Morgunblaðið - 27.02.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.02.1986, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ; FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR1986 Gabríei HÖGGDEYFAR I MIKLU ÚRVALI SKEIFUNNI 5A, SÍMI: 91-8 47 88 HAFNFIRÐINGAR Aðalfundur Styrktarfélags aldraðra verður haldinn í íþróttahúsinu við Strandgötu að aflokinni samkomu í opnu húsi fimmtudaginn 6. mars kl. 16.00. Gestur fundarins verður Sveinn Guðbjartsson forstjóri. Stjórnin. Öhress? Þú gœtir reynt eða AÍognaMn Lýsi hf. Grandavegi 42, Reykjavík, sími 91 -28777 Hvers eiga bænd- ur að gjalda? eftír Tryggva Sleinarsson Það var gott hljóð í sunnlenskum bændum sl. haust eftir frábærlega gott sumar og ekki spillti hagstæð tíð fyrir mjólkurkýr fram eftir hausti, auk heyfengs sem var með allra besta móti. Bændur hugðust notfæra sér þessa stöðu til að bæta að einhveiju leyti upp tekjuleysi undanfarinna ára í kjöifar tveggja erfiðra óþurrkasumra 1983 og 1984. Nú er svo komið að stjómvöld hafa klúðrað með öllu þvi tækifæri sem bændur höfðu til kjarabóta með seinagangi á útgáfu reglugerð- ar um stjóm mjólkurframleiðslunn- ar verðlagsárið 1985/86, og standa þeir nú frammi fyrir þeirri stað- reynd, að fá lítið sem ekkert fyrir framleiðslu sína seinnipart sumars. Bændur höfðu enga aðra viðmiðun í framleiðslumálum en eigið búmark og höfðu fullan rétt á að miða við það, þar til annað yrði ákveðið. Þeir fengu engar aðvaranir hvert stefndi í mjólkurframleiðslunni né ábendingar um að takmarka fram- leiðslu sína. Það vill svo til að Framleiðsluráð landbúnaðarins hefur komið ýmsum upplýsingum til bænda, um af- greiðslu og gang mála_ hjá ráðinu, í Búnaðarblaðinu Frey. í lok nóvem- ber fengum við tölur um innvegna mjólk í september og í byijun janúar fengum við tölur um mjólkurmagnið í október. Það tók Framleiðsluráð land- búnaðarins rúma tvo mánuði að koma til okkar tölum um innvegna mjólk í október þegar fyrir lágu upplýsingar um framleiðslu fyrstu flóra mánuði þessa verðlagsárs. Engar ráðleggingar fylgdu, enda þótt ráðinu hlyti að hafa verið ljóst þegar á haustmánuðum í hvert óefni stefndi. Ennfremur segir „Samkvæmt fjárhagsáætlun verður kostnaður við rekstur Framleiðslu- ráðs kr. 33—34 milljónir á árinu 1986 og má þá reikna með að eitt- hvað sé vantalið. Til samanburðar kostaði rekstur Framleiðsluráðs árið 1984 um kr. 15 milljónir." (Freyr nr. 1 1986 bls. 35.) Hversu margar milljónir í viðbót þyrfti Framleiðsluráð til að koma upplýsingum til bænda um fram- leiðslu mjólkur strax og þær liggja fyrir í lok hvers mánaðar. Hugum að öðrum þætti þessa máls, þeim seinagangi við útgáfu á reglugerðinni sem mest er deilt um Fyrirliggjandi í birgðastöð PRÓFÍL- PÍPUR □[ DIN 2395 - A/59411 □ C IC ] □ !=□ Fjölmargir sverleikar. Lengd 6 m. SINDRA STALHF Tryggvi Steiaarssoa „Bændur eru ekki að skorast undan fram- leiðslustjórnun, þvert á móti. Þeir verða bara að fá að vita hve mikið þeir mega framleiða áður en varan verður til.“ þessa dagana. Það hefur komið fram að Stéttarsamband bænda var með í ráðum og reglugerðin er samin með samþykki þess. Á síð- asta aðalfundi Stéttarsambandsins var samþykkt ályktun þar sem segir m.a.: „Aðalfundur Stéttarsambands bænda haldinn að Laugarvatni 29,—31. ágjist 1985 leggur til að því magni búvara (mjólkur og kindakjöts), sem samið hefur verið um fullt verð á við landbúnaðarráð- herra fyrir næsta verðlagsár verði skipt milii héraða miðað við heildar- búmark, eins og það var í árslok 1980, lækkað hlutfallslega niður að umsömdu magni." Maður skyldi ætla að þar með væri málið í nokkuð öruggri höfn, langviðkvæmasta atriðið, reikni- reglan sem nota átti við útdeilingu milli héraða hafði verið ákveðin og það í lok ágúst. Þegar upp er staðið er ekki farið eftir þessari ályktun nema að takmörkuðu leyti. Var það ekki svo þegar til átti að taka, að einhveijum þótti sitt eigið hérað koma illa út, miðað við þessa reiknireglu og gerðu tillögu um aðra? Urðu þær tillögur ekki nokkuð margar uns yfir lauk og sjónarmiðin ólik sem þurfti að sætta? Er ekki hér komin megin skýr- ingin á þessum seinagangi, því enginn lætur sér detta í hug að nokkurt ráðuneyti þurfí heila fimm mánuði til að hnoða saman reglu- gerð á svo torskiljanlegu ómáli, að almenningur fær vart skilið nema með mikilli yfirlegu? Þáttur Stéttarsambands bænda í þessu máli þarf athugunar við. Hver er svo staðan í dag þegar svæðakvótanum hefur verið komið á, þessu sérstaka hugarfóstri Stétt- arsambands bænda, sem átti að leysa allan vanda? Bændur eru fullir af illindum og öfund í garð annarra landshluta, stéttin er sundruð og máttlaus. En hvað var að gerast á meðan svæðapotið var í algleymingi? Þeir bændur sem voru með hey í knapp- ara lagi, gáfu ef til vill meira lqam- fóður en eðlilegt var, eins og málin stóðu. Þeir gátu hagað sínum ásetn- ingi á annan veg, fargað kúm í haust semm áttu að bera á út- mánuðum, en þeir fengu ekki upp- lýsingar um hvað var að gerast. Áðrir keyptu undanrennumjöl í kálfa, en sendu á sama tíma verð- lausa mjólk í búið. Enn aðrir bænd- ur með rúmt búmark keyptu kýr, en standa nú frammi fyrir þeirri staðreynd að þær hafa ekk skilað þeim öðru en mjólk sem þeir muni lítið sem ekkert fá fyrir. Dýrar verða þær kýr. Svona mætti lengi telja. Bændur eru ekki að skorast undan framleiðslustjómun, þvert á móti. Þeir verða bara að fá að vita hve mikið þeir mega framleiða áður en varan verður til. Seinagangurinn og óstjómin í þessum málum er óþolandi. Nú þegar margumrædd reglu- gerð er komin fram, sem varla gat orðið vitlausari, er enn óráðstafað 5% af heildarmagninu sem bændum er gert að bítast um. Framleiðsluráð með allar sínar milljónir henti nefni- lega málinu galopnu f búnaðarsam- böndin sem eiga nú að setjast í dómarasæti, jafn óheppilegt sem það nú er. Bændur fá heila 40 daga til að semja umsóknir um leiðrétt- ingu og er varla að sjá að mikið liggi á. Hafa búnaðarsamböndin ekki næg verkefni fyrir og hver borgar? Endanlega verður málinu ekki lokað fyrr en 15. apríl nk. Þá verða rétt tæpir tveir mánuðir í útbeit og íjórir og hálfur mánuður eftir af verðlagsárinu. Eg vil svo að endingu benda ráðuneytismönnum og fram- leiðsluráði landbúnaðarins á, að meðgöngutími kúa er 287 dagar og kýr sem festir fang daginn sem þessi grein er skrifuð á tal 5. desem- ber nk. Það er núna sem við erum að taka ákvarðanir um hve margar og hvaða kýr við ætlum okkur að eiga þegar íjórðungur er liðinn af næsta verðlagsári. Höfundur er bóndi íHlíð i Gnúp- vetjahreppi. Úrklippuþj ónusta: Nýir efnisflokk- ar frá Miðlun Borgartúni 31 sími 27222 FYRIRTÆKIÐ Miðlun hefur hafið útgáfu þriggja nýrra efnis- flokka svokallaðra en útgáfu- deild fyrirtækisins hefur undan- farin ár gefið út blaðaúrklippur í heftum, flokkaðar eftir efni. Nýju efnisflokkamir fjalla um sveitarstjómamál, útflutnings- mál og fjölmiðlun. Um síðustu áramót var gerð nokkur breyting á útliti og efnis- innihaldi heftanna frá Miðlun. Nýj- ar kápur hafa verið hannaðar og efnisyfirlit unnið fyrir nokkra flokka, auk þess sem efni hefur verið aukið og því breytt í nokkrum flokkum. í fréttatilkynningu frá Miðlun segir að útgáfudeild fyrirtækisins sé umsvifamikil í útgáfu upplýsinga fyrir viðskipta- og atvinnulíf. Ur- klippuþjónusta er meginhluti starf- seminnar í dag og hefur áhersla verið lögð á að efnisflokka dag- blöðin og ganga frá því efni í að- gengileg hefti. Þessi hefti (alls tæplega 40) hafa verið seld í mán- aðarlegri áskrift, segir í fréttatil- kynningunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.