sáttasemjara ríkisins. Deiluaðilar sneru sér hins vegar ‘ til ríkisstjómarinnar, sem sendi þeim orðsendingu hinn 11. febr- úar síðastliðinn og lýsti þeirri skoðun sinni, að almenn verð- hækkun frá janúar 1986 til janúar 1987 gæti orðið innan við 9%, enda yrðu ekki verulegar i breytingar til hins verra á við- 1 skiptakjörum eða öðmm ytri aðstæðum þjóðarbúskaparins. Ríkisstjómin lýsti því sem for- sendu þess, að verðbólga færi niður, að meðalgengi yrði haldið sem stöðugustu og þeirri stefnu yrði fylgt eftir með ýtrasta aðhaldi f fjármálum, peninga- málum og erlendum lántökum auk þess yrði almennt “samið um hóflegar launabreytingar í áföngum", eins og það var orðað. Deiluaðilar hafa sætt sig við í þau meginmarkmið, sem koma fram í þessari stefnumnótun rík- Íisstjómarinnar. Hins vegar lýstu þeir strax áhyggjum sínum yfír atriðum í plaggi stjómarinnar, svo sem óljósum loforðum um búvörverð. Reyndi mest á það undir lok samninga í fyrrinótt, hvemig á þessu atriði yrði gripið. En fulitrúar ASI og VSÍ hafa jafnframt viljað ganga lengra en ríkisstjómin, þeir hafa samið um, að verðbólga verði 7% en ekki 9% eins og ríkisstjómin taldi framkvæmanlegt. Að samningar skuli nást um slíkt í okkar verð- bólguhijáða efnahagslífi er merkilegt og raunar sögulegt. Er vonandi, að sú bjartsýni, sem hlýtur að ráða hjá höfundum þessara lofsverðu markmiða, eigi við rök að styðjast. Þorstéinn Pálsson, fjármála- ráðherra, komst þannig að orði í áramótagrein hér í blaðinu: „Ríkisvaldið hefur fyrir sitt leyti reynt að draga úr opinberum umsvifum í því skyni að auka olnbogaiými atvinnulífsins. Þetta er mikilvæg pólitísk stefnumörkun, en hún kallar enn frekar á ábyrgð þeirra, sem að kjarasamningum standa.“ Samningsaðilar, sem nú hafa unnið sitt verk, telja, að þeir hafi ekki brotið gegn þeirri meginstefnu, að ríkisvaldið dragi úr umsvifum sínum, og þeir hafa gert tillögur um meiri opinberan samdrátt en ríkisstjómin boðaði 11. febrúar. Ekki er líklegt, að ríkisstjómin snúist gegn þessum tillögum, en ákvörðun um fram- kvæmd þeirra hlýtur að lokum að vera hjá Alþingi. Hér og nú verður ekki rætt um einstök atriði nýgerðra samninga. Á meðan blekið er tæplega þomað í undirskriftun- um er of snemmt að ræða sér- greind atriði. Starfshættir samn- ingamanna bentu allan tímann til þess, að þeim væri full alvara í því að fara inn á nýjar brautir, hverfa frá verðbólguleiðinni. Þeir vom á einu máli um að semja um kaupmátt en ekki verðbólgukrónur í launaumslag- ið. Þegar rætt var um tillögur ríkisstjómarinnar hér á þessum stað 13. febrúar var komist þannig að orði, að við hefðum dæmin fyrir okkur, þar sem stjómvöld sætu uppi með loforð sín en óraunhæfar tölur í kjara- samningum. Allir þjóðhollir menn hljóta að vona, að svo sé ekki að þessu sinni. Það er tími til þess kominn, að framvinda efnahagsmála verði í samræmi við óskir þeirra, sem standa að ákvörðunum um þau. Ytri að- stæður lofa góðu um afkomu þjóðarbúsins. Það verður von- andi ekki unnt að skella skuld- inni á þær, ef illa fer. Geti þeir, sem nú þurfa að vinna að fram- gangi kjarasamninganna, ráðið mestu um þróun efnahagslífsins næstu mánuði er von til þess, að menn verði meira samstiga en áður; þeir hafa að minnsta kosti sama markmið. Samkomulag launþega og atvinnurekenda HÉR FER á eftir í heild kjara- samningur Alþýðusambands ís- lands, Vinnuveitendasambands Islands og Vinnumálasambands samvinnufélaganna, sem undir- ritaður var i húsakynnum VSÍ kl. rúmlega 19 í gærkvöldi: Kjarasamningnr mijli Alþýðusambands íslands vegna fé- laga, er beina aðild eiga að sam- bandinu, og ennfremur vegna eftir- greindra landssambanda þess og einstakra aðildarfélaga þeirra: Iðn- nemasambands Íslands, Verka- mannasambands íslands, Málm- og skipasmiðasambands íslands, Landssambands iðnverkafólks, Sambands byggingamanna, Raf- iðnaðarsambands Islands, Lands- sambands íslenskra verslunar- manna og Landssambands vörubif- reiðastjóra annars vegar °g Vinnuveitendasambands íslands, Vinnumálasambands samvinnufé- laganna, Meistarasambands bygg- ingamanna og Reykjavíkurborgar hins vegar. 1. grein Ailir kjarasamningar aðila fram- lengjast til 31. desember 1986 með þeim breytingum, sem í samningi þessum greinir. 2. grein Við gildistöku samnings þessa hækka allir kauptaxtar, grunntölur afkastahvetjandi launakerfa og aðrar samningsbundnar greiðslur um 5%. Á samningstímabilinu hækka ofangreind laun sem hér segir: l.júníl986 um 2,5% 1. sept. 1986 um 3,0% l.des. 1986 um2,5% 3. grein Til aðlögunar að nýju launakerfi skal tvívegis á samningstímabilinu greiða sérstakar launabætur. Launabætumar ákvarðast af meðaltali heildartekna, fyrir starf hjá hlutaðeigandi vinnuveitanda næstliðna tvo mánuði fyrir 1. apríl og 1. júní, en greiðast 15. dag sömu mánaða, eða næsta vikulegan út- borgunardag. Ef hluti umræddra tímabila er unninn reiknast greiðsla hlutfalls- lega og ef um hlutastarf er að ræða reiknast greiðslan hlutfallslega miðað við fast starfshlutfall af 40 stunda vinnuviku. greitt iðgjald af samkvæmt gildandi reglum. Með sama hætti skal at- vinnurekandi greiða 1,5%. Hinn 1. janúar 1988 aukast framangreindar iðgjaldagreiðslur þannig, að starfsmaður greiðir 2% og atvinnurekandi 3%, og frá 1. janúar 1989 greiðir starfsmaður 3% og atvinnurekandi 4,5%. Frá 1. janúar 1990 greiðir starfs- maður 4% iðgjald til lífeyrissjóðs af öllum launum og atvinnurekandi með sama hætti 6%. Að öðru leyti vísast til yfirlýsing- ar ASÍ og VSÍ og VMS um lífeyris- mál á fylgiskjali 2. 5. grein Samningsaðilar eru sammála um, að hefja nú þegar undirbúning að uppbyggingu nýs launaflokkakerfis er komi til framkvæmda við gildis- töku næstu samninga, eða fyrr ef samkomulag verður um. Samnings- aðilar munu skipa sérstaka nefnd, sem hefji nú þegar störf og móti tillögur um hið nýja launaflokka- kerfi. Tillögur nefndarinnar liggi fyrir í síðasta lagi hinn 1. október nk. Markmið hins nýja launakerfís skal vera: 1. Að færa kauptaxta að greiddu kaupi. 2. Að auka hlut fastra launa í heildartelgum. 3. Að stuðla að auknu jafnvægi á vinnumarkaði og leiðréttingu milli starfshópa og starfsstétta meðal annars vegna launaskriðs, sem valdið hefur misgengi. Nefndin skal vinna út frá þeirri meginreglu, að sama hlutfallslega bil sé milli launaflokka og starfsald- ursþrepa og að þetta bil sé um 3%. Áðilar eru sammála um að fela Kjararannsóknamefnd að gera sér- staka launakönnun til undirbúnings upptöku hins nýja launakerfis. Skal könnunin unnin í nánu samstarfi við sérsambönd og/eða félög við- komandi samtaka, sem tilnefni menn til að vinna með nefndinni eftir því sem ástæða er til. Könnun þessi skal ná til sem flestra starfshópa um allt land og taka til beggja kynja í hverri starfs- grein og sýna í sem gleggstu ljósi skiptingu launa milli hinna ýmsu launaþátta. Niðurstöður könnunar- innar skulu liggja fyrir eigi síðar en 1. ágústnk. Vinnuveitendasamband íslands og Vinnumálasamband samvinnu- félaganna munu á grundvelli laga og samþykkta samtakanna beita Launabætur ákvarðast þannig: Meðaltal heildartekna á Launabæturkr.: mánuði 1. febrúar — 31. mars og 1. apríl — 31. maí Greiðsludagar: Allt að kr. 25.000 á mánuði 3.000 25.000—30.000 ámánuði 2.000 30.000—35.000 á mánuði 1.500 15.4. og 15.6. 15.4. og 15.6 15.4. og 15.6 Til heildartekna teljast allar greiðslur, sem eru endurgjald fyrir vinnuframlag, hvort heldur það er ákvarðað á tíma- eða afkastagrund- velli. 4. grein Iðgjöld til lífeyrissjóða reiknast skv. gildandi reglum, þ.e.a.s. al- mennt af dagvinnulaunum og vaktavinnulaunum. Frá 1. janúar 1987 aukast ið- gjaldagreiðslur til lífeyrissjóða þannig.að til viðbótar núgildandi iðgjaldi skal starfsmaður greiða 1% af yfirvinnu, ákvæðisvinnu, bónus eða öðrum launum, sem ekki er sér fyrir því, að fyrirtæki innan þeirra vébanda láti umbeðnar upp- lýsingar í té, vegna starfsemi Kjara- rannsóknamefndar. 6. grein Samningsaðilar setji þegar niður nefnd, er hafi það hlutverk að gera tillögur um nýja skipan launa- greiðslna í veikinda- og slysatilvik- um. Nefndin hraði störfum og skili tillögum til stjóma aðila fyrir 1. júní nk. í nýjum reglum skal kveðið á um: 1. Aukna tryggingarvemd laun- þega, sem verða fyrir langvinn- um forföllum frá vinnu vegna slysa í og utan vinnutíma eða vegna veikinda. I þessu tilliti skal höfð hliðsjón af greiðsluréttindum opinberrra starfsmanna og kannað hvort og með hvaða hætti launþegar geti flutt veikindaréttindi milli vinnuveitenda. 2. Greiðslurétt vegna óhjákvæmi- legra fjarvista foreldra frá vinnu vegna veikiiida ungra bama. 3. Slysatryggingar. Athuga skal sérstaklega fjárhæðir trygginga með tilliti til tjóns slasaðra og heildartryggingarvemdar. Á samningstímabilinu skal sér- stök launanefnd, skipuð tveimur fulltrúum ASÍ og tveimur fulltrúum VSÍ/VMS, fylgjast með breytingum verðlags og kaupmáttar svo og þró- un efnahagsmála. Launanefndin skal sérstaklega fylgjast með þróun framfærsluvísi- tölu og meta ástæður til launa- hækkana, fari verðlagshækkanir fram úr viðmiðunarmörkum skv. forsendum samningsins. í störfum sínum skal nefndin líta til þróunar kaupmáttar á því tíma- bili sem liðið er af samningi þessum, samvinnufélaganna, Meistarasam- bands byggingamanna og einstakra aðildarfélaga Alþýðusambands ís- lands sem berist í síðasta lagi 12. mars 1986. Að fenginni staðfest- ingu gildir samningurinn frá 26. febrúar 1986. Heimilt er samtökum vinnuveitenda að beina tilkynningu um samþykki til Alþýðusambands Islands. Samningur þessi gildir til 31. desember 1986 og fellur þá úr gildi án sérstakrar uppsagnar. Reykjavík, 26. febrúar 1986. ríkisins. Þeir, sem veitt er lána- fyrirgreiðsla með þessum hætti, skulu eiga rétt á húsnæðisaf- slætti X kr. í Y ár talið frá byggingar- eða kauptíma í stað vaxtafrádráttar, ef þeir kjósa það frekar. Ráðgjafarþjónusta húsnæðis- stofnunar verði efld verulega, tímabundið, þannig að af- greiðslu allra umsókna verði lokið innan 2ja mánaða. Ríkis- stjómin beiti sér fyrir því, að húsbyggjendum og kaupendum verði gefinn kostur á lengingu lánstíma í bönkum og sparisjóð- um þannig að lánstími verði a.m.k. 10 ár. 2. Byggingarsjóður ríkisins Lögum um Byggingarsjóð ríkis- ins verði breytt þannig að lán- veitingar úr Byggingarsjóði rík- isins verði bundnar því, að lífeyr- issjóður umsækjanda hafi gert samkomulag við sjóðinn um skuldabréfakaup. Stefnt sé að því að lögin taki gildi 1. septem- ber 1986. 2.1. Lán til þeirra, sem eru að byggja eða kaupa nýja íbúð í Morgunblaðið/Ámi Sœberg Tekizt íhendur að samningum loknum Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ og Magnús Gunnarsson fram- kvæmdastjóri VSÍ takast í hendur þegar samkomulagið var í höfn í gær. Með fylgjast Björn Björnsson hagfræðingur ASÍ og Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar. Þeir Ásmund- ur og Magnús hafa borið hitann og þungann í samningum undan- farinna ára en þetta eru síðustu samningar þeirra félaga, í bili a.m.k., þvi Magnús tekur innan skamms við starfi framkvæmda- stjóra Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda. 4. Skyldutryggingu atvinnurek- enda, svo tryggt verði að laun- þegi fái jafnan notið launaréttar í slysa- og sjúkdómsforfollum. Foreldri skal heimilt að veija samtals 7 vinnudögum á hveiju tólf mánaða tímabili til aðhlynningar sjúkum bömum sínum undir 13 ára aldri, verði annarri umönnun ekki komið við, og halda dagvinnulaun- um sínum, svo og vaktaálagi þar sem það á við. Samningsákvæði þetta gildir til bráðabirgða, þar til nýir samningar verða gerðir. 7. grein Samningur þessi er gerður á grundvelli neðangreindra forsenda: 1. Yfirlýsingar ríkisstjómar um skattalækkanir, niðurfærslu verðlags, aðhald í verðlagsmál- um og eflingu samkeppnisstöðu útflutnings- og samkeppnisiðn- aðar. 2. Fyrirliggjandi áætlana um horf- ur í efnahagsmálum. 3. ' Að hækkun framfærsluvísitölu verði innan eftirtalinna marka: Frá l.janúartil 1. maí: 2,5% Frá 1. janúartil 1. ágúst: 4,4% Frá 1. janúartil 1. nóv.: 6,1% og jafnframt meta áhrif breytinga á efnahagslegum forsendum s.s. viðskiptakjömm og þjóðarfram- leiðslu. Telji launanefnd tilefni til sér- stakrar launahækkunar skal ákvörðun hennar liggja fyrir 25. dag útreikningsmánaðar og koma til framkvæmda frá og með 1. næsta mánaðar. Nefndin skal leita samkomulags um ákvarðanir sínar, en verði ágreiningur um úrskurð skulu full- trúar annars aðila deila með sér oddaatkvæði til skiptis. í fyrsta sinn er til ágreinings kemur um ákvörð- un deila fulltrúar ASÍ oddaatkvæði sem gengur til fulltrúa VSÍ/VMS verði ágreiningur um síðari ákvörð- un. 8. grein Samningi þessum fylgir sam- komulag samningsaðila um hús- næðismál, fylgiskjal 1, um lífeyris- mál, fylgiskjal 2, og launatafia kjarasamnings ASÍ og VSÍ sem gildir frá gildistöku samnings, fylgi- slgal 3. 9. grein Samningur þessi öðlast gildi við staðfestingu Vinnuveitendasam- bands íslands, Vinnumálasambands Húsnæðismál ASÍ, VSÍ og VMS eru sammála um að eitt brýnasta úrlausnarefni kjarasamninganna sé að leita leiða til úrlausnar á þeim greiðsluvanda húsbyggjenda, sem nú eiga í erfið- leikum, og jafnframt að fínna var- anlega lausn á Qármögnunarvanda þeirra, sem eru að eignast sína fyrstu íbúð. Samkomulag er milli aðila um eftirfarandi aðgerðir í þessum efn- um: 1. Aðgerðir til lausnar á greiðsluerfiðleikum þeirra, sem byggðu eða keyptu hús- næði á árunum 1980 og síðar. Nú þegar verði varið 300 millj. kr. til viðbótar þeim 200 millj. kr., sem fyrir stuttu var ákveðið að veija til þeirra, sem eiga í greiðsluerfiðleikum. Þessum 500 millj. kr. verði varið, samkvæmt nánari reglum, sem stjóm Hús- næðisstofnunar setur, til við- bótarlána til þeirra, sem hófu byggingarframkvæmdir eða keyptu húsnæði á árinu 1980 eða síðar og eiga í greiðsluerfið- leikum eða hafa ekki getað lokið framkvæmdum. Lán þessi verði með sama lánstfma og almennt er á lánum hjá Byggingarsjóði fyrsta sinn verði sem hér segir m.v. samninga um skuldabréfa- kaup lífeyrissjóða í eftirfarandi hlutfalli af ráðstöfunarfé sjóð- anna að vali hvers lífeyrissjóðs. Mutf.ráðgtljár Lánsfj.h. kr/íbúð m.v. verðlag i febr. 1986 20% 30% 40% 50% 55% 700.000 1.100.000 1.500.000 1.900.000 2.100.000 Lán til þeirra, sem eru að kaupa eldri fbúð í fyrsta sinn verði 70% af framangreindum tölum. Lánstími verði 40 ár og vextir aldrei hærri en 3,5%. Lán samkvæmt þessum tölulið hafí forgang fram yfir lán samkvæmt lið 2.2. hér á eftir. Ef um tvo einstaklinga er að ræða, sem eru að bygga eða kaupa saman íbúð skal taka meðaltal þeirrar hlutfalls- tölu, sem gilda fyrir viðkomandi sjóði. Dæmi: Sjóður A 30% og B 50% meðaltal 40%, 2. 2. Áfram verði lánað til þeirra, sem áður hafa átt íbúðir. Lán þessi skulu þó vera vfkjandi fyrir lánum samkvæmt lið 2.1. Til viðmiðunar verði að lán séu um 70% af láni samkvæmt lið 2.1. Ef um notað húsnæði er að ræða verði miðað við'samanlagt nýtt lán og áhvílandi lán frá Bygg- ingarsjóði rfkisins. 2.3. Lánaafgreiðslu skal breytt þannig, að einstaklingum verði gefíð lánsnúmer og fái þeir ná- kvæmar upplýsingar um það hvenær þeir geta vænst þess að fá lánið útborgað. Lánið skal síðan borgað út á fyrirfram ákveðnum tíma enda hafi nýtt húsnæði náð X byggingarstigi og síðari greiðsla eða greiðslur X mánuðum síðar og/eða þegar húsnæðið hefur náð Z bygging- arstigi, þegar um nýbyggingu er að ræða. Innan 2 mánaða skulu lánsumsækjendur hafa fengið bindandi loforð um af- greiðslutíma lánsins og lánsfjár- hæð enda fylgi hún verðlags- breytingum frá þeim tíma, sem loforðið er gefið á. 2.4. Áður en gerður er lánssamn- ingur samkvæmt lið 2.3. skal gengið úr skugga um með greiðsluáætlunum að umsækj- andi geti fært sönnur á að eigna- og tekjustaða hans sé slík, að hann geti lagt fram eigið fé til nýbyggingar eða kaupa og stað- ið undir m.v. núverandi aðstæð- ur ásamt lánafyrirgreiðslu. 3. Afgreiðsla iána til þeirra, sem nú eiga óafgreiddar lánsura- sóknir hjá Byggingarsjóði rík- isins. Þeir, sem eiga óafgreiddar láns- umsóknir hjá Byggingarsjóði ríkisins, þegar breytingamar taka gildi, skulu eiga kost á láni, sem miðist við, að þær væm afgreiddar samkvæmt nýju kerfi sbr. lið 2 á þeim hlutum Iánsins, sem verða óafgreiddir eftir gildi- stöku nýrra reglna. 4. Byggingarsjóður verkamanna Fé Byggingarsjóðs verkamanna verði aukið um 200 millj. á árinu. 1986. Lánsfé Byggingarsjóðs verkamanna verði síðan aukið m.v. fast verðlag. Lánshlutfall á lánum til 42 ára hækki nú þegar úr 80% í 85%. Veitt verði lán til allt að 2ja ára til þeirra, sem eiga í erfiðleikum með 15% út- borgun. Stjómir verkamannabústaða skulu eftir því sem kostur er og hagkvæmt þykir kaupa íbúðir á fijálsum markaði. Þær íbúðir sem em keyptar á þann hátt skulu endumýjaðar miðað við eðlilegar kröfur á hveijum tíma áður en þær em afhentar við- komandi kaupanda. Ennfremur skal gæta ítmstu hagkvæmni við byggingu íbúða m.a. með útboðum. 5. Leiguhúsnæði Húsnæðisstofnun ríkisins verði falið að framkvæma könnun á þörf fyrir leiguhúsnæði hér á landi. Skal þeirri könnun hraðað eins og kostur er þannig að hægt sé við gerð fjárhagsáætl- ana fyrir árið 1987 að veita fjár- magni til byggingar leiguhús- næðis í ljósi þeirrar þarfar, sem er fyrir byggingu slíks húsnæðis hér á landi. 6. Lánveitingar lífeyrissjóða til húsnæðismála 6.1. Stefnt verði að því að lífeyris- sjóðir veiji tilteknu hlutfalli af ráðstöfunarfé sínu til kaupa á skuldabréfum af ríkissjóði, sem renni óskipt til Byggingarsjóðs ríkisins og Byggingarsjóðs verkamanna. Bréf þessi skulu vera verðtryggð og boðin með ekki lakari kjömm en ríkissjóður býður almennt á fjármagns- markaði hveiju sinni. 6.2. Skilyrði fyrir lánveitingu frá Byggingarsjóði ríkisins skal framvegis vera að viðkomandi hafi greitt í a.m.k. 2 ár með fullnægjandi hætti til lífeyris- sjóðs enda hafí lántaki ekki verið við nám, sé öryrki eða af öðmm gildum ástæðum ekki verið á vinnumarkaði. Ef um slflct er að ræða skal lán vera m.v. lán samkvæmt 20% af ráðstöfunarfé lífeyrissjóðs. 7. Húsnæðisafsláttur Frá og með árinu 1986 verður þeim, sem kaupa eða byggja í fyrsta sinn veittur húsnæðisaf- sláttur X kr. á ári í 10 ár m.v. núgildandi verðlag. Afsláttur þessi miðist við hvem einstakl- ing og dragist frá sköttum og getur verið útborganlegur. Jafn- frarnt verði þak á afslætti í nú- verandi mynd 200.000 kr. Þeir sem byggðu 1985 eða fyrr geta valið um það hvort þeir fylgja núgildandi reglum eða nýjum reglum enda verði þeirri ákvörð- un ekki breytt eftir að hún hefur verið tekin. 8. Útfærsla hugmynda Samningsaðilar em sammála því að starfshópur aðila útfæri þær tillögur, sem gerð hefur verið grein fyrir hér að framan í samráði við stjómvöld. Skal slíkur starfshópur m.a. hafa það hlutverk að útbúa fmmvarp til laga vegna þessa máls. Reykjavík, 26. febrúar 1986. Yfirlýsing Alþýðusámbands íslands, Vinnu- veitendasambands íslands og Vinnumálasambands samvinnufé- laganna um lífeyrismál Samningsaðilar hafa kynnt sér tillögur 8-manna lífeyrisnefndar ASÍ, FFSÍ, VSÍ og VMS um megin- efni löggjafar um starfsemi lífeyris- sjóða og lýsa fyllsta stuðningi við þau meginmarkmið; — að sett verði löggjöf um starf- semi lífeyrissjóða, sem feli í sér að komið verði á fót heildstæðu lífeyriskerfí, sem taki með sam- ræmdum hætti til allra starfandi manna og allra lífeyrissjóða, — að lífeyriskerfið byggi á fullri sjóðssöfnun og grundvallist á þeim sjóðum, sem nú eru starf- andi, — að lífeyrisiðgjöld og skuldbind- ingar standist á, — að lífeyrissjóðir greiði elli- og örorkulífeyri svo og maka- og bamalífeyri til viðbótar gmnnlíf- eyri almannatrygginga, — að lífeyrisréttindi og lífeyrir frá lífeyrissjóðum verði verðtryggð- ur miðað við lánskjaravísitölu, — að kveðið verði á um lágmark réttinda og iðgjalda og að miðað verði við 70 ára ellilífeyrisaldur með möguleikum á frestun eða fiýtingu á töku ellilífeyris án þess þó, að það hafi áhrif á út- gjöld sjóðanna, — að settar verði ákveðnar reglur um starfsemi, meðferð fíár- muna, bókhald og reikningsskil lífeyrissjóða og reglubundið eft- irlit með starfsemi þeirra, í því skyni að skapa sem mesta festu í starfsemi þeirra og öryggi um þá fjármuni, sem sjóðimir ávaxta fyrir sjóðfélaga. Samningsaðilar hafa kynnt sér tillögur nefridarinnar um samspil iðgjalda og réttinda og lýsa stuðn- ingi við meginefni tillagnanna um það efni. Ljóst er, að enn er ólokið vinnu við ýmsa þætti frumvarpsins og annað þarfnast nánari athugunar, einkum það er varðar samspil nýs lífeyriskerfis og þess sem nú er búið við. Þá er ljóst að fjalla þarf um tengsl lífeyris úr lífeyrissjóðum og almannatryggingum svo og vanda einstakra sjóða, sem ekki fá. að fullu staðið við skuldbindingar með eignum. Um þessa þætti þarf að fjalla sérstaklega í samvinnu aðila vinnumarkaðarins og stjómvalda. Með vísan til ofanritaðs beina samtökin því til lífeyrisnefndarinnar að hún vinni hið fyrsta endanlegar tillögur að löggjöf um starfsemi líf- eyrissjóða og leggi fyrir stjómir samtakanna til endanlegrar af- greiðslu af þeirra hálfu. Þess er vænst, að afgreiðslu málsins verði lokið fyrir 1. apríl nk. og að stjómvöld greiði götu þess, þannig að löggjöf um starfsemi líf- eyrissjóða geti tekið gildi 1. janúar 1987. Reykjavík, 26. febrúar 1986.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.