Morgunblaðið - 27.02.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.02.1986, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FE^V. -v&OI flAUSggi iAioVu-iTHffi .fndAICO „Cory, Cory“ M Utvarpsstjóri hefir lýst því yfir að hann vilji færa okkur nær viðburðum líðandi stundar. Þessar- ar stefnumörkunar sér þegar stað í dagskrám ljósvakafjölmiðlanna þannig færist sífellt í vöxt að frétta- ritarar hringi fréttir af vettvangi heimsviðburðanna og hvað um ferð Guðna Bragasonar til Filippseyja er hún ekki skýrasta dæmið um nálægð íslensku pressunnar við mannkynssögu andartaksins en aðeins lýsing Önnu Bjarnadóttur fréttaritara Morgunblaðsins hér í blaðinu í gær á aðkomunni í forseta- höliina í Maníla hefir fært Islend- inga nær nafla heimsins þessa dagana. Guðni Bragson stóð sig annars býsna vel á slóðum Marcos- ar, náði meðal annars að ræða við talsmenn stríðandi fylkinga. Þessi viðtöl bárust okkur íslend- ingum í gegnum gervihnött rétt eins og sjónvarpsáhorfendum millj- ónaþjóðanna. Þá skoðaði Guðni stjómarskiptin á Filippseyjum í víð- ara ljósi í Kastljósi þriðjudagsins. Gerði fréttamaðurinn tilraun til að skýra ástæðumar fyrir falli Marcos- ar og ræddi í því skyni við fulltrúa kaþólsku kirkjunnar í einskonar eftirlitsstöð með mannréttindabrot- um, þá sýndi fréttamaðurinn okkur fólk er lifir á öskuhaugum Manila- borgar í orðsins fyllstu merkingu og einnig gafst sjónvarpsáhorfend- um færi á að fylgjast með ferðum skæmliða um sveitir landsins þar sem bændur em ánauðugir leigulið- ar að lokum brá fyrir myndum af bandarísku herstöðvunum á Filipps- eyjum. Að sjálfsögðu lagði Guðni sitt persónulega mat á þá atburði er þama var lýst í mynd þannig taldi Guðni að Marcos hefði hrökklast af valdastóli fyrst og fremst vegna þess hversu ágjamir fylgismenn hans vom er aftur leiddi til þess að bilið milli ríkra og snauðra breikkaði sífellt. Þá gat Guðni þess að sennilega yrði ekkert áhlaupa- verk fyrir Aquino og Laurel að friða Filippseyjar því þau vom bæði úr stétt landeigenda og nytu fyrst og fremst stuðnings millistéttanna en meirihluti Filippseyinga stundar nú einu sinni landbúnað við mikið basl. Ég tel að þrennt vinnist með ferð sem þessarri í fyrsta lagi berast okkur persónulegri fréttir af vett- vangi, í öðm lagi verða fréttaskýr- ingar trúverðugri og síðast en ekki síst eignast sjónvarpið sérfræðinga í utanríkismálum. Raunsœtt fréttamat? Úr því ég er farinn að tala um vinnubrögð á fréttastofu sjónvarps þá vil ég víkja að einu atriði er snertir máski fréttamat fréttastjór- ans. Ég hef tekið eftir því að nýliðar em gjaman settir í léttvæg verkefni til að byija með svona í æfingaskyni eins og vera ber. En nú bregður svo við að einn ágætur nýliði er settur í að Qalla um mál sem er máski mikilsverðara en mörg önnur er hæst láta í fjölmiðlunum þessa dagana sum sé breytingamar á Lánasjóði íslenskra námsmanna sem vissulega þarf breytinga við. En hefur fréttastjórinn hugleitt hvemig á því standi að jafn glöggur maður og Steingrímur Hermanns- son hefir haft breytingartillögumar óvenju lengi til skoðunar. Stein- grímur sér fram á að verði til dæmis ákvæðið um raunvexti af lánunum að veruleika gæti það haft ófyrirsjá- anlegar afleiðingar fyrir íslenskt þjóðlíf. Eða halda menn til dæmis að læknir sem hefir verið í löngu sémámi við bestu skóla f Bandaríkj- unum hafi efni að að koma hingað í húsnæðisbaslið með raunvaxta- tryggð námslán á herðunum, auð- vitað glötum við slíkum manni. Lánasjóðsmálið er ekkert smámál sem á að fela óreyndum frétta- mönnum því þar er tekist á um framtíð þjóðarinnar áhátækniöld. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP/SJÓNVARP Fimmtudagsleikritið Iðrun og yfirbót ■R Fimmtudags- 00 leikrit útvarps- ““ ins nefnist Iðrun og Yfirbót og er eftir Elisa- beth Cross í þýðingu Karls Agústs Úlfssonar. Leikritið lýsir lífi miðaldra enskra miðstéttarhjóna og sam- bandi þeirra við son sinn sem lent hefur á glapstig- um. Leikendur eru Margrét Guðmundsdóttir, Gísli Al- freðsson og Jóhann Sigurð- arson. Tæknimenn eru Friðrik Stefánsson og Runólfur Þorláksson. Leik- ritið er á dagskrá kl. 20.00. Á myndinni eru talið frá vinstri leikararnir Gísli Alfreðsson, Margrét Guðmundsdóttir og Jó- hann Sigurðarson ásamt leikstjóranum Jóni Við- ari Jónssyni. Trausti Jónsson veðurfræðingur. Tangó — fyrsti þáttur af þrem í umsjón Trausta Jónssonar og Magnúsar Þórs Jónssonar ■■■■■ Á dagskrá rásar O Q 00 2 kl. 23.00 er — fyrsti þátturinn af þrem í umsjón Trausta Jónssonar og Magnúsar Þórs Jónssonar en þeir bera heitið Tangó. „Ætlunin er að spila flesta íslenska tangóa sem til eru á plötum í þessum þáttum", sagði Trausti Jónsson annar umsjónarmanna þáttarins. í fyrsta þættinum verða spilaðir tangóar frá tíma- bilinu 1952-55, í næsta þætti tangóar frá 56-70, í hinum þriðja og síðasta tangóar frá 1970-1986. „Elstu tangóamir sem til eru á plötu eru frá 1952, en eldri tangóar eru til og hafa sumir komist á plötu seinna", sagði Trausti og bætti því við að til væru íslenskir tangóar á nótum frá því milli 1930 og 40. Meðal þeirra tangóa sem spilaðir verða í þáttunum eru nokkrir sem sáralítið hafa heyrst svo sem tangó eftir Maríu Markan sem hún syngur reyndar sjálf, og harmonikkutangóar sem ekki hafa heyrst lengi. „Við spilum einnig tangóa sem við köllum „tangóa í álögum" en það eru rétt- bomir tangóar, spilaðir eftir öðrum danstakti, cha-cha-cha, en þessir tangóar í álögum voru nokkuð algengir uppúr 1955.“ ÚTVARP FIMMTUDAGUR 27. febrúar 7.00 Veðurfregnir. Fréttir Bæn. 7.15 Morgunvaktin 7.20 Morguntrimm 7.30 Fréttir. Tilkynningar 8.00 Fréttir. Tilkynningar 8.15 Veðurfregnir 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barn- anna: „Undir regnbogan- um'' eftir Bjarne Reuter. Ól- afur Haukur Sfmonarson les þýðingusina(13). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Þingfréttir 10.00 Fréttir 10.05 Málræktarþáttur. End- urtekinn þáttur frá kvöldinu áður sem Helgi J. Halldórs- son flytur. 10.10 Veöurfregnir. 10.40 „Égmanþátíð" Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liönum árum. 11.10 Morguntónleikar a. Spænskur dans nr. 11 eftir Enrique Granados. Jul- ian Bream og John Williams leika á gítara. b. Dúett í D-dúr eftir Gioacc- i hino Rossini. Jörg Baumann j og Klaus Stoll leika á selló J og kontrabassa. c. „Maestosa sonata senti- mentale" eftir Niccolo Pag- anini. Salvatore Accardo leikur á fiölu með Fil- | harmoníusveit Lundúna; j Charles Dutoit stjórnar. d. Mephisto-vcals nr. 1 eftir Franz Liszt. Lazar Berman leikurá pianó. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar 12.20 Fréttir 12.46 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 I dagsins önn - Um- hverfi. Umsjón: Anna G. Magnúsdóttir og Ragnar Jón Gunnarsson. 14.00 Miödegissagan: „Unga stúlkan og dauöinn" eftir Michel Lournier. Þórhildur Ólafsdóttir les síðari hluta þýðingarsinnar. 14.30 Áfrívaktinni Sigrún Sigurðardóttir kynnir óskalög sjómanna. (Frá Akureyri.) 15.15 Úr byggðum Vestfjarða. Umsjón: Finnbogi Her- mannsson. 15.40 Tilkynningar.Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 „Fagurt galaði fuglinn sá.“ Sigurður Einarsson kynnir. 17.00 Barnaútvarpið Stjórnandi: Kristín Helga- dóttir. 17.40 Listagrip. Þáttur um list- ir og menningarmál. Um- sjón: Sigrún Björnsdóttir. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir Dagskrá kvöldsins. 17.55 Heimsmeistaramótiö i handknattleik Island — Rúmenia Bein útsending frá Bern i Sviss. Bjarni Felixson lýsir leiknum. 19.15 Ádöfinni Umsjónarmaöur Karl Sig- tryggsson. 19.25 Húsdýrin Annar þáttur Barnamyndaflokkur í fjórum þáttum. Þýöandi Trausti Júl- íusson. (Nordvision — Finnska sjónvarpið) 19.35 Finnskarþjóösögur Teiknimyndaflokkur i fimm þáttum. Þýðandi Trausti Júl- iusson. (Nordvision — Finnska sjón- varpiö) 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttirogveöur 20.30 Auglýsingar og dagskrá 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.50 Daglegtmál Sigurður G. Tómasson flytur þáttinn. 20.00 Leikrit: „Iðrun og yfir- bót'' eftir Elisabeth Cross. Þýðandi: Karl Ágúst Úlfs- son. Leikstjóri: Jón Viðar Jónsson. Leikendur: Mar- grét Guðmundsdóttir, Gísli Alfreðsson og Jóhann Sig- urðarson. 20.55 Gestur í útvarpssal. Philip Jenkins leikur á pianó. a. Impromtu í Fís-dúr eftir Frédéric Chopin. b. Tvö íslensk þjóðlög i út- setningu Hafliða Hallgríms- sonar. c. „La Lugubre gondola" eftir Franz Liszt; 21.15 „Úr Lómastræti", smá- saga eftir Ólaf Jóhann Ólafs- son. Þorsteinn Gunnarsson leikari les. FÖSTUDAGUR 28. febrúar 20.40 Unglingarnir i frumskóg- inum Ný þáttaröð um unglinga og áhugamál þeirra. Um- sjónarmaður Jón Gústafs- son. Stjórn upptöku Gunn- laugurJónasson. 21.10 Þingsjá Umsjónarmaöur Páll Magn- ússon. 21.25 Kastljós Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Einar Örn Stefánsson. 22.00 Ævintýri Sherlock Holmes 5. Flotasamningurinn Breskur myndaflokkur í sjö þáttum sem geröir eru eftir smásögum Conan Doyles. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passíusálma (28). 22.50 Fimmtudagsumraeðan. Stjórnandi: Hallgrímur Thor- steinsson. 23.00 Túlkun i tónlist. Rögn- valdur Sigurjónsson sér um þáttinn. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. FIMMTUDAGUR 27. febrúar 10.00 Morgunþáttur Aðalhlutverk: Jeremy Brett og David Burke. Milliríkjasamningur, sem á að fara leynt hverfur. Málið getur stofnaö heimsfriöi i hættu nema skjölin finnist í tæka tið. Þýöandi Björn Baldursson. 22.50 Seinni fréttir 22.55 Minnie og Moskowitz Bandarísk biómynd frá 1972. Höfundur og leikstjóri John Cassavetes. Aðalhlutverk: Gena Rowlands og Seymo- urCassel. Saga þessi sýnir hvernig leiðir ólíklegasta fólks geta legiö saman og að ástin fer ekki i manngreinarálit. Þýðandi Jóhanna Þráins- dóttir. 00.55 Dagskrárlok Stjórnendur: AsgeirTómas- son og Kristján Sigurjóns- son. 12.00 Hlé 14.00 Spjallogspil Stjórnandi: Ásta R. Jóhann- esdóttir. 15.00 Ótroðnarslóðir Halldór Lárusson og Andri Már Ingólfsson stjórna þætti um kristilega popp- tónlist. 16.00 í gegnum tiðina Þátt.ur um íslenska dægur- tónlist í umsjá Jóns Ólafs- sonar. 17.00 Gullöldin Vignir Sveinsson kynnir lög frá sjöunda áratugnum. 18.00 Hlé 20.00 Vinsældalisti hlustenda rásartvö Páll Þorsteinsson kynnir tiu vinsælustu lög vikunnar. 21.00 Gestagangur hjá Ragnheiði Davíðsdóttur. Gestur hennar er Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra. 22.00 Rökkurtónar Stjórnandi: SvavarGests. 23.00 Tangó Hinn fyrsti þriggja þátta i '• umsjá Trausta Jónssonar og Magnúsar Þórs Jónsson- ar. 24.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar í þrjár mínútur kl. 11.00, 15.00, 16.00og 17.00. SVÆÐISÚTVÖRP REYKJAVÍK 17.03—18.00 Svaeöisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni -FM 90,1MHz. AKUREYRI 17.03—18.30 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz. SJÓNVARP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.