Morgunblaðið - 16.04.1986, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 16.04.1986, Blaðsíða 56
...MEÐA NOTUNUM. 0 Iðnaöartankinn MIÐVIKUDAGUR16. APRÍL 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Stúdents- efnin kvedja skólann MR-ingar dimit- eruðu í gær og fóru af þvi tilefni skrautklæddir um götur borgar- innar ástórum vörubílum. Klæðnaður menntskælinga var skrautlegur að vanda, sumir voru klæddir sem hermenn, aðrir sem striðs- fangar og þessi föngulegi hópur klæddist tyrkn- eskum fatnaði og hafði tyrkneska fánann auðvitað með í förinni. Dimmission er fastur liður hjá öllum þeim sem eru að hefja lest- ur áður en stúd- entsprófið er tekið og setur þessi tilbreytni tilvonandi stúd- enta skemmtileg- an vorsvip á bæ- inn. Morgunblaðið/ ÓI.K.M. Sláturhúsið á Hvolsvelli viðurkennt: Islenskt nautakjöt til varnarliðsins? BANDARÍSK heilbrígðisyfirvöld hafa viðurkennt stórgrípaslátur- hús Sláturfélags Suðurlands á Hvolsvelli. Er það fyrsta og eina stórgrípasláturhúsið hér á landi sem fengið hefur leyfi til að slátra fyrír vamarliðið á Kefla- vikurflugvelli. Steinþór Skúlason framleiðslu- stjóri SS kvaðst bjartsýnn á að nú opnuðust möguleikar á sölu til vam- arliðsins og yrði leitað eftir viðræð- um. Hann sagði að álitlegt væri að byija á að selja þeim nautakjöt í heilum skrokkum, þar værum við best samkeppnisfærir í verði. Kostn- aðarverð varnarliðsins væri tæpar 200 kr. á hvert kíló af innfluttu nautakjöti í heilum skrokkum en heildsöluverðið hjá Sláturfélaginu væri 225 kr. fyrir UN-1, en 200 krónur fyrir UN-2. í fyíra flutti vamarliðið inn rúm 200 tonn af nautakjöti, þar af um 80 tonn af hakki. Smyglið falið í sérhönnuðu hólfi TOLLVERÐIR í Reykjavík lögðu hald á smyglvaraing í flutninga- skipinu Isberg við komu skipsins til Hafnarfjarðar á mánudag síð- astliðinn. Allir skipveijar, 7 tals- ins, hafa játað á sig aðild að smyglinu, en lauslega áætlað er söluverðmæti varaingsins um 700 þúsund krónur. Að sögn Kristins Ólafssonar, tollgæslustjóra, fannst megnið af vamingnum í sérstaklega útbúnu geymsluhólfí, sem greinilega hafði verið hannað með smygl í huga. Coldwater að ganga frá 4500 milljóna samningi Kaupandinn Long John Silver’s — 10 senta hækkun frá fyrri samningi SAMNINGAR eru á lokastigi milli Coldwater og Long John Silver’s, einnar stærstu veit- ingahúsakeðju Bandaríkj- anna, um kaup á íslenzkum fiskafurðum að jafnvirði um 1500 milljónir króna á einu ári. í gildi er samningur fyrirtækj- anna til eins og hálfs árs og rennur hann út 1. júlí nk. Nýi samningurinn á að gilda frá þeim tíma til jafnlengdar 1987. Sam- kvæmt nýja samningnum mun Long John Silver’s kaupa 21 milljón pund af þorskflökum í 5 punda pakkningum, eða tæplega 10 þúsundtonn. Verð fyrir hvert pund á að hækka um 10 sent eða úr 1,50 í 1,60 sent og jafngildir hækkun- in um 88 milljónum króna. Hækkunin er um 4%. Coldwater Seafood Corp., dótturfyrirtæki Sölumiðstöðvar- innar og Long John Silver’s hafa átt viðskipti um margra ára skeið. Long John Silver’s rekur á milli 1400 og 1500 veitingastaði og er stærsta fyrirtæki Banda- ríkjanna í sölu fískrétta. Op hafði verið gert á gólf í vélar- rúmi, niður í tank þar sem smygl- ið var geymt. Höfðu skipveijar útbúið op niður úr gólfí í vélarrúmi, í tank þar sem vamingnum var komið fyrir. Síðan var opinu lokað þannig að engar misfellur sáust á gólfinu, þegar búið var að sparsla í það og mála. í skipinu fundust 172 kassar af bjór, 318 flöskur af áfengi, 17 karton af vindlingum, 36 kíló af skinku og myndbandstæki. ísberg kom til landsins frá Cuxhaven, með viðkomu í Danmörku, en smyglið mun hafa verið keypt í Þýskalandi. Sjúkrabíll tekinn úr umferð um tíma: Slasaður maður var smitaður af alnæmi Sjúkrabifreiðin fyrir utan Slökkvistöðina í gær. Morgunbiaðið/Juiius. NOKKURS uggs hefur gætt meðal sjúkraflutningamanna Slökkviliðsins í Reykjavík og starfsfólks á Borgarspítalanum eftir að þangað kom aðfaranótt sunnudagsins slasaður maður, sem mælingar sýndu að bar al- næmisveiru í blóði sínu. Maður þessi hafði slasast á höfði fyrr um nóttina og blæddi mikið í sjúkrabílnum á leiðinni á slysa- deild. Strax eftir að hann kom þangað vaknaði grunur um að [ginn gæti verið í áhættuhópi varðandi alnæmi og var sjúkra- bíllinn því umsvifalaust tekinn úr umferð þar til hann hafði verið hreinsaður með sérstökum sótt- hreinsiefnum. Gunnar Þór Jónsson, yfírlæknir á slysadeild Borgarspítalans, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær að blóðsýni hefðu verið tekin af þeim starfsmönnum spítalans, sem haft hefðu afskipti af sjúklingn- um. Dr. Haraldur Briem, sérfræð- ingur spítalans í alnæmi, lagði áherslu á það í'gær, að engin hætta væri á ferðum og að hreinsun bílsins, áhalda og sjúkrastofu færi fram eftir þeim reglum, sem settar hefðu verið varðandi bráða smithættu. „Án þess að ég vilji ræða þetta sérstaka tilvik þá vil ég minna á að svona nokkuð getur gerst og á eftir að gerast. Fólk úr áhættuhópum á eftir að koma hér í mismunandi ástandi og því eru í gildi ákvednar reglur, sem farið er eftir undantekningalaust," sagði hann. Dr. Guðjón Magnússon aðstoðar- landlæknir sagði að slökkviliðsmenn hefðu óskað eftir upplýsingum frá embættinu um hvemig bæri að þrífa bílinn eftir þennan tiltekna sjúkra- flutning. Þær upplýsingar hefðu verið veittar og myndi bíllinn vera tekinn í notkun strax að því loknu. Hann sagði að engin ástæða væri fyrir þá, sem komið hefðu við sögu í þessu máli, að hafa áhyggjur af heilsu sinni enda væru engin þekkt dæmi um að smit hefði borist milli manna með því að blóð úr alnæmis- sjúklingi hefði slest á heilbrigðan einstakling. Það sama gilti um einn sjúkraflutningamannanna, sem var með gamla húðrispu á hendi. Haraldur Briem minnti á, að öruggar smitleiðir alnæmisveirunnar væru aðeins tvær: með hreinni blóð- blöndun og við samfarir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.