Morgunblaðið - 27.02.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.02.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1986 5 Morgunblaðið/Júlíus Harður árekstur á Kleppsvegi HARÐUR árekstur varð á Kleppsvegi laust eftir klukkan 18.00. Þar rákust saman tveir fólksbílar og valt annar þeirra með þeim afleið- ingum að hann stórskemmdist og kona, sem var farþegi í honum, var flutt í slysadeild. Meiðsli hennar munu þó hafa verið óveruleg og báðir ökumenn bifreiðanna sluppu ómeiddir. Vegskáli í Óshlíð: •• Ornólfur Guðmunds- son með lægsta tilboð ÖRNÓLFUR Guðmundsson í Bolungarvik átti lægsta tilboð í vegskála á Steinsófærugili í Ós- hlíð, en tilboð í verkið voru opnuð hjá Vegagerð ríkisins siðastlið- inn mánudag. Tilboð Örnólfs hljóðar upp á 18.999.128 krónur, en kostnaðaráætlun Vegagerðar- innar nam 23.184.535 krónum. Næstlægsta tilboð átti Vesttak á ísafírði, 21.454.970 krónur, og þriðja lægsta tilboðið átti Jón Fr. Einarsson á Bolungarvík, 21.764.493 krónur. Lægsta tilboð frá fyrirtækum á höfuðborgarsvæð- inu var frávikstilboð frá Istak upp á 24.135.101 krónur. Þær framkvæmdir sem hér um ræðir fela í sér byggingu 90 metra langs skála, eins konar vegsvala, á Steinsófærugili í Óshlíð. Að sögn Péturs Ingólfssonar, verkfræðings hjá Vegagerðinni, verða teknar upp viðræður við aðila lægstu tilboða nú á næstu dögum. Spá um þróun vísi- tölu o g kaupmáttar Hér fer á eftir spá um framvindu framfærsluvisitölu og kaupmáttar miðað við kjarasamn- inginn, sem undirritaður var með fyrirvara í gærkvöldi. Spáin er nnnin af hagfræðingum Alþýðusambandsins og Vinnuveitendasambandsins: F-vísit. Taxtav. Br.fv. Br.ta Gengi Kaupm. 1986 janúar 164,02 588,75 2,94 167,3 96,2 1986 febrúar 167,76 593,17 2,28 0,75 168,2 96,5 1986 mars 165,70 618,20 -1,23 4,22 168,2 100,8 97,8 1986 apríl 166,93 618,20 0,74 168,2 100,1 1986 maí 168,08 618,20 0,69 168,2 99,4 1986 júní 169,03 633,65 0,56 2,50 168,2 101,2 100,2 1986 júlí 170,41 633,65 0,82 168,2 100,6 1986 ágúst 171,30 633,65 0,52 168,2 100,1 1986 september 171,91 652,66 0,36 3,00 168,2 102,6 101,1 1986 október 173,10 652,66 0,69 168,2 102,0 1986 nóvember 174,00 652,66 0,52 168,2 101,5 1986 desember 174,64 668,98 0,37 2,50 168,2 103,5 102,3 Ársmeðaltal 170,24 630,37 100,4 Breyt. jan.-jan. % 7,3 13,6 0,5 milli ára % 19,8 20,2 11.0 Nokkur meginatriöi: Frá 26. febrúar til 1. des. hækka laun um 13,6%. Frá mars til desember er áætluð hækkun fram- færsluvísitölu 5,4%. Líklegt er að hækkun láns- kjaraváitölu verði á svipuðu róli. Kaupmáttur stígur á árinu, hækkar á II ársfjórðungi um 2,5% og um 1% á III og 1% á IV ársfjórðungi. Sérstakar launabætur svara auk þessa til 1% að meðaltali, en um 3,4% hjá þeim sem lægstar hafa tekjur. Bein niðurfærsla verðlags samkvæmt tillögum aðila nemur um 3,65% í framfærsluvísitölu. Samningurinn er skilyrtur því að fallið verði frá u.þ.b. 5% hækkun á búvörum, sem að óbreyttu hefði komið til framkvæmda 1. mars nk. Samningsaðilar gera ýtarlegar tillögur til ríkisstjóm- arinnar um nýtt og stórbætt húsnæðislánakerfi. Þeim sem byggja fyrstu íbúð er tryggð lánafyrir- greiðsla á lágum vöxtum, allt að 70% af kostnaðar- verði staðalíbúðar. Verðlækkun á árinu er áætluð 7—8%. Verðlags- hækkun á einu ári hefur ekki verið undir 10% frá árinu 1971. F-vísit. þýðir framfærsluvísitala, taxtav. þýðir taxta- vísitala, br.fv. þýðir breyting á framfærsluvísitölu, br.ta. þýðir breytirig á taxtavísitölu, kaupm. þýðir kaupmáttur og m.kaupm. þýðir meðaltals kaup- máttur. ÆTSKÓR þegar á reynir Spurðu skókaupmanninn um ACT-skó Helstu útsölustaðir: Torgið / Hagkaup / Mikligarður / Domus / Skæði / Herraríki / M.H. Lyngdal / Stjörnu- skóbúðin / Skóbúð Húsavíkur / Skóval / Hvannbergsbræður / Skóbær / Skóbúð Keflavíkur / Perfect / Adam / og Kaupfélögin um allt land.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.