Morgunblaðið - 16.04.1986, Page 16

Morgunblaðið - 16.04.1986, Page 16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR16. ÁPRÍL1986 16 Stofnfundur Samtaka áhuga- manna um selveiðihlunnindi: Selveiðifrum- varpið hlaut harða dóma STOFNFUNDUR Samtaka áhugamanna um selveiðihlunnindi sem haldinn var um helgina krafðist þess að frumvarp það um selveiðar sem nú liggur fyrir Alþingi verði ekki lögfest í núverandi mynd, heldur verði málið tekið upp að nýju og þá haft fullt samráð við bændur og aðra hagsmunaaðila. í frétt frá stjóm Samtaka áhuga- manna um selveiðihiunnindi kemur eftirfarandi fram um umræður og fundarályktun stofnfundarins: „Selalátur hafa fylgt bújörðum frá upphafi, verið nytjuð af ábúend- um þeirra og selveiðar jafnan talist búgrein. Hefðbundnar nytjar þeirra eru vænlegasti kosturinn til að halda selastofnunum í jafnvægi og hafa afþeimgagn. Til skamms tíma voru landsels- kópaskinn verðmæt grávara. Ástæða er til að ætla að svo verði aftur, þegar maður hafa áttað sig á að lokun skinnamarkaðarins hefur ekki leitt til friðunar heldur of- sókna. Bent hefur verið á að fækkun sela leysir ekki hringormavanda fiskiðnaðarins og óvíst hve mikið hún dregur úr honum. Kenningar um að fækkun sela myndi auka fiskafla í íslandsmiðum að ráði hafa náttúrufræðingar talið Qarstæðu, og fært rök að. Á fundinum kom fram hörð gagnrýni á hringormanefnd og veiðiaðferðir sem gripið hefur verið til undanfarið. Má telja víst að sela- látrum og verðmætum landnytjum hafí verið stórspillt sumsstaðar af þeim sökum. Ágreiningslaust er þó að nýta megi sel í loðdýrafóður og fækka útsel, enda sé þá farið eftir ströngum reglum um vemdun látra. Frumvarp um selveiðar, sem nú liggur fyrir Alþingi hiaut harða dóma á fundinum. Það er talið fela í sér fulla hættu á að selveiðihlunn- indi verði tekin af bændum í reynd og selalátrum spillt, sem jafngildir stórfelldri eignaupptöku. F\indurinn taldi fulla þörf á heildarlöggjöf um sel og selveiðar, sem taki fullt tillit til vemdunarsjónarmiða og skyn- samlegrar nýtingar selastofnanna. Mikið skortir á að frumvarpið gegni því hlutverki og er það viðurkennt af mönnum sem studdu það áður, en hafa skipt um skoðun eftir að hafa kynnt sér öll sjónarmið." Frá vinstri: Finnbogi Eyjólfsson fulltrúi, Friedrich Mattem verslunarfulltrúi og Sverrir Sigfússon framkvæmdastjóri bifreiðadeildar, við bfl af Audi 200-gerð. Bílasýning í Heklusalnum HEKLA hf. opnaði á laugardag sýningu á nýjustu gerðum bfla frá VW-Audi verksmiðjunum i Þýskalandi. Viðstaddur var m.a. þýski verslunarfulltrúinn á íslandi, Friedrich Mattern. Meðal bflategunda á sýning- unni era Golf Syncro, Transporter Syncro, Caravell og Audi Quattro en allir þessir bflar era með al- drifí. Caravellinn sést hér á íslandi í fyrsta sinn fullbúinn með 112 hestafla vél, aflstýri og læsingu á aftur- og framdrifí. Hefur lögregl- an í Reykjavík keypt bflinn til reynslu. Að sögn Sverris Sigfús- sonar framkvæmdastjóra bif- reiðadeildar Heklu era Þjóðverjar nú fremstir í framleiðslu flölda- framleiddra bfla með aldrifi. Því er spáð að í lok áratugarins verði flestir fólksbflar með drif á öllum hjólum. Finnbogi Eyjólfsson blaðafulltrúi sagði að þýskir bflar hefðu að undanfömu lækkað í verði gagnvart þeim japönsku. Einnig hefði tollalækkunin hleypt fjöri í bflasölu. Eins og stendur getur bifreiðadeild Heklu rétt annað eftirspum. Á síðasta ári áttu Þjóðveijar metið í útflutningi bfla f Evrópu, og VW Golf var mest seldi bfllinn á heimamarkaði. Friedrich Mattem sagði að þrátt fyrir smæð íslenska markað- arins væri innflutningur á þýskum vöram mjög mikill. Innflytjendur væra kappsamir og fylgdust vel með nýjungum. Eins er áhugi Þjóðveija á Islandi alltaf að glæðast, og fslenskur fískur og ullarafurðir í miklum metum. Hallgrfmur Sigtryggsson tekur fyrstu skóflustunguna að nýju félagsheimili Karla- kórs Reykjavíkur. Til vinstri stendur Stefán íslandi og til hægri er formaður kórs- ins, Böðvar Valtýsson. Karlakór Reykjavíkur tekur lagið undir stjóm Páls P. Pálssonar. Morgunbiaflið/ói.K.M. Karlakór Reykjavíkur 60 ára: Fyrsta skóflustungan tek- in að nýju félagsheimili — Dala- og Oðalspylsumar em tilvalinn kostur í hversdaesmatinn • • *"• Kosiur í hversdagsmatinn • • - ódýrar og matseldin er ••: *. V barnaleikur! ...•JTO ELSTI félagi Karlakórs Reykja- víkur, Hallgrímur Sigtryggsson, sem er á 92. aldursári, tók fyrstu skóflustunguna að nýju félags- heimili Karlakórsins að Skógar- hlíð 20 á laugardaginn. Tíu ár eru liðin frá þvi að Karlakór Reykjavíkur fékk óstaðsetta lóð undir starfsemi sína í 50 ára' afmælisgjöf frá Reykjavíkur- borg. Félagsheimili Karlakórs Reykja- víkur við Skógarhlíð verður 445 fermetrar að grannfleti. Heildar- stærð lóðarinnar er 3.000 fermetr- ar. Á jarðhæð er gert ráð fyrir að- stöðu fyrir eldri kórfélaga og Kven- 'élag kórsins. Þar verða einnig efíngasaiir, snyrting og geymslur ýrir starfsemi félagsins. Á efri hæð hússins verður aðal- nngangur með stóra anddyri, fata- reymslu og snyrtingu, setustofu, caffístofu og eldhúsi. Setustofan >g kaffístofan tengjast aðalsal sem •r með 60 sm. lægra gólfí og stóra iviði. Alls verður rúm fyrir rúmlega $00 manns í aðalsal, setustofu og caffístofu á tónleikum, en um 180 nanns ef setið er við borð. Arkitekt nýja félagsheimilisins :r Helgi Hjálmarsson. Verkfræð- ngur er Jón Guðmundsson, Sveinn læmundsson sér um hita-loftlagnir >g Sveinn Jóhannsson sér um raf- íönnun. Þessir þrír síðastnefndu •ra allir félagar í Karlakór Reykja- dkur. Karlakór Reykjavflcur er 60 ára um þessar mundir og af því tilefni hélt kórinn nokkra afmælistónleika í Langholtskirkju. Stofnað félag áhugamanna um bókmenntir STOFNFUNDUR félags áhuga- manna um bókmenntir verður haldinn næstkomandi föstudag, 18. aprfl í Ámagarði og hefst klukkan 17.00 i stofu 308. Félaginu er ætlað að standa fyrir reglulegum bókmenntafyrirlestram hér á landi og fá til þess innlenda sem erlenda fyrirlesara. Er von þeirra sem að fundinum standa að félagið geti eflt bókmenntaumræðu á landinu með því að kynna það sem best og nýjast er að gerast á vett- vangi bókmennta og bókmennta- fræði utanlands sem innan. Allir era velkomnir. (Fréttatil kynning).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.