Morgunblaðið - 27.02.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.02.1986, Blaðsíða 26
3§ MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR1986 r-;et HA'.Wiicn ,rs ruda-.í'-!'í*?<!Mi'í iti/uMéiw’ Hvað segja þeir um samningana: Víglundur Þorsteinsson iðnrekandi: Samiríngamir reyna mikið á atvinnulífið „HÖFUÐATRIÐIÐ frá mínum bæjardyrum er að þessi tilraun takist. Það er gífurlega mikilvægt og þar reynir ekki síst á atvinnulifið í landinu, því þessir samningar eru atvinnulífinu þungir. Það er samið á föstu gengi, sem þýðir að vandi atvinnulífsins verður ekki leystur strax eftir undirritun með gengissigi. Samkeppnisiðnaðurinn í landinu kemur til með að hafa óbreyttar tekjur og verður þvi að mæta þessum kostnaðarauka með hagræðingu í rekstri og aukinni framleiðslu,“ sagði Viglundur Þorsteinsson, iðnrekandi og einn af lykilmönnum í samninganefnd VSÍ, um samningana og áhrif þeirra á atvinnulífið. „Verðbólgan hefur afskræmt allt okkar efnahagskerfí í langan tíma. Rekstur fyrirtækja hefur meira og minna gengið út á glímu við verð- bólguna. Nú skapast svigrúm til þess að menn geti beint kröftum sínum inn á önnur og mikilvægari svið eða að innri vandamálum fyrir- tækjanna sjálfra. Við höfum lengi barist fyrir því að rekstrarskilyrði íslenskra fyrirtækja verði sambæri- leg við það sem gerist og gengur í hinum vestræna heimi og nú þegar líkur benda til það markmið náist ríður á að fyrirtækin standi sig,“ sagði Víglundur. Hann sagði að vissulega réðu ytri þættir miklu um það hvort samningamir færu úr böndunum eð ekki: „Sumt gefur tilefni til bjartsýni, eins og olíuverðslækkun og hækkun á verði sjávarafurða á erlendum mörkuðum, en á móti kemur auðvitað lækkun dollarans. Ytri skilyrði þurfa að vera hagstæð, en þessir samningar eru þó ekki byggðir á óraunhæfri bjartsýni í þeim efnum. Þetta eru mikilvæg- ustu samningar sem gerðir hafa verið í langan tíma. Þeir hafa verið flóknir og tekið nokkum tíma, en baír aðilar eru sammála um að þetta séu samningar um alvöru launa- hækkanir," sagði Víglundur Þor- steinsson. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Björn Þórhallsson formaður Landssambands verslunarmanna og Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands ræðast við eftir að samningar voru í höfn. „Eru að mörgn leyti tímamótasamningar“ segir Björn Þórhallsson formaður Landssambands verslunarmanna Morgunblaðið/Ámi Sæberg Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags íslenskra iðnrekenda, og Jón Kjartansson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Vest- mannaeyja, óska hvor öðrum til hamingju með nýju samningana. „ÉG ÁLÍT að þetta séu góðir samningar ef rikisstjórnin stend- ur við þann hlut sem henni er ætlaður. Og það sem meira er, þetta eru að mörgu leyti tima- mótasamningar. Ég minnist þess ekki að eftir kjarasamninga hafi verðbólga farið lækkandi og verðbólgan hefur ekki farið nið- ur fyrir 10 stig frá árinu 1971,“ sagði Björn Þórhallsson, formað- ur Landssambands verslunar- manna, í samtali við Morgun- blaðið um kvöldmatarleytið í gær, eftir að samningar höfðu verið undirritaðir með fyrirvara um að ríkisstjórain samþykkti þær ráðstafanir sem ráð er fyrir gert i samningnum. „Ég held að þessir samningar geti verið raunhæfir, þótt í þeim séu vissulega ýmsir áhættuþættir," sagði Bjöm er hann var spurður um hversu raunhæft það væri að samningamir héldu. „Mig gmnar hins vegar að mikill meirihluti fólks vilji reyna þessa leið. Þess vegna er mikilvægt að allir leggi sig fram af alefli fram um að samningamir standist. Ef að illa fer getur orðið langt þangað til eitthvað svipað verður reynt aftur.“ Bjöm sagði að samningamir hefðu verið erfiðir og vandasamir. Þegar talað væri um jafn lágar tölur og nú hefði verið gert væri svigrúm- ið minna og þrengra um allar hreyf- ingar. Auðvitað kæmu þessir samn- ingar fólki misjafnlega vel. Hann hefði sjálfur kosið að méira hefði verið gert til þess að jafna muninn á þeim hópum sem njóta yfírborg- ana og hinna sem fá greidd laun einungis í samræmi við kauptaxta. Þorsteinn Ólafsson, formaður Vinnu- málasambands samvinnufélaganna: Bandaríkj adal- ur má ekki falla „ÞESSIR samningar grandvall- ast á verðbógustjóraun og snúast um það að tryggja og auka kaupmátt með hjöðnun verð- bólgunnar. Ríkisvaldið verður auðvitað að vera með og hann er merkilegur sá vilji, sem maður hefur fundið til þess að láta þessa tilraun takast. Ef hún tekst ekki og allt fer í sama farið aftur, er hætt við að erfitt verði að endur- Hefði verið heljarstökk inn í nátt- myrkrið að fara gömlu leiðina — segir Guðmundur J. Guðmundsson for- maður Verkamannasambands íslands „ÞETTA ERU áhættusamir samningar að því leyti að það ríkir nokkur óvissa um ýmis mikilvæg ytri skilyrði, eins og til dæmis gengisþróun erlendis. Lækkun dollarans veldur sérstaklega Á móti kemur að það þarf mikið að breytast í heimin- um til að olían hækki aftur og aflakvótinn er stærri nú en verið hefur. En þótt þessi leið sé ekki með öllu áhættulaus hefði það verið heljarstökk inn í náttmyrkrið að fara gömlu verðbólguleið- ma. Þvi ekkert fer verr með þá lægst launuðu en verðbólgan,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verlcamannaaam- bands íslands, almennt um samningana. Guðmundur sagði að þótt halda mætti því fram að hinar beinu kauphækkanir sem um hefði samist væru ekki mjög miklar, þá væru samningamir byggðir upp með það fyrir augum að kjarabótin héldist. „Og svo er hin óbeina kjarabót stórt atriði í þessu dæmi. Til dæmis fyrirsjáanleg lækkun lánskjaravísitölu. Margt fólk, sérstaklega ungir húsbyggj- endur, hefur ekki litið glaðan dag í langan tíma vegna lánskjaravísi- tölunnar, sem sífellt hefur aukið skuldimar án þess að kaupið hafi fylgt í kjölfarið. Nú stefnir í betra horf í þessu efni,“ sagði Guð- mundur. Að sögn Guðmundar var gær- dagurinn sögulegur, ekki síst fyrir fiskvinnslufólk, en samningamir gera ráð fyrir umtalsverðum breytingum á atvinnuöryggi fast- ráðins fiskvinnslufólks, auk þess sem lagður er gmndvöllur að námskeiðahaldi og starfsheitið sérhæfður fiskvinnslumaður er skilgreint. Samkvæmt samningnum á nú verkafólk í fiskvinnslu kost á fastráðningu eftir 3ja mánaða starf og einu ári eftir fastráðningu öðlast það rétt til að sækja nám- skeið og 2ja vikna starfsþjálfun. Að loknum námskeiðum og starfs- þjálfun telst starfsmaður sér- hæfður fískvinnslumaður og hækkar við það um tvo launa- flokka. í öðm lagi tókst sam- komulag um að uppsagnarfrestur fastráðningarsamnings skuli vera 4 vikur af beggja hálfu. „Atvinnuöryggi fískverkunar- fólks hefur verið minnst allra stétta. Mánaðar uppsagnarfrestur gjörbreytir aðstöðu þessa fólks. Og að taka upp námskeiðahald og starfsþjálfun markar tímamót. Þetta er ekkert smáræði. Við emm að tala um 8 þúsund manns, sem fá fræðslu í grunnatvinnu- grein þjóðarinnar, viðurkennd réttindi og launahækkun. Þessar ráðstafanir munu koma allri þjóð- inni til góða,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson. vehja trú fólks á þessa leið,“ sagði Þorsteinn Ólafsson, for- maður Vinnumálasambands samvinnufélaganna, um samn- ingana. Þorsteinn sagði að þessir samn- ingar væm mjög háðir ytri skilyrð- um. Sá bati og þær efnahagslegu forsendur, sem hefðu gert þessa samninga mögulega, væm þandar til hins ýtrasta. Til dæmis væri hætta á að markmið samningsins næðust ekki ef Bandaríkjadalur héldi áfram að falla. Þá byggðu samningamir á að fyrirtæki beittu ströngu aðhaldi, sá hugsunarháttur yrði að hverfa, að hægt væri að velta kostnaðarauka út í verðlagið. Allt sem héti launaskrið, sem byggði á óraunhæfri bjartsýni vegna þessara samninga, gæti stofnað markmiðum þeirra í hættu. Ef samningamir yrðu til þess að fólk öðlaðist verðskyn aftur gætu þetta orðið einhveijir merkilegustu kjarasamningar sem hér hefðu verið gerðir. „Það er mjög athyglisvert að þessir samningar byggja á raun- hæfu mati á þjóðhagsstærðum, en ekki á óskhyggju, eins og svo oft hefur viljað brenna við og óskandi að hægt verði að byggja á þessum grundvelli í framtíðinni. Þá er auk þeirra aðgerða, sem ráðgerðar em í húsnæðismálum, mjög mikilvægt samkomulagið um sameiginlega launanefnd. Þetta er mjög sérstök tilraun og gæti orðið vettvangur til þess að auka tiltrú á milli fyrirtækja og launþega og þannig lagt gmnd- völlinn að vinnubrögðum í framtíð- inni,“ sagði Þorsteinn ennfremur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.