Morgunblaðið - 27.02.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.02.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR1986 Lestur á góu María Lang: Intirgernes Hus Dönsk þýðing: Grete Juel Jörg- ensen Útg. Wöldike Maria Lang er væntanlega einn þekktasti sakamálasagnahöfund- ur Svía nú um stundir. Hún skrifar sögur 5 hefðbundnum stíl, ekki er kafað djúpt og aðaláherzlan er á spennuþætti sagnanna. Um það er út af fyrir sig allt gott að segja. í langflestum bóka hennar er lögregluforinginn Christer Wiijk ein helzta persónan og öld- ungis furðulegt hvað sá maður er naskur á að vera í grennd við þá staði sem vondir og ljótir at- burðir gerast. Margar bóka Mariu Lang gerast í friðsælum fæðing- arbæ Christers Wiijk, Skógum. Þar gerist yfirleitt aldrei neitt sem er í frásögur færandi nema ef Wiijk kemur á bernskuslóðimar. Eftir að Christer Wiijk gekk að eiga óperusöngkonuna Camillu Martin hefur sögusviðið einatt verið í leikhúsinu og óperunni þar sem Camilla syngur Wagner, öðrum konum betur. Og óperu- húsið er í þessari bók vettvangur atburðanna. Maria Lang hefur ágætt lag á að búa til óhugnanlegan og hæfi- legan þráð, töluvert hættir henni til að fara út í smáatriðalýsingar og draga inn í leikinn persónur sem koma aðalmálinu ekkert við; oftast virðist það gert til að villa dálítið um fyrir lesendum, svo að þeir verði ekki löngu búnir að leysa gátuna, þegar Christer Wiijk kemur með lausnina. Þessi bók kom út fyrir æði mörgum árum fyrsta sinni, en hefur oft verið gefín út síðan. Hún ber flest af betri einkennum saka- málsagna Mariu Lang. Leigh Nichols: The Key to Midnight Útg. Fontanakiljur 1985 Alex Hunter er snöfurlegur spæjari frá Chicago. Einhverra hluta vegna hefur hann komið til Japans, það er ekki alveg á hreinu hvað fyrir honum vakir. Þar kynnist hann stúlkunni Joönnu Rand, sem rekur glæsilegan veit- ingastað í Kyoto. Alex hrífst af fegurð og glæsileik stúlkunnar og fer að reyna að koma sér í kynni við hana, því að hann skynjar fljótlega af skarpleika sínum, að það er eitthvað dulúðugt við hana og fortíð hennar. Joanna vill ekki stofna til nánari kynna við Alex og ástæður þess eru meira en lítið dularfullar líka. Alex verður fyrir ails kyns áreitni, þegar einhverjir sem enginn veit að svo stöddu hveijir eru, átta sig á því að hann er að athuga fortíð Joönnu. Með einbeitni og áræðni tekst Alex að fá stúlkuna til að fara í dáleiðslu og þá fer nú eitt og annað að koma upp úr kafínu. Hún er sennilega alls ekki Joanna Rand, líklega er hún dóttir virts öldunga- deildarþingmanns og kannski næsta forseta Bandaríkjanna. Svo virðist sem kynlegri meðferð og í meira lagi óhugnanlegri hafí verið beitt við hana til að þurrka út hennar fyrra líf og búa til nýja manneskju. Og þá er auðvitað spumingin stóra afhveiju var gripið til þessa og hver stóð fyrir því? Þetta er ljómandi spennandi saga, ítarlegri en bráðnauðsynlegt er hvað varðar ýms smáatriði. Lýsingar á mataræði, fatnaði og ýmsu smálegu svo sem oft óþarf- ar. Persónumar em ekki djúpar, enda óþarfí í sögum af þessu tagi. Og þótt hugmyndaflug höfundar sé á mörkunum að ofbjóða manni, tekst honum mæta vel að binda hnúta og ljúka málinu svo að úr þessu verður skemmtilegasta lesning. Samantha Joseph: Advances Útg. NEW 1984 Þessi bók kom út í Bandaríkj- unum fyrir rúmum tveimur ámm og varð metsölubók, enda skrifuð býsna mikið eftir þeirri formúlu sem er allsráðandi hjá ákveðnum hópi bandarískra afþreyingarbóka nú. Hér segir frá Angelu C. Vac- caro sem eftir mislukkað hjóna- band á mjög ungum aldri kynnist ítalska auðmanninum Paulo og þau giftast og hann ferst þegar mannræningjar fyrirkoma hon- um. Með Angelu hefur blundað þörf til að skrifa og eftir dauða Paulo flytur hún aftur heim til Bandaríkjanna og það er eins og við manninn mælt, hún hristir fram úr pennanum Blue Grotto sem kemst í annað sæti metsölu- listans bandaríska. Síðan drífur hitt og annað á daga hennar og nætur og eftir upplifun á írlandi skrifar hún aðra bók, sem veldur útgefandanum töiuverðum heila- brotum í fyrstu. Það kemur í ljós að bók númer tvö er ekki bara spennu- og afþreyingarbók, hún er beinlínis listaverk. Og þá eru auðvitað áhöld um hvort hægt er að selja hana. Það er fróðlegt að lesa um kynningarherferðir sem banda- rísk forlög virðast heyja vegna útgáfu nýrra bóka, allt makkið og baktjaldamakkið, róginn og ljúfa lífið sem er ekki langt undan. Astafarslýsingar eru eins og í öðrum svona bókum og ekki nýst- árlegar, en líklega nauðsynlegt kiydd fyrir lesendur. Þessi bók hefur þegar verið þýdd á nokkur tungumál, meðal annars sá ég danska útgáfu af henni í búð hér á dögunum. Innlegg í baráttu kvenna held ég þó að hún geti varla talist þótt hún sé kynnt þannig — sérstak- lega á dönsku útgáfunni. Charlotte Vale Allen: Mod til at elske Dönsk þýðing: Camille Bögh Larsen Útg. Win Pocket 1985 Sagan hefst á stríðsárunum, sögusviðið er London og Þjóðveij- ar gera stöðugar loftárásir á borgina. Stúlkan Sara fínnst ein og yfírgefín á heimili sínu og kemst ekki út, því að móðir henn- ar blygðast sín fyrir útlit telpunn- ar — hún er holgóma — og leyfír henni ekki að fara út. Sara er þó frelsuð úr prísundinni og frændi hennar tekur hana að sér. En örin á sálinni sitja eftir og hún getur ekki gert sér í hugarlund að sín bíði annað hlutskipti en annast gamalmenni á hjúkrunar- heimili. Og kynnast engu öðru og kannski hefur hún ekki löngum í sér til að reyna. Þáttaskil verða þegar leiðir hennar og Simonar, sem er að fást við að leika, liggja saman og með þeim vakna undarlegar en líklega heilar tilfínningar. Simon hefur náttúru til karla — þótt konur höfði til hans líka. Óhjákvæmilegt er að þetta verði nokkuð erfítt samband þó að Söru sé kunnugt um hvatir Simons. Þrátt fyrir að hún efíst ekki um ást hans, fínnst henni hún búa við ákveðna niður- lægingu að hann skuli þurfa að sækja til karlmanna líka. En böndin milli þeirra eru býsna sterk og þau reyna að yfír- vinna erfiðleikana. Það bendir margt til þess að þeim takist það. Þó er langt frá að um happy-end sé að ræða, að minnsta kosti ekki í hefðbundnum skilningi. Þetta er harla óvenjuleg bók og persóna Söru og Simonar beggja skýr og fysileg. Else Fischer: Undulaten der ikke ville dö Útg. Lademann forlag. Eg fískaði þessa bók undan stafla afþreyingarbóka á fomsölu, minnug þess að æði mörg ár væru síðan ég hefði gluggað í bók eftir Else Fischer. Hún hefur skrifað fjölda sakamálasagna og sumra verið getið { þessum dálk- um og hún hefur einnig getið sér orð fyrir bamabækur. Else Fischer er að mörgu leyti gamaldags sakamálahöfundur en mætti segja mér að fyrstu bækur hennar í Danmörku, sem komu út á árunum upp úr 1957 hefðu þótt nokkuð nýstárlegai-. Enda eru sakamálasagnaskríf ekki jafn „þróuð" á Norðurlöndum og til dæmis í Englandi og Frakklandi. Hér á Islandi hefur að visu verið eitthvað reynt að skrifa slík- ar bækur, en einhvem veginn hafa þær ekki verið teknar alvar- lega — að minnsta kosti ekki nema að vissu marki. Kannski hafa þær ekki verið nógu góðar, eða kunn- ingjasamfélagið keyrt þær í kaf. Sögusviðið í Undulaten der ikke ville dö er Egyptaland og um- hverfíð leikur hlutverk í sögunni og gerir það ágætlega. Hópur samstilltra ferðafélaga á ferð. Að því er virðist. Aðalpersónan er Sandra Brenner. Hún hyggur gott til fararinnar, sem er í senn náms- ferð og skemmtireisa. En auðvitað grunar stúlkuna ekki að morðingi leynist í þessum hópi, sem virðist vera sléttur og felldur. Og af hveiju lætur hann til skarar skríða? Þegar sannleikurinn fer að renna upp fyrir henni er of seint að draga sig til baka. Þetta er reglulega spennandi bók sem uppfyllir ekki allar kröfur sem maður gerir til spennusagna en nógu margar til að maður getur undur vel haft gaman af. Jóhanna Kristjónsdóttir Spurningakeppni í Öræfum Hnappavöllum, Öræfum 1S. febrúar. FÖSTUDAGINN 14. febrúar var haldinn í samkomuhúsinu Hofi í Öræfum fyrsti hluti spurningakeppni á vegum Ungmennasambandsins Úlf- Ijóts í A.-Skaft. Keppendur voru konur ú kven- félögunum Björk i Öræfum, Ósk i Suðursveit og Einingu á Mýrum. í hléi milli umferða var drukkið kaffí með pönnukökum, og einnig spilað bingó. — Sigurður. Á LÁGU PLANI Kvlkmyndir Sæbjörn Valdimarsson Laugarásbíó: Læknaplágan — Stitches */2 Leikstjóri Alan Smithee. Framleiðendur William B. Kerr, Robert P. Marcucci. Handrit Michel Choquette og Michael Paseomek. Tónlist Robert Folk. Kvikmyndataka Hector R. Figueroa. Banda- rísk frá Manson International. 89 mín. Aðalhlutverk Parker Stevenson, Geoffrey lewis, Brian Tochi, Eddie Albert. Myndir geta tæpast orðið rýr- ari í roðinu. Engu líkara en höfundar hafí ekki haft á hreinu hvað þeir væru að fara útí og gleymt jafnóðum því sem á undan var gengið. Enda er myndin lítið annað en lausir endar og hálfsagðir brandarar. Læknaplágan, sem á að öll- um líkindum að vera skopmynd í anda National Lampoon fras- anna, gerist á læknaskóla þar sem þrír nemar virðast hafa fátt annað fyrir stafni en vera drep- leiðinlegir, (eiga víst að vera fyndnir). Fara þeir fyrir bijóstið á skólameistara, sem reynir að koma á þá höggi, (sem og áhorf- endur myndu gjöra ef þeir næðu til þeirra). Þeir aumingjans menn sem stóðu að þessari hörmung, kunna ekki að segja skrýtlur á kvikmyndamáli, því fer sem fer. Gamanmyndin verður með ein- dæmum hrútleiðinleg. Hér er þó bryddað uppá nokkrum hug- myndum sem hefðu getað orðið a.m.k. broslegar, einsog hið allof langa afturgönguatriði í upp- hafí. En það rennur útí sandinn, líkt og myndin öll. Maður blóðöf- undaði það lánsama fólk sem gat frjálst um höfuð strokið og gengið út af þessari hrellingu útí veðurblíðuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.