Morgunblaðið - 27.02.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.02.1986, Blaðsíða 19
MORGUNBLABIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR1986 19 Sóun í óþarfa þj óðskrárbreytingu eftir Snorra Agnarsson Inngangnr Grein þessi er skrifuð til að koma á framfæri gagnrýni á fyrirhugaðar breytingar á þjóðskrá. Breytingum þessum var lýst í grein frá Hagstofu Islands, sem birtist í Morgunblaðinu laugardaginn 15. febrúar. í þessum fyrirhuguðu breytingum er lagt til að gamla nafnnúmerakerfið verði lagt niður, og í þess stað verði tekin upp ný auðkennistala, byggð á fæðingardagsetningu. Ég tel þessar breytingar var- hugaverðar, einkum af tveim ástæðum: I fyrsta lagi eru þær óþarflega umfangsmiklar, og því mjög dýrar í framkvæmd, og í öðru lagi eru óþarfir vankantar á hinu fyrirhugaða kerfí. Núverandi kerfi Samkvæmt núverandi nafnnúm- erakerfí hefur hver einstaklingur, og hvert fyrirtæki sérstaka ein- kennistölu, sem hefur átta tölustafi. Einn þessara tölustafa er vartala, sem reikna má út frá hinum sjö. Þessu kerfí fylgir einnig það skil- yrði, að nafnnúmerum sé úthlutað samkvæmt starfrófsröð nafna. Skil- yrði þetta var sett til þess að auð- velda röðun skráa í naftiaröð, þegar tölvutæknin réð illa við gögn á bók- stafaformi. Ástæður breytinga Nú hefur ofangreint kerfi sprungið, vegna þess að á sumum bilum í stafrófsrunu nafna íslenskra ríkisborgara eru ekki lengur til laus nafnnúmer. Núverandi kerfí er því ekki lengur nothæft óbreytt. Einfaida lausnin Einfaldasta breyting núverandi kerfís er sú að Qarlægja það skilyrði að nafnnúmer verði að vera í staf- rófsröð. Þar með hefur Hagstofan frelsi til að úthluta hveijum sem er hvaða númeri sem er. Hagstofan mun þá hafa um 9.000.000 mis- munandi númera til úthlutunar, sem er hærri tala, en hægt er að úthluta með fyrirhuguðu kerfí næstu hundrað ár. Með slíku kerfí er auðvelt að úthluta auðkennum, til dæmis má dreifa lausum auðkennum til fæð- ingarheimila og sjúkrahúsa, og út- hluta strax við fæðingu. Eðlisgallar fyrir- hugaðs kerfis í kerfí því, sem Hagstofan fyrir- hugar að taka í notkun, inniheldur auðkennistala fæðingardagsetn- ingu viðkomandi aðila. Röksemdir þær, sem notaðar eru til að réttlæta þessa notkun eru einkum þrenns konar: í fyrsta lagi er bent á að hérlendis er þegar í notkun fæðing- amúmer, sem hefur sömu upplýs- ingar. í öðru lagi er vísað til ná- grannaþjóða okkar, svo sem Svía, sem nota svipað kerfí. í þriðja lagi telja sumir það kost að auðkenni innihaldi persónuupplýsingar, til dæmis svo röð auðkenna hafí ein- hveija merkingu. Fyrsta röksemdin er harla veik, þar eð í fyrirhuguðu kerfí er ætlast til að auðkennið verði tiu stafa tala, vegna þess að í ljós kom að nauð- synlegt er að bæta einum tölustaf við hið gamla fæðingamúmer. Þar með verður ekki unnt að nota gamla fæðingamúmerið beint, heldur verður að endurvinna öll þau kerfí, sem byggja á því. Önnur röksemdin er veigalítil, og auðvelt væri að benda á önnur ríki, til dæmis Bandaríkin, sem nota auðkenni án fæðingardagsetningar. Auk þess græða íslendingar ekkert á því að hafa sama manntalskerfi og einhveijar aðrar þjóðir. Þriðja röksemdin er í ósamræmi við þá stefnu að ekki skuli safna kerfisbundnum upplýsingum um einkamál manna. Miklu fremur ætti að keppa að því að auðkenni einstaklings innihaldi ekki upplýs- ingar eins og aldur hans. Vel má ímynda sér að hérlend lög um kerf- isbundna skráningu á upplýsingum er varða einkamál verði með tíman- um strangari, og má þá vel vera að rétt þyki að það varði bókstaf- lega við lög að safna kerfísbundnum upplýsingum um aldur einstaklinga. Einnig eru tæknilegir ókostir við að hafa slíkar upplýsingar í auð- kenni, þar eð villur í upphaflegri skráningu geta þá valdið því að breyta verður auðkenni. Hversu oft er fæðingardagsetningu breytt í þjóðskrá, vegna rangskráningar? Leiðir slík breyting til samsvarandi breytingar á auðkennistölu? Auðvelt er að fínna fleiri rök gegn hinu fyrirhugaða kerfí. Þar er reiknað með að númer innan hvers dags sé tveggja stafa tala, frá 01 upp í 99. Mega þá í mesta lagi 99 fyrirtæki, stofnanir og félög hafa sömu stofnunardagsetningu? Ef slíkar takmarkanir eru í kerfí þessu, þá má vel ímynda sér að einhvem tíma verði svo mörg fyrir- tæki eða félög stofnuð sama daginn, að þetta kerfí springi. Þetta gæti til dæmis gerst vegna fyrirhugaðrar gildistöku nýrra laga, sem varða þessa aðila, eða annarra breytinga á aðstæðum hérlendis. Kostnaður breytinga Auk galla þeirra, sem hér voru taldir að ofan, verður að bæta við að kostnaður við þessa fyrirhuguðu breytingu verður gífurlegur. Breyta verður öllum tölvuhugbúnaði, sem notar nafnnúmer. Öll eyðublöð, sem nota nafnnúmer verður að endur- hanna og prenta á ný. Breyta verð- ur miklu magni af vélskráðum gögnum af öllu tagi. Ekki er hægt að reikna með að þessar umfangs- miklu breytingar gangi villulaust fyrir sig. Einnig mun nauðsynlegt fyrir ýmsar skrifstofur að breyta skjölum þeim, sem innihalda nafn- númerið gamla, og bæta við hinu nýja auðkenni. Lokaorð Það er ljóst að hinar fyrirhuguðu breytingar eru óþarflega dýrar, og ættu ekki að koma til framkvæmda. Hafa verður í huga hve geysilega útbreidd notkun nafnnúmers er í okkarþjóðfélagi. Hver verður kostnaður ríkisins við að breyta öllum gögnum, sem nota nafnnúmer, og hugbúnaði, sem vinnur með þessi gögn? Væri því fjármagni ekki betur varið í önnur verkefni? Hver verður kostnaður bank- anna? Væri ekki skynsamlegra að nota þá peninga til að greiða spari- Qáreigendum arð, og lækka vexti hjá lántakendum? Hver verður kostnaður fyrir- tækja í einkageiranum? Væri ekki betra að eyða þeim peningum í uppbyggingu fyrirtækjanna, og laun starfsfólks? Að lokum vil ég ftreka að þessi breyting er óþörf. Hin einfalda breyting að hætta að úthluta nýjum nafnnúmerum í stafrófsröð nægir fullkomlega til að leysa vandann, og ennfremur er sú lausn betri, jafnvel þótt ekki sé litið á kostnað- arhliðina. Höfundur er Iektor í tölvunar- fræði við Háakóla íslands. Veist þú hver er algengasta orsök eitrana hjá börnum sem leitað er með á Slysadeild Borgarspítalans? TÓBAK! Ef slys á sér stað og bamið nær að borða tóbak, hvað er þá til ráða? Svarið er að finna í bókinni SLYS AF VÖLDUM EFNA í HEIMAHÚSUM, VIÐBRÖGÐ VIÐ ÞEIM OG VARNIR. vertu viðbúinn. Með því að kaupa miða í happdrætti Slysavamafélagsins styrkir þú útgáfu bókarinnar og leggur þar með slysavömum lið, þér og þínum til heilla. Ef enginn reykti væri málið úr sögunni en meðan svo er ekki er ástæða til að brýna fyrir öllum að vemda börnin fyrir tóbaki. Bókinni er dreift á öll heimili Kynntu þér efni hennar og Guðjón Magnússon dr. mcd. aðstoðarlandlæknir YMm SLYSAVARNAFEIAG ISIANDS I BÓKIN ER GJÖF TIL ÞÍN OG FJÖLSKYLDU ÞINNAR GYLMIfVSlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.