Morgunblaðið - 16.04.1986, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR16. APRÍL1986
Gulko-hjónin hand-
tekin í fjórða sinn
Campomanes vill sem minnst um málið segja
Moskvu. AP.
BORIS Gulko, fyrrum skákmeistari Sovétríkjanna, og eiginkona
hans og systir, sem sóttu um að fá að flytjast til Ísraels árið 1979,
voru handtekin í fjórða skiptið á mánudag og höfð í haldi í sjö
ldukkustundir. Voru þau á leið til að mótmæla neitun yfirvalda við
ítrekaðri beiðni þeirra.
Gulko sagði AP-fréttastofunni í
símaviðtali, að hann, eiginkona
hans, Anna Akhsharumova, og
systir hans, Bella, hefðu verið tekin
höndum á neðanjarðarbrautarstöð
nærri heimili þeirra hjóna, er þau
hefðu verið á leiðinni til að mótmæla
neitun yfírvalda við beiðni þeirra
um brottflutning úr landi. Þau voru
færð til sinnar lögreglustöðvarinnar
hvert um sig, en öllum sleppt um
kl. 21, um sjö klukkustundum eftir
að þau voru tekin föst.
Morgunblaðið hafði tal af Flor-
encio Campomanes, forseta Alþjóða
skáksambandsins (FIDE), og vildi
hann sem minnst um málið segja.
Campomanes kvaðst ekki hafa
heyrt af nánast daglegum ofsókn-
um á hendur Gulko-hjónunum.
Hann kvaðst hafa hitt Gulko á
skákmóti í Sovétríkjunum fyrir einu
og hálfu til tveimur árum og þá
hefði þessi fyrrum skákmeistari
Sovétríkjanna verið vel á sig kom-
inn.
Noregur:
Laxveiðar í rek-
netbannaðar1989
Osló. Frá Jan Erik Laure, fréttarítara Morgunblaðsins.
NORSKA ríkissljórnin hefur samþykkt að banna laxveiðar í reknet
frá og með vertíðarbyijun 1989. Samþykktin þessi mun bitna á um
600 veiðiskipum, sem ekki munu fá veiðileyfi frá þeim tíma.
Bhutto krefstkosninga
Benazir Bhutto, sem kalla má leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Pakistan, hefur verið vel fagnað á
ferð hennar um landið og krefst hún þess, að tafarlaust verði boðað til kosninga. Zia Ul-Haq,
Pakistanforseti, segir hins vegar, að engar kosningar verði fyrr en 1990 og sé því Bhutto að eyða
tíma sínum og landsmanna til einskis með þessum kröfum. Myndin er af stuðningsmönnum Bhuttos
í borginni Lahore.
Stjómin stendur sameinuð að
samþykktinni, segir umhverfís-
málaráðherrann, Rakel Surlien.
Samkvæmt því hefur sjávarútvegs-
ráðherrann, Eivind Reiten, stutt
veiðibannið þrátt fyrir megna and-
stöðu sérfræðinga í ráðuneyti hans
og aðila í sjávarútvegi.
Samþykktin er mikill sigur fyrir
umhverfísvemdarráðuneytið og þá,
sem eiga hagsmuna að gæta vegna
stangveiði í norskum ám. Rekneta-
veiðinni hefur verið kennt um að
eiga höfuðsökina á stöðugt minnk-
andUaxagengd.
„Ég er þrumu lostinn yfír þessari
samþykkt," segir Einar Hepsö,
formaður samtaka útvegsmanna og
sjómanna, Norges Fiskarlag. „Hún
hefur í för með sér, að um 1200
atvinnutækifæri glatast í strand-
héruðum landsins.
í sumum landshlutum bitnar
samþykktin á heilu sveitarfélögun-
um, sem hafa grundvallað afkomu
sína á laxveiðum í reknet, segir
Hepsö. Hann lagði áherslu á, að
nauðsynlegt væri að hafa stjórn á
þessum veiðum, en veiðibannið bitn-
aði einhliða á sjómönnum án þess
að sýnt væri fram á það með líf-
fræðilegum rökum, að reknetaveið-
amar ættu einar sök á samdrætti
laxastofnanna í ánum.
Frysta allar inneign-
ir Duvaliers í Sviss
Bern, Sviss. AP.
SVISSNESK stjómvöld tilkynntu í gær, að þau hefðu látið „frysta"
alla fjármuni, sem Jean-Claude Duvalier, fyrrum forseti Haiti, kynni
að eiga í Sviss.
Nýja stjómin á Haiti krafðist
þess, að svo yrði gert, í skeyti, sem
sent var svissnesku alríkislögregl-
unni í gær, að því er sagði í tilkynn-
ingu dómsmálaráðuneytisins í Bem.
Haiti-stjóm fór fram á, að allir
bankareikningar Duvaliers í Genf,
Ziirich og Lausanne yrðu frystir,
sagði í tilkynningunni. Hvorki var
þess getið, hvaða bankar ættu
þama hlut að máli né heldur um
hve mikla fjármuni væri að ræða.
Héraðsstjómir hafa fengið fyrir-
skipanir um að fylgja málinu eftir
hver á sínum stað, sagði í tilkynn-
ingunni.
Rithöfundurinn Jean Genet látinn:
„Hafnaði algerlega ver-
öld, sem hafði hafnað mér“
— sknfaði hann um sjalfan sig 1 „Dagbok þjofs
París. AP.
JEAN Genet, einn umdeildasti rithöfundur Frakklands á þessari
öld, lést í gær 75 ára að aldri á hóteli því í París, þar sem hann
haf ði búið undanf arin ár. Banamein hans var krabbamein í hálsi.
Genet var álitinn einn hæfí-
leikaríkasti rithöfundur síns tíma,
en þótti klúr í bókum sínum, sem
fjölluðu einkum um lífemi vændis-
kvenna, melludólga, þjófa og
homma. Hann þótti feta dyggilega
í fótspor manna eins og Marquis
de Sade, Lautreamont og Georges
Bataille. Veröldin sem hann skap-
aði í bókum sfnum var hörð og
miskunarlaus.
Genet var hommi og dæmdur
glæpamaður. Sumar bestu bækur
sínar skrifaði hann meðan hann
sat í fangelsi og má þar á meðal
nefna bækumar „Blómafrúin
okkar" og „Kraftaverk rósanna".
Franski tilvistarheimspekingurinn
og rithöfundurinn Jean-Paui Sar-
tre skrifaði mikla bók, tileinkaða
verkum, snilligáfu og siðrænum
vangaveltum Genet, sem hann
nefndi „Heilagur Genet". „Með
því að sýkja okkur með sínu böli,
frelsar Genet sig undan því. Með
sérhverri bók nær hann betur
valdi á þeim illa anda sem heltekur
hann,“ skrifaði Sartre meðal
annars.
Jean Genet fæddist í París árið
1910. Móðir hans yfírgaf hann
strax eftir fæðinguna og hann var
uppfóstraður hjá sveitafjölskyldu
í Mið-Frakklandi. 10 ára gamall
varð hann fyrir lífsreynslu, sem
átti eftir að hafa mikil áhrif á
hvaða stefnu líf hans tók, að
mati Sartre, er hann var ásakaður
saklaus um þjófnað.- Hann ákvað
að gerast þjóftir og var eftir þetta
stóran hluta unglingsáranna á
uppeldisheimilum fyrir unglinga.
21 árs gamall gekk hann í Utlend-
ingahereveitina, en gerðist lið-
hlaupi eftir fáeina daga og hafði
á brott með sér nokkuð af eigum
liðsforingja herdeildarinnar.
„Yfírgefínn af Ijölskyldu minni
Jean Genet.
fannst mér eðlilegt að gera illt
verra með því að leita eftir ást
karlmanna og hefha mín á þeim
með gripdeildum ... Þannig
hafnaði ég algerlega veröld sem
hafði hafnað mér,“ skrifaði hann
meðal annare í „Dagbók þjófs“,
sem kom út 1949.
Sartre sagði að það hefði verið
fangelsið sem gerði Genet að rit-
höfundi. Sagan segir að er hann
sat í fangelsi á árum síðari heims-
styijaldarinnar, hafí hann fyrir
mistök verið settur í klefa með
mönnum sem biðu dóms. Genet
varð þeim að aðhlátursefni. Einn
þeirra orti ljóð og Genet fullyrti
að hann gæti ekki síður ort. Til
að sanna mál sitt orti hann
„Dauðavöku", langt ljóð í minn-
ingu samfanga, sem bíður dauð-
ans.
Árið 1948 var Genet dæmdur
til lífstíðarfangelsis, en með að-
stoð frammámanna í frönsku
menningarlífí, einkum Sartre,
Jean Coucteau og Andre Gide,
tókst að fá hann náðaðan. Genet
gerði sér hins vegar aldrei neinar
grillur um ástæðumar fyrir skrif-
um sínum. Hann sagði eitt sinn í
viðtali að eina ástæðan fyrir
skáldverkum sínum, hefði verið
löngunin til að losna úr fangeisi.
Genet skrifaði skáldsögur, leik-
rit og ljóð. Áuk framangreindra
verka má nefna: „Þjónustustúlk-
umar" 1946, „Svalimar" 1956,
„Blökkumennimir" 1958 ogfleiri.
Ákvörðun stjómarinnar er byggð
á lögum, „sem gera alríkislögregl-
unni kleift að gæta lagalegra hags-
muna erlendra ríkja samkvæmt sér-
stakri beiðni frá þeim þar að lút-
andi“.
Fyrir þremur vikum fyrirskipuðu
svissnesk stjómvöld, að allt eignir
Ferdinand E. Marcosar, fyrrum
foreeta Filippseyja, í Sviss skyldu
frystar „í varúðarskyni". Fyrir
þeirri ákvörðun er ekkert fordæmi
í Sviss og var hún harðlega gagn-
rýnd af talsmönnum svissneskra
bankamála. Töldu þeir, að þessi
stjómvaldsaðgerð skaðaði þann
orðstír, sem Sviss hefði aflað sér
með strangri bankaleynd.
Hríðarbylur
batt enda á
vorblíðuna
Chicago. AP.
ENDIR varð bundinn á vorblíð-
una að sinni í norðurhluta Banda-
ríkjanna á mánudag, er hríðar-
bylur brast á með mikilli ofan-
komu og hvassviðri. Sums staðar
mældist 35 sm jafnfallinn snjór
með meira frosti en áður hefur
þekkzt svo seint í april og vind-
hraðinn varð allt að 100 km á
klukkustund. Óttazt er, að fimm
manns hafi týnt lífi i flugslysi,
sem rakið er beint til ó veðursins.
„Hér geysar hríðarbylur með svo
lélegu skyggni, að ekki sér handa
skil,“ var í fyrradag haft eftir Steve
Oakes, lögreglustjóra í Brown
County í Suður-Dakota. í Williston
í Norður-Dakota var ofankoman 35
sm á sunnudag og fannfergið var
jafnvel enn meira á mánudag. Víða
urðu miklar truflanir á samgöngum
og rafmagnslaust varð sums staðar.
Util fímm manna flugvél hrapaði
í grennd við Norfolk í Nebraska,
rétt eftir að hún hafði tekið sig á
loft á mánudag. Veðrið spillti mjög
fyrir leit og björgunaraðgerðum, en
óttazt var, að allir fímm, sem með
vélinni voru, hefðu farizt.