Morgunblaðið - 16.04.1986, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 16.04.1986, Blaðsíða 54
54_______________________________________________MORGUNBLAÐID, MIPVIKUDAGUR16. APRÍL1986 • Magnús Teitsson hefur ieikið lykilhlutverk í uppgangi Stjörnunnar bœði sem leikmaður og þjálfari unglinga- og kvennaliða. Stjarnan í Evrópukeppni ífyrsta sinn: „Upprennandi stórveldi" — segir Jón Ásgeir Eyjólfsson „STJARNAN er nœsta stórveldi í handknattleiknum á íslandi. Það er stefna okkar og ekkert bendir til annars en að svo geti orðið,** sagði Jón Ásgeir Eyjólfsson, for- maður handknattleiksdeildar Stjörnunnar úr Garðabœ f samtali við Morgunblaðið, en árangur handknattleiksfólks úr Stjörnunni að undanförnu hefur vakið mikla athygli. Hæst ber að með sigri á Ár- manni á sunnudagskvöldið tryggði karlaliö Stjörnunnar sér þátttöku- rétt í Evrópukeppni bikarhafa, en það er í fyrsta skipti sem liö frá Stjörnunni nær þeim árangri. En árangur meistaraflokks karla er aðeins tindurinn á ísjakanum. „Veturinn í vetur var þriðji veturinn í röð sem við erum með alla yngri flokkana okkar, bæði stelpur og stráka, í úrslitum á Islandsmótun- um. í ár urðum við fslandsmeistar- ar í 3. flokki karla og fengum 2 silfurverðlaun og 2 bronsverðlaun. Meistaraflokkur karla var óheppn- inn að missa af öðru sæti í fyrstu deild og er í úrslitum í bikarnum, og meistaraflokkur kvenna sem kom upp úr annari deild í fyrra náði strax öðru sæti í fyrstu deild í ár og leikur til úrslita í bikarkeppninni í kvöld," sagði Jón Ásgeir. „Viö eigum því orðið aldeilis frá- bæru handknattleiksfólki á að skipa á öllum aldri. Þegar við bætist að skilningur ráðamanna bæjarfélagsins hér í Garðabæ á þörfum okkar er mjög góður, þá get ég ekki annað en verið mjög bjartsýnn. Meðal annars er undir- búningur fyrir byggingu nýs og glæsilegs íþróttahús vel á veg kominn. Það væri svo sannarlega skemmtilegt að geta haldið upp á tíu ára afmæli kaupstaðarins með því að sigra Víkinga í bikarkeppn- inni," sagði Jón Ásgeir. „Þetta er auðvitað alveg nýtt fyrir okkur," sagði hann þegar hann var spurður hvernig Stjörnu- mönnum litist á að taka þátt í Evrópukeppni. „Ég held að enginn leikmanna okkar hafi áður leikið í Evrópukeppni, nema ef tii vill Brynjar Kvaran, svo þetta verður mjög góð reynsla fyrir okkur alla. Eg vona bara að við þurfum ekki aö fara til Sovétríkjanna!" Bremsulausir og í stálskóm þeysa vélhjólakapparnir á öðru hundraðinu — blaðamaður fylgdist með „speedway"- keppni, heimsins hættulegustu íþrótt ALLIR sem keppa f einhvers- konar akstursfþróttum taka á sig einhverja áhættu. Ef ekki er farið með gát, geta menn meiðst, þó slys sáu ekki algeng. Ein er sú fþrótt sem tengist akstri, sem telst sú hættuleg- asta af öllum — „speedway". í slfkri keppni æða hraustir kapp- ar um hringlaga braut í kraft- miklum, bremsulausum vélhjól- um, en nota fætur og búkhreyf- ingar til að hægja á sér. Fjórir aka brautina hverju sini, oftar en ekki f einum hnapp. Má Iftið útaf bera svo ekki verði óhapp. Blaðamaður Morgunblaðsins fytgdist með „speedway"- keppni f Bretlandi en þar áttust við lið frá Oxford og Canterbury. „Þetta er gífurlega spennandi og það má ekkert klikka, svo við hendumst ekki útaf. Til að ná árangri þarf að æfa mikið og hafa tilfinningu fyrir hraða og hreyfingu hjólsins," sagði Andrew Taylor í samtali við blaöamann. „Ég stefni sjálfur á heimsmeistaratitilinn, en það kostar margra ára undirbúning og fullan skáp af peningum! I heimsmeistarakeppninni beita menn stundum bolabrögðum enda miklir peningar í húfi. Hér er meiri íþróttaandi, enda keppn- in klúbbkeppni milli smábæjanna tveggja." Hjólin sem kapparnir óku voru einföld aö sjá. Mjó grind, vél drifbúnaður og hjól, ekkert óþarfa prjál. Bensíntankurinn rétt nægir til aö skila hjólunum þá fjóra hringi, sem þarf til að Ijúka hverri umferð. Brautin er 400 metra löng og eftir undan- rásir komast þeir bestu í úrslit. Hjólin komast á yfir 100 km hraða og gegnum beygjurnar aka kapp- arnir hikstalaust á 70-80 km hraða, en ekki alitaf óhappalaust. í þessari keppni enduðu sjö kappar á grindverki við brautina. Tveir þeirra voru fluttir í sjúkra- hús, einn fótbrotinn, annar togn- aður í baki og illa marinn." Við gerum okkur grein fyrir hættunni og óhöpp eru algeng, þykja ekkert tiltökumál. Við verð- um að vera I góðu líkamlegu formi. Ég stunda hlaup og lyfting- ar reglulega," sagði Young. Við erum I sérstökum leöurgöllum sem verja okkur hnjaski, höfum púða á vissum stöðum innan klæða. Skórnir eru úr stinnu leðri og botninn og táin er úr stáli. Með fótunum bremsum við að nokkru leyti og höldum jafnvægi gegnum beygjurnar með því að stíga öðrum fæti niður á mölina. Galdurinn viö þetta allt saman er að halda hjólinu á hliðarskriði gegnum beygjurnar á sem mestri inngjöf bensíns. Til þess að þetta takist þurfum við að hnykkja okkur til, þannig að afturendi hjólsins sveiflist út fyrir beygjurn- ar. Þetta krefst mikilla æfinga ef vel á að takast," sagði Young. Keppni af þessu tagi hefur verið stunduð í áratugi. Fyrsti heimsmeistarinn var Ástralíubú- inn Lionel Van Praag, en því náði hann 1930. Tékkar hafa verið mjög framarlega í „speedway" og keppa mikið á ís aö vetri til. Þá eru dekkin búin hundruðum langra ísnagla og af þeim sökum eru slys oft alvarleg, þegar kepp- endur verða fyrir óhappi og detta. Það hlýtur að þurfa sterkar taugar í slíka keppni. Ólíklegt er aö keppni af þessu tagi komi nokkurn tímann til íslands, til þess eru hjólin of sérhæfö og ekki er líklegt að yfirvöld myndu leyfa jafnhættulega íþrótt. öll fjölskyldan skelfur í hvert skipti sem ég keppi af hræðslu við að ég meiði mig. Ég tel þetta þó ekkert hættulegra en ganga á götunni... segi þaö aö minnsta kosti," sagði Youny brosandi. Tveir ökukappar enduðu f sjúkrahúsi, sem þóttu engin tfðindi meðal keppenda. Kappamir aka véihjólum sfnum á 70-80 km hraða f beygjurnar á hliðarskriAi. Tli aA halda jafnvægi styAja þeir vinstri fæti niAur, en skórnir eru úr stáli aA mestu leyti. j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.