Morgunblaðið - 27.02.1986, Síða 2

Morgunblaðið - 27.02.1986, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR1986 * Utvarp MH gat ekki hafið útsendingar; Einasti frjálsi útvarpssendirinn fastur í tolli Útvarpsréttarnefnd hefur nú úthlutað 4 framhaldskólum tíma- bundnum leyfum til útvarpsrekstrar. Skólarnir hyggjast starfrækja útvarpstöðvar í tengslum við starfsdaga sem haldnir eru vor hvert. Þegar „starfsfólk" útvarpstöðvar Menntaskólans við Hamrahlíð byijaði að undirbúa útsendingu fyrir Lagningardaga skólans kom hinsvegar babb í bátinn. Enginn útvarpsendir, sem uppfyllir tækni- legar kröfur Pósts og síma, er til reiðu í landinu. Að sögn Þórunnar Þórsdóttur forseta nemendafélags MH byggð- ist umsókn skólans um leyfí til út- varpsrekstrar á þeirri forsendu að Póstur og sími ætlaði að lána sendi- búnaðinn. Þegar til átti að taka gat stofnunin hinsvegar ekki staðið við það. Um leið og afsvarið barst athuguðu nemendumir aðrar leiðir og höfðu m.a. samband við aðila sem hefur pantað til landsins full- kominn útvarpsendi, sem þessa stundina bíður þess í Tollvöru- geymslunni að verða leystur út. Þar eð innflytjandinn hefur ekki leyfi til útvarpsrekstrar, en ætlar að leigja búnaðinn leyfishöfum, leggur ríkið á hann 100% toll. „A þessu strandaði málið,“ sagði Þórunn, Alþýðubandalagið: Formaður verkalýðs- málaráðs boðar úrsögn Bjarnfrlður Leósdóttir, formaður verkalýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins, hefur boðað úrsögn sína úr flokkn- um. Margrét Pála Ólafsdóttir, fóstra, sem sæti á í sljóm verkalýðsmálaráðsins, stað- festi þetta í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins í gær. Bjamfríður Leósdóttir sagði í samtali við blaðið í gær, að hún gæfí engar yfírlýsingar um þetta. Kvaðst hún hvorki vilja játa því né neita að hún hefði sagt sig úr Alþýðubandalaginu. Hún var spurð hvort hún mundi láta eitthvað uppskátt um málið innan tíðar og svaraði þá: „Það getur vel verið." Verkalýðsmálaráð Alþýðu- bandalagsins hefur verið boðað til fundar annan sunnudag og er búist við því að Bjamfríður sæki þann fund. Margrét Pála sagði, að Bjamfríður væri enn formlega séð formaður verka- lýðsmálaráðsins og gegndi þeirri stöðu þar til hún hefði skilað málum sínum við ráðið. „innflytjandinn vildi ekki greiða lúxustoll af atvinnutæki. Sem leyf- ishafar getum við keypt sendi til landsins og væri hann þá tollfijáls. Reyndar hefur skólinn aðeins tíma- bundið leyfi, en í reglugerðinni em ekki skýr ákvæði um þessi atriði. Þetta hefur vafíst fyrir mönnum í íjármálaráðuneytinu og sendirinn sat því blýfastur í kerfínu." Þegar Morgunblaðið hafði sam- band við menntskælinga í gærdag vom þeir vongóðir um að „Utvarp MH“ kæmist í loftið. „Við höfum þegar talað við ráðherra samgöngu- mála og fjármálaráðherra sem báðir hafa gefíð okkur grænt ljós. Sendir- inn fæst laus með því skilyrði að leyfíshafí kaupi hann af innflytjand- anum. I fyrramálið fæst úr því skorið hvort hann losnar úr tollinum eftir allt saman,“ sagði Þómnn Þórsdóttir. Morgunblaðið/Emilía Nýja Hagkaupshúsið á miðri mynd. Til vinstri er sá hluti hússins þar sem Hagkaup mun reka starfsemi sína. Verðlaunasamkeppni um nafn á nýja Hagkaupshúsið AUGLÝST hefur verið eftir nafni á verslunar- miðstöð Hagkaups sem nú er að risa í nýja miðbænum í Reykjavík. Skilafrestur er til 14. mars næstkomandi. í boði eru 125.000 króna verðlaun fyrir nafnið sem valið verður. Jón Ásbergsson, forstjóri Hagkaups, sagði að fyöldi tillagna hefði borist nú þegar. Hann sagði að það færi eftir fjölda tillagna hvenær hægt yrði að gera úrslit kunn, en líklega verður það gert fyrir marslok. Guðni Kolbeinsson íslenskufræðingur hefur gengið til liðs við Hagkaupsmenn og er, að sögn Jóns, fagurfræðilegur ráðunautur. Sá hluti hússins, þar sem Hagkaup mun reka starfsemi sína, hefur verið gerður fokheldur og nú er verið er að vinna við syðri hluta hússins og göngugötu. í húsinu verða um 70 verslanir og í þeim starfa væntanlega yfír eitt þúsund manns. Jón Ásbergsson sagði að nú væri verkið um þrem- ur vikum á undan áætlun. Ifyrirhugað var að opna verslunarmiðstöðina um miðjan júlí 1987 en ef heldur fram sem horfír gæti það orðið eitthvað fyrr. Óánægja með launakjör í háskólanum: Háskólakennarar farnír að leita í betur launuð störf „Mikið áhyggjuefni“ segir háskólarektor MIKIL óánægja er farin að grafa um sig meðal kennara við Háskóla íslands vegna launakjara og hafa þegar borist uppsagnir frá háskóla- kennurum af þessum sökum. Dr. Sigmundur Guðbjarnason, háskóla- rektor, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gær, og sagði að hér væri um vaxandi vandamál að ræða innan stofnunarinnar. „Þetta vandamál er þegar komið samanburðurinn nær til eru ísland, á það stig að menn eru að fara úr störfum héðan og i betur launuð störf annars staðar," sagði háskóla- rektor. „Ástæðan er fyrst og fremst sú, að Háskólinn getur ekki boðið laun á borð við það, sem í boði er hjá fyrirtækjum úti í bæ, og þetta er okkur mikið áhyggjuefni." í nýjasta Fréttabréfí Háskóla ís- lands er birt skýrsla þar sem gerður er samanburður á launum háskóla- kennara í nokkrum löndum árið 1985. Þar kemur meðal annars fram, að meðallaun háskólaprófess- ora á íslandi eru um 45 þúsund krónur á mánuði. Löndin sem Ástralía, Kanada, Danmörk, Finn- land, Frakkland, írland, Noregur, Svíþjóð, Bretland og Bandaríkin, og segir í skýrslunni að laun há- skólakennara á íslandi fyrir venju- lega vinnuskyldu séu mun lægri en í hinum Iöndunum. Mestur er munurinn fyrir pró- fessora og dósenta, en heldur minni fyrir lektora. Launin eru hæst í Bandaríkjunum og Kanada, eða rúmlega þreföld þau Iaun, sem há- skólakennarar á Islandi fá að jafn- aði. I flestum tilvikum eru laun háskólakennara í hinum löndunum meira en helmingi hærri en á ís- landi. Fyrir prófessora er munurinn frá 110% og upp í 245%, fyrir dósenta er hann 99% og upp í 182%, en fyrir lektora er munurinn frá 80% og upp í 161%, að því er segir í skýrslunni. Þar segir ennfremur, að þessi mismunur á launum geti ekki nema að mjög litlu leyti stafað af því að íslendingar séu fátækari þjóð en nágrannaþjóðimar. Við sé- um til dæmis mun ríkari en Bretar, írar og Finnar, og sérstaklega sé það athyglisvert, að þjóðartekjur á mann á Islandi séu hærri en meðal- tal allra landanna. Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra: „Tökum þetta til já- kvæðrar athiigunar „Við munum fara yfir þessar tillögur í kvöld. Það er Ijóst að þarna er farið fram á að ríkis- sjóður teygi sig eins langt og kostur er. Við munum taka þetta til jákvæðrar athugunar og gefa svar á morgun,“ sagði Þorsteinn Pálsson, fjármála- ráðherra, í samtali við Morgun- blaðið eftir fund hans og Stein- gríms Hermannssonar, forsæt- isráðherra, með aðilum vinnu- markaðarins í gærkvöldi. „Ég teldi það verulegan ávinn- ing ef það tækist að semja á þessum grundvelli, en til þess verður ríkissjóður að taka á sig verulegar skuldbindingar. Við buðum það fram haustið 1984 að taka á samningum með þessum hætti og það má nokkuð á sig leggja til þess að ná öðrum mikil- vægum efnahagslegum markmið- um. Við sögðum aðilum vinnu- markaðarins að við myndum skoða þetta með jákvæðu hugar- fari, en það hafa engar ákvarðanir verið teknar í einstökum atriðum um það hvemig tekna verður aflað til þess að mæta þessum auknu útgjöldum, sem gert er ráð fyrir í tillögunum. Málið verður lagt fyrir ríkisstjómina í fyrramálið," sagði Þorsteinn Pálsson ennfrem- ur. Akureyri: Snæfellið með bilaða vél Akureyri, 25. febrúar. TOGARI útgerðarf élags KEA, Snæfell EA,. hefur nú ekkert veitt um tveggja mánaða skeið. í ljós skömmu fynr jól að aðalvél skipsins var biluð. Mjölnir, nýi hafnarbáturinn á Akureyri, dró Snæfellið frá Hrísey til Akureyrar á laugardaginn og liggur skipið nú við Torfunesbrygjuna. „Það kom í ljós að hlífar og stimplar í aðalvéhnni eru bilaðir," sagði Kristján Ólafsson, fulltrúi sjávarútvegssviðs KEA, í samtali við Morgunblaðið f dag. Kristján sagði ekki ákveðið hvemig færi með skipið — ekki væri Ijóst hvort hægt væri að gera við vélina eða hvort kaupa þyrfti nýja vél. Snæfellið landaði afla sínum í Hrísey og sagði Kristján bilunina því mjög bagalega fyrir eyjar- skeggja. „Það er reyndar næg at- vinna þar eins og er. Bátar hafa lagt þar upp með bolfísk undanfarið en þetta gengur náttúmlega ekki svona lengi áfram. Málið verður skoðað mjög fljótlega og ákveðið hvert framhaldið verður," sagði Kristján. íiiíiiti rd sHutti , k Snæfellið við bryggju Morgunblaöið/Skapti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.