Morgunblaðið - 27.02.1986, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR1986
Væringar í breska
V erkamannaflokknum
Neil Kinnock, formaður breska Verkamannaflokksins, hefur lagt
stóraukna áherslu á að höfða til bresku millistéttanna og þykir því
ekki við hæfi að hafa róttæka og byltingarsinnaða hópa innanborðs.
eftir Valdimar Unnar
Valdimarsson
FRAMKVÆMDANEFND breska
Verkamannaflokksins frestaði í
gær að taka ákvörðun um brott-
rekstur 10—20 róttæklinga úr
flokknum. Þeir hafa verið í for-
svari fyrir flokksdeildinni i
Liverpool. Brottrekstur þessi
hefur verið á döfinni um nokkurt
skeið og á rætur að rekja til djúp-
stæðs ágreinings innan Verka-
mannaflokksins um stefnu og
starfshætti. Ráðandi öfl í flokkn-
um, með Neil Kinnock í farar-
broddi, eru staðráðin í að gera
útlæga alla þá sem hallir teljast
undir byltingarstefnu á einn eða
annan hátt. Telja ýmsir að með
hin róttæku öfl innanborðs geti
Verkamannaflokkurinn ekki
gert sér raunhæfar vonir um
sigur í næstu þingkosningum.
Talsmenn vinstri armsins í
flokknum segja hinsvegar að
brottreksturinn og ýmsar yfir-
lýsingar flokksforystunnar séu
til vitnis um varasama þróun,
Kinnock og skoðanabræður hans
séu á góðri leið með að glata
upprunalegum og viðurkenndum
markmiðum Verkamannaflokks-
ins: hugsjónum sósíalismans.
Róttæklingar í
Liverpool
Flokksdeild Verkamannaflokks-
ins í Liverpool hefur löngum þótt
mjög róttæk og mun lengra til
vinstri en flokkurinn á landsvísu.
Hafa helstu talsmenn Verkamanna-
flokksins í Liverpool leynt og ljóst
stutt „militant tendency", hreyf-
ingu, sem byggir einkum á skoðun-
um og kenningum Trotskys. Nokk-
uð er nú um liðið síðan hreyfing
þessi var formlega gerð útlæg úr
Verkamannaflokknum en ýmsir
í JANÚAR siðastliðnum var
stofnað í Reykjavík nýtt leikhús,
Stop! Leikhús! Það hefur aðstöðu
í Galdraloftinu, Hafnarstræti 9.
Að leikhúsinu standa leikaramir
Ása Svavarsdóttir, Helgi Bjömsson
og Margrét Ákadóttir ásamt Huldu
Ólafsdóttur leikhúsfræðingi sem er
framkvæmdastjóri leikhússins.
Stop! Leikhús! vill auka mögu-
leika leikara og annars leikhús-
menntaðs fólks til að þróa list sína
flokksfélagar telja sig eftir sem
áður skoðanabræður þeirra sem að
„militant tendency" standa. Hefur
þessi róttæka hreyfing ekki síst átt
sterk ítök í Liverpool þar sem
Verkamannaflokkurinn hefur nú
meirihluta í borgarstjóm.
Starfshættir hins róttæka meiri-
hluta í Liverpool hafa oft komist
mjög í sviðsljósið hér í Bretlandi
og hefur forystu Verkamanna-
flokksins ekki þótt sú athygli auka
hróður flokksins meðal breskra
kjósenda. Hafa forystumenn flokks-
deildarinnar í Liverpool verið sakað-
ir um að þverbijóta ýmsar flokks-
reglur, ekki síst með stuðningi sín-
um við „militant tendency". Þeir
séu í raun í Verkamannaflokknum
á röngum forsendum, eigi ekki
heima í flokki, sem kenni sig við
lýðræðislegan sósíalisma.
í lok síðasta árs ákváðu ráðandi
öfl í Verkamannaflokknum að láta
til skarar skríða gegn flokksdeild-
inni í Liverpool. Fyrirskipuð var
rannsókn á starfsháttum deildar-
innar til að ganga úr skugga um
hvort ásakanir um margvísleg brot
á flokksreglum ættu við rök að
styðjast. Jafnframt hefur verið
kannað hvort ýmsir talsmenn
Verkamannaflokksins í Liverpool
geti með góðu móti talist gjaldgeng-
ir í flokkinn með hliðsjón af bylting-
arkenndum skoðunum þeirra og
stuðningi við „militant tendency".
Rannsókn þessi þykir meðal annars
hafa leitt í Ijós að „militant tenden-
cy“ hafi náð tökum á flokksdeild
Verkamannaflokksins í Liverpool’
með ýmsum brögðum og vafasöm-
um aðferðum. Hefur frést að rann-
sóknamefndin leggi til að minnst
tíu manns verði vikið úr flokknum
af þessum sökum, þar á meðal
Derek Hatton, helsta forsvarsmanni
meirihluta borgarstjómar í Liver-
pool, og Tony Mulheam, formanni
flokksdeildar Verkamannaflokksins
í borginni.
og bjóða leikhúsunnendum aukna
fjölbreytni í leikritavali.
Fýrsta verkeftii leikhússins er
Uppstillingin (Still Life) eftir Emily
Mann. Það var frumsýnt f Chicago
1980. Leikritið hefur verið sýnt víða
um hinn vestræna heim og allstaðar
fengið frábærar móttökur. Stop!
Leikhús! er fyrsta leikhúsið á Norð-
urlöndum sem tekur þetta verk til
sýningar.
(Fréttatilkynning.)
í gær ræddi framkvæmdanefnd
Verkamannaflokksins um þetta mál
og án þess að reka smiðshöggið á
starf rannsóknamefndarinnar með
því að gera áðumefndan hóp brott-
rækan úr flokknum.
Róttæklingamir í Liverpool og
skoðanabræður þeirra víða um land
hafa líkt þessum aðförum við
galdraofsóknir fyrri tíma og segja
að forysta Verkamannaflokksins
ætti að beina spjótum sínum að rík-
isstjóm Thatchers í stað þess að
ráðast gegn eigin flokksbræðmm.
Ráðandi öfl í flokknum, með Niel
Kinnock í broddi fylkingar, halda
því hins vegar fram að baráttan
gegn íhaldsflokknum verði árang-
urslítil á meðan innan Verkamanna-
flokksins séu róttæk byltingaröfl,
sem eigi sér sáralítinn hljómgrunn
meðal kjósenda og séu til þess eins
fallin að hræða fólk frá stuðningi
við Verkamannaflokkinn. Hefur
Kinnock til dæmis oft haldið því
fram að Verkamannaflokkurinn
verði ekki raunhæfur valkostur
fyrir kjósendur fyrr en hann hefur
losað sig við byltingarsinnana, alla
þá sem ekki styðji af heilum hug
lýðræðislegar leiðir í átt til sósíal-
isma.
Tekist á um
hugmyndafræði
Væringamar innan Verka-
mannaflokksins, sem fram að þessu
hafa meðal annars endurspeglast í
viðureign flokksforystunnar við
talsmenn flokksdeildarinnar í Liver-
pook, eiga sér djúpar rætur. Hér
er í raun tekist á um hugmynda-
fræði flokksins, markmið og leiðir.
Ágreiningur af þessu tagi er alls
ekki nýr af nálinni og hefur löngum
sett svip sinn á starf Verkamanna-
flokksins. Innan flokksins hafa þrif-
ist margvíslegir hópar, sem komið
hafa víða að úr hinu pólitíska Iit-
rófi, meðal annars lengst frá vinstri.
Á undanfömum misseram hafa ráð-
andi öfl í flokknum, undir forystu
Niels Kinnock, hins vegar lagt stór-
aukna áherslu á að höfða til bresku
millistéttanna enda ljóst að án
stuðnings þeirra getur Verka-
mannaflokkurinn ekki unnið þing-
meirihluta í næstu kosningum.
Kinnock og félagar sjá aftur á móti
ekki fram á að millistéttum þyki
Verkamannaflokkurinn fysilegur
kostur með róttæka og byltingar-
sinnaða hópa innanborðs. Því er nú
áætlunin að losa flokkinn við þenn-
an Akkilesarhæl. En Verkamanna-
flokkurinn hefur einnig róið á ný
kjósendamið með öðram hætti.
Flokkurinn hefur tamið sér mál-
flutning, sem talinn er geta höfðað
til millistéttanna. Hann hefur þann-
ig að undanfömu þokast nær miðju
breskra stjómmála. Með ýmsum
áherslum og yfirlýsingum hefur
verið reynt að afla fylgis meðal
þeirra fjölmörgu kjósenda, sem
hvorki sætta sig við harðskeytta
hægri stefnu Thatchers né aftur-
hvarf til þeirra ríkisafskipta, og
þjóðnýtingar, sem fyrri ríkisstjómir
Verkamannaflokksins era þekktar
fyrir. Era áherslubreytingar Verka-
mannaflokksins ekki síst raktar til
þeirrar velgengni, sem Kosninga-
bandalag ftjálslyndra og jafnaðar-
manna hefur notið í skoðanakönn-
unum.
Til að vinna Verkamannaflokkn-
um aukið fylgi og ná jafnframt inn
í raðir millistéttanna hefur Niel
Kinnock meðal annars fremur lagt
áherslu á aukna þjóðarframleiðslu
en breytta tekjuskiptingu eða upp-
stokkun á eignarhaldi atvinnu-
tækja. Vissulega segir Kinnock að
Verkamannaflokkurinn beiti sér
fyrir því að ríkisvaldið hafi fram-
kvæði í nauðsynlegum aðgerðum
til uppbyggingar atvinnulífs en
bendir hins vegar á að afskipti
stjómvalda beri að einskorða við
framkvæði og leiðsögn, ríkisrekstur
og þjóðnýting sé ekki sá megin-
grannur sem Verkamannaflokkur-
inn byggir stefnu sína á.
Útþynntur sósíalismi
o g atkvædaveiðar?
Ekki er laust við að ýmsum úr
vinstra armi Verkamannaflokksins
þyki sem forysta flokksins hafi á
undanförnum misseram ijarlægst
ýmis þau meginmarkmið, sem
flokkurinn hafi ávallt byggt tilvist
sína á, markmið sósíalismans. Hafa
ýmsir sakað Kinnock og núverandi
forystu Verkamannaflokksins um
að fóma málstað sósíalismans á
altari atkvæðaveiðanna. Sósíalismi
Kinnocks sé orðinn útþynntur í
meira lagi og líkist æ meir miðju-
móði Kosningabandalags fijáls-
lyndra og jafnaðarmanna. Þeir hinir
sömu segja að núverandi innan-
flokkseijur séu ekki Sök róttækra
vinstri afla; þau hafi ávallt átt
heima í Verkamannaflokknum.
Sökin liggi hins vegar hjá flokks-
forystunni sjálfri, sem í herleiðingu
sinni til hægri svífist einskis til að
losa flokkinn við öll þau öfl, sem
ógnað geti þeirri nýju ímynd sem
Kinnock og félagar vilji að flokkur-
inn fái í augun kjósenda.
Næstu vikur og mánuðir eiga
eftir að skera úr um það hver verður
eftirleikur þess uppgjörs, sem nú
fer fram innan breska íhaldsflokks-
ins. Brottrekstur 10—20 flokks-
félaga í Liverpool mun vissulega
ekki marka endalok þeirra væringa,
sem ríkt hafa innan flokksins nú
um skeið. Er allt eins líklegt að
deilur innan flokksins um stefnu
og starfshætti eigi enn eftir að
magnast í kjölfarið. Þykir ýmsum
sem forysta Verkamannaflokksins
tefli nú djarft, ógemingur sé að
sjá fyrir hveijar afleiðingar brott-
reksturinn hefur fyrir starf flokks-
ins víða um land, hver verði við-
brögð ýmissa þeirra sem teljast til
vinstri vængs Verkamannaflokks-
ins. Kinnock gengur hins vegar
ótrauður til verks er hann ræðst
gegn róttækustu öflunum innan
flokksins. Hann hyggst reiða högg-
ið hátt, losa flokkinn við þá sem
ekki era heilir í stuðningi sínum við
þann lýðræðislega sósíalisma, sem
Verkamannaflokkurinn beitir sér
fyrir. Tíminn einn sker úr um hvort
þetta ætlunarverk tekst og hvort
það skilar Verkamannaflokknum
þeim árangri í næstu kosningum
sem Kinnock og stuðningsmenn
hans gera sér vonir um.
Höfundur er fréttaritari
Morgunblaðsins í London.
Nýtt leikhús,
Stop! Leikhús!
SUMARHÚS - HEILSÁRSHÚS
Reynsla - Þekking - Hagkvæmni
S.G. Einingahús hafa nú framleitt sumarhús í
20 ár.
Ef þú leitar að lausn sem dugar, hafðu þá
samband við okkur.
Útvegum land ef óskað er.