Morgunblaðið - 27.02.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.02.1986, Blaðsíða 15
9861 ÍJAÚSÍB31 .VSÍIUOAQUTMMT'? ,«IGA J8MTJ0H0M MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR1986 ¥5 Frá sjöunda áratugnum Myndlist Valtýr Pétursson Hringur Jóhannesson sýnir riokkur verk sín um þessar mundir í Gallerí Borg við Austurvöll. Það eru eldri myndir, sem hann hefur valið til sýningar að sinni, og nefnir hann sýningu sína Frá sjöunda áratugnum. Þama er um að ræða fjögur olíumálverk og tuttugu olíukrítarmyndir ásamt nokkrum teikningum, sem gerðar eru með svartkrít, blýanti, tússi og merkibleki. Þeir, sem þekkja feril Hrings, munu kannast við þessar myndir, og margir þeirra eru einmitt frá því tímabili í þróun Hrings, sem einna bezt hefur kynnt hann sem teiknara og sem krítarmálara. Það er langt síðan Hringur sannaði tilveru sína sem myndlist- armaður og einkum og sér í lagi sem teiknari. Hann var á þeim árum sem hér eru til umræðu, nokkuð undir áhrifum frá lista- mönnum eins og Sverri heitnum Haraldssyni, en hélt samt ætíð sínum eigin svip, ef svo mætti að orði kveða. Hann hefur svo á seinni árum þróazt nokkuð frá þessu tímabili, sem ég hér vitna í og er uppistaða þessarar núver- andi sýningar. Myndbygging hef- ur orðið einfaldari og styrkzt þar með bæði hvað form og lit snertir. Persónulega hefur hann ætíð höfðað nokkuð til mín í verkum sínum, en nokkuð hefur borið á, að verk Hrings hafi farið misvel í fínu taugamar á sumum mynd- listarmÖnnum, en það er önnur saga og sýnir aðeins, að hann er ekki einn af þeim, sem sigla slétt- an sjó og eru áhrifalausir. Þessi sýning í Gallerí Borg er ekki stórbrotin, en hún er skemmtileg, og mér finnst mál- verkin á þessari sýningu bera af, einkum er það no. 4, Birta við bakkann, sem mér fínnst í sér- flokki. Þetta er fjölbreytt sýning, og ættu flestir að geta fundið þama sitthvað við sitt hæfi. Sýn- ingin í heild fór vel í mig, og em viðbrögð mín í samræmi við það. Þama er visst tímabil í sögu Hrings sem myndlistarmanns, og fer vel á því að sýna það í húsa- kynnum Gallerís Borgar. Nýja áfangakerfið sem við tókum upp um áramótin auð- veldar nemendum að meta framfarir við tungumálanámið. Áfangamir em fjórir: bvriendur. lærlingar. sveinar og meistarar. Námskeiðin sem nú fara í hönd em í bj og d) flokkum allra áfanganna. Góð málakunnátta er íslend- ingum alger nauðsyn - en hvern- ig náum við bestum árangri? Fyrst er að hugsa málið, síðan hringja til Múnis. Múnir hefúr um langt árabil sérhæft sig í vönduðu tungumálanámi og kappkostað að tryggja nemandanum bestu fáanlegu kunnáttu á sem skemmstum túna. Áratuga reynsla og ánægðir nem- endur eru besta auglýsingin. Kennt er tvisvar í viku, tvær klukkustundir í senn. Öll námsgögn em innifalin í nám- skeiðsgjaldi og við bjóðum uppá veitingar í frímínútum. Öllum d) námskeiðunum lýkur með prófi 30. apríl og þá útskrifum við fýrstu lærlingana, sveinana og meistarana! r r Ef þú veist lítið um raunvem- lega kunnáttu þína í tungu- málinu leysa stöðuprófin úr þeim vanda. Strax í fýrsta tíma bjóðum við uppá stöðupróf fýrir þá sem vilja. Tíma ættu flestir að geta fúndið við sitt hæfi, Við kennum á kvöldin, um miðjan dag og á morgnana. ENSKA ÞÝSKA FRANSKA SPÆNSKA ÍTALSKA ÍSLENSKA fyrir útlendinga mars- Viltu læra önnur tungumál en þau sem hér eru nefnd? Láttu það ekki aftra þér frá því að grípa til símans - hringdu til okkar og berðu fram óskir þtnar. Við reynum að koma til móts við alla. Allar frekari upplýsingar og innritun í síma 10004/21655 MÁLASKÓU RITAKASKÓLI 20% afsláttur gildir fýrir hjón, systkini, öryrkja, ellilífeyrisþega og félagsmenn Stjómunar- félagsins. Munið: starfs- menntunarsjóðir ríkisins og Reykjavíkurborgar taka þátt í að greiða námskeiðsgjöld sinna félagsmanna á námskeiðum Mímis. m mr v • Mimir ÁNANAUSTUM 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.