Morgunblaðið - 01.05.1986, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR1. MAÍ1986
Ora lækkar
niðursuðuvörur
Niðursuðuverksmiðjan Ora hf.
lækkar hluta af framleiðsluvör-
um sínum um mánaðamótin um
1-6%. Lækkun þessi kemur til
viðbótar lækkun fyrirtækisins 1.
apríl síðastliðinn, en þá lækkuðu
ýmsar vörur fyrirtækisins um
allt að 8,7%.
Magnús Tryggvason fram-
kvæmdastjóri Ora hf. sagði að
lækkunin fyrir mánuði hefði komið
í kjölfar lækkunar á aðflutnings-
gjöldum á grænmeti. Fyrirtækið
hefði nú ákveðið að lækka vörumar
meira og halda verði annarra
óbreyttu þrátt fyrir kostnaðar-
hækkanir að undanfömu í kjölfar
hækkunar á Evrópugjaldmiðlum.
Þær vörur sem nú lækka em meðal
annars niðursoðnar gulrætur og
grænar baunir, blandað grænmeti,
rauðrófur og rauðkál.
Verðlækkun á pepsi
í plastflöskum
SANITAS mun lækka verð á
pepsi í 1,5 Iítra plastflöskum um
Ispinnar
lækka
um 4%
ÍSGERÐ Mjólkursamsölunnar
í Reykjavík hefur lækkað ís-
inn um 3,5-8%, eins og fram
hefur komið í blaðinu. Hér á
eftir fara dæmi um verðlækk-
anir:
íspinnar lækka úr 24 krónum
í 23 kr. (4,3%), ísblóm úr 87
kr. í 82 kr. (5,7%), skafís í
tveggja lítra dósum úr 244 krón-
um í 228 kr. (6,6%) og pakkaís
í 1 1. pökkum úr 107 kr. í 98,40
kr. (8,05%).
nálægt 10% næstkomandi mánu-
dag. Er þetta kynningarverð sem
mun standa að minnsta kosti i
3-4 mánuði, að sögn Ragnars
Birgissonar framkvæmdastjóra
Sanitas.
Ragnar sagði að þessi verðlækk-
un hefði verið ákveðin í kjölfar
fundar hjá Félagi íslenskra iðn-
rekenda fyrr L vikunni þar sem
menn voru eindregið hvattir til að
lækka vöruverðið þar sem mögulegt
væri, og helst núna um mánaðamót-
in. Hann sagði að fyrirtækið vildi
einnig reyna að auka söluna á pepsi
í þessum umbúðum og ef það yrði
raunin og ytri aðstæður breyttust
ekki yrði þessi verðlækkun varan-
leg.
Algengt útsöluverð á pepsi í 1,5
1. plastflöskum lækkar við þetta úr
79-83 krónum flaskan í 70-75 krón-
ur, eða um 8-9 krónur hver flaska.
Bensínið lækkar
um 2 kr. 2. maí
BENSÍNIÐ lækkar um 2 krónur
um mánaðamótin samkvæmt
ákvörðun verðlagsráðs, úr 30
krónum í 28 kr. hver lítri, eða
um 6,6%. Lækkunin kemur til
framkvæmda 2. maí.
Á tiltölulega skömmum tíma
hefur bensínlítrinn lækkað úr 35
krónum í 28 vegna verðlækkunar
á heimsmarkaðsverði olíu. Bensín-
lítrinn verður eftir þessa síðustu
lækkun 20% ódýrari en hann var
fyrr á árinu.
Morgunblaðið/Ól. K.M.
Jökulfell stöðvaðist í Reykjavíkurhöfn í gær vegna verkfalls.
Kaupskíp stöðvast
vegna verkfalla
VERKFOLL á kaupskipaflotan-
um eru þegar farin að stöðva
skip í höfnum hér heima. Undir-
menn á skipunum, félagar í Sjó-
mannafélagi Reykjavíkur, hófu
verkfall kl. 15 í gær og á mið-
nætti í nótt lauk tveggja daga
verkfalli Skipstjórafélags
Reykjavíkur. Félagið hefur boð-
að annað tímabundið verkfall
5.-7. maí næstkomandi.
Þrjú skip Eimskipafélags íslands
hafa þegar stöðvast vegna verk-
fallanna — Skeiðsfoss á Akureyri,
Lagarfoss í Straumsvík og Reykja-
foss í Reykjavík. í næstu viku má
búast við að Álafoss, Fjallfoss og
Grundarfoss stöðvist einnig í ís-
lenskum höfnum þegar þau skip
koma frá útlöndum. Þá hefur og
Sambandsskipið Jökulfell stöðvast
í Reykjavík.
Skipafélögin hafa gert ýmsar
ráðstafanir til að draga úr áhrifum
verkfallsins, m.a. með því að breyta
áætlunum skipa, sem eru í sigling-
um erlendis.
Á morgun mun ríkissáttasemjari
kanna hvort tilefni er til að boða
til sáttafundar í deilunum. Skip-
stjórafélagið og Sjómannafélagið
semja sérstaklega við skipafélögin
er auk þeirra eru öll önnur yfír-
mannafélög á kaupskipaflotanum
með lausa samninga — stýrimenn,
vélstjórar, loftskeytamenn, brytar,
matreiðslumenn og þernur.
Fulltrúar allra þessara félaga
sátu árangurslausan sáttafund hjá
ríkissáttasemjara á þriðjudaginn.
Á þessari teikningu sést hvernig Austurvöllur liti út þegar hann yrði kominn í þann búning, sem tillög-
umar gera ráð fyrir. Alþingishúsið og Dómkirkjan eru fremst á teikningunni.
Tillögnr um breyttan Austurvöll:
Hellulagt torg snúi að Alþing-
ishúsinu og Dómkirkjunni
í TILLÖGUM um nýtt skipulag
Kvosarinnar í Reykjavík sem
arkitektamir Dagný Helgadóttir
og Guðni Pálsson hafa gert er
gert ráð fyrir gagngerum breyt-
ingum á Áusturvclli. Meðal ann-
ars eru hugmyndir um að hellu-
leggja þann hluta vallarins sem
snýr að Alþingishúsinu og Dóm-
kirkjunni og mynda þannig torg.
Dagný Helgadóttir og Guðni
Pálsson nefna m.a. í greinargerð
sem fylgir tillögunum að í seinni
tíð hafi það tíðkast að fólk safnist
saman á Austurvelli fyrir framan
Alþingishúsið á tyllidögum eins og
t.d. 17. júní, en eins og völlurinn
er f dag sé það ýmsum örðugleikum
háð. Höfundar telja að með því að
sá hluti Austurvallar sem snýr að
Alþingishúsinu og Dómkirkjunni
veðri hellulagður og myndi þannig
torg við þessar tvær byggingar,
nýtist svæðið betur við áðumefnd
tækifæri.
Þá er gert ráð fyrir að sá hluti
Austurvallar sem snýr að Thor-
valdsensstræti, Vallarstræti og
Pósthússtræti verði afgirtur með
trjám og lögð áhersla á garð- og
blómarækt í afmörkuðum reitum.
Að sögn Dagnýjar Helgadóttur
JNNLEN-T
Kísilmálmvinnsla:
Samningar
ganga í
réttaátt
TVEGGJA daga fundi fulltrúa Rio
Tinto Zink og samninganefndar
iðnaðarráðuneytisins um Kfsil-
málmvinnslu á Reyðarfirði lauk á
þriðjudag. Að sögn Birgis ísleifs
Gunnarssonar formanns íslensku
samninganefndarinnar ganga
samningamir í rétta átt. Næsti
fundur verður í Bristol á Englandi
20.-21. mars næstkomandi.
er hugmyndin að endurskipuleggja
allan Austurvöll. Fyrir utan þennan
hellulagða geira verði bætt við
gangstéttum sem ganga eiga þvert
á grasflatimar. Þá verði hellulagður
hringur umhverfis styttuna af Jóni
Sigurðssyni og þar fyrir utan verði
gras á hringlaga svæði. Þá komi
blómabeð og bekkir og yst verði
tijágróður.
Ekki er Ijóst hvemig bilaumferð
verði háttað í kringum Austurvöll.
Geislavamir ríkisins og landlæknir:
f slendingar þurfa
ekki að forðast
hin Norðurlöndin
GEISLAVARNIR ríkisins og
landlæknir gáfu í gær út eftir-
farandi fréttatilkynningu:
„Eftir kjamorkuslysið í Sovét-
ríkjunum hefur orðið vart aukinnar
geislavirkni í mörgum löndum m.a.
Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Dan-
mörku.
Veðurskilyrði hafa verið þannig,
að geislun hefur ekki borist hingað
Jhonjimbln&íó
Starfsemi
félag&málastofnunar
í viðskiptablaði Morgun-
blaðsins í dag er m.a. fjallað
um konur á vinnumarkaðin-
um í tilefni 1. maí og sérstak-
ur blaðauki er um starf Fé-
lagsmálastofnunar Reykja-
víkurborgar auk annars efnis,
sem tileinkað er þessum hátíð-
isdegi launþega.
til lands. Geislavamir ríkisins fylgj-
ast gaumgæfilega með gangi mála
hjá systurstofnunum sínum á Norð-
urlöndunum.
Vegna margra fyrirspuma vilja
Geislavamir ríkisins og Landlæknir
taka eftirfarandi fram:
1. Ferðamenn sem koma frá Norð-
urlöndunum em ekki taldir í
hættu vegna áhrifa aukinnar
geislavirkni og því ekki þörf á
sérstökum aðgerðum eftir dvöl
í þessum löndum.
2. Ferðamenn sem hyggja á ferð
til þessara landa á næstunni
þurfa því ekki að breyta áform-
um sínum vegna slyssins. Sú
tímabundna aukning á geisla-
virkni sem mælst hefur er langt
undir hættumörkum."
Lýst eftir
63ja ára konu
LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir.
eftir 63 ára gamalli konu, Unni
Jónsdóttur. Unnur er talin hafa
yfirgefið hótel Rauða krossins
við Skiphoit í Reykjavík, þar sem
hún er búsett, milli klukkan 13.30
og 15.00 á þriðjudag. Ekkert
hefur til hennar spurst síðan.
Unnur er grannvaxin, 160 cm á
hæð, með axlarsítt ljóst hár sem
farið er að grána. Hún var klædd
í síða vínrauða poplyn-kápu, í kjól
með gulum, vínrauðum og bláum
þverröndum og var í bláum reimuð-
um gönguskóm úr leðri.
Þeir sem kynnu að hafa orðið
ferða Unnar varir eru beðnir að
gera lögreglunni í Reykjavík við-
vart.