Morgunblaðið - 27.02.1986, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 27.02.1986, Qupperneq 25
MORGUNBLABIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1986 25 Einar í Betel eftir Gísla * Oskarsson Verið minnugir leiðtoga yðar sem Guðs orð hafa til yðar talað og virðið fyrir yður ævi þeirra. Þessi orð komu mér í hug er ég ias bók Einars í Betel. í bókarbyijun lýsir Einar æsku- árum sínum. Hann er óráðinn með líf sitt og til í að prófa allt og tekur til óspilltra málanna í því efni, en sumt meiðir og særir og er ekki eins ljúft og í fyrstu var haldið. Þegar unglingsárin koma með öllum sínum freistingum kemur nýr fylgjunautur inn í spilið, Jesús Kristur. Lífið fær nýja stefnu, samviskan hreinsast og sár koma ekki í líkingu við hin fyrri, í mesta lagi eru það aðeins skeinur, en þær gróa fljótt undir græðandi höndum Jesú. Vegur Einars sem ungs manns er ákaflega hreinn og bjart- ur, enda varðast hann af orði Guðs og ávöxtur endurfæðingarinnar er augljós. Bók Einars Qallar um traust manns á upprisinn frelsara og þessi trú hefur ekki orðið til skammar — slík er Einars saga og ekki aðeins hans, heldur Qölmargra annarra, þeirra er upplifað hafa Jesúm Krist. Auk sögu Einars sjálfs eru marg- ar aðrar merkilegar og eftirtektar- verðar frásögur. Vil ég minnast tveggja: Hin fyrri segir frá Jónínu Ingi- mundardóttur sem var ein af frum- herjum Hvítasunnuvakningarinnar hérlendis. Á efri árum sínum fékk hún slag og lá eftir það lömuð og málvana. Eitt sinn er bænagjörð var höfð við sjúkrabeð hennar hóf hún að tala tungum eins og Heilag- ur Andi gaf henni að mæla og talaði hún reiprennandi ókunnugt tungu- mál meðan fagnaðartárin runnu niður kinnar hennar. Að bæn lok- inni hætti tungutalið og reyndi hún mjög að mæla, en það var ómögu- legt. Þessi atburður er stórkostlegt tákn um mikilleika Guðs. Hin síðari segir frá skím Guðríð- ar Þóroddsdóttur frá Víðidal í Vestmannaeyjum. Hún veiktist af liðagigt og varð farlama af þeim sökum. Guðríður leitaði til Drottins í neyð sinni og mætti hann með henni og hún frelsaðist. Guðríður bað um skím og var hún borin farlama ofan í skfmarlaugina og skírð til Jesú Krists í nafni heilagrar þrenningar. Eftir þetta fór. Guðríður að hress- ast og læknaðist hún algjörlega fyrir Drottins náð. Ferðaðist hún víða um landið eftir þetta og útbreiddi fagnaðarer- indið klárt og kvitt. Bókin er ákaflega skír og skorin- orð í boðskap sínum. Hér segir maður frá er ekki má vamm sitt vita á neinn hátt og tilhneiging til andlegs niðurbrots samborgaranna finnst hvergi. Miklu fremur er byggt upp og bent á leið til nýsköp- unar. Ritverkið er allt ákaflega hisp- urslaust og hreint hvað efnið snert- ir. Stíllinn er lipur og léttur og geta menn áreynslulaust svifið í Einar Gíslason „Bók Einars fjallar um traust manns á uppris- inn frelsara og þessi trú hefur ekki orðið til skammar — slík er Einars saga og ekki aðeins hans, heldur fjölmargra annarra, þeirra er upplifað hafa Jesúm Krist.“ gegnum frásagnir bókarinnar sem em litríkar og myndrænar í senn. Allt ber þess merki, að hér segir maður frá sem ræður jrfír þrótt- miklu máli samfara mælskusnilld. Hvergi er dauðaanda eða fúa að fínna hjá Einari. Sagnimar koma allar úr daglega lífinu, þá var unnið hörðum höndum fyrir lífsbjörginni, en jafnhliða boðað fagnaðarerindið. Sagan sníðst til í brimöldunni og þyt óveðra, en hefur jafnframt mýkt stillunnar í sér. Frásagnir bókarinn- ar eru sumar glettnar og jafnvel ærslafullar, en reynsla sorgar og erfíðra stunda gefur öðrum hugljúf- . an blæ. Þungamiðjan er þessi: „Drottinn leggur líkn með þraut." Öll er bókin, Einar í Betel, lifandi vitnisburður um sannleika þessara orða biblíunnar: „Verið ávallt glaðir vegna sam- félagsins við Drottin; ég segi aftur verið glaðir. Ljúflyndi yðar verði kunnugt öllum mönnum. Drottinn er í nánd. Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni ásamt þakkargjörð. Og friður guðs sem er æðri öllum skiln- ingi, mun varðveita hugsanir yðar í samfélaginu við Krist Jesúm." CFil. 4:4-7) Höfundur er kennari við grunn- skólann i Vestmannaeyjum. Skídqfatnaður___________ Golden Cup OV 5152 - Kvengalli Litur: Ljósblár. Stærðir: 38-44 Verð áður 5.556.- nú 3.890.- OV 5454- Herragalli Litur: Dökkblár. Stærðir: 46-54 Verð áður 6.326,- nú 4.428.- Skíðaskór_________ Trappeur Turbo. Stærðir: 3-121/2 Verð áður 4.456.- nú 3.119.- Elite Pro. Stærðir:3-12 Verð áður 7.964,- nú 5.575.- Barnqskíðaskór Trappeur Killy Explorer. Stærðir: 25-34 Verðáður 3.085.- nú 2.160.- Barna- og unglingaskíði Cönquskíði Dynastar Racing Stærð80-120 cm Verðáður 3.763.- Gönquskíðaskér HÚ 2.634.- Plis Wasa Stærð 180-215 cm Verð áður 3.483.- nú 2.438.- Artex. Stærðir: 28-47 Verð áður frá 1.663,- nú 1.164.- Dynastar Visa Stærð 160-200 cm Verð áður 5.705.- nú 3.993.- m. /MIKLIG4RDUR MIKIÐ FYRIR LÍTIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.