Morgunblaðið - 27.02.1986, Side 4

Morgunblaðið - 27.02.1986, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR1986 Norsk loðnuskip í höfn í Vestmannaeyjum. Morgunbiaaið/Sigurgeir Loðnuveiðin: N orðmennirnir farnir heim LOÐNUVEIÐUM Norðmanna hér við land er nú lokið. Síðustu skipin eru nýfarin af miðunum. Alls öfluðu 68 norsk skip um 55.000 lestir hér við land, en veiði- tímabili þeirra lauk 15. febrúar síð- astliðinn. Skipunum var þó leyft að ljúka veiðiferðum og teygðist því lítillega úr veiðitímanum. Borgarráð: Tilboð í Bjarn- arborg samþykkt með fyrirvara Dögun sf. hyggst endurbyggja húsið BORGARRÁÐ hefur samþykkt að ganga að tilboði Dögunar sf. varðandi kaup á húsinu Bjarnar- borg, á horni Hverfisgötu og Dánarfregn PETRA G. Ásgeirsdóttir, Þórs- götu 12, eiginkona Sverris Þórð- arsonar blaðamanns hjá Morgun- blaðinu, lést i Landspítalanum sl. þriðjudag eftir stutta legu. Hún var 61 árs að aldri, fædd hér í bænum í október 1924, yngst þriggja dætra hjónanna Guðrúnar Gísladóttur og Ásgeirs Jónassonar frá Hrauntúni í Þingvallasveit, skip- stjóra hjá Eimskipafélaginu. Petru og Sverri varð þriggja bama auðið. Dóttir þeirra, Asa Steinunn, sem var elst, lést árið 1984. Synir þeirra eru Þórður læknir og Ásgeir, sem vinnur við kennslu og þýðingar. Störf sín vann Petra innan heim- ilis, enda maður hennar oft mikið Qarverandi vegna erilsams starfs og langs vinnudags hér á blaðinu. Tengsl hennar við Morgunblaðið hafa verið náin. Blaðið flytur Sverri, sonum þeirra og öðrum ættingjum innilegar samúðarkveðjur nú að leiðarlokum. Vitastígs. Tilboðið hljóðar upp á rúmar 3,4 milljónir króna. Geng- ið var að tilboði Dögunar með þeim fyrirvara að ekki var geng- ið að skilyrði fyrirtækisins um stækkun lóðar að Vitatorgi. í upphaflegu tilboði Dögunar var gert ráð fyrir að greiðslur yrðu með 6 jöfnum afborgunum á þremur árum auk 2% vaxta- og verðtrygg- ingar miðað við lánskjaravísitölu. Skilyrði fyrir tilboði þessu var að húsið fengi 6 til 8 metra lóð til viðbótar út á Vitastíg. Auk þess sendi fyrirtækið tillögu um að reisa bflageymslu fyrir borgarsjóð á Vita- torgi og jafnframt var gert ráð fyrir nýbyggingum norðanvert og vest- anvert við torgið. Samkvæmt þeim tillögum hefðu Vitastígur og Lind- argata lokast að Hverfísgötu. Að tillögu Innkaupastofnunar Reykjavfkurborgar samþykkti borgarráð að ganga að tilboði Dögunar sf., sem byggist á því að endurbyggja húsið og gera nýja svalaganga utanhúss að austan að því undanskildu, að bjóðandinn falli frá skilyrði sínu um stækkun lóðar við Vitastíg. Hjörtur Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri Dögunar sf., sagði í samtali við Morgunblaðið að þessi mál væru nú í athugun hjá fyrirtæk- inu. Ákveðið hefði verið áfram- haldandi samstarf við skipulags- nefnd um gerð almenningstorgs við Vitastíg. „Við höfum áhuga á að kaupa og endurbyggja Bjamarborg, en ekki ef þriggja hæða bflageymsla mun rísa á Vitatorgi. Okkar hug- mynd er hins vegar að grafa niður bflageymslu þannig að torgið og Bjamarborg sjálf fái að njóta sín,“ sagði Hjörtur. INNLENT Hvað segja þeir um samningana Magnús Gunnarsson framkvæmdastj óri Vinnuveitendasambands fslands: Það má ekki hlaupa frá bataverkjunum „ÞETTA er tilraun — tilraun, sem ég tel vera þess virði að gera. Sú leið, sem var valin við gerð þessara samninga, mun hafa mikla erfiðleika í för með sér, talsverðar þrengingar en von um betri tið. Það getur verið sársaukafullt að kreista allan gröftinn úr sárinu í stað þess að taka verkjastillandi — en það gefur von um bata. Því má ekki hlaupa frá verkjunum,“ sagði Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands íslands, í samtali við blm. Morgunblaðsins i gærkvöldi eftir að gengið var frá samningsdrögum samtaka vinnuveitenda og Alþýðusambands Islands. Þessi samningsgerð.er væntanlega síðasta verk Magnúsar hjá VSÍ — á morgun er hans síðasti vinnudagur í höfuðstöðvum sambandsins í Garðastræti og á mánudaginn tekur hann við sem framkvæmdastjóri Sambands íslenskra fiskframleiðenda. „Það má kannski segja, að þessi tilraun sé merkilegust fyrir það að hún hefur tekist,“ sagði hann, „að tekist hafí svo almenn sam- staða fulltrúa verkalýðshreyfíng- arinnar og atvinnulífsins um að nálgast málin á nýjan og heil- brigðari hátt. Við erum að gera þann uppskurð á kerfínu, sem oft hefur verið heykst á áður — taka á uppsöfnuðum vanda og skrúfa hann niður svo við getum átt von á að búa við stöðugleika í framtíð- inni.“ Magnús Gunnarsson sagði ljóst, að atvinnulífíð tæki á sig miklar kostnaðarhækkanir með þessum samningi. „Fastgengis- stefnan, sem er kjölfestan í þess- um samningum, setur útflutn- ingsgreinamar í mikla spennu," sagði hann. „Það er sömuleiðis augljóst, að minnsta kosti frá mínum bæjardyrum séð, að þessir samningar eru aðeins fyrsta skrefíð í öflugri baráttu, sem þarf að fara fram næstu vikumar og allir þurfa að taka þátt í. Fyrir- tækin þurfa að aðlaga rekstur sinn að breyttum forsendum — stjómendur þeirra þurfa að skynja að nú þarf að fást við breyttar stærðir. Almenningur þarf að gera sér grein fyrir þeim breyting- um, sem verða á allra högum við nýjan stöðugleika í efnahagslíf- inu. Það getur vafalaust reynst mörgum erfítt, sérstaklega á allra næstu mánuðum. Heil kynslóð í landinu þekkir ekki annað þjóðlíf en verðbólguþjóðlífíð, sem hefur rústað efnahag fjölmargra fyrir- tækja og heimila. Nú höfum við tekið höndum saman um að takast á við þennan bölvald og þá eigum við að nota tækifærið til að laga til í rekstri fyrirtækja og heimila.“ Asmundur Stefánsson forseti Alþýðusambands Islands: Fólk vill að stj órn- in standi við sitt „ÞESSIR samningar eiga mikið undir því, að þrýstingur almenn- ings verði mikill og nægur. Ég er sannfærður um að almenning- ur i þessu landi ætlast til þess að ríkisstjórnin standi við sitt í þessu máli - og ef hún gerir það ekki, þá hafi hún lítið að gera við s!jómvölinn,“ sagði Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðu- sambands íslands, i samtali við blm. Morgunblaðsins í gærkvöld. En telur forseti ASÍ afdráttar- laust að samningamir haldi? „Aðgerðir af hálfu hins opinbera samfara þessum samningi felast í því, að verðlag verður fært niður um rúmlega 3,5% í framfærslu- vísitölu," sagði hann. „Sainning- urinn er líka skilyrtur því, að fallið verði frá um 5% hækkun búvöruverðs nú um mánaðamótin. Það er gert ráð fyrir föstu gengi allt árið og það er að sjálfsögðu lykilatriði, því gengi ræður verði á innfluttum vörum og að hluta til á innlendum samkeppnisvörum. Gengi hefur sömuleiðis afgerandi áhrif á greiðslubyrði atvinnuveg- anna. Það má því segja að for- sendur samningsins séu tvær: umfangsmikil niðurfærsla verð- lags og mjög stíft aðhald í gengis- málum." Ásmundur sagði að samnings- aðilamir leggðu þunga áherslu á „eftirreksturinn", - að þess verði gætt að samningnum fylgi ekki verðhækkanir. „Atvinnurekendur hafa skorað á fyrirtækin í landinu að velta ekki launahækkununum út í verðlagið heldur að reyna eftir bestu getu að færa niður. Það er grundvallarmál," sagði hann ennfremur, „að félagar í verkalýðshreyfíngunni beiti sér alls staðar í verðlagseftirliti - geri verðsamanburð heima í héraði eða í sínu hverfí og gæti þess, að verðlækkanimar skili sér. Ég tel ástæðu til að leggja sérstaka áherslu á mikla þýðingu öflugs verðlagseftirlits fólksins í landinu. Slíkt eftirlit getur orðið mögulegt með minnkandi verðbólgu - þá fyrst verður hægt að muna hvað hlutimir kostuðu í gær og hvað þeir kosta í dag.“ Hann bætti við að verðlækkanir ættu að vissu leyti að verða sjálfvirkar yfír lán- skjaravísitölu og vöxtum - lægri verðbólga leiðir til mikillar lækk- unar á vaxtabyrðinni, sagði Ás- mundur. Forseti Alþýðusambandsins sagði augljóst, að með þessum samningum væri verið að taka áhættu. „Það er ekki hægt að fullyrða að allt gangi eftir," sagði hann. „Samningar eru alltaf happdrætti og hingað til hefur launafólk mikið haft á tilfínning- unni, að vinningnum hafí verið stolið." „Ég dreg heldur 'enga dul á, að ég er ekki allskostar ánægð- ur með þessa niðurstöðu. Kaup- máttaraukningin er ekki eins mikil og ég hefði kosið þótt vissu- lega sé mikilvægt að kaupmáttur- inn fari stighækkandi, eins og gert er ráð fyrir." SteingTÍmur Hermannsson forsætisráðherra: Þýðir líklega við- skiptahalla á árinu „VIÐ FÖGNUM því vitanlega að farið skuli út á þá braut að lækka verðlag og horfið af braut verðbólgusamninga. Hins vegar er ljóst að þessir samningar ganga öllu lengra en tillögur ríkis- stjórnarinnar frá 11. febrúar gera ráð fyrir og því er ekki hægt að ganga að þeim nema á kostnað annarra markmiða. Þetta þýðir til dæmis að það verður að öllum líkindum viðskipta- halli á árinu,“ sagði Steingrimur Hermannsson forsætisráð- herra, spurður álits á samningum VSÍ, ASÍ og VMS. Steingrímur var spurður hvort ganga út á: „Við erum tilbúnir til hans flokkur væri tilbúinn til að að skoða allar þessar tillögur. Við fallast á lækkun búvöruverðs, eins höfum rætt við bændur og þeir og hugmyndir samningsaðila hafa fullvissað okkur um að þeir muni ekki fara fram á hækkanir,“ svaraði Steingrímur. — En kemur það forsætisráð- herra á óvart að aðilar vinnumark- aðarins skuli vilja ganga lengra í þá átt að ná niður verðbólgu en ríkisstjómin? „f sjálfu sér ekki, því þessar tillögur eru auðvitað byggðar á því að ríkið greiði niður verð- bólguna," sagði Steingrímur Her- mannsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.