Morgunblaðið - 27.02.1986, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 27.02.1986, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR1986 37 Fulltrúaráðs- fundur Sambands íslenzkra sveitarfélaga FERTUGASTI fulltrúaráðs- fundur Sambands ísl. sveitar- félaga verður haldinn í húsa- kynnum sambandsins á Háa- leitisbraut 11, Reykjavik, í dag og á morgun. í fulltrúaráðinu eiga sæti 34 fulltrúar frá sveitarfélögum í öllu landshlutum. í upphafi fundarins munu flytja ávörp félagsmálaráðherra, Alexander Stefánsson, og for- seti borgarstjómar Reykjavíkur, Magnús L. Sveinsson. A fundinum verður m.a. fjall- að um eftirtalin mál: 1. Frumvarp til sveitarstjómar- laga. Framsögu um það mál hefur Friðrik Sophusson, alþingismaður. 2. Endurskoðun laga um tekju- stofna sveitarfélaga. Fram- sögumaður Húnbogi Þor- steinsson, skrifstofustjóri. 3. Sveitarfélögin og verka- mannabústaðakerfið. Fram- sögu um það mál hafa Percy Stefánsson frá Húsnæðis- stofnun ríkisins, Einar Páll Svavarsson, bæjarritari á Sauðárkróki, og Valur Þórar- insson, formaður stjómar verkamannabústaða í Nes- kaupstað. 4. Þróun lífeyrismála. Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, mun flytja erindi um það efni. Auk fulltrúaráðsmanna eiga sæti á fundinum formenn og framkvæmdastjórar landshluta- samtaka sveitarféiaga, en þau em sjö talsins, svo og starfs- menn Sambands íslenskra sveit- arfélaga. Kristján Einarsson sveitarstjóri og oddviti Vatnsleysustrandar- hrepps. Vogar í baksýn. Morgunblaðið/E.G. Fiskatorg hf. hefur keypt húsið Iðndal 10. Vogar og Vatnsleysuströnd: Stórátak í atvinnuuppbyggingu ^ Vogum, 24. febrúar. Á MILLI Hafnarfjarðar og Njarðvíkur, er Vatnsleysustrandarhrepp- ur. Þar er dreifð byggð suður með ströndinni frá Vatnsleysum og þegar kemur undir Vogastapa er byggðin í Vogum. Þar býr meiri- hluti íbúanna, sem eru 648 manns, samkvæmt tölum frá 1. desember sl. Sveitarstjóri og oddviti Vatnsleysustrandarhrepps er Kristján Einarsson og átti fréttaritari Morgunblaðsins viðtal við hann. — Hvemig er að vera héma miðja vegu á milli tveggja stórra þéttbýlissvæða, annars vegar Kef.avíkur/Njarðvíkur og hins veg- ar höfuðborgarsvæðisins? „Það hefur marga góða kosti að vera héma, en líka ókosti að sjálf- sögðu. Héðan er stutt að sækja alls konar menningarstarfsemi í báðar áttir í annan stað er það kostur fyrir fólk hér hvað stutt er að sækja vinnu á höfuðborgarsvæðið og í Keflavík/Njarðvíkum. Fólk hefur þar af leiðandi fjölbreyttari atvinnu- tækifæri heldur en svona lítill stað- ur eins og Vogar hefur upp á að bjóða. Það er svo ókosturinn við að vera svona á milli, að þegar fólk vinnur ekki innan sveitarfélagsins, þá nýtur sveitarfélagið ekki nema að hluta þeirra tekna sem íbúamir skapa.“ — Er samstarf sveitarfélaga á Suðumesjum stór þáttur í rekstri sveitarfélagsins? „Það em um það bil 20% af út- gjöldum sveitarfélagsins sem fara til málefna, sem samstarf er um. Þetta em allt þýðingarmikil mál, svo sem hitaveitan, heilsugæslan og sjúkrahúsið, fjölbrautaskóli, bmnavamir, dvalarheimili aldraðra ogfleira." — Hvenir em kostir samstarfs- ins? „Kostimir em að mínu mati þeir, að það er hagkvæmara að reka hlutina í stærri einingum, en í smáum. Þá er ljóst, að lítil sveitarfé- lög gætu ekki veitt íbúunum þá þjónustu, sem þessi sameiginlegu fyrirtæki veita íbúunum á svæð- inu.“ — Er útlit fyrir að jarðhiti, sem hér er í jörðu, verði nýttur á næst- unni til atvinnuuppbyggingar? „Já. Nýstofnað er hlutafélagið Lindarlax, sem hefur það að mark- miði að setja á stofn fískeldi í Iandi Vatnsleysubæja. Rannsóknir á vatnsbúskap svæðisins era hafnar og er ætlunin að nýta háhitasvæðið við Trölladyngju, sem er í landi þessara bæja.“ — Ertu bjartsýnn á stórátak í atvinnuuppbyggingu hér? „Auðvitað er maður bjartsýnn um stórátak. Hér em á döfinni hugmyndir um stór fiskeldisfyrir- tæki, annað sem hefur þegar hafið starfsemi, en hitt er á rannsóknar- stigi. Einnig er nýstofnað fisk- vinnslufyrirtæki er nefnist Fiska- torg og að því standa aðilar sem hafa mikla reynslu í framleiðslu fiskafurða og í markaðsmálum. Hafa þeir keypt hér um 800 m2 hús til þessarar starfsemi. Það yrði geysilega mikil iyfti- stöng næðu þessar fyrirætlanir fram að ganga." Leikendur í Saumastofunni. Morgunblaðið/Sigrún iW.' . Hveragerði: Leikfélagið æfir Saumastofuna Hveragerði, 28. febrúar. HJÁ LEIKFÉLAGI Hveragerðis standa nú yfir æfingar á Saumastof- unni eftir Kjartan Ragnarsson. Frumsýning er fyrirhuguð um næstu helgi í Hótel Ljósbrá. Leikendur eru níu. Leiksljóri er Ragnhildur Steingrímsdóttir. Formaður L.H. er Ingi Guð- mundsson garðyrkjumaður, sagði hann mér í stuttu spjalli að á s.l. hausti hefðu þau í L.H. flutt þætti úr mörgum verkum Kjartans Ragn- arssonar á sýningum í Hveragerði, sem hefðu þótt takast vel og verið mjögvel sóttar. Þar á meðal vom þættir úr Saumastofunni og hefðu þau fengið áhuga á að flylja verkið í heild. Æfingar hafa staðið í 6 vikur en þær gengu seinlega fyrst vegna veikinda leikendanna, en síðustu vikur er búið að æfa vel og sýningin því á næstunni. Þetta er í sjöunda sinn sem Ragnhildur Steingríms- dóttir leikstýrir fyrir félagið. Áður hefur hún stjómað þessu verki fyrir Leikfélag Flateyrar og telur hún þetta eitt af sínum uppáhaldsverk- um. Leikendur í Saumastofunni em níu, aðspurður um hver færi með aðalhlutverk sagði Ingi, að sér fyndist þetta eiginlega allt vea aðalhlutverk, þau væm svo jöfnm, þó væri hlutur kvenna heldur meiri en karla í þessu stykki. Þó má geta þess að þama koma fram konur sem hafa leikið mörg ár t.d. Kristín Jó- hannesdóttir sem á 39 ára leikaf- mæli í ár, er hún ein af stofnendum L.H. og Aðalbjörg Margrét Jó- hannsdóttir sem hefur trúlega farið með flest aðalhlutverk allra í félag- inu. Tveir nýliðar em með að þessu sini. Auk sýningarinnar í haust sem áður var getið, vomm við með grímuball á þrettándanum fyrir bömin og stefnum að því að vera með okkar árlega kabarett síðasta vetrardag, sem við köllum gjaman árshátíðina okkar. Þá höfum við fest kaup á nýju Ijósaborði sem kostar með tollum og gjöldum á þriðja hundrað þúsund krónur. Um 50 til 60 manns em nú félag- ar í L.H. þar af 40 virkir. Vinna félagamir allt sem gera þarf fyrir sýningu hverju sinni og það vill verða æði margt handtakið, sagði Ingi að lokum. Endurreisnartón- list í Kristskirkju MUSICA ANTIQUA heldur tónleika á vegum Tónlistarfélags Krists- kirkju, í Landakotskirkju í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30. Kemur þar fram átta manna einsöngvarakór ásamt hljóðfæraleikurunum Camillu Söderberg, blokkflautu, Ólöfu Sesselju Óskarsdóttur, viola da gamba og Snorra Erni Snorrasyni, sem leikur á lútu. Verður eingöngu flutt tónlist frá endurreisnartímabilinu, þ.e. 15. og 16. öld, en þá var eitt mesta blómskeið lista og vísinda í evrópskri menningar- v- sögu. Þróaðist þá samsíða stórkostleg kirkjutónlist og tónlist af veraldlegum toga og voru flestir tónlistarmenn virkir á báðum svið- um. Efnisskrá Musica Antiqua sam- anstendur annarsvegar af kirkju- legum söng og hljóðfæraverkum, og veraldlegum „madrigölum". Höfundamir em flestir ítalskir og þýskir, svo sem Palestrina og Hassl- er, en þama verða einnig tónverk frá Spáni eftir t.d. Luis de Victoria og Mudarra svo og glæsilegra full- trúa enskrar madrigal-listar, John Dowlands og Thomas Morleys. Þessir tónleikar em þeir fjórðu sem Tónlistarfélag Kristskirkju heldur í vetur, þeir fyrstu vora í september sl. og flutti þá Manuela Wiesler tónlist frá okkar dögum, en síðan hafa verið tónleikar með miðalda- og barrokktónlist. Um miðjan aprfl nk. verða fimmtu tón- leikamir og era þeir helgaðir orgel- verkum Franz Liszt, sem Ragnar Bjömsson mun leika, en tónleika- röðinni lýkur svo í maí með því að Szymon Kuron fíðluleikari o.fl. flytja tónlist frá 18. öld. Þá em einnig fyrirhugaðir kammertónleikar og bókmennta- kynningar í safnaðarheimili kaþ- ólskra á Hávallagötu 14. % Camilla Söderberg, Snorri Örn Snorrason og Ólöf Sesselja Óskars- • dóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.