Morgunblaðið - 27.02.1986, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.02.1986, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1986 41 Tal var harðast- ur í hraðskákinni Skák Margeir Pétursson STARFSMANNAFELAG Búnað- arbanka íslands gekkst fyrir hraðskákmóti í tilefni af 50 ára afmæli sinu á þessu ári. Meðal þátttakenda voru allir islensku stórmeistararnir og margir af frægustu keppendunum á nýaf- stöðnu Reykjavikurskákmóti. Mót þetta er öflugasta hraðskák- mót sem hér hefur verið háð opinberlega, a.m.k. frá 1957. Það kom fáum á óvart að Mikhail Tal, fyrrum heimsmeistari, sigr- aði með yfirburðum á mótinu. Hann hlaut 13 vinninga af 15 mögulegum. Tal hefur um þriggja áratuga skeið verið einn sterkasti hraðskákmaður heims, aðeins þeir Fischer, Karpov og Kasparov hafa náð að slá honum við í fimm minútna skákum. Það voru alls sextán skákmeist- arar sem lömdu klukkuna ótt og títt í aðalbanka Búnaðarbankans á þriðjudaginn. Þar af voru tíu stór- meistarar, fímm alþjóðlegir meist- arar, en Bragi Kristjánsson var eini titillausi þátttakandinn. Engu að síður náði Bragi að standa sig með prýði. Það komust færri áhorfendur að borðinu hjá Tal en vildu og hann stal gjörsamlega senunni á þessu afar skemmtilega móti. Árangur íslensku þátttakendanna var þó einnig góður, þeir sem helst náðu að veita Tal keppni voru Jóhann Hjartarson og Helgi Ólafsson, auk Yassers Seirawans sterkasta skák- manns Bandaríkjanna. Framan af fylgdi Helgi Tal eins og skuggi, en slæmur kafli eftir kaffíhlé gerði út um möguleika hans. Eftir það börð- ust þeir Jóhann og Seirawan harðri baráttu um annað sætið, sem lykt- aði með sigri Jóhanns, sem var á heimavelli, því hann hefur mörg sumur unnið í afgreiðslusal bank- ans. Það var handagangur í öskjunni á mótinu og mörg góð tækifæri fóru forgörðum. Það segir sig sjálft að ekki er hægt að skapa mikil meist- araverk á aðeins fímm mínútum, en óneitanlega er hraðskákin skemmtileg á að horfa og fjölmargir áhorfendur skemmtu sér vel yfír tilþrifunum, ekki sízt örvæntingar- fullum klukkubamingi, þegar að- eins sekúndur voru eftir til að ljúka skákunum. Öryggi Tals á þessum stuttu tíma var ótrúlegt. Hann þurfti aðeins að sætta sig við jafntefli við landa sína Geller og Salov og tap fyrir Seira- wan, en gegn honum hefur Tal margoft tapað í kappskák. Tal fékk oft verri stöður í skákum sínum, en hann tefldi hratt, átti jafnan betri tíma á klukkunni, og ef flétta eða brella leyndist í stöðunni, sá hann slík tækifæri á sekúndubroti. Að halda betri stöðu gegn honum heila skák reyndist því flest öllum ómögulegt. Mótið fór vel fram, en skákstjórar voru alþjóðlegu dómaramir Ámi Jakobsson og Ólafur Ásgrímsson. Um einstök úrslit vísast til með- fylgjandi töflu. Ungir félagar í Taflfélagi Reykjavíkur skrifuðu flest allir skákimar niður. Hér fylgir ein bráð- skemmtileg; Róið til fiskjar á fiskibát af algengustu gerð við Grænhöfðaeyjar. Þróunaraðstoð við Grænhöfðaeyjar: Getum aðstoðað við uppbyggingu fryst- ingar og markaðsöflun — segir Steinar Berg Bjðrnsson viðskiptafræðingnr STEINAR Berg Bjömsson við- skiptafræðingur fór nýlega til Grænhöfðaeyja á vegum Þróun- arsamvinnustofnunar íslands til að athuga möguleika á aðstoð íslendinga við að auka útflutning íbúanna á sjávarafurðum. Hefur hann nú skilað skýrslu um niður- stöður sínar til stofnunarinnar. Steinar sagði að aðalútflutningur Grænhöfðeyinga væri frosinn og niðursoðinn túnfiskur og lifandi humar. Þessi mál væru í góðu lagi hjá þeim fyrir utan niðursuðuna, en þeir vildu auka þennan útflutn- ing og hefðu gert áætlanir um niðursuðuna í samvinnu við aðra. Sagði hann að ef tækist að auka botnfískaflann, meðal annars með aðstoð Fengs, gæti það orðið til að skapa þeim útflutningsverðmæti á því sviði. Sagði Steinar að það væri niður- staða skýrslu sinnar að hvetja ætti Eyjarskeggi með túnfisk. Grænhöfðeyinga til að fara út í frystingu á botnfiskaflanum. ís- lendingar gætu ráðið markaðssér- fræðing í nokkra mánuði í það verkefni að leita eftir hentugasta markaðnum fyrir þá með tilliti til flutningsmöguleika. Einnig gætu íslendingar aðstoðað þá við að koma frystingunni í gang. Hvitt: Sævar Bjamason. Svart: Jón L. Araason. Nimzoindversk vöm. 1. d4 - Rf6, 2. c4 - e6, 3. Rf3 - b6, 4. Rc3 - Bb4, 5. Dc2 - Bb7, 6. Dc2 - Bb2, 7. a3 - Bxc3, 8. Dxc3 — 0—0, 9. e3 — Re4, 10. Dc2 - f5, 11. Bd3 - d6, 12. 0-0 Hf6I? Svartur blæs strax til kóngssókn- ar. Það er heldur ekki hlaupið að því að fínna vöm á aðeins fímm mínútum. 13. Rd2 — Hh6,14. g3?? Nauðsynlegt var 14. f3, því hvít- ur þarf tæplega að óttast 14. — Dh4?!, 15. fxe4 - Dxh2+, 16. Kf2. 14. — Dh4!, 15. Rf3 Eina vömin því 15. gxh4 er svarað með máti í öðmm leik, en nú kemur önnur þruma: 15. - Rg5!, 16. gxh4 - Rxf3+, 17. Kg2 - Rel++, 18. Kh3 - Bg2+ og hvítur gafst upp, því eftir 19. Kg3 — Hg6+ er hann mát í næsta leik. Skákþing Seltjarnar- ness hefst um helgina Meistaramót Seltjamamess hefst á laugardaginn kemur þann 1. marz í Valhusaskóla kl. 14. Teflt verður í tveimur riðlum, tíu stiga- hæstu keppendumir tefla í A-riðli, en hinir telfa níu umferðir eftir Monrad-kerfi. Teflt verður á laug- ardögum kl. 14 og fímmtudags- og þriðjudagskvöldum kl. 19.30. Teflt verður í Valhúsaskóla og verða reykingar í skáksal bannaðar. Fyrstu verðlaun í A-riðli em 10.000 krónur, en fleiri verðlaun verða veitt. Núverandi meistari er Gunnar Gunnarsson. Stjóm Taflfélags Seltjamamess skipa nú þeir Garðar Guðmundsson, formaður, Gylfí Gylfason, varafor- maður og gjaldkeri, Guðni Harðar- son, ritari, Gunnar Freyr Rúnars- son, meðstjómandi, Pétur Matt- híasson og Steinar Haraldsson, varamenn. STIG- 1 2 3 V s b 7 8 9 10 11 11 /3 11 15 16 VINN. RÖB 1 TAL (Scvífr.) uoo M / l 0 f' / / t / ( 1 1 'k / / 1 13 (. 2 JÓHANN HJAKTflRS. 2505 0 m 1 0 1 k f / /z / ( ( 1 <k / / U'A 2 3 HELGI ÓLflTSSON 2575 0 0 1/ 7 / t / / / /z Vz ( / / fOk 3 S. 7 SEIRfíUJHN.Ea^,) IU)S 1 1 T- 0 0 / 0 0 / ( 1 1 / A l W 5-5 5 SA LOV i So/ti rikj) 25ZS B 0 f O 'k / / / / / 'k / / / w 3 S 6 SCHUSSLER (Sy-JjLh) 2Í55 0 •(. a2 1 i M Q /' / 'k / 0 1 / / / Q'A t, 7 L ARSFN íT>Clr\r*rt»k") 2575 0 0 0 1 L y// m i / 0 <k / 'k / / / Q 7 1 JÓN L 'flRNflsON 2500 0 o O O 0 /' Vz m í 0 'k / / í / / Tk S 9 KflRL WRSTEINS 2775 0 k 0 ■1 0 vS Q 0 M 1/l Vi, / / 0. / / fa/z ■?. 10 MARGEIR PÍTIIRSS. 2510 o 0 0 1 0 \í 1 f 'k 'k 0 0 /z / o 6 10 11 FKIÍJRIK ÖLAFSS0N 2VÍ5 o 0 O y o. ■ 0 0 l/„ 'k 'L 'h m o / / / </z TA 1(12 1l GUbM. SIGURTÓNSS. 2W5 Q Q !l 0 0 / ö 0 0 t 1 y/Á o / o ( 5’í 1112 15 GELLER (Seríir.) 151S !z Q <& /' 0 'k 0 0 i 0 ( Oj / 0 5 /3. 11 tíRAJI KRISTJfíNSS. 2215 0 k 0 0 3 0 Q , \ <k 0 0 / % 0 •k 3Z, 11. 15 SfiLVAR ÖJfí/WfíSON zyis 0 0 0 0 0 0 o 0 o o O / o 1 m / 3 IStí 16 VfíN DER STERRBNOt 2170 o 0 Cl Q. Q. 0 0 0 0 L 'k Q / 'k Q. £222 3 is/í Thomas Möller FLUTNINGA- TÆKNI Loqistics - vörustvrinq „Logistics" er samheiti yfir verkefni við stjórnun flutninga, birgðahalds og meðhöndlunar á vöru. Logistic sem fræðigrein bendir á aðferðir til hagræðingar og kostnað- aráætlunar við ofangreind verkefni. Þessar aðferðir fel- ast aðallega í samræmingu á áætlunum, stýringu og eftirliti með vöruflæði í fyrirtækjum allt frá innkaup- um yfir framleiðslu og til dreifingar á fullunni vöru. Til að geta unnið slík hagræðingarverkefni þarf að hafa til hliðsjónar ýmiss atriði úr logistic, kunnáttu og þekkingu á nýjustu tækni í þessari grein. Markmið: Markmið þessa námskeiðs er að gera þátttakendum grein fyrir grundvallaratriðum í logistic, að ná tökum á nýjustu flutningatækni. Að undir- búa þátttakendur við að setja í gang átaktil hagræðingar í logistic-málum í fyrir- tækjum þeirra, undirbúa verkefnið, gera tillögur að stjórnun slíks verkefnis, framkvæmd, áætlun, tímasetningu og einstökum verkþáttum. Efni: - Ágrip af flutningahagfræði, flutningakeðja, logistics: uppruni og markmið. - Heildarflutningskostnaður, greining hans og möguleikar til kostnað- arlækkunar. - Flutningaþjónusta á íslandi, umfang hennarog þjónustuþættir. - Flutningatækni, þróun og nýjungar, flutningastaðlar og umbúða- tekni. - Aðferðir við skipulagningu á vörumóttöku, innanhúsflutningum og birgðastýringu. - Skipulag og tækni í dreifingarkerfum. - Vara á lyfturum, hillukerfi og önnur flutningatækni. - Birgðastýring, nýjar aðferðir. - Athugun á vöruflæði í þeim fyrirtækjum sem þátttakendur starfa í og gerð áætlunar um hagræðingu i logistic. Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað öllum sem starfa að skipulagningu eða framkvæmd á innkaupum, birgðahaldi, vörudreifingu og vörumeðferð hjá fyrir- tækjum og stofnunum. Einnig ætlað öllum þeim, sem vilja tileinka sér þekkingu á fræðigrein sem skilar arði; Flutningatækni-Logistic. Leiðbeinandi: Thomas Möller, hagverkfræðingur. Lauk prófi í hagverkfræði frá tækniskólanum í Vestur-Berlín. Er forstöðumaður vöruafgreiðslu Eimskips í Sundahöfn. Tími: 10.-12. mars 1986 kl. 13.30-17.30. A Stiórnunarfélaa íslands jSSSíJV Ánanaustum 15 Sími: 6210 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.