Morgunblaðið - 27.02.1986, Blaðsíða 64
^ EUHOCARD
FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR.
Samningurinn gripinn á lofti
Morgunblaðið/Júlíus
Það er Þorgeir Ingvarsson, formaður Póstmannafélags Islands, sem samningum meðal samninganefndarmanna í húsakynnum sáttasemjara
hendir hér á lofti kjarasamning aðila vinnumarkaðarins, en Kristján í gærkvöldi. Kristján sagði í samtali við Morgunblaðið, að ekki mætti
Thorlacius, formaður BSRB, hafði þennan háttinn á er hann deildi skilja þessa athöfn sem táknræna fyrir álit hans á samningnum.
Atli Hilmarsson í baráttu við Tékka í gærkvöldi. simamynd/AP
Sætur sigur gegn Tékkum
VONIR íslendinga um sæti í milliriðli í heimsmeistarakeppninni
í handknattleik í Sviss glæddust að nýju eftir sætan sigur á
* Tékkum í gærkvöldi og góða frammistöðu Kóreumanna gegn
Rúmenum.
Helsta von íslendinga er nú sú að Kóreumenn sigri Tékka á föstu-
daginn og að það verði Tékkar sem falla úr keppninni — auk þess
sem sigur eða jafntefli gegn Rúmenum á föstudag kæmi vitaskuld
okkar mönnum áfram. En verði þrjú lið í riðlinum jöfn með tvö stig
gildir markatala allra leikja í riðlinum — og þá vegur ósigurinn stóri
gegn Kóreu þungt, íslendingum í óhag.
Sjá nánar á bls. 60 og 61.
Ríkisstjórnin svarar
með lagafrnmvarpi
RÍKISSTJÓRNIN tekur afstöðu til bréfs og málaleitana
samningsaðila á fundi sínum fyrir hádegi í dag. Á fundi með
fulltrúum Alþýðusambandsins og Vinnuveitendasambandsins
í gærkvöldi hétu forsætisráðherra og fjármálaráðherra svör-
um ríkisstjórnarinnar síðdegis í dag, en í gær fengu þeir
umboð þingflokka sinna til að fara með málið á grundvelli
ákvarðana í ríkisstjórn.
Ákvarðanir stjórnvalda snerta
marga málaflokka. Á vegum Þor-
steins Pálssonar, fjármálaráðherra,
var í gærkvöldi hafist handa um
að semja lagafrumvarp um breyt-
ingar á fjárlögum, skattalögum,
tollalögum og láns^árlögum til að
unnt sé að standa við þær skuld-
bindingar í þessum málaflokkum,
sem ríkisstjórnin hefur lýst sig
reiðubúna að axla. Er að því stefnt,
að frumvarpið verði lagt fyrir Al-
þingi í dag eða á morgun og því
verði komið á rekspöl í þinginu fyrir
helgi. í næstu viku hægir á störfum
Alþingis vegna þátttöku þingmanna
í þingi Norðurlandaráðs, sem þá
verður haldið í Kaupmannahöfn.
Fjármálaráðherra um kjaradeilu ríkisins og BSRB:
Sattafundur í deilunm boðaður í dag
FUNDI 9 manna samninganefndar BSRB og samninga-
nefndar ríkisins hjá sáttasemjara lauk undir miðnættið í
gær án þess að formleg samningstilboð væru þar lögð fram.
Annar fundur þessara aðilja
verður í dag klukkan 13.30 og
50 manna samninganefnd BSRB
hefur verið kölluð saman til fund-
ar á föstudag og er það talið
benda til þess að draga fari til
tíðinda. Fjármálaráðherra segir
að leitað verði samninga við
BSRB á grundvelli samninganna,
sem undirritaðir voru í gær.
Kristján Thorlacius formaður
BSRB vildi í gær ekki tjá sig um
kjarasamning ASÍ, VSÍ og
Vinnumálasambands samvinnu-
félaganna.
Morgunblaðið innti Þorstein Páls-
son fjármálaráðherra álits á því
í gærkvöldi hvaða áhrif þessi
kjarasamningur gæti haft á
samninga ríkisins og BSRB.
Hann sagði viðræður deiluaðila
standa yfír og því væri ekkert
um það að segja á þessu stigi
hvaða áhrif kjarasamningur ASI,
VSÍ og Vinnumálasambands
samvinnufélaganna kynni að
hafa á gang mála í kjarasamning-
um BSRB og ríkisins. „Leitað
verður eftir því að semja við
BSRB á þessum grundvelli og
hann er ekki ýkja fjarri því, sem
áður hefur verið talað um í þeim
viðræðum," sagði Þorsteinn Páls-
son.
Kristján Thorlacius, formaður
BSRB, vildi ekkert láta hafa eftir
sér um samninginn, hann vildi
fyrst láta skoðun sína í ljósi meðal
félagsmanna sinna. Hann sagði
ekkert formlegt tilboð hafa komið
fram frá samninganefnd ríkisins
á fundinum. Þessu yrði síðan
haldið áfram og 50 manna nefnd-
in kæmi saman á föstudag. Að-
spurður hvort það þýddi að draga
færi til tíðinda, sagði Kristján,
að það benti til viðræðum yrði
haldið áfram og að ákvarðanir
yrðu teknar, þó hann vildi að
sjálfsögðu ekki taka ákvarðanir
fyrir stóru nefndina.
Handrita-
samningnr
undirritað-
ur í Höfn
Handritamálið var form-
lega til lykta leitt í gær,
þegar menntamálaráðherr-
arnir Sverrir Hermannsson
og Bertel Haarder undirrit-
uðu tillögur um afhendingu
handrita og samstarfssamn-
ing í Kaupmannahöfn.
Sverrir Hermannsson sagði
að þessi samningur milli íslands
og Danmerkur væri einstakur.
-Ráðherramir vom sammála um
að báðar þjóðimar hefðu unnið
sigur í málinu.
Viðstaddir athöfíiina voru
margir gestir, þeirra á meðal
Gylfí Þ. Gíslason, en fyrstu
handritin vom afhent fslending-
um í menntamálaráðherratíð
hans árið 1971.
Sjá nánar á bls. 27.
Kærður fyrir
kynferðis-
áreitni við
tmg*a drengí
LÖGREGLUNNI í Reykjavík
barst síðdegis í gær tilkynn-
ing um að fullorðinn maður
hefði haft í frammi kynferðis-
lega tilburði við þijá unga
drengi i Hljómskálagarðinum.
Atvikið átti sér stað laust eftir
klukkan 18.00 og gátu dreng-
imir gefíð greinargóða lýsingu
á manninum. Atvikið var kært
til lögreglunnar, sem þegar hóf
leit að manninum, en hún hafði
ekki borið árangur er Morgun-
blaðið fregnaði síðast.
Stefnt að sömu samn;
ingum og milli ASÍ-V SÍ