Morgunblaðið - 27.02.1986, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1986
wei'feA i1;; 1> .rsirj;1
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 14—15
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Þegur eitthvað bjátar á í umferðinni er gott að geta leitað hjálpar.
Frábær hjólbarðaþjónusta
Félag íslenskra stórkaupmanna
Aðalf undur
Aðalfundur Félags ísl. stórkaupmanna verður hald
inn í dag að Hótel Sögu, hliðarsal, kl. 10.30.
Dagskrá skv. félagslögum:
1. Fundarsetning.
2. Ræða formanns, Torfa
Tómassonar.
3. Skýrsla stjórnar.
4. Lagðirfram endurskoðað-
ir reikningar félagsins.
Hádegisverður í Súlnasal.
Hörður Sigurgestsson,
forstjóri Eimskipafélags
íslands hf., flytur erindí
um flutningamál og svarar
fyrirspurnum.
5. Fjárhagsáætlun fyrir
næsta starfsárog ákvörð-
unárgjalda.
6. Greint frá starfsemi Lífeyr-
issjóðs verslunarmanna
og Fjárfestingarsjóðs
stórkaupmanna.
7. Kosning tveggja stjórnar-
manna.
8. Kosning tveggja endur-
skoöenda og tveggja til
vara.
9. Kosið í fastanefndir.
10. Ályktanir.
11. Önnurmál.
V'
Kæri Velvakandi.
Ég er einn af þínum fostu lesend-
um. Loka aldrei Morgunblaðinu án
þess að athuga hvað þú hefur fram
að færa í dagsins önn. Langsamlega,
oftast er það nöldur og jafnvel
skammir um eitt og annað. En þó
kemur fyrir, að líka er sagt frá
einhveiju sem hægt er að gleðjast
yfir, og jafnvel dást að.
Eitt slíkt atvik kom fyrir mig
nýlega. Ég var að aka eftir Kringlu-
mýrarbrautinni. Með mér í bflnum
var 9 ára gamall dóttursonur mínn.
Allt í einu hvellsprakk á öðru aftur-
dekkinu. Ég hrökk ónotalega við.
Bölvaði víst heilmikið, því ég má
ekkert á mig reyna, vegna hjartans.
Þá segir drengurinn allt í einu:
„Afi, ég hef heyrt að nýtt verkstæði
hjá Klúbbnum auglýsi að þeir skipti
um dekk hjá fólki ef það hringir."
Ég sefaðist svolítið, gat fært bflinn
út af akreininni og svo héldum við
nafnamir af stað f leit að verkstæð-
inu. Þegar við komum í nánd við
hús Guðmundar Jónssonar sáum
við á vegg auglýsingu um Bridge-
stone dekk og þá þóttumst við vita
að þetta væri í nánd við verkstæðið
góða. Og mikið rétt, þetta var leið-
in. Við fundum verkstæðið og elsku-
lega unga menn sem tóku bfllyklana
og sögðu mér að hafa engar áhyggj-
ur. Svo vorum við drifnir inn í
Mjólkin
fyrir börnin
Þórður Jónsson hringdi:
Nú er mikið rætt og ritað um
kvótaskipulag í mjólkurframleiðslu
bænda. Mér flaug í hug í því sam-
bandi hvort ekki ætti á sama hátt
að setja kvóta á framleiðslu og sölu
svaladrykkja ýmis konar s.s. Svala,
Gosa, Hi-C o.s.frv. Þeir draga nefni-
lega mjög úr drykkju mjólkur. Ég
vinn við hreinsun á ýmsum stöðum,
m.a. bamaheimilum. Það er undan-
tekning ef sést tóm mjólkurfema,
en femur utan af svaladrykkjum
fylla öll ílát. Ég er viss um að mjólk-
in er hollari fyrir bömin en það er
eflaust ekki skrýtið hvað mikið er
neytt af ávaxtasöfum. Auglýsinga-
tími sjónvarps fer að meginhluta í
að lofa hina ýmsu diykki. Ég held
að mjólkursamsalan ætti að auglýsa
mjólkina fyrir bömin.
huggulega kaffístofu upp á kaffí
og meðlæti. Eftir stutta stund vom
þeir svo komnir með bflinn og fljót-
lega einnig búnir að bæta dekkið.
Ég varð svo bamslega glaður og
hrifínn af þessu öllu að á leiðinni
heim orti ég þessa vísu sem ég læt
hér fljóta með.
Á áhyggjunum örlar varla
og upp mín lyftist ygglibrún
er hitti ég glaða gúmmíkarla
í grenndinni við Boigartún.
Svona fyrirgreiðsla fínnst mér
hefði átt að vera komin hér fýrir
löngu. Jón Ólafsson
Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna.
Þýðandi beðinn afsökunar
Kæri Velvakandi.
Ætíð skal hafa það sem sannara
reynist, ef tök em á. Þess vegna
verð ég víst að kokgleypa aðfínnslu
mína i garð þýðanda þáttanna
„Hotel". Það flaug neftiilega fram-
hjá mér einn ákveðinn greinir í
setningunni. Þessi greinir skipti
sköpum um þýðinguna og eins það
að þama var verið að vísa til ævin-
týrsins um Öskubusku. Þýðandinn
hafði í þessu tilfelli ritaðan texta,
sem hann gat stuðst við og því viss
í sinni sök. Vegna þessa bið ég
þennan ágæta þýðanda innilegrar
afsökunar á aðfínnslum mínum.
Eina afsökun á ég þó í málinu. Það
hefði nefnilega verið í miklu meira
samræmi við atburðarrás myndar-
innar ef sá kynóði hefði sagt það
sem mér heyrðist hann segja. Eftir
samtal mitt við þýðandann er ég
þó talsvert fróðari en áður um þann
vanda sem þýðendur sjónvarpsefnis
eiga oft við að stríða og vil ég því
koma þeim upplýsingum hér á
framfæri öðmm nöldmmm til
glöggvunar. Því ég er nefnilega
ekki einn um nöldrið.
Oft og iðulega fá þessir þýðendur
engan ritaðan texta til þess að
styðjast við og verða í þess stað
að nota heymina eina. Þá er nú
engin furða þótt illa fari á stundum,
sem best sannaðist á sjálfum mér.
í slíkum tilfellum ætti það að birtast
á skjánum að enginn ábyrgð sé
tekin á þýðingunni. Þetta gerir
breska sjónvarpið og sama hátt
ætti fslenska sjónvarpið að hafa á,
til þess að vemda þetta starfsfólk
sitt fyrir óþarfa aðkasti vegna
rangra þýðinga sem það í raun og
vem getur lítið ráðið við.
Með bestu kveðju
Skúli Helgason prentari.
Mælirinn er fullur
Gunnari Magnúsi Andréssyni
svarað
Sú tíð er liðin að opinber ráð
geti nært okkur almenning í þessu
landi á staðlausum störfum og
komist upp með það, jafnvel ár eftir
ár. Um boðskap Áfengisvamaráðs
er það að segja að spilin liggja nú
á borðinu. Meginstefíð í áróðri þess
undanfarin ár hefur reynst blekk-
ing. Ráðinu ber því að segja af sér
umsvifalaust.
Gmnnkenning þessa ráðs um
árabil hefur verið sú að sérhver ný
tegund áfengis verði aðeins viðbót
við aðra áfengisneyslu. Á gmndvelli
þessarar kenningar hefur það eytt
stómm hluta af tíma sfnum í að
beijast á móti áfengum bjór. Þessi
kenning hefur nú afsannast, ekki
einu sinni heldur tvisvar fyrst með
léttvínunum oe síðan bjórlíkinu.
Allar tölur sem máli skipta um þetta
efni birtust í grein minni f Mbl. 22.
febrúar sl. Fram að þessu hefur
enginn vogað sér að véfengja þær.
Þær sýna svart á hvítu hvemig mál
hafa skipast.
Mælirinn er nú fullur. Jóhannes
Bergsveinsson er sérfræðingur
þessa ráðs. Ef hann telur sig hafa
einhveijar málsbætur efast ég ekki
að allir Qölmiðlar landsins standa
honum opnir. Ef ekki ber honum
að segja af sér þegar í stað. Fyrst
skipstjórinn, sfðan áhöfnin. Þessi
þjóð er orðin langþreytt á opin-
bemm ráðum, að ekki bætist við
þau ósköp að þau fari með blekking-
ar í málum sem varða allan almenn-
ing f landinu.
Með þökk fyrir birtinguna,
Dr. Jón Óttar Ragnarsson,
dósent.
KVÖLDNÁMSKEIÐ
A
] VIS. DOS
STÝRIKERFI
] EINKATÖLVA
Innan þeirra fyrirtækja er nota einkatölvur er nauösyn aö hafa starfsmenn með þekkingu á innviðum og búnaöi tölvukerfisins. Tilgangur MS. DOS- námskeiöanna er aö gera starfsmenn sem hafa umsjón meö einkatölvum sjálfstæöa í meöferö búnaðarins. Þátttakendum er veitt innsýn í uppbyggingu stýrikerfa og hvernig þau starfa. Fariö er yfir allar skipanir stýrikerfisins og hjálparforrit þess. Kennd verður tenging jaöartækja viö stýrikerfi og vél og rætt um öryggisatriði og daglegan rekstur.
Æ Stjórn Ánanaustum Tími og staður: 3.-6. mars kl. 18.30-22.30 Ánanaustum 15
Leiðbeinandi: Björn Guðmundsson, kerfisfræðingur. unarfélaa íslands 15 Sími: 6210 66
Jf