Morgunblaðið - 16.04.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.04.1986, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR16. APRÍL1986 fclk f fréttum Gordon Lee á gönguskíðum AMMAN 63ÁRAAMMA MEISTARIÁSAMT BARNABARNISÍNU Geri aðrir betur Thomas Jensen, 15 ára ungl- ingur, vissi hvað hann söng þegar hann bað 63 ára gamla ömmu sína að spila með sér í tvíliðaleik í badminton í meistarakeppni Bad- mintonklúbbsins í Kolding í Dan- mörku. Þau unnu, enda er amman, Inger Kjærgaard, enginn viðvan- ingur. Hún hefur stundað þessa íþrótt í 50 ár, leikið í landsliðinu og unnið margskonar titla innan lands og utan þ.á m. orðið Dan- merkurmeistari þrisvar sinnum í einliðaleik kvenna. Síðasta stóra titilinn vann hún árið 1967, er hún varð Jótlandsmeistari. Þá bað klúbburinn í Kolding hana um að keppa og hún sló til þótt ekki væri hún í góðri þjálfun. Inger æfði af kappi fyrir keppnina, stundaði líka leikfími og hlaup og vann. Hún segir að sér hafi fundist það dálítið fyndið hvað mikið var skrifað um það í blöðin þá, að hún væri orðin 45 ára gömul, en þó þetta góð ennþá! Hún er nú formaður Bad- mintonklúbbsins í Kolding, spiiar sjálf og æfír yngstu hópana eftir hádegi. Fyrir hádegi kennir hún í listiðnað arskóla, en hún er útlærð- ur klæðskeri. Ljóst er að það fara ekki allir í fötin hennar Inger. Spánarprins skorar körfu. Norsk stúlka keppir fyrir Dani í söngvakeppninni Stoltir foreldrar; Lillian og Einar Haavik með Lise og syninum Knúti. Llise Haavik, 24 ára gömul norsk stúlka, verður ein þeirra er keppa fyrir hönd Dan- merkur í söngvakeppni sjónvarps- stöðva er haldin verður 3. maí næstkomandi í Bergen. Eigin- maður Lise, John Hatting, er einnig í liði Dana og samdi hann bajði keppnislag og Ijóð „Du er fuld af lagn“. Lise er frá Narvik í Norður-Noregi og fyrir skömmu kom hún þangað í heimsókn. Var henni vel fagnað af íbúunum og borgarstjórinn, Roald Sandvoll, bauð til móttöku á besta hóteii bæjarins. Lise var heiðursgestur og veitti viðtöku sérstakri viður- kenningu frá bæjarfélaginu. Hún fór frá Narvik fyrir 4 árum og þá hefur sjálfsagt engan dreymt um það, að næst þegar hún kæmi til bæjarins yrði slíkt tilstand í sambandi við komu hennar. Borg- arstjórinn sagði í ræðu sinni, að Lise væri ekki fyrsti Narvik-búinn sem gerði garðinn frægan, en örugglega sá yngsti. Kristtn kann best við sig um borð í seglbátum. Lise hlustar af athygli á borgarstjórann. Á hinni myndarlegu köku voru tveir fánar, norskur og danskur. Eiginhandaráritanirnar er Lisa þurfti að gefa voru margar. Flestir knattspymuunnendur á íslandi vita að Gordon Lee hóf að þjálfa meistaraflokk KR í knatt- spymu á siðasta ári og að hann er aftur með liðið í ár. Gordon var á ámm áður atvinnumaður í knatt- spymu á Englandi en sneri sér síðan að þálfun og var m.a. þjálfari Everton áður en hann tók við KR-liðinu. Gordon líkar vel á íslandi og gerir sér far um að kynnast bæði landi og þjóð. Hann reynir að aðlag- ast breyttum aðstæðum sem best hann getur og er óðum að taka upp íslenska siði og venjur. Gordon er bindindismaður á vín og tóbak, lifír heilbrigðu lífi og fer ekki á skemmtistaði. Gordon hefur varla séð snjó svo heitið geti fyrr en hér á íslandi. Og síst skildi hann í því að sumir leikmannanna gátu ekki mætt á æfíngar á dögunum af því að þeir voru á skíðum eða höfðu meiðst lítil- lega í brekkunum. Þá hafði Gordon aldrei séð skíði. Kimmi (Jóakim Snæbjömsson), allra verka maður hjá Knattspymudeild KR, og Guð- bjöm Jónsson, húsvörður, sáu að við svo búið mátti ekki standa leng- ur og fengu Gordon til að reyna gönguskíði Kimma á sléttum Morgunblaðið/Guðbjöm Jónsson Fyrstu sporin að verða að veru- leika. Gordon Lee kominn á skíð- in og tilbúinn að leggja af stað. Kimmi styður við skíðin svo Gordon renni ekki aftur á bak. KR-vellinum. „Er það ekki það sem allir gera á íslandi," sagði Gordon og var til í slaginn. Þeir sýndu honum hvemig ætti að ganga á I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.