Morgunblaðið - 27.02.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.02.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR1986 17 fyrirtæki kemst varla í gagnið næstu tvo til þtjá mánuði. En þang- að til er ég tilbúinn að leigja starf- semi Kröflu upp á eigin reikning, því ef hún leggst niður á meðan, glatast dýrmæt viðskiptasambönd, þ. á m. samningamir við Árblik og SÍS. Þau verkefni lenda bara hjá öðrum og þá getum við hætt að hugsa um endurreisn. Það verður að taka ákvörðun um þetta sem allra fyrst, annars gæti það orðið um seinan. Við megum ekki missa fólkið burt af staðnum. Fyrirtæki er ekkert annað en fólkið sem þar vinnur — þetta fólk býr yfir þeirri verkkunnáttu og þekkingu sem fyrirtækið þarfnast. Ég tel, að stjómvöld verði að hlaupa undir bagga hér í Vík. Það væri ljótt til þess að vita, að litla Katla þurrkaði Vík af kortinu en ekki stóra Katla sem fram til þessa hefur þótt mun líklegra," segir Guðjón að lokum. Viðtöl: Karl Emil Gunnarsson Myndir: Árni Sæberg Engin endurreisn ef viðskiptasam- bönd glatast „Stjóm prjónastofunnar Kötlu tók þá ákvörðun á fundi síðastliðinn föstudag að taka fyrirtækið til gjaldþrotaskipta," segir Guðjón Kristbergsson framkvæmdastjóri Kötlu. „Stjómin fjallaði um það á fundinum að leigja vélar og aðstöðu fyrirtækisins. Kom þá fram, að tveir aðilar hefðu hugsanlega áhuga á því að taka starfsemina á leigu, annars vegar ég og hins vegar kaupfélagið. Ég hef áhuga á því að prjónastof- an rísi upp aftur. Við höfðum náð hagstæðum samningum við Árblik, sem ég tel skipta sköpum fyrir rekstrargrundvöll prjónastofunnar, og auk þess fengið prjónaverkefni frá SÍS sem við höfðum ekki átt kost á áður — framleiddum því sem næst eingöngu peysur fyrir Rúss- landsmarkað sem mátti heita dauðadæmt. Það er verið að athuga stofnun nýs fyrirtækis í ullariðnaði hér á staðnum, og þegar liggja fyrir nokkur loforð um hlutafé, en þessi athugun er enn á frumstigi svo nýtt Sigríður Sveinsdóttir. Gætum þegið andvirði eins skuttogara „Verkalýðsfélagið mun halda fund með fólkinu fljótlega og kynna því rétt sinn," segir Páll Jónsson formaður verkalýðsfélagsins Vík- ings. „Við höfum enga allsheijar- lausn á vandanum en það er verið að tala um framhald á prjónastofu- rekstrinum og þá er bara að vona það besta. En því er ekki að neita, að við höfum áhyggjur af atvinnuástand- inu héma. Til dæmis er samdráttur hjá kaupfélaginu og erfiðleikar bænda í sveitunum í kring setja mark sitt á atvinnumálin — bændur leggja ekki í neina uppbyggingu. Þá hefur gengisstefna stjómvalda valdið ullariðnaðinum búsiflum og hefur þar .með komið illa niður á starfsemi Kötlu. Við þurfum ný störf héma — það er augljóst. En það er mest hrópað og haft hæst í sjávarplássunum. Ef Katla hefði verið skuttogari á hausnum hefði eitthvað verið gert. Við gæt- um vel þegið að fá eins og andvirði eins skuttogara til þess að leggja í atvinnuuppbygginguna. Suðurland er láglaunasvæði og hefur verið svelt hvað varðar fé til uppbygging- ar. Þingmenn okkar þyrftu að standa sig betur — allir," segir formaður verkalýðsfélagsins. Hefði þurft að lýsa Kötlu gjaldþrota fyrr „Kaupfélagið hefur átt í erfiðleik- um undanfarin ár og á reyndar enn,“ segir Friðbjöm Níelsson kaupfélagsstjóri, sem jafnframt er stjómarformaður Kötlu. „En það er ekki bráð hætta á lokun þess. Við gerðum ráðstafanir á siðasta ári til þess að rétta reksturinn af. Við höfum fækkað fólki með því að ráða ekki í störf sem losna auk þess sem við höfum sagt nokkmm upp. Nú em um 60 manns á launa- skrá. Kaupfélagið er stærsti hluthafinn í Kötlu. Stjóm pijónastofunnar Guðjón Kristbergsson framkvæmdastjóri Kötlu. hefur farið þess á leit, að kaup- félagið eða Guðjón Kristbergsson taki að sér rekstur pijónastofu með tækjum og aðstöðu Kötlu en það er háð samþykki skiptaráðanda. Kaupfélagið hefur engan vemlegan áhuga á að taka að sér reksturinn nema þess verði sérstaklega óskað. Katla hefur staðið illa undanfarin ár ög síðan 1983 hafa skuldir verið umfram eignir. Ekki náðist að vinda ofan af skuldahalanum þrátt fyrir, að unnið væri fyrir Evrópumarkað Hafsteinn Jóhannesson sveitar- . stjóri. og nú í febrúar neitaði Byggða- stofnun að fjármagna taprekstur síðustu ára. Þá var ekki um annað að ræða en taka fyrirtækið til gjald- þrotaskipta — og ' hefði reyndar þurft að gera fyrr. Gjaldþrotið er upp á 12—14 milljónir sem eignar- aðilar þurfa að afskrifa. Það em dökkar horfur í ullariðn- aðinum og ekki víst að menn verði ginnkeyptir fyrir því að hætta fé í annað fyrirtæki í þeirri grein," segir Friðbjöm Níelsson. íslenzka handknattleiksliðið tókmeð sér Svala til Sviss SOL HF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.