Morgunblaðið - 27.02.1986, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 27.02.1986, Blaðsíða 50
9861 flAÖŒSSra rs HUOAaUTMMn .aiGAJSKUDflOM MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR27. FEBRÚAR1986 'lo Eiginkona mín. + PETRA G. ÁSGEIRSDÓTTIR, Þórsgötu 12, lést þriðjudaginn 25. febrúar. Sverrir Þórðarson. f3 V »1 I t r f | i i í f í + Faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÉTUR JÓHANNSSON frá Áreyjum, lést í Landakotsspítala 25. febrúar. F.h. aðstandenda, Jóhann Pótursson Jónfna Pótursdóttir, Ingólfur Pétursson, Alda Pótursdóttir, Kristrún Pótursdóttir. t Eiginmaður minn, JÓN EINARSSON, Sólheimum 16, andaöist í Landakotsspítala að morgni 25. febrúar. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, Guðrún Jóhannesdóttir. { ‘í i l ! + Maöurinn minn, JÚLÍUS JÓHANNSSON, Þórufelli 12, lést í Landakotsspítala 25. febrúar. Bryndfs Jacobsen. + Hjartkær eiginmaður minn, INGVAR JÓHANNESSON. Eyjaholti 6a, Garöi, lést í Borgarsjúkrahúsinu 26. febrúar. Unnur Þorbjörnsdóttir. » i + Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR KRISTJÁNSSON tæknfteiknari, Langagerði 44, er andaöist á heimili sínu 21. febrúar sl. verður jarösunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 28. febrúar kl. 15.00. Guðlaug Klemensdóttir, Kristján Gunnarsson, Áslaug Guðjónsdóttir, Ólafur R. Gunnarsson, Steingerður Steingrfmsdóttir, Guðlaugur Gunnarsson og barnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÓLÖF B. GUÐJÓNSDÓTTIR, Melabraut 5, Seltjarnarnesi, sem lést 14. febrúar sl. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 28. febrúar kl. 10.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Félag asma- og ofnæm- issjúklinga. Fjóla G. Þorvaldsdóttir, Ingi Þorsteinsson, Guðný Jónsdóttir, Þorsteinn Ingason, Jón B. Pálsson, Ólöf Á. Sigurðardóttir, Björgvin Þór Aðalsteinsson. + GRETA INGVARSDÓTTIR, Yrsufelli 13, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni i dag, fimmtudaginn 27. febrú- ar, kl. 15.00. Ingvar Ólafsson, Anna Mjöll Árnadóttir, Asa Clausen, Aðalsteinn Bragason, Kristrún Olga Clausen, Ernesto Preatoni, Axel Clausen, Oscar Clausen, Dagbjartur Geir Guðmundsson og barnabörn. Gréta Ingvars- dóttir—Minning Fædd 31. mars 1935 Dáin 15. febrúar 1986 Laugardaginn 15. febrúar sl. barst mér sú sorgarfregn, að fyrr- verandi tengdamóðir mín hefði látið lífíð eftir umferðarslys þá fyrr um daginn. Engin orð fá lýst þeirri tilfínningu sem gagntekur mann við siíka harmafregn. Enginn hugur er svo fullkominn að meðtaka svo óvænta breytingu. Gréta fæddist í Reykjavík, dóttir hjónanna Ingvars Ólafssonar mál- arameistara og Önnu Mjallar Ama- dóttur, Hávallagötu 36 hér í borg. Foreldrar hennar, sem báðir eru á lífi en famir að heilsu, verða nú að horfa á bak ástkærri dóttur sinni, sem veitti þeim þann styrk sem í hennar vaidi stóð í erfíðleikum þeirra. Frekar ung að ámm kynntist hún Axel Clausen heildsaia, sem lést fyrir réttu ári síðan, og átti með honum fjögur böm: Asu Ingibjörgu f. 17. maí 1957; Kristrúnu Oigu f. 7. nóvember 1959; Axel Clausen f. 18. desember 1966 og Oscar Clausen f. 23. júií 1970. Ég kynntist Grétu fyrst árið 1971, eða þegar við fluttum í sömu blokk í Yrsufellinu, sem þá var alveg nýtt hús. Hún á númer 13 með sína fjölskyldu og ég með móður minni og systkinum á númer 15. Þá var Breiðholtshverfið ekki svo ýkja stórt, þannig að kynni tók- ust kannski þess vegna frekar við næstn nágranna en ella. Mér datt ekki í hug þá, að við ættum eftir að tengjast svo mjög sem raun varð á. Hún var fjölhæfur persónuleiki, glaðværð og léttleiki fylgdu ávallt þessari indælu, góðu konu, en þó ákveðni og festa ef á þurfti að halda. Gréta var tilfinningarík kona sem ekkert aumt mátti sjá eða heyra. Alltaf var hún boðin og búin til að hjálpa og aðstoða, neitaði sér gjaman um eitt og annað til að geta glatt aðra. Gott var að leita til hennar ef syrti í álinn, henni reyndist svo auðvelt að koma auga á hinar björtu hliðar ólíklegustu mála, og miðlaði hún ómælt af þeim viskubmnni. Ég veit ekki hvemig ég hefði farið að ef hennar hefði ekki notið við, oft reyndist hún mér sem besta móðir. Þrjú bamaböm átti Gréta, sem henni vom einkar hugleikin. Þau em Atli, sem alltaf hefur búið í næsta nágrenni við ömmu sína, og bræður hans Trausti og Eugenio, sem búa erlendis hjá móður sinni Olgu. Fjarlægðin hindr- aði Grétu þó ekki í að fylgjast með þeim, væri þess nokkur kostur. Hennar er nú sárt saknað af litlu ömmustrákunum, ljúft er þó til þess að hugsa, þrátt fyrir allt, hversu vel systkinin standa saman á þess- um tímamótum í lífi þeirra. Á réttu ári hafa þau misst foreldra sína. Axel og Oscar vom enn heima hjá móður sinni. Ása systir þeirra og Steini maðurinn hennar hafa ákveð- ið að búa þeim heimili, og er enginn vafi á að þar er þeim vel borgið. Olga, sem stödd var í fjarlægu landi, lét sig ekki muna um að koma heim og vera systkinum sínum til + Faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN ÍSFELD ÓLASON, Hjarðarkoti, verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 1. mars kl. 14.00. Guðrún Jóhannsdóttir, Guðmundur Halldórsson, Jóhann Óli Guðmundsson, Guðný Ólafsdóttir, Harpa S. Guðmundsdóttir, Einar Guðmundsson, ívar Örn Guðmundsson og barnabörn. + GUÐJÓN GUÐJÓNSSON kaupmaður, Patreksfirði, verður jarösunginn frá Patrekskirkju laugardaginn 1. mars kl. 14.00. Marfa Jóakimsdóttir, Hrafnhildur Guðjónsdóttir, Hallgrimur Matthíasson, Helga Guðjónsdóttir, Hilmar Jónsson, Gunnar Karl Guðjónsson, Ásdis Sæmundsdóttir og barnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR, Vallarbraut 15, Akranesi, er lést í Sjúkrahúsi Akraness 22. febrúar verður jarösungin frá Akraneskirkju föstudaginn 28. febrúar kl. 14.15. Hallgrfmur Jónsson, Brynja Jónsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Hjálmur Geir Hjálmsson og barnabörn. + Móðir okkar, fósturmóðir og tengdamóðir, ANNA MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 28. febrúarkl. 13.30. Guðrún Karlsdóttir, Benedikt Blöndal, Kristinn Karlsson, Ragnheiður Indriðadóttir, Helgi Friðriksson, Jóhanna Jóhannsdóttir. trausts og halds og fylgja ástkærri móður sfðasta spölinn. Nú er komið að leiðarlokum í lífi góðrar og mikilhæfrar konu. Hún var ljós í lffi okkar. Fari hún í friði á Guðs vegum. Oddur Sigurðsson Minning: Guðríður K. Berg Fædd 20. júlí 1964 Dáin 18. febrúar 1986 Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og alIL GekkstþúmeðGuði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (S.B. 1886,V. Briem) Sumarið 1977 fluttist á deild 8 falleg dökkhærð stúlka, aðeins 13 ára. Þetta var Guðríður Kristín Berg. Guðríður var alla tíð yngst á deildinni og oft kölluð Gudda litla. Guddu nafnið fannst ekki öllum passa við svona fallega stúlku, en einhvem veginn festist þetta nafn við hana. Gudda var lífleg og fjörug, hún bræddi hjörtu allra og var auga- steinn þeirra er önnuðust hana. Með þessum orðum viljum við kveðja Guddu litlu og þakka henni fyrir samveruna. Foreldrum, systkinum og öðrum ástvinum vottum við innilega sam- úð. Blessuð sé minning hennar. Starfsfólk og heimilisfólk deild 8, Kópavogshæii. Víterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamióill!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.