Morgunblaðið - 16.04.1986, Side 41

Morgunblaðið - 16.04.1986, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR16. APRÍL 1986 Margrét Áma- dóttir — Minning Margrét Ámadóttir, Skeggja- götu 21, Reykjavík, er látin. Ég ætla að minnast hennar nokkrum orðum. Hún fæddist 18 febrúar 1915 í Klöpp í Grindavík, dóttir hjónanna Ingveldar Þorkelsdóttur og Áma Guðmundssonar, útvegsbónda í Klöpp, síðar í Teigi. Hún ólst að mestu upp hjá föðurforeldrum sín- um, Margréti Ámadóttur og Guð- mundi Jónssyni í Klöpp. Ung giftist hún Jóhanni Jónssjmi og eignuðust þau fjögur böm, tvö dóu ung en tveir synir, Ragnar og Guðmundur komust til fullorðinsára. Margrét og Jóhann skildu þgar drengimir vom litlir. Þeir fylgdu móður sinni. Hún kom þeim til manns af mikilli elju og oft við þröngan kost, vann á ýmsum stöðum, lengst á Hótel Borg, við Iínþvott og frágang á taui. í gegnum árum eignaðist hún marga góða vini, bæði vinnufélaga og nágranna, og vinimir hennar Möggu voru engir falsvinir. Þeir vitjuðu hennar á stómm stundum sorgar og gleði og vom jafn örlátir og hjartahlýir í báðum tilvikum. Var hún í þeim efnum óvenju rík. Og nú þegar Margrét er öll koma þessir góðu vinir til Guðmundar sonar hennar, sem nú er einn eftir af fjölskyldunni og reynast honum á öllum sviðum þannig að einstakt má heita. Vel sé þessu góða fólki sem veitir af örlæti hjartans án væntinga um efnisleg laun. Margrét missti Ragnar, eldri son sinn, þegar hann var í blóma lífsins. Hann var glæsimenni og góður drengur. Hann lét eftir sig konu og ungan son, annan son átti hann frá fyrra hjónabandi. Hann býr í Svíþjóð hjá móður sinni. Sonarmiss- irinn var Margréti þungbær en hún tók honum af sama æðmleysi og öðm sem á hana var lagt, en þá sagðist hún vona að guð legði ekki á sig að missa Guðmund, það yrði sér ofraun. Sú bæn var heyrð. Guðmundur lifir móður sína. Þrátt fyrir margháttað and- streymi sem Margrét og Guðmund- ur urðu að þola áttu þau margar gleðistundir. Þau vom mjög sam- rýnd og áttu sameiginleg áhuga- mál. Öll tónlist var þeim gleðigjafí. Margrét alltaf syngjandi og Guð- mundur ýmist að spila hljómplötur sem hann á mjög gott safn af eða spila á harmonikku sem hann er mjög leikinn í. Hann er virkur félagi í lslenska harmonikkuklúbbnum. Margrét mágkona mín var góð manneskja, hrekklaus og hrein- skiptin, hafði ákveðnar lífsskoðanir og afar heilbrigt lífsviðhorf, æðm- leysi var hennar aðalsmerki og kjarkur og baráttuþrek með ólíkind- um. Hún var glaðsinna og skemmti- leg í viðræðu, hnittin í svömm og velhugsandi. Ég hefi ýmislegt af henni lært á samleið okkar. Það allt þakka ég henni af alhug og óska henni góðrar ferðar „til upphimins fegri en augað sér, mót öllum sem faðminn breiðir" svo vitnað sé í þann sálm sem hún nefndi sálm allra sálma. Öllum aðstandendum Margrétar flyt ég samúð mína og fjölskyldu minnar, sérstaklega þó Guðmundi, syninum góða og vona að einlægar bænir móður hans honum til handa verði heyrðar. Þær vom frambomar af staðfastri trú á handleiðslu Guðs. Margrét var mikil trúkona og á því von á góðri heim- komu. Auður Ólaf sdóttir Minning: Magnús Sigur- jónsson úrsmiður Fæddur 6. maí 1912 Dáinn 4. apríl 1986 í dag fer fram frá Neskirkju útför Magnúsar Siguijónssonar, úrsmiðs, en hann lést í Landspítalanum þann 4. apríl eftir stutta sjúkdómslegu. Magnús fæddist á Hólmavík 6. maí 1912. Sonur hjónanna Sigur- jóns Sigurðssonar, kaupfélagsstjóra og konu hans Sigurbjargar Bened- iktsdóttur. Þau hjónin áttu auk Magnúsar Hrólf en hann lést 26. apríl 1935 og Sigrúnu sem gift er Jóni Magnússyni, húsgagnasmið. Magnús flutti til Reykjavíkur 1926 og hóf nám 14 ára gamall hjá föðurbróður sínum Þorkeli Sig- urðssyni sem var þekktur úrsmiður hér í höfuðstaðnum, þá á Laugavegi 34. Magnús lauk úrsmíðanámi 1931 og hélt þá til Leipzig f Þýskalandi til framhaldsnáms í iðn sinni. Hann var svo lánsamur að fá starf hjá virtu fyrirtæki, sérhæfðu í smíði varahluta sem ekki voru fáanlegir annarsstaðar. Þessi þáttur úrsmfði reynir hvað mest á hagleik og ná- kvæmni. Kom þá enn betur í ljós hvílíkur hæfíleikamaður hann var. Magnúsi féll vinnan vel en vegna þjóðfélagsbreytinga í Þýskalandi hélt hann heim eftir tæplega þriggja ára dvöl. Heimkominn hóf hann störf hjá Þorkeli að nýju og keypti síðar verslunina og verkstæðin og rak síðan í eigin nafni f tæplega 30 ár, fyrst á Laugavegi 18 síðar Laugavegi 45. Eftir að Magnús hætti verslunarrekstri annaðist hann um árabil viðgerðir fyrir ýmsa úrsmiði í lítilli vinnustofu á heimili sínu. Og má því segja að hann hafi starfað að iðn sinni í hartnær 30 ár. Þann 26. janúar 1935 kvæntist Magnús Unni Eggertsdóttur, fæddri í Reykjavík 29. júní 1908. Unnur lést 4. nóvember 1960. Þau eignuðust 2 dætur, Bryndísi sem gift er Magnúsi Geirssyni rafvirkja og Sigurbjörgu sem búsett er í Danmörku og gift er Ole Serve, jámsmið. Bamaböm Magnúsar eru fimm og bamabamaböm eru orðin þijú. Síðustu 20 árin bjó Magnús með Katrínu Ólafsdóttur ættaðri úr Fróðárhreppi á Snæfellsnesi. Magnús var félagi í Úrsmiðafé- lagi fslands og sat um tíma í stjóm þess. Vegna hæfni sinnar var hann skipaður f prófnefnd til sveinsprófs úrsmiða árið 1955 og starfaði þar til æviloka, lengst af sem formaður. Á fimmtíu ára afmæli félagsins árið 1977 var hann sæmdur silfurmerki þess fyrir vel unnin störf. Um leið og við kveðjum góðan félaga með söknuði vottum við sambýliskonu hans, dætrum og fjölskyldum þeirra samúð okkar. Axel Eiríksson, Helgi Guðmundsson VEN0 MASSÍV FURA Ljós fura 35.980. Útborgun 10.800 — á mán. 3.150. Lútuö fura á 39.880. Útborgun 11.900. — á mán. 3.500. Við tökum aö sjálfsögðu greiöslukortin sem innborgun á kaupsamn- inga og sem staögreiöslu meö 5% afslætti. DS6A6NAB0LLI BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK @ 91-6811 99 og 681410 Varahlutir í litla bíla og stóra Ef HÁBERG á hlutinn þá er veröiö hagstœtt! SKEIFUNNI 5A, SIMI: 91-8 47 88 Spennandi forréttur t.d. með graflax- eða piparrótarsósu og ristuðu brauði! geeðanm vegml

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.